Vísir - 02.09.1967, Page 3
Vf'ST'R. Laugardagur 2, seotcmbcr I967.
3
VAKIÐ
„Gætið yðar vakið og biðjið,
því aö þér vitiö ekki hvenær tím-
inn er kominn.“ Mark. 13, 33.
Guðspjallið hrópar til vor alvar-
lega áminningu: Vakið. Einhver
kann að yppta öxlum og segja:
Ég hef heyrt þetta áður. Er ekki
ástæöulaust að vera ámálga þetta
sí og æ. Er ekki ástand kirkju og
kristni á Islandi í sæmilegu lagi.
Vér erum sjálfstæð þjóð og allt
virðist ganga vel. Er nokkur á-
stæða til að vera sérstaklega á
verði?
En ef hugarium er örlítið lengur
beint að þessu orði, vakið, þá sjá-
um vér, að það er ekki með öllu
óþarft. Oft er erfiðara að gæta
þess, sem fengið er, en afla þess.
Vér erum frjáls þjóð í dag, en
oft skiptast veður í lofti á
skammri stund. Því er oss nauö
syn að vaka trúfast yfir þjóð-
frelsi voru. Þar má enginn láta
augnablikshagnaö eöa smámuna-
lega flokkadrætti trufla sig á
verðinum. Nú er velmegun á Is-
landi, en vér vitum, að þaö er
skammgóð saðning að liggja á
meltunni. Ef vér ekki af vakandi
áhuga styðjum að þeirri uppbygg
ingu, sem nú er í voru landi, þá
er hætt við að eitthvað þrengi
aö.
Hvernig er svo ástatt með
kirkju og kristni? Flest kirkju-
hús eru fátæk af veraldarauði, en
þó búin nauðsynlegasta búnaði
til guðsþjónustuhalds. En hin eig-
inlega kirkja, söfnuðurnir eru þeir
auðugir hið innra? Eru þeir
íklæddir krafti trúarinnar og ein-
ingu andans? Þar um getum við
ekki dæmt. Vér getum þar hvorki
mælt né vegið. Að vísu höfum við
rökstutt hugboð um, að trúar-
styrkur einstaklinga sé misjafn.
Kristshugarfarið ekki alls staðar
jafn mikið. Sums staðar jafnvel
niðurlæst sem sjaldhafnarflík. Þó
bjarmi af trúareldi einstaklinga sé
sums staðar bjartur og lýsi um-
hverfið, þá virðist víða líkt og í
stórborg að næturþeli á s’tríðs-
tímum.
Því sjáum vér, við örlitla athug
un, að áminning Krists um að
•Jt "
'.vri. :
SAUÐLAUKSDALUR. — Þar er nú prestslaust og brauð-
inu þjónað frá Patreksfirði.
Hugvekja
Presturinn á Patreksfirði, sr.
Tómas Guömundsson, skrifar
hugvekju kirkjusíðunnar að
þessu sinni.
Patreksfjöröur er kirkjusögu-
legt nafn — kenndur við hinn
helga Patrek, biskup i Suður-
eyjum. Með honum hafði verið
f fóstri Örlygur Hrappsson
Bjamaríonar bunu. Hann fýstist
að fara til íslands og baö, að
biskup sæi til meö honum. Lét
biskup hann hafa meö sér
kirkjuvið og járnklukku og
plcnáríum ( ) og mold
vígða, er hann skyldi leggja
undir hornstafina. Biskup bað
hann þar land nema, er hann
srei fjöll tvö af hafi, og byggja
undir syðra fjallinu, og skyldi
dalur í hvoru tveggja fjallinu.
Þeir Örlygur létu í haf og
fengu útivist harða og vissu eigi
hvar þeir fóru. Þá hét Örlygur
á biskup til landtöku sér, að
hann skyMi af hans nafnl gefa
örnefni, •• sem hann tæki
land. Þ. .jku þar sem heitir
Örlygshöfn, en fjöröinn inn frá
kölluðu þeir Patreksfjörö.
&
Aöeins tveir prestar eru nú
í Baröastrandarsýslu. Það eru
sex prestaköil með alls 14 sókn-
um. Sumar eru þær aö vísu mjög
mannfáar (Selárdalur), ein
kirkjulaus (Rauðisandur), en
hér er þó ærið verksviö og örð-
ugt yfirferðar, eins og allir vita,
sem þekkja til landslags og
vegalengda vestur þar.
Sr. Tómas Guðmundsson er
Borgfiröingur að ætt, f. að Upp-
sölum í Norðurárdal árið 1926,
stúdem á Akureyri 1950, kand.
theol. 1955. Síöan í ársbyrjun
1956 hefur hann verið prestur
á Patreksfirði. — Kona hans er
Anna Ólöf Sveinbjarnardóttir
úr Reykjavík.
tarsp?
, O G
Sr. Tómas Guömundsson.
vaka, er ekki aðeins þörf, heldur
knýjandi hróp til allra á öllum
tímum. Öll hans orð eru brenn
andi hróp til mannanna, töluð af
einlægum kærleika og um-
hyggjusemi fyrir velferö vorri.
Kristur mælti ekki ónytjuorö út i
bláinn. Os: er óhætt að taka orð
hans alvarlega, og meir en það:
Oss er það nauðsynlegt aö taka
þau alvarlega.
Hann boðar oss þann æðsta
fögnuð, sem mögulegt er að
veita mannlegri veru. Eilíft líf
hjá Guði föður. En það er ekki
skilyrðislaust. Vér verðum að
gæta að því. Vér eigum það ekki
eins og skartgrip í bankahólfi,
sem hægt er að grípa til, þegar
oss sýnist. Nei, vér verðum að
þroska sál vora og kynna oss
þá leið, sem vér verðum að ganga
svo vér öðlumst hiö eilífa líf,
tem oss er heitiö. Kristur kenndi
oss og vísaði þann trúar- og kær
leiksveg, sem liggur til lífsins.
Oss er nauðsyn að spyrja til veg
ar og Nýja testamentið er bezti
og eini vegvisirinn. En það er
ekki nóg að lesa það einu sinni
á ævinni og kannski varla það og
hugsa svo ekki um það meir. Það
nægir engum að eta sig saddan
einu sinni og sleppa svo líkam-
legri næringu það sem eftir er
ævinnar.
Trúarlíf vort þarf sína næringu.
Vér verðum að kynna oss og til-
einka það sem Jesús kennir í orði
sínu í bæninni verðum vér að
hafa samband við skapara vorn.
Og vér verðum að fá stuöning
meðbræðra vorra í kristilegu sam
félagi og líferni og veita öðrum
stuðning á sama hátt. Vér verðum
að lesa, hlusta, hugsa, vaka og
biðja. Vér erum andlegar verur
og því verðum vér að sinna meiru
en líkamlegum þörfum.
„Hvar sem tveir eða þrír eru
samankomnir í mínu nafni, þar
er ég mitt á meðal þeirra“, segir
Jesús. Hann leggur megináherzlu
á samfélagiö. Mönnum varð
frá fyrstu tíð Ijóst, hvílíkur styrk
ur er af samfélaginu.
Því hófst snemma sá veigamikli
þáttur, aö byggja kirkjuhús, svo
söfnuðurnir gætu komið saman
og átt sameiginlegar guðræknis-
stundir. Aukið þekkingu sína og
treyst böndin bæði innbyröis og
við Guð. Komið þangað, til að
heyra hvað þú Guð faðir skapari
minn, þú Drottinn Jesú frelsari
minn, þú heilagi andi huggari
minn, vilt við mig tala í þínu
orði“ eins og stendur í hinni
gömlu kirkjubæn.
Hver söfnuöur skilur og metur
gildi þess, að eiga fagra kirkju.
Að vísu sjást þess oft -raunaleg
merki, að söfnuðurnir eru ekki
nógu vel vakandi, hvorki fyrir
útliti og ástandi kirkna sinna né
notagildi.
Stundum heyrast raddir sem
þessar: Ég hef ekkert í kirkjuna
að sækja, þess vegna kem ég ekki
i kirkju.
En mér er spurn: Hvers vegna
koma ekki þeir, sem slíkt segja,
þeir hugsuðir og andans speking
ar í kirkjurnar til að prédika og
kenna. Enginn á að setja ljós sitt
undir mæliker. En þaö er önnur
saga.
Kirkjuhúsin hafa gegnt og
gegna sínu hlutverki. í gleði og
sorg leitar fólk f helgi kirkjunn-
ar. Þar hafa fleiri fengið hug-
svölun og styrk, en vér vitum.
Guð einn les þær bænir er kirkju
gestur biður í hljóði. Og þrátt fyr-
ir öll veraldarumsvif nútímans,
þá er kirkjulegt starf í vexti i
voru landi.
Kirkjan á marga vökumenn,
bæði leika og lærða. En vér meg
um ekki staldra við og segja:
Þetta er harla gott. Hver ein-
staklingur verður að taka kall
Krists til sín, vaka, biðja og
starfa. Starfa fyrir kirkju og
kristni, land sitt og þjóð.
Frækorn
Þó að speki þín mig dylji
þess, sem ekki komið er,
þó ég ekki ávallt skilji
allar lífsins gátur hér,
eitt er bezt: Þinn vísdómsvilji
veitir það sem hentast er.
'’Ólína Andrésd.)
Laun syndarinnar er dauði, en
náðargjöf Guðs er eilíft líf í Jesú
Kristi Drottni vorum.
(Rómverjabréfið).
Verði sólskin í sál
og hiö síglaða fjör
gjöri samband við göfginnar
þrótt.
Hreint og milt skal þitt mál
líkt og marksækin ör
ávallt miða til gagns fyrir drótt.
Fr. Fr.
Ef maðurinn óskar þess, á hann
framundan gullöld friðar og fram-
fara. Hann ræður öllu að kalla.
Hann á aðeins eftir að vinna sig-
ur á sínum síðasta og skæðasta
fjandmanni — sjálfum sér.
Winston Churchill.
En markmið kenningarinnar er
kærleikur af hreinu hjarta, góðri
samvizku og hræsnislausri trú.
1. Tím. 1. 5.
Skömmu eftir aö Jón alþm. á
Sleöbrjót fluttist vestur um haf,
skrifaði hann heim: Þegar ég var
heima á íslandi var ég nokkuð
æstur fríkirkjumaður. Vildi frí-
kirkju á íslandi. Sú skoðun mín
hefur breytzt við að standa hér
augliti til auglitis við fríkirkjuna.
Mér eru trúmál — eins og þú
veizt — meira en pólitík, fé eða
frami, mér er trúin meira en
skáldskapur jafnvel, og því þoli
ég ekki, að orð mín í þeim efnum
séu aflöguð eða lítilsvirt.
(Bréf Matth. Joch til Þ. Bj.)
Minning — kynning
1. Þess. 1, 2—3.
Mikið eru ólík kynni okkar af
samferðamönnunum. Sumum vilj-
um við helzt gleyma strax, þurrka
þá út úr huga okkar, svo að þeim
bregði þar aldrei fyrir. — Aðrir
hverfa þaðan sjálfkrafa og fyrir-
hafnarlaust, gufa upp og eru ekki
framar til frekar en þeir hefðu
aldrei fæðzt.
Svo er þaö þriðji hópurinn. Þeir
eru foringjar í fylkingu hinna
ljósu daga, verðir hinna glöðu
stunda, þeir varpa birtu á veg-
inn, verma hjörtun, göfga sálina,
styrkja trúna, efla bjartsýnina,
gefa vonunum vængi.
Fyrir þessa menn eigum viö
að þakka, þakka GUÐI fyrir að
hafa kynnzt þeim eins og Páll
oostuli þakkaði Guði fyrir kynni
sín af Þessaloníkumönnum. Og
takið eftir fyrir hvað hann þakk-
ar þeim:
1) Fyrir verk þeirra í trúpni.
2) Fyrir °rfiði þeirra í kærleik-
anum.
3) Fyrir stööuglyndi þeirra i
voninni.
Fyrir hvað veröur okkur þakk
að?
Það fer eftir því hvert rúm við
skipum í hugum og hjörtum sam-
feröamannanna, hvernig við kom-
um fram við þá, hvernig við not-
um krafta okkar í þágu samfélags
ins.
Til þess að starfið blessist,
verði öðrum til blessunar, þurf-
um við að starfa í trú á Guð og
hið góða í tilverunni, það pósi-
tíva í manneskjunni. Og til þess
að við höfum erindi sem erfiði
þurfum við að vinna í kærleika,
fóma, láta eitthvað af mörkum,
vitandi það að sælla er að gefa
en þiggja. Og í þriðja lagi þurfum
við að sýna stöðuglyndi í voninni
— þ.e.a.s. tapa ekki trúnni á sig-
ur hins góða í mannlífinu, trúnni
á guðsneistann í manninum, enda
þótt oft sé hann falinn undir
öskuhrúgum synda, afglapa og
yfirsjóna. Ef þannig er starfað,
þá getum \>ð sýnt stöðuglyndi
í voninni á sigur hins góða —
sanna — fagra.
Þá fagna vitrir menn...
Hvort mun ei hjartans innsta eðli þrá
að æðri máttur sálir fólksins veki,
svo börnum jarðar. birtist lögmál há
og boðorð þau, sem lífið fegurst á,
unz bergir öld af brunnum allrar speki?
Þá leysir framtíð frelsi vort úr böndum.
Þá fagna vitrir menn í öllum löndum.
D. St.