Vísir - 04.08.1967, Side 16
9
VISIR
Föstudagur 4. ágúst 1967.
: Oddfellows gefcs
: Geðvernd 250
9
l þúsund krónur
|| Oddfellow-stúkan Ingólfur
Jminntist 1. ágúst sjötíu ára af-
o mælis sfns með því að gefa
^ Geðvcrndarfélagi íslands stór-
J gjöf, 250.000 krónur. Þennan
® dag var gjöfin afhent og fylgdi
■ það með, að gjöfina skyldi nota
J til styrktar húsbyggingu félags
• ins að Reykjalundi. Kjartan J.
: Jóhannsson, formaður Geðvemd
J arfélagsins þakkaði gjöfina með
• ávarpi.
ERFIÐ BJORGUN
AF SLYSSTAÐ
JSÍ
□ Við byggingu vöru-
skemmu Eggerts Kristjáns-
sonar & Co á Kleppsvegi slas-
aðist í gærdag, stuttu eftir
hádegi, verkamaður, sem var
að vinna uppi á þaki skemm-
unnar. Var unnið að þakgerð
skemmunnar og höfð um
hönd sjóðheit tjara til þess
verks. Verkamaðurinn, Ge-
org Gunnarsson, til heimilis
að Kvisthaga 27 hrasaði á
þakinu um einn tjörupottinn
og brenndist illa á höndum
og andliti, þegar heit tjaran
skvettist upp úr pottinum.
Erfitt var um vik, þegar mað-
urinn var fluttur niður af þak
inu, niður háan stiga, en síð-
an var hann fluttur á Land-
spítaiann.
□ Annað slys varð fyrr um
morguninn á vinnustað. Var
unnið að afgreiðslu á olíu hjá
oiíufélaginu Skeljungi vestur
í Skerjafirði. Friðgeir Eyjólfs
son, Melhaga 9, var að vinna
á vörubifreiðarpalli, en féll
af honum og lenti milli hans
og afgreiðslupalis. Slasaðist
hann á höfði og var fluttur á
slysavarðstofuna.
Aldrei fleiri á þjáðhátíðma
i ¥estm.eyium
Vestmannaeyingar eru nú
komnir í þjóðhátíðarskap og
vænta margra gesta til Eyja um
helgina, ekki færri en 6 þúsund.
Undlrbúningur að hátíðinni hef-
ur verið í fullum gangi undan-
farna daga og var tjöldum leyfö
í Herjólfsdal f gær. — Herjólfs-
dalur verður að venju mikiö
skreyttur, en hátíöaskrautið
mun að þessu sinni bera keim
-<s>
Óvíst veður
um helginu
► Undanfarna daga hefur verið létt
skýjað viðast hvar á landinu, og
i gær var varla nokkurs staðar
«ký á himni. Hitinn var þó hvergi
mjög mikill, m'estur á Þingvöllum,
16 stig. í Reykjavík kældi hafgol-
an nokkuð, og var hitinn ekki nema
13 stig.
► Samkvæmt því, sem Veöurstof-
an tjáði okkur í morgun, er veður
'útlit fyrir helgina nokkuð óvíst,
oert var ráð fyrir að lægð, sem nú
nálgast landið, færl suður fyrir án
þess að hafa nokkur áhrif, en nú
hefur hún nálgazt nokkuð og er
ekki ólíklegt, að eitthvað kunni
að þykkna upp í nótt, þó aö óvíst
sé hvort áhrif lægöarlnnar veröi
varanleg.
af víkingaferðum. Þjóðhátíðin
verður með svipuðu sniöi og ver
ið hefur, en íþróttir munu mjög
setja svip sinn C. hátíðina. tJr-
valslið frá þremur kaupstöðum
munu þreyta kappleiki í knatt-
spymu, Keflavík, Akranes og
Vestmannaeyjar, en auk þess
verð:- frjálsar íþróttir og fleira
af því tagi.
Hátíðin hefst klukkan tvö
í dag og það er formaður
íþróttafélagsins Týs, sem setur
hana. Síðan verður guðsþjón-
usta, Lúðrasveit Vestmannaeyja
leikur og piltar frá héraðssam-
bandinu Skarphéðni mæta Vest
mannaeyingum í knattspymu.
Klukkan hálf fimm mun Skúli
Theodórsson sýna bjargsig, en
Skúli hefur sýnt þessa fágætu
íþrótt margar þjóðhátíðir í röð.
Á eftir bjargsiginu kemur svo
fyrsta bæjakeppnin í knatt-
spyrnu: Keflavík og Vestmanna
eyjar. Leikurinn fer fram á í-
þróttavellinum við Hástein. —
Á sama tíma veröur barna-
skemmtun í Herjólfsdal og eftir
að menn hafa fengiö sér lunda
í kvöldmatinn hefst kvöldvaka
í Herjólfsdal. Skemmtiatriðin
eru meöal annars flutt af hljóm
sveit Ragnars Bjarnasonar,
Gunnari og Bessa, Guömundi
Guðjónssyni óperusöngvara og
Sigfúsi Halldórssyni. Samkór
Vestmannaeyja syngur og ungl
ingahljómsveitin Logar frá Vest
mannaeyjum skemmtir táningun
um.
Þegar skyggja tekur hefst svo
dans á tveimur pöllum í Herjólfs
dal. Ragnar Bjarnason og hljóm
sveit hans leika fyrir nýju döns
unum og Kátir félagar fyrir
gömlu dönsunum. — Hlé veröur
gert á dansinum meöan bálköst
urinn á Fjósakletti brennur og
Eyjaskeggjar viöhafa tradisjón-
ir sínar við bálið. — Síðan verö
ur dansað fram í aftureldingu
klukkan fjögur.
Á laugardaginn hefjast hátíða
höldin aftur með hátíðaræðu
séra Þorsteins L. Jónssonar, þá
Framhald á bls 10
«■*.!« ,»4 f í , ' :
Slasaði maöurinn fluttur af slysstað. (Ljósm. Bjöm Ó. Hallgrímss.)
Hákarl skekkti asdiktæki
Rekadrumbar hafa skemmt asdik fjölda
báta / norðurhófum i sumar
í gær lágu fjögur skip inni
á Seyðisfirði með biluð asdic-
tæki. Talsverð brögð hafa verið
að því í sumar, að rekaviður
skemmi tæki skipanna en mikið
er um trjádrumba á reki norður
í íshafinu þar sem skipin hafa
að undanförnu verið að veiðum.
Þegar skipin eru með asdic-
tækin í gangi, gengur stautur
niður út botni þeirra og hafa
rekadrumbarnir rekizt í þá og
skekkt asdicið. — Skipin sem
lágu inni með tæki sín til við-
gerðar í gær voru Ásgeir, Harpa
Jörundur II og Ingvar Guðjóns
son. Ennfremur var Engey inni
á Seyðisfirði um daginn með
asdictæki sitt i viðgerð, en skips
verjar töldu að hákarl hefði
rekið sig í asdicið og skemmt
það, en skipið var við veiðar
suöur með landinu.
• «
c
Framkvæmdir í Salt-
vík langt komnar
Nú eru framkvæmdir við helgar-
skemmtistaöinn tilvonandi í Saltvik
á Kjalarnesi langt komnar, og er
gert ráð fyrir að hægt verði að
opna staöinn almenningi næstu
helgi eftir verzlunarmannahelgina.
Reynt verður að liúka sem mestu
fyrir þann tíma, en framkvæmd-
um og umbótum síðan haidið á-
fram með tilliti til áhuga og álits
þeirra sem koma í Saltvík.
Undanfarið/hafa piltar úr Vinnu
skólanum unnið í Saltvík, málað
öll húsin að utan og vinna nú af
kappi við innréttingu hlööunnar,
en í henni verða haldnir dansleik
ir. Reynt verður að hafa hlöðuna
sem líkasta því, sem hún er nú. en
nýtt gólf með hljómsveitarpalli
verður gert, veggir málaðir og Ijós
j ker hengd með veggjum. í húsi
' sambyggðu hlöðunni verður gos-
drykkjasala með bekkjum og borö
um. Uppi á súrheysturninum veröa
hátalarar, og tónlist sem spiluð
verður niöri í turninum mun þá
berast um svæöið. Hlaðinn hefur
verið stór köstur í fjörunni og i
hann verður safr.að öllum spýtum
sem eru í fjörunni, svo og ýmsu
rusli, sem hreinsað hefur veröi af
staðnum. Er meiningin að brenna
þennan stóra 'köst á miðnætti
fyrsta laugardagskvöldiö, sem svæð
ið veröur opið. Hljómsveitin Tempó
hefur undanfarið æft af kappi, en
hún mun spila á dansleikjum i
hlöðunni. Á mvndinni sjáum við
Baldvin Jónsson, en hann hefur
staöið hvað mest að undirbúningi,
Hjálmar Guömundsson, verkstjóra
Vinnuskólans og tvo drengi úr
Vinnuskólanum. í baksýn er hlaðan