Vísir - 04.08.1967, Síða 13

Vísir - 04.08.1967, Síða 13
VI SIR . Föstudagur 4. ágúst 1967. 13 i« —Listir -Bækur -Menningarmál- Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni. Sýning í Mokka ff slenzkur málari er nýkominn heim frá Vínarborg. Hann heitir Guö- bjartur Guölaugsson — og sýnir í Mokka um hásumar í Reykjavík. Myndir hans eru hvorki einskær leikur með liti né tómstundagaman í eðli sínu. Vandamál, torfærur, hið eilífa stríð listarinnar speglast í þeim öllum. Listamaðurinn gengur að verki með opnum hug. Hann er greinilega mjög vandvirkur en ekki að sama skapi bráðþroska. Mér kæmi ekki á óvart, þótt hann efl- ist að mun sem svartlistarmaður eöa málari á næsta áratug. í dag eru myndirnar trauðla annaö og meira en grunnur til að byggja á: s'cmar hverjar vandaðir smíðagrip ir en skortir bæði frumleik og eldtaug mikilfenglegra listaverka. Ég tók sérstaklega eftir því hve litirnir eiga erfitt með að samlag- ast formkenndinni — einkúm þó í sumum vatnslitamyndunum. Guð bjartur getur huggað sig við það, eins og sumir hinna eldri starfs- bræðra hans, að stórskomu og ó- fríðu andlitin eldast stundum bet- ur en fríðu og smáu snoppurnar, sem heimurinn gælir við ... enda- laust. • Nokkur orð um Jacques Becker TTann fæddist í París 15. sept. 1906 og lézt í þeirri borg 20. febr. 1960. Við lát hans hörmuðu Frakkar að hafa misst ,einn gáfaðasta og mest alhliða leikstjóra sinn. Hann var jafnvígur á skemmti- og sorg- legar kvikmyndir. Á árunum 1932 til 1939 vann Becker undir stjórn Renoir, á því tímabili lauk Renoir við 15 kvik- myndir. Svo Becker er ekki alveg ókunn ur þegar hann fer á stúfana sjálf ur með kvikmyndinni Dernier Atout (Síðastliðinn ágúst) 1942, sveitalífs kvikmynd. Goupi-Mains-Rouges (Það skeði i krá) sýnd í Filmíu 1943 og Falbalas (Fellingar) 1944, tekin í tízkuhúsum Parísar. Hvorug þessara kvikmynda voru sýndar fyrr en hernáminu var lokiö. Antoine og Antoinette um ung hjón í verkamannastétt 1946. Rendez- Vous de Juillet (Stefnumót í. júli) um ungu kynslóöina eftir stríðið, 1949. Svo kemur þriöja kvikmynd in um Parísarbúa árið 1951, Edou- ard og Caroline um ung hjón í yfirstétt. Annette Wademant gerði handritið og Anne Vernon og Dani- el Gélin léku óaðfinnanlega. 1953 kemur Rue de l’Estrapade, hún virðist vera samansafn úr hin um kvikmyndunum ef marka má orð Georges Sadouls, hann segir: Rifrildi milli Edouard og Caroline, Caroline ætlar fyrir sitt leyti að búa i Rue l’Estrapade, Antoinette vinnur £ heimi „Falbalas" og hittir dreng frá „Stefnumóti í júlí“. Bezta kvikmynd hans Casque d'Or (Gullhúfan) 1952, hefur verið sýnd hér á landi og við góða að- sókn. Hún gerist í París um síð- ustu aldamót og er byggö á sögu legum staðreyndum frá þeim tíma. Þetta er ástarharmleikur sem end- ar með dauða. Toushez pas au Grisbi 1954 (Snertið ekki á Grisbi) er sakamála kvikmynd gerð eftir sögu Albert Simonin. Með Du Rififi chez les Homme, Dassins það sama ár, hófst í Frakklandi alda af sakamála kvikmyndum sem voru einkenn- andi fyrir Frakkland á sjötta ára- Jean Keraudy í Le Trou (Göngin), framleiddri af Jaques Becker. tugnum. Næstu þrjár kvikmyndir voru gerðar með gróðasjónarmið fyrir augum, Ali Baba et les Quarante Voleurs (Ali Baba og hinir fjörutíu ræningjar) 1954. Les Aventures d’Arséne Lupin 1956 (báðar þessar kvikmyndir hafa verið sýndar hér) Montparnasse 19 fjallar um síðustu ár málarans Amadeo Modigliani, er lézt 36 ára gamall i París árið 1920. Max Ophuls var byrjaður á kvikmynd um sama efni með Henri Jeanson. Heiftarlegt rifrildi varö út af handritinu sem var þaö sama og þeir notuðu. Síðasta kvikmynd Beckerjs er Le Trou (Göngin) gerð árið 1959 og sýnd 1960. Viðfangsefnið er ein- falt: í fangaklefa eru 4 menn að undirbúa flóttatilraun, þegar fimmti fanginn bætist við. Það er ungur ; bilasölumaöur sem er ákærður fyrir tilraun til að myrða rika eiginkonu sína. Eftir nokkrar efasemdir á- kveða þeir að leyfa honum þátttöku í flóttatilrauninni. Þeir byrja á hinu erfiða verki, að grafa sig út. Undirbúningnum er nákvæmlega lýst, verkfærunum og hvernig þau eru búin til í skyndi. Hamar, rúmlöpp og tannbursta- hald og spegilbrot. Við þekkjum hvert fet af klefanum og smám saman sjáum við hvernig með erf- iðismunum hverri hindrun er rutt úr vegi. Frá byrjun gerum við okkur grein fyrir auðmýkingu þeirra er fanga lífinu fylgir og þörf mannanna á frelsi. Það er engin tónlist, aðeins hin eðlilegu hljóð heyrast til að sýna andrúmsloftiö, óvissan og kvíðinn sem hrjá fangana er einnig vel sýnd. Að lokum kemur endirinn mjög á óvárt þegar svikin komast upp. En skarpskyggni, tryggð og þrá kelkni mannanna ásamt þeim að- stæðum er framkalla þessu eigin- leika þeirra, gera það að verkum að kvikmyndin er mögnuð til enda. Það væri óskandi að við fengjum að sjá hana hér, annað hvort í sjónvarpinu eða í einhverju kvik- myndahúsanna. — P. L. mynair TSST?1 Imyndir^ kvik myndir kvik myndir kvik myndir kvik kvik ntynUir ntíRJjraEl mynílir Tilkynning til bifreiðaeigenda Þeir tryggingartakar vorir, sem eigi hafa enn greitt iðgjöld sín af hinum lögboðnu ábyrgðartryggingum ökutækja, er féllu í gjalddaga 1. maí s.l., eru áminntir um að gera það nú þegar. Athygli skal vakin á því, að óskoðuð ökutæki eru nú tekin úr umferð af lögreglunni hvar sem til þeirra næst. SAMVINNUTRYGGINGAR 1 H}úkrunarkonur eða Ijósmæður óskast að Hrafnistu. Uppl. í símum 30230 og 36303 eftir kl. 7. FIRMASKRÁ VERÐA ÞAU MEÐ í 23. 9KIPTI? Almennar Tryggingar h.f., Eimskipafélag Islands h.f., Kol & Salt h.f., Ólafur Gíslason & Co. h.f, Olíuverzlun íslands h.f., Reykjavíkur Apótek, Sigfús Eymundsson, bókav., Sjóvátryggingarfélag Islands h.f., Skeljungur h.f., Slippfélagið í Reykjavík h.f. Firmu þessi eru ekki einimgis gömul og rótgróin í viðskiptalífi Reykjavíkur, heldur eiga þau það jafn- framt sameiginlegt, að vera velunnarar golfíþróttar- innar. Ástæðan fyrir birtingu firmaskrár þessarar er sú, að nú er verið að skrá þátttakendur í firmakeppni Golf- klúbbs Reykjavíkur, en þessi firmu hafa verið með í keppninni óslitið frá upphafi. Golfklúbbur Reykjavíkur vill þakka þessum firmum svo og þeim, sem síðar hafa bætzt í hópinn, fyrir þátt- töku í keppninni. Þeim firmum fjölgar með ári hverju, sem styrkja vilja Golfklúbb Reykjavíkur í því, að Reykjavík verði áfram höfuðstöðvar golfíþróttarinnar á íslandi um ómuna framtíð, en eins og allir vita er Golfklúbbur Reykja- víkur elzti golfklúbbur á íslandi. Með þátttöku sinni gera firmun Golfklúbbi Reykjavíkur jafnframt kleift að halda félagsgjöldum unglinga lágum og þar með að auka áhuga þeirra á golfinu, en auk þess verður öll uppbygging og útbreiðsla golfsins klúbbnum auð- veldari. Golfklúbbur Reykjavíkur mun leitast við að vekja at- hygli á keppninni hér í Vísi, eftir því sem föng eru á, með nafnalistum yfir þau firmu, sem lengst hafa verið með í keppninni og með hlutum úr auglýsingu firma- skrár Golfklúbbs Reykjavíkur, sem birtast mun í Vísi þann 26. ágúst n.k. Skráin verður þannig úr garði gerð, að firmunum verður raðað upp í verksviðaröð. SKIPAFÉLÖG - O.FL. O. FL. SKIPAFLÖG - O.FL., o.FL. IQjl M !/ff i IIIII þRJAR AFEROIR A MYNDUNUM:

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.