Vísir - 18.08.1967, Page 9

Vísir - 18.08.1967, Page 9
V 1SIR . Föstudagur 18. á á í 1C87. JC’g hef aö undanförnu skotiö hér inn aðra hverja viku svipmyndum úr stuttu . feröa- lagi, sem ég fór um nokkur Evrópulönd í síðasta mánuði. Fyrri greinarnar í þessum stíl fjölluöu um Austurríki og Miinchen. Aö vísu var viðdvöl- in þar stutt og mig skorti þar á persónuleg kynni við menn til þess að heimsóknin kæmi aö fullum notum, en þó virtist mér að ég kynntist og kæmist inn f ýmis viöfangsefni og dægurmál á þessum stöðum, sem forvitni- leg voru, þó sjaldan sé um þau fjallað í því heimsfréttamoði, sem hingað berst hversdagslega. Og nú er komið aö síðasta áfanganum, sem varð eins og hjá mörgum öðrum íslenzkum ferðamönnum Kaupmannahöfn. Þar hafði ég rýmri tíma og þar skorti heldur ekki á fyrri per- sónuleg kynni. Maður er farinn að þekkja Kaupmannahöfn nógu vel til þess, að veröa fljótlega var við hvers konar blæbreyt- ingar í andrúmsloftinu. J sumar er Kaupmannahöfn afmælisbarn og bar víða í auglýsingum og gluggaútstill- ingum mikið á tölunni 800, en annars voru mestu hátíðahöldin, bæöi langa matarboröið á Strik- inu og hjónavígslan fræga af- staðið. Enn stóð þó hin hvíta fánaborg með tölunni 800 á Ráðhúsplássinu hjá sporvagna- biðstöðunum en fánarnir voru þegar orönir æði dökklitaöir og báru þess þannig vott, hvernig andrúmsloftið er oröið inni í stórborginni af bifreiða og strætisvagnaútgufun. Hátíöaskapiö virtist líka vera farið aö mestu úr borgarbúum. Nokkrum dögum áöur "en ég kom þarna hafði stóraukinn söluskattur verið lagður á allar vörur og nemur hann nú um 10 prósentum og veldur því meöal annars, að Danmörk er orðin eitt dýrasta vörukaupaland í Evrópu. Virtist mér að verölag í almennum sölubúðum þar, væri nú sízt oröið lægra en hér heima, þó það geti verið, að enn borgi sig að skreppa upp í Daells Varehus, skammt fyrir vestan Háskólann, sem hefur orö á sér fyrir að selja vörur talsvert ódýrara en kaupmenn. Þessi nýi söluskattur setti ekki síður svip sinn á búðar- gluggana en borgarafmælið. Við hliðina á afmælisspjöldun- um voru ennþá stærri „Oms“- spjöld, en svo kalla menn sölu- skattinn og smákaupmenn ýms- ir voru fúlir og illir í skapi yfir oesssri nýju skattlagningu og létu það óspart í ljósi við við- skiptavini, sem komu til þeirra. Omsinn er hlutur, sem allir virðast hafa megnustu andúð og óbeit á. Ef þjóðaratkvæða- greiðsla ætti að fara fram um hann, eins og stjórnarandstöðu- flokkarnir létu einhvern tíma skína í, þá er víst enginn vafi á því, aö hann yrði felldur meö öllum greiddum atkvæöum. Og þó er ekki um annað að ræoa en að leggja hann á til aö ráða bót á efnahagsvandræðum landsins. Slíkt eru stjórnmál, sem enginn virðist vilja, en allir verða að sætta sig við. jyjér fannst á viðtölum við menn, að þetta væri aöeins einn votturinn um það, hvernig efnahagsmál og stjórnmál Dana væru í vaxandi mæli að veröa viðfangsefni, sem eru aö hverfa út af áhrifa og áhugasviöi alls almennings. Sú tilfinning eflist, að það hafi litla þýöingu leng- ur að eiga sér hugsjónir á hinu pólitíska sviði, öll stjórnmála- barátta sé tilgangslaus, af því að þaö skiptir engu máli lengur, hvaða álit almenningur hefur. Það er gamla rauða rentu- kammerið bak við kauphöllina, sem stjórnar þessu öllu, með voldugum herjum af embættis- mönnum og hagfræöingum. Þar er líka í óöa önn veriö að setja niður urmul af tölvum og vél- heilum, sem eru farnar að hafa meiri áhrif á þjóðmálin en at- kvæði hinna óbreyttu ein- staklinga. kommúnistans Aksels Larsens, héldu menn að þetta væri nokk- urs konar byltingarflokkur. Hann þóttist þá eiga miklar og logandi hugsjónir, öllu skyldi bylta og breyta í þjóðfélaginu. Aksel Larsen tókst meira að segja í gegnum sjónvarpið að vekja örlitla hugsjónavon svo menn fóru að ímynda sér, að stjórnmál væru aö verða eins og í gamla daga eitthvað sem kæmi hinum almennu kjósend- um viö, svo flokkurinn vann áberandi kosningasigur. En eftir á tók hann upp stjórnarsamstarf við stóra bróð- ur, Jafnaðarmannaflokkinn, til þess að hindra að „grossistam- ir“ kæmust í stjórn eins og það var orðað. Og þar með slokkn- aði hugsjónaeldUrinn og Aksel Larsen varð eins og allir aðrir aö mæta staöreyndunum, standa andspænis Efnahags- bandalaginu og ráða í talnarún- irnar, sem spýttust út úr vél- heilunum í rentukammerinu. Þótti þeim sem trúað höföu á Af öllu þessu sprettur meira áhugaleysi af stjómmálum í Danmörku en í nokkru öðru landi sem ég þekki. En þó kem- ur fleira að vísu inn í, utanað- komandi áhrif, sem Danir sjálfir fá ekkert ráðið við og á ég þar fyrst og fremst við áhrifin af myndun Efnahagsbandalagsins, þar sem nýir og háir tollmúrar eru byrjaðir að ýta dönskum landbúnaðarvörum út af hinum sérlega hagkvæma þýzka mark- aði. Þessi þróun verkar í Dan- mörku líkt og aflabrestur hjá okkur. Án þess að allur al- menningur fái skilið ástæöurnar fyrir þvf, þá fara þjóðartekjurn- ar að dragast saman og minna veröur til skipíanna og í kjöl- farið fylgja fyrirmælin frá vél- heilunum og hagfræðingunum um að leggja á „Omsinn“ til þess að draga úr kaupgetunni heima fyrir. Gkýrasta dæmiö um það, hvern k ‘ ig hagsýslumennirnir halda ströngum aga á öllu, er það hvernig nú er komið fyrir Só- síaliska þjóðflokknum. Þegar þecsi flokkur spratt upp fyrir nokkrum árum sem hannibal- istaflokkur undir forustu gamla Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. um, sem virðast leggja mest upp úr því að vera sem allra ó-\ snyrtilegastar, grófar og ljótar. Þetta ■'r hópur unga fólksins, sem sprettur upp um þessar mundir og virðist engin sérstök áhugamál eiga önnur en að láta tímann líða ■og spila á gítara. Þaö er vægast sagt furðulegt mislitt fé, sem maður mætir á þessari gömlu ferðamannalínu frá Amagertorgi, suður um Strikið um Ráöhúsplássið og út eftir Vesturbrúgötu. Það er hreint eins og maður sé kom- inn inn í frumskóg umkringdur af villimönnum. Þá er þó birta og upplétting að því innan um allar þessar khakibuxur og vind blússur, þegar inni í öllum þess- um grúa siglir á móti manni nýja tízkan með lærin til sýnis í öllum stærðum og gerðum og breiddarflokkum, en danskar stúlkur eru hér greinilega all- mörgum sentimetrum, eöa kannski aðeins eins og venju- lega einu ári á undan íslenzkum stallsystrum sínum. Að vísu er hugsjónaglóö þessa byltingar- flokks lítið leggjast fyrir kapp- ann, þegar það varð einmitt Aksel Larsen, sem veitti úrslita- valdið um aö leggja á 10 prósent söluskattinn. I surnar var svo haldið flokksþing og hugðust hinir róttækari flokks- menn láta Aksel Larsen standa reikningsskil gerða sinna. Var á lofti orðrómur um, að nú ætti jafnvel að svipta hann flokks- forustu, sumir sögðu reka hann úr flokknum fyrir að bregöast hugsjónunum. En hvað gerðist þegar á hólminn kom, — þar stóð Aksel Larsen á flokksþingi róttækra sósíalista og byrjaði að veifa í kringum sig bleðlum úr vélheilum og álitsgerðum hagfræðinga og þar með urðu hinir að gjalti, sem höfðu ætlað að stilla honum upp viö vegg. Tjannig stuðlar nú allt að á- hugaleysi almennings um þjóðmálin og sjúkdómseinkenni tilgangsleysisins blasa hvar- vetna við. Þau koma fram í því, að hvergi í víðri veröld er eins mikið af skeggjuðum, óhrein- um og vanhirtum unglingum og við hlið þeirra af buxnaklædd- um. hárúfnum, óhreinum telp- nokkur hluti af hinum skeggj- aða lýð á túristagötum Hafnar af erlendum toga, frá Þýzka- landi og Englandi, en þorri hans er þó danskur og hann setur einnig svip sinn á aðra borgarhluta og landsbyggðina, þar sem hann ferðast mjög um á þumalfingrinum. ■pg hef oft rekiö mig á það i fyrri heimsóknum mínum til Danmerkur í samtölum við fólk, að þó Danmörk sé kon- ungdæmi, þá ríkir meðal al- mennings lítil ást eða áhugi á konungsfólkinu. Mörgum finnst þetta hálfgerðir forngripir og aðrir hæðast aö því snobbi og leifum innantómra aðalshug- mynda sem þróast i kringum. hirðina. Nú í sumar gerðist mikill viöburður innan konungs- ættarinnar, þar sem Margrét krónprinsessa var að gifta sig og sjónvarp og myndablöð dreifðu lýsingum af þessum ævintýraviðburði inn á hvert heimili. Var litið svo á, að þessi atburður væri mikil auglýsing og áróður fyrir konungdæmið, þar sem brúðhjónin voru sér- lega glæsilegt og fallegt par og brúðurin gerði mikiö af því á sjónvarpsskerminum aö brosa ástföngnum augum á sinn heitt- elskaða. Þrátt fyrir þetta fannst mér lítið hafa breytzt í þessu efni, konungdæminu yrði hald- iö áfram af gömlum vana, en ekki af neinni þegnást. Þegar vikið er aö þessum málum í Danmörku, heyrir maö- ur oft um þaö talað, að það sé undarlegt fyrirbæri, að þar hafi sósíalistar eða jafnaðarmenn verið viö völd í 40 ár og þeir hafi ekki einu sinni getaö komið því í framkvæmd að afnema þetta miðaldalega konungdæmi. Margir núlifandi menn í Dan- mörku eru afkomendur heitra verkalýðssinna, feöur þeirra störfuðu af miklum móö og hugsjónaeldi í „Fagforeningen" þegar verkalýðshreyfingin háði raunverulega baráttu. I þeim samtökum var sú hugmynd á sínum tíma sterk að afnema bæri konungdæmi. En svo kom Stauning og hef ég oft heyrt almúgafólk láta það í ljósi, að þegar hann var kominn til valda og upp f áhrifastöður, þá hafi hann brugðizt alþýðuhugsjónun- um og viljað orna sér við yl há- tignarinnar og síðan hafi öllum forustumönnunum farizt eins. Þeir séu baráttumenn á unga aldri, þangað til þeir fara aö taka þátt í kokteilboðum og há- tíðaveizlum, þá telji þeir sig til höfðingjanna. Ég segi hér frá þessu, ekki vegna þess að slík sjónarmið séu endilega rétt eða sanngjörn, heldur vegna þess, að það hefur oft komið mér á óvart, að þessar skoðanir skuli vera útbreiddar undir niðri. Yfirleitt stendur maður að ó- reyndu í annarri meiningu um Dani og ímyndar sér, að þeir séu miklir konungssinnar, en reyndin viröist allt önnur. JJJn nú viröist hin danska verkalýðshreyfing og Jafn- aðarmannaflokkurinn þar standa á tímamótum. Það er eins og baráttuhugurinn ’sé allur að hverfa og það er kvartað yfir því, að ungt fólk hafi ekki leng- ur neinn áhuga á þeim málum. Síðasta áfallið í þeim efnum gerðist nú nýlega í þeim vanda, sem hin fræga skipasmíðastöð Burmeister og Wain á við að stríða. Starfslið hennar hefur löngum staðið í fremstu röð verkalýðsbaráttunnar. Þar hafa margir róttækustu verkalýös- sinnamir starfað og oft þott o- tæpir í kröfugeröum sínum, þannig að þeim hefur tekizt að knýja fram hærri laun en tíðk- ast annars staðar á vinnustöð- um í Danniörku. Framhald á bls. 10. Strikinu

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.