Vísir - 02.09.1967, Qupperneq 9
V1SIR. Laugardagur 2. september 1967. 9
A/V^/WWWWWWWVWí/VWVWW\A/VWWVS<W\AAAA^WV'^VW>^>^/l^^^WA/^^^W^^WNA^Í'\^^^^^^/^^^W^V^AAAAAA/S/\
Loftmynd af hafnarsvæði og Miðbæ Reykjavikurborgar.
Hindruð verður óeðlileg
dreifing miðbæjarbyggðar
Gamli miöbærinn i Reykjavik byggður upp og nýr miðbær reistur i Kringlumýri
Aðalskipulag Reykja-
víkur, sem birt var fyrir
nokkru, gerir ekki ráð
fyrir því, að Miðbærinn
í Reykjavík vaxi austur
eftir Suðurlandsbraut
heldur verði aðaláherzl-
an lögð á að endur-
byggja gamla Miðbæinn
og nyrzta hluta Austur-
bæjarins og hefja undir-
búning Miðbæjar í
Kringlumýri. í þessum
áætlunum er m.a. gert
ráð fyrir því, að gamli
Miðbærinn verði endur-
byggður eftir nokkuð
ströngum forskriftum
um nýtingu og bifreiða-
stæði og þess háttar. Frá
þessu segir í þáttum úr
bókiimi: „Aðalskipulag
Reykjavíkur 1962 —
1983“, sem fara hér á
eftir.
Þegar rætt er um miöbæjar-
hverfi i borg, er átt viö þau
hverfi, þar sem sérverzlanir,
skrifstofur svo og ýmiss konar
stofnanir, sem starfa í þágu
borgarlífsins alis, eru til húsa.
Nú á þessum tímum er þessi
starfsemi yfirleitt miðsvæðis í
borgum og þétt skipað saman.
Aukin bifreiðaeign hefur vald-
ið erfiöleikum í þessum hefð-
bundnu miðbæjarhverfum, þar
sem aðeins er að takmörkuöu
leyti unnt að fullnægja þörf-
inni á umferöarrýmd og bif-
reiðastæöum.
Nóg
bifreiðastæði.
Nú á tímum gerir margt fölk
sig ánægt með takmarkað vöru-
val í verzlunum, ef þar eru hins
vegar næg bifreiðastæði. Fyrir
vikiö er hætta á því, að mið-
bæjarstarfsemin dreifist með
óskipulegum hætti hingað
og þangað. í skipulagningu
borga er reynt að ráöa bót á
þessu með þvi að stuöla að
skipulegum flutningi á töluverð
um hluta miðbæjarstarfseminn-
ar á ný svæði, þar sem aökomu-
möguleikar eru betri og meiri
kostur bifreiðastæða.
Miðbæjarstarfsemin í Reykja-
vík hefur fyrir löngu lagt undir
sig sjálfan Miðbæinn svo og
noröurhluta Austurbæjar. Mið-
bæjarstarfsemi hefur þokaö
fólkinu úr íbúðarhúsunum, og
jafnframt hafa verið reist þar
ný verzlunar- og skrifstofuhús,
einkum við Laugaveg. Ennþá
er nokkur íbúðarbyggö viö
Laugav. vestan Snorrabrautar en
á síöari árum hefur risið upp
miðbæjarbyggð austar, við
Suöurlandsbraut, ekki innan um
gömul íbúðarhús, heldur innan
um ný iðnaðarhús. 1 aðalskipu-
laginu er reynt aö veita vax-
andi miðbæjarstarfsemi annan
kost og hagkvæmari, og er þá
átt við miðbæjarsvæðið nýja við
Kringlumýrarbraut.
Áætlun um
gamla Miðbæinn.
Hvaö snertir skipulag Mið-
bæjarins og nyrðri eða eldri
hluta Austurbæjarins hefur ver-
ið gerð allsundurliðuð áætlun
til staðfestingar, þar sem kveðið
er á um nýtingarhlutfall, húsa
hæö, notkun húsa o.fl. Jafn-
framt hefur skipulagsdeild borg-
arinnar gert frumdrætti, er
sýna hvernig deiliskipulag gæti
verið á einstökum byggingar-
reitum, en þeir frumdrættir eru
ekki samþykktir. Þessi hjálpar-
gögn eru að sumu leyti gerð í
þágu lóðarhafa, sem þar meö
geta fengið leiöbeiningu um,
hvernig hugsanlegt sé að byggja
á hverri lóð um sig. Að hinu
leytinu ættu þau að hamla gegn
óhæfilegri lóðarnýtingu eða
byggingum, sem væru til lýta.
Við undirbúning þessara frum
drátt~. hefur skipulagsdeildin
látið kanna notkun allra húsa
í umræddum hverfum, gerð
þeirra og útlit. Reynt hefur ver
ið að gera sér þess grein, hvar
fyrst mætti vænta endurbygg-
ingar og hvar möguleikar væru
á meiri háttar endurnýjun, sem
tæki til margra lóða í senn.
Gerðar hafa verið hliðmyndir
gatna meö núverandi húsum, og
er sýnt á þeim, hver mundi
hæfileg hæð húsa, er síöar
kæmu til. Þar með ætti bæði sá,
sem hús vill byggja, og þau
stjómvöld, sem um erindi hans
falla, aö geta gert sér grein
fyrir því, hvaða áhrif áæt.lun
hans hefði.
Sýnishorn við
Laugaveg.
Fyrrgreind vinnuaöferð er
skýrð að nokkru með myndum
af tveim byggingarreitum við
Laugaveg, sem valdir em af
handahófi. Er þar um aö ræða
fmmdrátt, sem ekki er sam-
þykktur, hvað þá heldur stað-
festur, en sýnir hvemig hugs-
anlegt er aö byggja. Telja má
nærri víst að endanlegt form
húsa á reitunum verði á annan
veg, en þar er sýnt. Skipulags-
deildin og byggingarnefndin
geta aftur á móti, eftir því sem
þörf krefur, tekið afstöðu til
þess, hvemig frávik veröi.
Menn hallast að því að vissu
marki í 'íbúðarbyggð viö Lauga-
veg milli Frakkastígs og Baróns
stígs. Æskilegt er aö halda sem
allra mestri íbúðarbyggð milli
Barónsstígs og Snorrabrautar,
þannig að komizt verði hjá mið
bæjarþróun austur yfir Snorra
braut. Við Laugaveg austan
Snorrabrautar er að finna bæöi
skrifstofur og verzlanir, og sam
an við þær blandast iðnaöur og
einnig ibúðir og stofnanir; þar
er t.d. lögreglustöðin nýja.
Ekki miðbæjarbyggð
við Suðurlandsbr;aut.
Æskilegt er, aö skrifstpfur
og verzlanir aukist ekki að ráði
við Laugaveg austan Snorra-
brautar né heldur við Suðurl.-
braut. Með áætlunum, sem sam
þykktar vom, áður en ákveðin
var stofnun nýs miðbæjar við
Kringlumýrarbraut, er að visu
opnuð aö vissu marki leið til
allmikilla skrifstofubygginga.
Viðurkenna verður nú, aö slík
uppbygging mundi engan veg-
inn stuðla aö heppilegri mið-
bæjarþróun; óþægindi yrðu af
þeim iðnrekstri, sem þar rís
upp jafnhliða, og með tímanum
mæti búast við verulegum erfið-
leikum á útvegun nægilegra
bifreiðastæða. í hinum nýja miö
bæ er hægt að sjá meiriháttar
skrifstofustarfsemi fyrir heppi-
legri stað. Af þessum ástæðum
ætti að takmarka skrifstofu og
verzlunarhúsnæði við Suður-
landsbraut sem allra mest á
þann veg, að það sé aðeins
notað í sambandi við þann iðn-
rekstur, sem þar er nú og rísa
mun á komandi árum.
Nýi Miðbærinn full-
nægir lengi.
Miðbærinn nýi er ekki skipu
lagður i einstökum atriðum. —
Hann liggur sunnan Miklu-
brautar og austan Kringlumýrar
brautar og nær niður i Foss-
vogsdal. Svæðið mun blasa við
umferð, sem kemur að austan og
þó einkum að sunnan.
Lagt er til, að þeim hluta
svæðisins, sem liggur sunnan
fyrirhugaðs götusvæöis Bústaða
vegar, verði ráðstafað síðar,
væntanlega eftir lok skipulags-
tímabilsins. Aðkoman að þess-
um h' .-.ta miðbæjarhverfisins er
m.a. nátengd lagningu hinnar
fyrirhuguðu hraöbrautar um suð
urhlíð Fossvogsdals.
Á þeim hluta miðbæjarsvæðis
ins, sem næst liggur Bústaða-
vegi eru fyrirhugaðar skrifstofu
byggingar, bæði einkafyrirtækja
Framhald á bls. 10.