Vísir - 28.08.1967, Page 16

Vísir - 28.08.1967, Page 16
VTSTR 2fc. ágést Bð«7. 5-1^4 A lljMtli A £ 2.1X,í9g7 $ % HANS HALS / *v . «Jr */*ERyO^ Filex 1967 „Filex 1967“ veröur opnuö 2. september í Bogasal Þjóöminja- safnsins. Frímerkjasýning þessi, sem haldin er að tilhlutan Félags Isl. frlmerkjasafnara, mun standa yfir dagana fram til 10. stepember. Verður þar til sýningar hluti úr frímerkjasafni Hans Halls, sem hann arfleiddi Islendinga að og verið hefur í varðveizlu póst- og símamálastjórnarinnar. Á sýning- unni verður starfrækt sérstakt pósthús með sínum sérstaka Stimpli og verða þar til sölu, m.a. póstkort með litprentuðum mynd- um af elztu útgáfum islenzkra frí- merkja. Fyrsta blokkin í Breiðholti vœntan- lega komin upp fyrir septemberlok Framkvæmdum miðar vel áíram. Sex ti mburhús komin upp Úr BreiðhoUi hefur heyrzt skrölt og gnýr þungavinnuvéla í allt sumar, Þar hefur veriö unn iS með jaröýtum, skurðgröfum, risakrönum, steypuvéium og flutningabílum af fullum krafti við byggingu í'búða, sem ætlaðar eru fólki úr verkalýösfélögunuin. Hafa framkvæmdir gengiö vel og byggingunum miðað vel á- fram. Steypa sökkulsins undir 4. blokkina var vel á veg komin í gær, en alls eiga að koma þarna sex blokkir með 52 íbúðum hver. Fyrsta blokkin var komin á aðra hæð og kjallari annarrar blokkarinnar langt á veg, en bú- ið er að steypa sökkul þriðju blokkarinnar. Unnið var aö greftri fyrir grunninn undir þá fimmtu, en í næstu viku verður hafizt handa við að grafa fyrir síðustu blokkinni. Uppi í Breiðholtinu vinna við byggingu blokkanna um 80 manns og hafa engar tafir orðið á verkinu. Stigar, gluggar og út- veggjaelement eru þó ekki steypt þarna upp frá, heldur unnin annars staðar og flutt að. Virðast nú allar horfur á því, að fyrsta blokkin verði risin upp seinast í september, en gert er ráð fyrir, að tvær þeirra kom ist upp á þessu ári. Auk íbúðabygginganna hefur verið unnið að byggingu mötu- neytis fyrir starfsfólkið, en því verki verður brátt lokið. í þeirri byggingu fá og verktakarnir, sem vinna að framkvæmdum í Breiðholti, inni með útreikninga sína og annað slíkt. Sex dönsku timburhúsanna eru nú komin upp og það sjö- unda vel á veg komið, en þau eiga alls að verða 23. Við þau hafa unnið danskir smiðir. — Grunnana undir þau gerir verk- takinn Ok hf. og lítið skorti til þess að þeir væru búnir að steypa undir 16 hiús I gær. Mikil aðsókn að heim- ilistækjasýningunni Guðmundur þriðji í B-flokki Rösklega 2000 manns hafa nú komið á heimilisvélasýninguna sem Kaupmannasamtökin og Félag raf- | tækjasaia standa fyrir í Hallveigar- 1 stöðum. Mikið hefur verið pantað af vélum, og sökum þessarar mlklu aðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja sýninguna um einn dag. Efnt er til þessarar sýningar I samráði við Kvenfélagasamband fslands, en 17. landsþingi sam- bandsins er nú nýlokið. 14 umboö hafa á sýningunni fullkomnustu og nýjustu tegundir saumavéla og þvottavéla, sem eru á markaöin- um hérlendis. Á sýningunni eru einnig eldri vélar, sem Minjasafn Unnið að uppsetningu einbýlishúsanna í Breiðholtshverfi. Guðmundur Sigurjónsson er í 3. sæti f B-flokki heimsmeistara- keppni unglinga í Jerúsalem, með 4i/2 vinning og biðskák. Fyrir ofan j Reykjavíkur hefur lánað, en alls Guðmund I B-flokki eru Matera, j eru þarna 30 nýjar þvottavélar og Bandaríkjunum með 5>/2 og Wood- j 8 saumavélar. Er þetta gert til að hams, Ásralíu með 4ý2 og 2 bið- j gefa samanburð og sýna þá þróun, skákir (aðra við Guðmund S.). | sem orðið hefur í gerð heimilis- 1 A-flokki eru efstir Julio Kaplo tækja frá því um aldamótin. Mikael frá Puerto Rico með fjóra vinninga i Fransson, auglýsingateiknari hafði úr 5 skákum og Etja Timman, Hol- j umsjón með uppsetningu sýning- landi, einnig með fjóra vinninga, ■ arinnar, en hún verður opin i, en úr sex skákum. , dag og á morgun frá 2—10. Mörg skip taka með sér tunnur og sult út ú miðin — Onnur reyna að isa aflann og koma með s'óltunarsild i land Gott veður er nú á miðunum noröur undir Svalbarða og veiði- horfur sæmilegar. Sex skip til- kynntu þar um afla seinasta sól- arhring, en mörg skipanna eru að losa síld um borð í flutningaskipin, Svifnökkvinn til Reykja- ! víkur í dag eða á morgun' — N'ókkvinn sigldi i 8 vindstigum og brimi milli lands og Eyja i gær. — Sennilega fulllitið skip, segir bæjarstjóri Mjög góð og ánægjuieg niöur- staða fékkst af tilraunum með svifnökkvann við Vestniannaeyj r f gær, að því er Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri sagði Vfsi I morgun. Sigldi nökkvinn þá 1 8 vindstigum og i 2,2 m. ölduhæð f land frá Eyjum og cru niöurstöður þeirra tilrauna mjög góðar, að því er Magnús sagði, mun betri en menn þorðu að vona. Nökkvinn fór einnig í reynslufero kringam eyjarnar í morgun, en ráðgert er að hann fari til Reykjavikur í fyrsta góð vlðri, í dag eða á morgun. Siglir nökkvinn þá með eigin vélarafli. Reglurnar um siglingar með svifnökkvanum segja, að ekki megi sigla honum með farþega sé vindhæð meiri en 5 vindstig eða ölduhæð meiri en 1.5 m. En ekki var siglt með farþega i ferðinni, sem áður er getið um. Segja þeir, sem með skipinu voru í gær, að brotið við land- ið hafi verið milli 3 og 4 metr- ar (10 fet) á hæð, en það olli nökkvanum ekki neinum erfið- leikum, hvorki Iandtaka, né að komast frá landi. Vísir spurði Magnús, hverjar væru helztu niöurstöður til- raunanna, sem farið hafa fram undanfarið við Vestmannaeyjar. Magnús sagði, að líklega væri nökkvi þessi of lítill fyrir þann tilgang, sem væri meö honum við Vestmannaeyjar. — Stærri nökkvi kæmi að miklu meira gagni, en það væri aðeins spurn- ing um rekstrargrundvöll. þegar um væri að ræða stærri og dýr- ari nökkva en SRN G, eins og þessi er. Líklega yrði ekki nóg að gera fyrir stóran nökkva, miðað við afkastagetu hans. Framh á 10 síðu Haföm og Síldina, miðja vegu niilli Jan Mayen og miðanna. Mörg skipanna hafa nú tekið tunnur og salt með sér út á miðin og munu skipshafnirnar sjálfar reyna að salta síldina úti á miðun- um. Vitað var að Akraborg AK, Jón Finnsson GK og Skarðs- vík SH fóru út á miðin með 150 tunnur hvert skip til þess að j salta í. Fífill GK fór einnig með j tunnur út en hann var búinn að i salta í nokkrar tunnur og tókst i sú söltun ágætlega, svo að skip- j verjarnir ætla að reyna aftur. ! Reykjaborg RE tók með sér ís ! til þess að ísa síld um borð og sigla með hana til lands.til sölt- unar þar. Fleiri skip munu reyna fyrir sér ýmist með að salta síldina á mið- únum eða ísa hana niður og koma með hana óskemmda til söltunar í landi. — Er þetta fyrsta söltun- artilraunin á þessu sumri og er ekki vonum fyrr. Engin íslenzk skip eru nú að veiðum i Norðursjó, síðustu skip- in, sem tilkynntu um afla þaðan voru Elliði með 1100 tonn (veitt í ágúst) og Reykjaborg með, 600 tonn (veitt frá 20. júlí til 5. ágúst. Skipin sem tilkynntu um afla norð- an að eru þessi. Örfirisey 240 tonn, Ólafur Sig- urðsson 260, Örn 290, Lómur 220, Margrét 100, Snæfell 100. Spáð áframhald- andi votviðri Miklar breytingar hafa orðið á veðrinu upp á síðkastið, og hafði hlaöið samband við Pál Bergþórs- , son, veðurfræðing, sem tjáði okk- ur að síðastliöna viku hcfði mikið rignt hér sunnan og vestanlands, en hlvtt hefði verið á Norðaust- ! urlandi. Mest rigndi á aðfaranótt | sunnudagsins, víða 10—15 mm. Á morgun er höfuðdagur, og í satnkvæint fornri trú á veðurfar haustsins að lara eftir veðrinu á höfuödaginn og spuröum við Pál um veöurútlitið á morgun. Sagði hann að allt útlit væri fyrir á- framhaldandi votviöri, og að gert væri ráð fyrir skúrum á morgun. Ekki vildi Páll segja að veðurfar breyttist raunverulega um þetta leyti, þó að stormasamra væri oft- ast í septemb-r en fyrri hluta sum- arsins. i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.