Vísir - 02.09.1967, Blaðsíða 16
éfáá'.
Handofnir kjólar úr íslenzkri
ull í litasjónvarpinu
íslenzk ull og ullarvörur voru
kynntar i litasjónvarpi I Kan-
ada s.l. þriðjudag. Elín Pálma-
dóttir talaði um uliina og sýndi
litmyndir og haföi til skýringar
gæruprjónaðar peysur og ullar-
hymu en stúlkumar, sem starfa
í íslenzku sýningardeildinni
sýndu handofna módeikjóla frá
Parísartízkunni.
Segja má að nóg hafi verið
að starfa fyrir íslenzka starfs-
fólkið í sambandi við blöð, út-
varp og sjónvarp, og hefur það
t.d. verið í yfir 40 sjónvarps- og
útvarpsþáttum og kynnt ísland
og íslenzk málcfni.
Blöðin í Montreal ræddu ný-
lega við Má Elísson, fiskimála-
stjóra, Sigurð Magnússon,
blaðafulltrúa Loftleiða og Þor-
vald Júliusson frá Verzlunarráði
ísiands og hai'a þau viötöl og
frásagnir birzt í tveim stærstu
blöðum borgarinnar, sem gefin
eru út á ensku.
Róska og rektor Menntaskóians, Einar Magnússon við eina af
myndum Rósku.
Laugardagur 2. sepjember 1967
Frekarí yfirheyrslur
í morðmálinu áður
en málflutningur
fer fram
Mál Þorvalds Ara Arasonar, sak
bomingsins í morðmálinu svo-
nefnda kom fyrir rétt í annað sinn
í Sakadómi Reykjavíkur í gærdag.
Stóðu réttarhöldin yfir í tæpa
klukkustund. Verjandi ákærða,
Gunnar A. Pálsson, hæstaréttarlög-
maður, lagði fram þá ósk sína, að
nokkur vitnanna yrðu yfirheyrð
frekar. áður en málflutningur færi
fram. Ekki hefur verið ákveðið,
hvenær réttað verður aftur í mál-
inu, en það mun verða á næstunni.
• ••••••••••••••••• <V ••91
Vinna vii Æfingaskóla
Kennaraskólans hafín
—■ Vonazt til að eitthvað af h'úsnæðinu verði
tekið i notkun annað haust
Volkswagen '68
kominn
90 Volkswagenbifreiðir af árgerð
inni 1968 komu til iandsins með
skipi frá Hamborg á miðvikudaginn
og var verið að skipa þeim upp í
gær. Allar þess-ar bifreiðir eru þeg
ar uppseldar, én gert er ráð fyrir
að næsta sending komi til landsins
20 september og er sú sending líka
nær því uppseld.
Blaðið hafði samband við Heild-
verzlunina Heklu í gær og fékk
upplýsingar um helztu breytingar
á hinum nýja Volkswagen. Bíllinn
hefur verið styrktur nokkuð frá
þvl sem var, t. d- er stuöarinn
með nýju sniði og stéfkari. Bensín
lokið hefur verið fært út fyrir
farangursgeymsluna og þarf því
.ekki að opna hana til að setja
bensín á bílinn. Stýrisútbúnaði hef
ur verið breytt og gefur stýrið eftir
við mikiö högg. Fleiri breytingar :
hafa verið gerðar á árgerð 1968, j
svo sem nýr útsýnisspegill, ný hand I
■PXm rr nrr P1 ní f n A
I Nýlega hófust framkvæmdir við
byggingu hins nýja Æfingaskóla
Kennaraskóla. íslands. Þegar er
langt komið aö ýta fyrir grunni
hússins, og á næstunni verður
steypt botnpiata byggingarinnar.
Steypa botnplötunnar var sérstak-
lega boðin út, en áformað er að
haida síðan áfram við verkiö þar
tii fyrsta álanga er lokið, og er
vonazt til að eitthvað húsnæði liinn
ar nýju byggingar verði tekið í
notkun annað haust, að því er dr.
Broddi Jóhannesson, skólastjóri
Kennaraskólnns, sagði Vísi í gær.
Skólabyggingin sjálf verður
byggð í áföngum, og sú vinna, sem
nú er hafin er undirbúningsvinna
fyrir framkvæmdir við 1. áfangann
í 1. áfanganum veröa 10 almenn
ar kennslustofur á 1. og 2. hæð,
auk almennrar skrifstofu, skrif-
stofu skólastjóra, herbergi fyrir
yfirkennara og kennarastofa, sem
er áætlaö á 1. hæð. Þá verður og
í 1. áfanga, kennslusalur, sem jafn
framt verður fyrir söng- og hljóð
færakennslu myndasýningar, sam-
kennsiu fleiri deilda, notkun sjón-
varps við æfingakennslu. í kjallara
hjálparkennslu ýmiss konar, sál-
fræðilegar athuganir á nemendun-
u.n, o.fl. 1 kjallara undir kennslu-
stofunum, sem áður segir frá veröa
handavinnustofur fyrir pilta og
stúlkur, föndurstofa og enn fremur
vinnustofa fyrir kennaranema. Alls
verður húsnæði það, sem hér hef-
ur verið lýst, tæplega 8700 rúm-
metrar aö stærð.
Stúdentahing með nýju sniði
undir samkomusal verða herb. fyrir
Stúdentaþing verður haldiö í
dag og á morgun í hátíöasal Há-
skólans. Hefst þingiö báða dagana
kl. 2 e. h. Menntamálaráöherra, dr.
Gylfi Þ. Gíslason og háskólarektor,
próf. Ármann Snævarr munu flytja
ávörp við þingsetningu í dag, en
aö því loknu munu þingstörf hefj-
a.'.t.
Þing þetta sitja fulitrúar frá j
Stúdentaráði Háskóla I’slands og
Sambandi íslenzkra stúdenta er-
lendis. Á þinginu verður rætt um
hagsmunamál og stöðu stúdenta í
þjóðfélaginu, um menntamál og á-
lyktanir gerðar.
Þá verður og lögð fyrir þingið
reglugerð fyrir samstarfsnefndir
Stúdentaráðs og Samband ísl. stúd-;
enta erlendis Stúdentaþing þetta
er hið fyrsta sinnar tegundar, sem
haldið er með þátttöku íslenzkra
stúdenta hér á Islandi og erlendis.
Aukið samstarf hinna tveggja
stúdentasamtaka hefur veriö á dag-
skrá undanfarið og gert ráð fyrir,
að þetta stúdentaþing leiði af sér
samstarf á ákveönum grundvelli.
Hefur þingiö verið undirbúið af
sérstakri samstarfsnefnd, sem skip-
uð er fulltrúum Stúdentaráös og
r .íbands íslenzkra stúdenta er-
lendis.
: Dóms yfir-brezka«
togaraskip- •
stjóranum að :
vænta á dag I
2 Yfirheyrslur í máli skipstjór-J
• ans á brezka togaranum Bom- •
Jbadire, GY-30, sem tekinn var ^
• að meintum ólöglegum veiðum •
^ út af Dýrafirði í gærmorgun, •
Jhófust kl. 8 í gærkveldi hjá:
• embætti bæjarfógetans á Isa- J
^ firöi. Búizt var við í gærkveldi, •
aö dómur í málinu félli í dag. J
Skipstjórinn á togaranum heitir •
Wallace Wilson, fæddur í Hull. i
Það var varðsklpið Albert semj
tók togarann kl. 5.30 í gær-*
morgun. Skipherra á Albert er^
Helgi Hallvarðsson, og mun J
þetta vera fyrsti togarinn sem«
varðskip undir stjóm Helga tek-J
ur að meintum ólöglegum veið- •
um innan íslenzkrar landhelgi.:
Frauðplastið
Frauðplast það sem um var talað
í frétt Vísis, af einangrun hitalagna
Hitaveitu Reykjavikur, er af svk.
polystyrengerð EN EKKI polyure-
than frauðplast, sem Hitaveita
Reykjavíkur hefur notaö með góö-
um árangri siðan haustið 1965 og
framleitt hefur veriö af fyrirtækinu
Berki h-f-
Nýstárleg málverkasýn-
ing í Menntaskólanum
Róska nefnist png myndlistar
kona, sem í dag opnar sýningu
á málverkum, teikningum o. fl.
í nýbyggingu Menntaskólans og
stendur SUM fyrir sýningunni.
Róska er 26 ára gömul og er
þetta hennar fyrsta sjálfstæöa
sýning hérlendis, en erlendis
hefur hún tekið þátt í fjölda
samsýninga og s.l. vetur hélt
hún einkasýningu á teikningum
í Róm.
SUM var stofnað í júní 1965
og telur nú 8 meðlimi, þar af
þrjár stúlkur. Róska gekk í fé-
lagið 1967 og er hún nú í
sýningarnefnd þess. Blaöamaö-
ur Vísis hafði tal af Rósku og
sagði hún að samtals væru 55
myndir á sýningunni, allar mál-
aðar undanfarin 3 ár. Kvaðst
Róska hafa verið hér í Handíða
og myndlistarskólanum eitt ár
við nám. Þaöan hélt hún til
Parísar og síðan til Róm, þar
sem hún stundaði nám í Aca-
demia Di Belle Arti um fjögurra
ára skeið. Um SUM sagði Róska
að það væri mikill misskilningur
að það væri dregið af Félagi ís-
lenzkra myndlistarmanna, og
bætti framkvæmdastjórinn Sig-
urjón Jóhannsson því við að
þeir sem óskuðu skýringar á
nafninu gætu lagt það út á Iat-
ínu, en á þeirri tungu þýðir sum
„ég er“.
Volkswagen, árgerð 1968 á hafnarbakkanum í Reykjavík