Vísir - 02.09.1967, Side 2
2
V í 3 IR . Laugardagur 2. september 1967.
Húrra, nú ætti
að vera ball
— segir Svanhildur
Sextett Ólafs Gauks og söng-
konan Svanhildur Jakobsdóttir
hafa nýlega sent frá sér hljóm-
plötu, þar sem aðallagið er
hvorki melra né minna en frá því
fyrir aldamót. Það er gamall vals
frá Sviþjóð, sem gamanvísnahöf-
undurinn „Plausor“ gerði íslenzkt
Ijóð vlð árið 1902. Þetta er lag-
ið HÚRRA, NÚ ÆTTI AÐ VERA
1ALL, sem er í sérstaklega
';emmtilegri útsetningu á plöt-
unni.
Önnur lög á plötunni eru: AF-
MÆLISKVEÐJAN, en þaö er lag
og ljóð eftir Ólaf Gauk og má
liklega búast við að það eigi eftir
að heyrast í óskalagabáttum út-
varpslns næstu mánuöi jafnvel ár.
Þá er á þessari plötu lagið
NOW IS THE HOUR, sem danska
hljómsveitin Rocking Ghosts gerði
vinsælt fyrir nokkrum mánuðum.
En í rauninni er þetta lag rúm-
lega tuttugu ára gamalt og
var vinsælt á sínum tíma hér-
lcndis, með ágætum texta eftir
Ágúst Böðvarsson, sem heitir
KVEÐJA TIL FARMANNSINS.
Fjóröa lagiö vekur ekki mikla
athygli í fyrstu, en ieynir á sér.
Þaö er létt og skemmtilegt og
er textinn eftir Ólaf Gauk, sem
hann kallar FJARRI ÞÉR.
Þetta er önnur hljómplatan,
sem Svanhildur og sextett Ólafs
Gauks senda frá sér. Hin fyrri
kom út i byrjun þessa árs og
náöi mjög miklum vinsældum.
Unglingarnir tóku að þyrpast að aðgöngumiðasölunni rúmum
7 tímum áður en sala átti að hefjast, klukkan fjögur síðdegis.
Hijómleikarnir áttu að byrja klukkan hálf átta, og voru það
„W H 0“, sem áttu að skemmta öllum þessum æskuhóp. Þegar
miðasalan hófst, höfðu á að gizka 4 — 5 þús. táningar beðið í
ofvæni eftir að fá miða, en því miður komust færri að en vildu,
því húsiö rúmar aðeins helming þessa fjölda, eða 2.330 manns.
ur ér ég að lýsa þvi, sem gerist
í huga mínum“, segir hann.
Eftir aö hafa staðiö í biöröö
eftir einum aðgöngumiða í sjö
tíma. hófst önnur biðröð — það
var við inngang hljómleikahúss-
ins, sem ellefu lögreglumenn
gættu — og þurfti hópurinn að
standa þar 1 aðra þrjá tíma. Sem
sagt, til þess að komast á þessa
hljómleika hjá „WHO“, þurfti að
standa í tilbreytingarlausri biðröð
í um það bil tíu tíma — dýr
skemmtun það —.
Þegar inn í hljómleikasalinn
kom, biðu allir í spennu eftir að
sjá goöin. Loks rann stundin upp.
Tjaldinu var lyft, og handan þess
stóöu fjórir náungar, ósköp sak-
leysislegir á að lfta, en áttu þó
eftir að gera „allt vitlaust", ef
svo mætti að orði kveða.
Fyrstu firfimtán mínútumar sátu
allir rólegir, og hlustuðu á tónlist
ina eins og siðuðu fólki sæmir.
En upp úr því fór mannskapurinn
aö ókyrrast.
Um þessar mundir hafði Peter
Townshend tekið gítarinn og grýtt
honum I magnarann, en þá virt-
ust hinir „WHO-arnir“ ranka við
sér. Roger Daltrey, söngvari
hljómsveitarinnar, hóf að sveifla
hljóðnemanum yfir höfði sér, og
sló honum við og við í tromm
urnar. Keith Moon lamdi þær eins
og óður maður, meðan hinir voru
önnum kafnir við að brjóta hljóð
færin.
Þannig liðu hljómleikamir, að
Keith Moon sló trommurnar af
miklum móð, Roger Daltrey rop-
aði í hljóðnemann þegar tími gafst
til, en Peter Townshend og John
Entwistle, sem er bassaleikarinn,
unnu kappsamlega við niöurrifið.
Sföustu tónamir, ef tóna skyldi
kalla, vom lfkast þvf, þegar járn-
hrúgu er staflað upp og valtari
sfðan látinn keyra yfir. Þvf mið-
ur hef ég ekki önnur orð tH að
lýsa þeim tónbrigðum, sem að eyr
um mér bárust, en þau, sem að
ofan greinir.
Að sögn Peter Townshend, er
það ekki sökum skemmdarfýsn-
innar sem hann tekur gítarinn og
lemur honum f magnarann, „held
Vinsælda-
listinn
1 San Francisco
Scott McKenzie
2 I’ll never fall in love
again
.’om Jones
3 All you need is love
Beatles
4 Even the bad times are
good
Tremeloes
5 The house that Jack
built
Alan Price Set
6 Just loving you.
Anita Harris
7 Death of a clown
Dave Davies
8 I was made to love her
Stevie Wonder
9 Creeque Alley
Mamas and papas
10 Up, up, and away
Johnnie Mann Singers
11 Plesant valley Sunday
Monkees
12 Gln house.
Amen Comer
13 It must be Kim
Vikki Carr
14 Itchycoo park.
Small Faces
15 She’d rather be with me
Turtles
16 Everything
Engelbert Humperdinck
17 We love you Dandelion
Rolling Stones
18 Excerpt from a teenage
opera
Keith West
19 Last Waltz
Engelbert
20 A bad night
Cat Stevens
21 Tramp
Otis Redding and Carla
Thomas
22 Altemate title
Monkees
23 You only live twice
Nancy Sinatra
24 The day I met Mary
Cliff Richard
25 007
Desmond Dekker
TÁNINGA-
SÍÐAN
Á hljómleikum hjá „WH0
ÍJ3