Vísir - 28.08.1967, Page 8

Vísir - 28.08.1967, Page 8
\ 8 V 1S IR . Mánudagur 28. ágúst 1967. mwmmsBssmæm VISIR Utgefandi: Blaðaútgátan viam Framkvasmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axe! Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu kx. 7.00 eintakið PrentSLoiðjs Vísis — Edda h.f. Náttúruvemd Líklegt er að ágreiningurinn milli náttúruverndar- ráðs og skipulagsstjórnar ríkisins um lagningu nýja vegarins við Mývatn hafi ýtt'við ýmsum, sem lítið hafa látið slík mál-til sín taka. Væri vel, ef sumar náttúruverndarnefndirnar hefðu eitthvað rumskað við þessa deilu. Sitt af hve’rju hefur verið að gerast á undanförnum árum, og er eflaust enn að gerast víð- ar en við Mývatn, sem þær hef ðu átt að beita sér gegn og koma í veg fyrir. Það er staðreynd, að víðsvegar um landið hafa á síðustu áratugum verið unnin náttú’ruspjöll, sem enga nauðsyn bar til að fremja. Nægir þar að nefna hið al- kunna dæmi, Rauðhólana hér við Reykjavík, sem hafa verið þannig leiknir, að héðan af væri bezt að jafna leifar þeirra við jörðu. Fyrir nokkrum árum átti að fara að leika Grábrók við Hreðavatn á sama hátt, og nú fyrir skömmu Saxhól á Snæfellsnesi, en hvort tveggja var stöðvað, góðu heilli. Margt fleira mætti nefna, en e'r ástæðulaust, því að verksummerkin blasa við augum vegfarenda víðsvegar um land. Við íslendingar höfum ekki þá afsökun, að við höf- um ekki vitað, hvað við vorum að ge’ra. Reynsla ann- arra þjóða, sem unnu hliðstæð spjöll í löndum sínum, meðan náttúruvernd var nær óþekkt hugtak í heim- inum, hefði mátt verða okkur víti til varnaðár. Sum- ar þjóðir vildu nú gefa mikið til að geta bætt fyrir af- glöp forfeðra sinna í þessu efni og eru að reyna það, en margt verður ekki aftur tekið. Við höfum enn þá sérstöðu fram yfir flestar eða allar nálægar þjóðir, að margir staðir á landi okkar eru ósno’rtnir af umróti tækninnar. En við þurfum að fara að hugsa fram í tím ann meira en við höfum hingað til gert á þessu sviði. Þjóðinni fjölgar ört. Þar sem nú e'ru óbyggð svæði, og ef til vill úr alfaraleið, getur áður en varir komið til þess, að friðurinn verði rofinn. Tæknin krefst nýrra og nýrra fórna, landrýmið minnkar eftir því sem mannfjöldinn vex og framfarir í tækninni geta gert unnt að nýta sum svæði, sem nú eru talin lítt eða ekki arðbær. Það er ein af skyldum okkar við komandi kynslóðir að skemma ekki fyrir þeim landið meira en brýn nauðsyn krefur. Vér eigum nú þegar að friða þá staði og landsvæði, sem vegna fegurðar sinnar og sér- kenna eru okkur dýrmætir og líklegir til að verða það einnig komandi kynslóðum. En verði ekki hjá því komizt af þjóðhagslegum ástæðum, ,að gera þar eitt- hvert rask, reisa þar mannvirki, leggja vegi o. s. frv. ber að haga þeim framkvæmdum á þann hátt, að sem minnst náttúruspjöll verði af. Á það hefur verið bent, að ge'ra þurfi skipulagsáætlun um nýtingu landsins, þar sem m. a. væru afmörkuð þau svæði og staðir, sem sérstaklega þætti ástæða til að vernda óbreytta gakir fegurðar þeirra og friðsældár. Virðist ekki seinna vænna að fara að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd. Nasser forseti Egyptalands oe Feizal konungur S audi-Arabíu. Samkomulagið um Yemen er um „grundvallaratriði // eftir oð raeðo einstök atriði en þoð verður gert nú i vikunni Samkomulagiö um málamiöl- -•nartillögur forsætisráöherr? Súdans til lausnar Yemendeil- unni leiöir af sér, að haldinn veröur fundur þjóöarleiötoga Arabaríkja, aö því er fréttir fyrir helgina hemdu frá Beirut. Áður hafði verið tilkynnt, svo sem hermt var í fréttum, að Feizal konungur Saucji-Arabíu og Nasser forseti Egyptalands, hefðu fallizt á tillögurnar, og myndu þeir ræða þær á fundi, sem gert var ráð fyrir að hald- inn yrði í dag. Þess er aö geta, að stjórn- málamenn I Arabalöndum hafa dregið nokkuð í efa að undan- förnu, að nokkur „arabískur toppfundur" yrði haldinn. Árang urinn af ráðherrafundum þess- ara rlkja hefir ekki verið sér- lega mikill og ágreiningur verið um sum hin mikilvægustu mál, sem til umræðu voru. Nú er að vísu ekki alveg ör- uggt, að málið sé að fullu leyst Samkomulag hefir áður veriö gert svo sem kunnugt er (i Jeddah 1965). Þá lofaði Nasser að hætta að styðja lýðveldis- sinna í Jemen og Saudi-Arabía að styðja konungssinna, en þetta samkomulag var aldrei framkvæmt. Nokkru eftir að samkomulagið var gert sagði Nasser, að þaö væri ekki ger- legt að framkvæma Jeddah- sáttmálann, það væri „mein- ingarlaust aö halda toppfundi sem afturhaldslöndin notuðu tii þess að treysta aðstöðu sína“, en með afturhaldslöndum átti Nasser þá viö Saudi-Arabíu, Túnis og Jórdaníu. Afstaða Arabaríkjanna til þessarar deilu hefir breytzt nokkuð eftir júnístyrjöldina milli ísraels og Arabaríkjanna. Samkomulag náöist ekki á ut- anríkisráðherrafundi í Khart- oum fyrir skemmstu, þar sem Egyptar lögðu til, að Arabarík- in tækju aö sér framkvæmd Jeddah-sáttmálans, en á það vildi Saudi-Arabía ekld fallast skilyrðislaust. Þennan ágrein- ing tók forsætisráöherra Súdan að sér að reyna að jafna og tókst það með ofangreindum árangri en það er ekki vafamál að það sem hvað mest hefir greitt fyrir samkomulagi er val þeirra landa, sem senda herafla tii Yemen til þess að taka við af Egyptum, einkanlega að þeirra meðal er Túnis, og mun þaö vafalaust að ósk Feizals, en Nasser oröið að sætta sig við það. Fjárhagur landsins er bág- borinn og það er dýrt að hafa tugþúsunda her I Bðru landi. Þjóðin í Yemen á að fá að greiöa þjóðaratkvæði um fram- tíð sína. Vonandi tekst að koma á friði í þessu landi og að þjóð- in geti jafnaö sig sem fyrst eftir 5 ára ófrið og eiturárásir Egypta. Ferðasaga frá Italiu i musteri Thalíu ? Nú eru æfingar hafnar hjá Leikfélagi Reykjavíkur og innan skamms verður byrjað aö æfa hjá Þjóðleikhúsinu. — Þessi mynd er tekin í kaffiboöi, sem Leikfélagið hélt fyrir skömmu og hér sjáum við | leikhússtjórann Svein Einarsson ásamt leikkonunum Helgu Bach- i mann, Guðrúnu Ásmundsdóttur, Sigríði Hagalín og Þóru Borg. — | Líklega er Helga að segja þeim ferðasöguna frá Italíu, en þau | hjónin, Helga og Helgi Skúlason, hafa dvalizt þar í sumar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.