Vísir - 18.08.1967, Síða 8
8
V í S IR . Föstudagur 18. ágúst 1S67.
VÍSIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjöri: Dagur Jónasson
Ritstjórí: Jónaa Krístjánsson
Aðstoöarritstj óri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingan Þingholtsstræti 1, sfmar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 7.00 eintakið
_______PrentsuJðjs VIsis — Edda hJ.____________
„Hvað varðar okkur um
þjóðarhag?"
§vo sem frægt er orðið, sagði einn af forsprökkum
kommúnista fyrir allmörgum árum: „Hvað varðar
okkur um þjóðarhag?" Mannauminginn talaði af sér
í hita ræðunnar. Hann mátti vitaskuld ekki segja
þetta, þótt hann meinti það, og vafalaust hefur hann
fengið ofanígjöf hjá yfirboðurum sínum fyrir fljót-
færnina, enda tók stjarna hans brátt að lækka í
flokknum eftir þetta.
En það hefur sannazt fyrr og síðar, að þessi orð
túlka vel viðho'rf kommúnista til íslenzkra hagsmuna.
Og það var raunar ekki farið dult með það á fyrstu
árum flokksins hér, að Rússland væri eina föðurland
sannra kommúnista. Af því hlaut þá vitaskuld að
leiða, að þá varðaði ekki um þjóðarhag á íslandi, ef
hann rakst á við hagsmuni föðurlancls þeírra. Að
sönnu hefur ýmislegt breytzt síðan framangreind orð
voru sögð. Nú eru föðurlöndin orðin að minnsta kosti
tvö, eftir þýí hvort íslenzkir kommúnista'r fylgja
Kosygin eða Mao formanni. Þeir, sem lesa Þjóðvilj-
ann, hljóta að taka eftir því, að þar eiga bæði þessi
föðurlönd sína málsvara.
En það hefur ekki breytzt, að sjái íslenzkir komm-
únistar sér fæ'ri á að þóknast erlendum yfirboðurum
sínum, hvort heldur rússneskum eða kínverskum, þá
varðar þá sannarlega ekki um íslenzkan þjóðarhag.
Þetta kom t. d. greinilega fram á norræna æskulýðs-
mótinu, sem hér var haldið fyrir skömmu. Kommún-
istar létu slíkt tækifæri að sjálfsögðu ekki ónotað, ti!
þess að koma að áróðri sínum. Erindrekar þeirra á
mótinu reyndu eftir megni að læða því inn hjá hin-
um erlendu fulltrúum, að íslendingar séu ekki. sjálf-
ráðir gerða sinna fyrir Bandaríkjamönnum og að ís-
lenzk stjórnarvöld láti þá segja sér fyrir verkum í
öllu sem máli skiptir. Þetta athæfi vakti að vonum
mikla gremju og hneykslun annarra ínnlendra full-
trúa á mótinu, sem auðvitað leiðréttu þessar íirrur
eftir því sem unnt var. Og eflaust hafa ýmsir hinna
erlendu verið svo kunnugir vinnubrögðum kommún-
ista, að þeir hafi áttað sig fljótt á því, hvað hér var
á seyði. En gerð íslenzk'ra kommúnista er söm fyrir
því. Þeir víla ekki fyrir sér að vinna íslenzkum mál-
stað ógagn og sverta forustumenn þjóðar sinnar í aug-
um útlendra gesta, ef þeir halda að þeir geti þóknazt
yfirboðurum sínum með þeim hætti.
Þetta er enn ein sönnun þess, hve fráleitt það er,
að trúa kommúnistum þegar þeir\þykjast vera að
berjast fyrir hagsmunum íslenzkrar alþýðu. Þeir eru
alltaf að vinna einhver skemmdarverk, hve’mig sem
þeir haga framferði sínu. Þetta á líka að vera hverj-
um manni auðskilið, ef hann veit að þeim hefur ver-
ið fengið það hlutverk, að grafa undan þjóðskipulag-
inu og koma hér á kommúnisma, með öllum þeim ógn-
um, sem þv! stjómkerfi fylgja.
Hindra aðrir Arabaleiðtogar
Nasser forseta í að
Israelsmenn?
— Abba Eban segir, að Titó sé ekki rétti
maðurinn til að miðla málum
ÞaÖ líður nú óðum að þvi, að
í ljós komi hvort sá árangur
verður af viðræðum Nassers við
arabíska leiðtoga, að hann geti
lagt fram miðlunartillögu, sem
aöilar í styrjöldinni í júnl sl.,
komi _Jr saman um að ræða, en
menn hafa enn sem komlð er
að minnsta kostl, haft litla trú
á að teljandi jákvæður árangur
verði af viðleitni Titos forseta.
Þessi vantrú byggist ekki
framar öðru á því, að Nasser for
seti sé gallharður sem forðum,
öðru nær, heldur hinu, að í
flokki arabískra leiðtoga eru
meiri harðjaxlar en Nasser er
nú. Boumedienne forsætisráð-
herra Alsír og Arif forseti Ir-
aks sennilega, — aö minnsta
kosti styður hann tillöguna um
framhald á olíubanninu, þ. e. að
Arabalönd selji ekki olíu til
landa sem þau telja að hafi stutt
ísrael í styrjöJdinni, þrátt fyrir
að allar ásakanir í þvi efni hafi
verið reknar ofan í þá sem báru
þær fram.
Þaö eru sterkar stoöir undir
þeim skoðunum, að Nasser hafi
sannfærzt um að hann eigi ekki
Kvikmyndin „Fjötrar" eftir
sögu Somersets Maugham „Of
Human Bondage" vekur mikla
aödáun og þykir jafnvel frábær.
Um kvikmyndina verður ekki
fjölyrt, þar sem hennar hefir
verið getið áður hér í blaðinu.
Með aðalhlutverk fara þau Kim
Novak og Laurence Harvey, en
meö önnur ýmsir kunnir leik-
arar. Sagan fjallar um ungan
læknar.erna og lífsglaða stúlku,
sem ekkj veröur bjargaö þrátt
annars úrkosta en að semja,
þótt ekki sé nema vegna þess
hve efnahag landsins er kom-
ið — svipt tekjum af Suezskuröi
og ferðamönnum. Og auk þess
er það, að Egyptar hafa enn
fjölmennan her í Yemen, sem
þeir hafa alls ekki ráð á að
hafa þar lengur.
Forsetamir. Nasser og Tito,
munu hafa rætt þessi mál af
raunsæi.
1 frétt frá Kairo segir um
þetta:
„Nasser forseti hefir skýrt
Tito forseta frá því, að afstaða
vissra Arabaríkja sé slík, að það
hafi komið í veg fyrir, að hann
gæti reynt að fá lausn á vand-
anum í Austurlöndum nær. —
Þetta er haft eftir júgóslavn-
eskum heimildum (sendiráös-
mönnum) í Kairo. Nasser er sagð
ur hafa gefið í skyn, að hann
sé hlynntur stjómmálalegu sam-
komulagi, sem girði fyrir að Is-
raelsmenn og Egyptar berlst oft-
ar á banaspjót.
Samkvæmt þessum heimild-
um gerði Nasser enga tilraun
til að leyna vonbrigöum sínum
fyrir einlæga ást hans frá að
verða barn götunnar og deyja
í sjúkrahúsi úr syfilis. Áhrif
dauðastundarinnar eru sérstak-
lega minnisstæð sakir leiks
beggja, sérlega þó vegna meiri
dýptar í leik Kim, en hún hefir
áður náð, en annars er allur
leikur beggja afburöa góður. —
Þegar ég gekk út af sýningu
heyrði ég einhvern segja: Þetta
er alveg frábær mynd. — Og
ég vildi með þessum línum taka
undir þau orö. — 1.
semja við
Abba Eban
yfir afstöðu sumra arabískra
landa, einkanlega Saudi-Arabíu.
Hann á að hafa minnt Tito á að
Feisal konungur og aðrir íhalds-
leiðtogar arabískir, hefðu ásak-
ag hann fyrir að vera reiðubú-
inn til samninga við ísrael, og
í blööum og útvarpi kallað það
skref, sem nálgaðist svik við
málstað Araba.
Samkvæmt hinum júgóslavn-
esku heimildum hefir Nasser
þar til nú krafizt fullnægingu
þess frumskilyröis fyrir samn-
ingum, að Israelsmenn kalli burt
al'lt heriið sitt frá herteknu
svæðunum, og fyrr en þeir hafi
gert það, verði Suezskurðurinn
ekki opnaður að nýju til úm-
feröar.
•SKILABOÐ FRÁ MOSKVU
OG WASHINGTON
Samkvæmt þessum heimild-
um
hlýddi Tito gaumgæfilega á
þau skilaboð frá Moskvu og
Washington, sem Nasser for-
seti færði honum, er hann
kom til Kairo í fyrri viku.
I boöskap sovétstjómarinnar
var lögð mikil áherzla á, að
herlið ísraelsmanna yrði á brott
úr herteknu svæðunum, en í
boðskapnum frá Washington, aö
Egyptaland birti opinbera yfir-
lýsingu þess efnis, að Egyptar
ættu ekki lengur 1 styrjöld við
Israel. Samkvæmt framan-
greindum heimildum eru stjóm-
málamenn í Bandaríkjunum
þeirrar skoðunar, að f stað
„vopnahlés“ skuli koma „ekki
styrjöld", eöa með öðrum orð-
um stigið skrefi framar til þess
að koma á friði — og þar með
yrði auðveldara að fá ísraels-
menn til þess að kalla heim heri
sína frá herteknu svæðunum.
Líta bandarískir stjórnmála-
menn svo á, að með þessu láti
Egyptar ekki í té lagalega (de
jure) viöurkenningu á ísrael.
AFSTAÐA ÍSRAELS
Abba Eben utanríkisráðherra
ísraels sagði á stjórnarfundi fyr
ir skömmu, að ísraelsstjórn
hefði ekki orðið neitt ágengt
með að hrinda af staö samkomu
lagsumleitunum — og augljós-
lega væri afstaða arabískra leið-
toga óbreytt. Eins og kunnugt
er hefur Abba Eben margsinnis
gert grein fyrir afstöðu ísraels
Framh á bls. 13
Kim Novak og Laurence Harvey
kvik myna: Lr
fkvikl Jmyndir[
Kvikmyndin „Fjötrar '
vekur mikla athygli