Vísir - 02.09.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 02.09.1967, Blaðsíða 10
w V í SIR . Laugardagur 2. september 1967. Ný gerð 'iþróttahúsa úr timbri: 2,5 milljónum kr. ódýrari en steinhús — Eitt slikt byggt i Kópavogi — möguleikar á seriuframleiðslu Nú um þessar mundir er verið að ganga frá samningum milli Kópa vogsbæjar og byggingarfyrirtækis ins Verktæloii á Akureyri um bygg ingu nýs íbróttahúss fyrir Kárs- nesskólann í Kópavogi. Er hér um að ræða nýja gerð iþróttahúsa, sem gera má ráð fyrir, aö verði allt að 2,5 milljón krónum ódýrari en hin venjulegu íþróttahús, sem byggö hafa verið við skóla. Eru hér borin saman hús af sömu stærö með sam bærilegum frágangi. Fullbúið kost Mývutn — Framh. at bls. i og er úrslita að vænta í næstu viku. — Framkvæmdir viö veginn hafa legið niðri á hinum umdeilda kafla og ríður á að ákveöa vegar- stæðið svo aö vegurinn verði til- búinn,. þegar Kísilvinnslan tekur til starfa í haust. Áætlað var að honum yrði lokið 15. nóvember. Menntamálaráöherra sagði að hér væri um algjört prófmál aö ræða þar sem aldrei heföi reynt á það fyrr hvort slík friðlýsing náttúru- vemdaraðila rifti staðfestu skipu- lagi eöa ekki. — Væntanlega yrði í framtíðinni höfð hliðsjón af álits- gerð dómaranna f slíkum deilumál- um milli sgjplagsaöila og nátt- úmverndaraðila. Forsaga þessa máls er sú, að eftir að félagsmálaráðuneytið hafði samþykkt tillögu skipulagsnefnd- ar og hreppsnefndar Mý- vatnssveitar um vegarstæðið, fór Náttúruverndarráð þess á leit við menntamálaráðuneytið að það stöövaði lagningu vegarins á kafl- anum frá Reykjahlíðarhóteli að Grímsstöðum, þar eð ráðið telur hann valda náttúruspjöllum. Menntamálaráðuneytið leitaði þá til þeirra Ármanns Snævarr, há- skólarektors og dr. jur. Þórðar Eyjólfssonar, fyrrverandi hæsta- réttardómara, til að kanna rétt og skyldur Náttúruverndarráðs og menntamálaráðuneytisins til íhlut- unar í þessu máli. Niöurstaða þeirra varð sú að þessa aöila brysti heimild til þess að hindra með valdboði mannvirkjagerð á land- svæði, sem ekki væri friðlýst. Að fenginni þessari niðurstöðu ákvað Náttuverndarráð að friðlýsa hrauniö næst vatninu og leggja bann viö vegalagningunni. Slíkt bann kemur þó ekki til framkvæmda nema með samþykki menntamálaráðuneytisins og telur ráðuneytið nauðsynlegt áður en það tekur afstöðu til friðlýsingarinnar, að fá úr því skoriö hvort slík frið- lýsing rifti samþykktum skipulags- i’ 'pdrætti eða ekki. Um þetta mál hefur staðið tals- verður styr, sem kunnugt er og er þetta launar gamalt innansveit- ardeilumál Mývetninga. Fari svo að friðlýsing Náttúru- verndarráös nái fram aö ganga er eins víst að þeir, sem lagt hafa í .amkvæmdir með tilliti til þess skipulagsuppdráttar, sem félags- málaráðuneytið hefur samþykkt, höfði skaðabótamál á hendur Nátt- úruvemdarráði, þar eð vegurinn yrði þá fyrir tilstilli þess lagður annars staðar. Nú er það lögmannanna að skera úr um það hver skuli lúta, skipu- Iagsyfirvöldin, sem njóta fulltingis félagsmálaráðuneytisins eða Náttúruverndarráð, sem skákar í skjóli menntamálaráðuneytisins. ar nýja íþróttahúsiö, sem verður með sal með 18x33 m gólffleti 2 baðklefum og 2 búningsherbergj- um, milli 9 og 10 milljónir króna. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Ólafi Jenssyni, bæjarverkfræðingi í Kópavogi. Forsaga þessa máls er sú, að Iþróttanefnd rfkisins skipaði nefnd sem rannsakaði meö hverjum hætti væri unnt að byggja íþróttahús, sem væru ekki eins kostnaðarsöm og þau íþróttahús, sem fyrir hendi eru. Segja má, að þetta íþróttahús við Kársnesskólann sé afleiðing af þessari ahugun. Súlur og bitar í húsinu eru erlendis frá og úr tré Allir veggir veröa og úr tré, og sérstaklega eldvarðir á klæðningu. Hefur eldvarnaeftirlit ríkisins fyrir sitt leyti samþykkt byggingu slíkra húsa og bíður þá bvgging þessi endanlegs samþykkis ráþuneytis, sem gert er ráð fyrir, að fáist. Ólafur Jensson sagðist gera ráð fyrir, aö unnt vrði að taka húsið í notkun um mánaðamótin marz- apríl n.k. Enginn vafi er á því, að hér er um stórmerkilegt mál aö ræða, og ef til vill verða íþróttahús okkar ís- lendinga byggð þannig í framtíð- inni, þar sem sparnaður er mikill Vitað er um, að mörg sveitarfélög vantar nauðsynlega íþróttahús og sagðist Ólafur vita að ef til vill réðust fleiri sveitarfélög á Reykja nesskaganum í að reisa þessa teg- und íþróttahúsa. Er einnig mögu- leiki á aö framleiða þessi hús í ser- íum, þar sem unnt er að framleiða þau í einingum. H-dagur — Framhala a1 sföu 1 ar í gær var almennt hlynnt breytingunni. Þeir, sem á móti voru voru yfirleitt tilheyrandi eldri kynslóðinni, enda vitað mál að breytingin verður henni hvað erfiðust. Ný skoðanakönn un sýnir ag 85% Svía eru með breytingunni, — en 1955 voru 85% Á MÓTI breytingu. Málmeyjarbúar burfa varla að óttast neitt, enda verður viðbún aðurinn fyrstu dagana geysimik ili. Alls verða 9200 sjálfboðaliö- ar starfandi þegar breytingin á sér stað og fjölgað hefur verið úr 50 i götulögreglunni í 239, en 58 hermenn verða og til aðstoð- ar. Mikið starf hefur og verið að taka á móti þeim ótrúlega f jölda ferðamanna, sem kemur til að fylgjast með breytingunni. Með- al þeirra sem koma til Málmeyj- ar voru 32 rússneskir blaða- menn og embættismenn, en gest ir koma frá ótrúlegustu þjóðum. Margir íslendingar fylgjast með og eru sumir þeirra í Málmey. Málmey er 3. stærsta borg Svíþjóðar og hefur 250 þúsund íbúa. Hún verður fyrsta borgin, þar sem bílar munu hefja hægri akstur, í öðrum borgum verður umferð leyfð síðar en í Málmey, enda er borgin talin bezt undir breytinguna búin. Algjört umferðarbann verður í nótt frá kl. 1—6. Þá verða varla nokkur farartæki á götun um, aöeins lögreglubílar, og slökkvi- og sjúkrabílar sem þess þurfa. Kl. 5 verður H-umferðarregl- an í gildi í Svlþjóð. Árrisullr Málmeyjarbúar, þ.e. þeir, sem verða á fótum kl. 6 verða að hafa í huga, þegar þeir setjast í bíla sína, að H-reglan gildir. Það veröur aðeins f Málmey og sveit unum, sem byrja má aö aka kl. 6. 1 Stokkhólmi mega almennir ökumenn hefja akstur kl. 15 um daginn. Skipulag — Framhald at bls 9 og hins opinbera, svo og ýmiss konar stofnanir. Þessi hluti mið bæjarins sést víða að og er einkum ætlaður skrifstofum og stofnunum, sem eiga viðskipti við almenning. Stofnanir, sem eiga minni skipti við almenning geta fengið land á svæðinu vest an Kringlumýrarbrautar, þar sem stofnunum er sérstaklega ætlaður staöur. Hægfara þróun. Mjög þykir sennilegt, að nokk ur tími líði, unz verulegur skrið ur kemst á verzlunarhverfi miö bæjarins, sem ætlazt er til, að verði nær Miklubraut. Meiri háttar sérverzlanir verða eflaust enn um hríð til húsa við hinar gömlu verzlunargötur í Miöbæn um og Austurbænum, en stór- verzlanir og meiriháttar fjöl- verzlanir, sem selja vörur til daglegra þarfa, þar sem séö er fyrir nægum bifreiöastæðum handa viðskiptamönnum, munu ef til vill rísa upp innan til- tölulega skamms tíma. Þær verzlanir munu njóta góös af mikilli byggð, sem þegar er ris- in f næsta nágrenni. Ekki er ósennilegt, að fyrst muni rísa þar verzlanir, er selja vörur, sem eru þess eðlis, að kaupandi fer í sérstakan leiðangur til aö skoða þær einar t.d. bifreiðir og húsgögn. Erfitt er að segja fyrir, hvenær hægt muni að tala um skemmtanalíf í miðbænum nýja Eölilegt virðist, að kvikmynda- húsum og veitingastöðum sé ætlaður staður nálægt helztu verzlunargötunum. Þar á einnig að koma fyrir einu hóteli eða fleirum og borgarleikhúsi á áberandi stað. Skrifstofur og verzlanir. Af þeirri starfsemi sem nú hef ur verið nefnd, má vafalaust telja, að skrifstofur bæði opin- berar skrifstofur og skrifstofur einkafyrirtækja veröi fyrirferðar mestar á skipulagstímabilinu. — Gert hefur verið ráð fyrir, aö húsnæði skrifstofa, sem kalla mætti miðbæjarsæknar, muni aukast í Reykjavík um 130. 000 - 230,000 fermetra til ársins 1983. Talið hefur verið, að af þessu skrifstofuhúsnæði mætti koma fyrir 60.000—90.000 fer- metrum f Miöbænum og Austur bænum, en í hverfinu við Suð- urlandsbraut mætti samkvæmt samþykktum áætlunum koma fyrir 70,000—140,000 fermetrum til viðbótar því, sem fyrir er, þó er gert ráð fyrir, að til sliks komi ekki nema að nokkru leyti. Ef þeir möguleikar, sem til byggingar eru við Suðurlands- braut, veröa nýttir að fullu, þarf ekki að gera ráð fyrir skrifstofuhúsnæði í nýja mið- bænum á skipulagstímabilinu, ef markvisst er spomaö gegn því, að við Suðurlandsbraut rísi skrifstofubyggingar, sem ekki er nauðsynlegt, að þar séu má gera ráð fyrir, aö skrifstofu húsnæði í nýja miðbænum verði 50.000—100.000 fermetrar. Áætlaö er að húsnæði mið- bæjarsækinna verzlana á höfuð borgarsvæðinu muni aukast alls um 30.000—65.000 fermetra og verði þar af 25.000—45.000 fermetrar við hinar gamalkunnu verzlunargötur í Miðbænum og Austurbænum. Ætla mætti, að gólfrými verzlana í nýja mið- bænum yröi árið 1983 einhvers staðar milli 10.000—50.000 fer metrar. 2-300 þúsund fermetra gólfflötur í nýja Miðbænum. Miðbæjarsvæðiö nýja er að jj flatarmáli um 60 hektarar, sá hluti hverfisins, sem er noröan Bústaðavegar og tekinn verður fyrst í notkun, en um 40 hekt arar. Þetta þýðir, að þótt nýt- ingarhlutfallinu yrði haldið niðri fyrst í notkun, er um 40 hekt- í 0,5 (hlutfall gólfflasarmáls og landflatarmáls), mundi í fyrsta áfanga uppbyggingarinnar unnt að koma fyrir 200.000 fermetr- um húsnæðis, væri nýtingarhlut fallið 0,75, mætti koma fyrir 300,000 fermetrum. Þetta hvetur til aöhalds, þegar ákveðin er | stærð lóða sem ráðstafað verður Miðbæjarsvæðið má vel halda áfram að byggjast, eftir aö skipulagstímabilinu er lokiö. Á miðbæjarsvæöinu má heldur ekki vera of langt bil á milli húsa. Ráðlegt mun að byrja með einnar hæðar sambygging- um og hafa möguleika til að byggja ofan á eina hæö eða fleiri. Að öllum jafnaði er vafa laust ráðlegt að hafa yfirleytt Iágbyggð og ákveða við lóðaút- hlutun einhvers konar bygging- arskyldu. í reglugerð þeirri um skipu- lagsáætlanir, sem nú er unnið að er gert ráð fyrir, að reglur um bifreiðastæði (1 bifreiðastæði á 25 fermetra gólfflatarrými) gildi alls staðar nema þar sem sérstaklega er heimilaö, aö frá þeim verði vikiö, og er þá átt við Miðbæinn og Austurbæinn. Nauðsynlegt er, að þeim sé alger lega framfylgt f nýja miðbæn- um, en þar merkir aö heildar- flatarmál bifreiðastæða á að vera jafnmikið og það gólfflat- arrými, sem byggt er. Óheppi- legt væri aö hafa bifreiðastæðin í sömu hæð og verzlunargöt- ur, torg og 1. hæö húsa. Þar kemur ýmislegt til, má fyrst nefna það, að slíkt mundi skeröa byggingarmöguleika á svæöinu einnig mundi miðbæjarsvæðið verða heldur óskemmtilegt á- sýndum, ef það yrði umlugt víðáttumiklum bifreiðastæðum eins og gerist I sumum banda- rískum fjölverzlunarhverfum, þá má og nefna, aö við slíka tilhögun yrði öþarflega löng leið úr bifreiðunum í verzlanir, og enn fleira mætti telja. Hyggi- legt mundi þegar í byrjun að koma fyrir bifreiðastæðum og aðkomu að húsum neðanjarðar undir öllum miðbænum. Ekkert áhlaupaverk. Af þessum lauslegu leiðbein- ingum má sjá, að skipulagning bvggöar í hinum nýja miðbæ er ekkert áhlaupaverk. Áætlan- irnar verða • að vera hvort tveggja í senn, traustar og þó sveigjanl. Ekki er unnt að semja heildaráætlun fyrir upp- bygginguna, sem taka mun mörg ár. Hins vegar er gert ráð fyrir því, að á næstunni verði gengið frá áætlunum um fyrstu áfangana. BLÚÐBANKINN Blóðbankinn tekur á móti blóð- ajöfum 1 dag kl 2—4. —-'VIHKW BELLA Afgreiöslumaöurinn hélt bara að hann gæti selt okkur alla búðina, bara af því að hann var svo ægilega sætur. MESSUR Háteigskirkja. Messa kl. 2. Séra Jón Þorvarðsson. Grensásprestakall. Guðsþjónusta í Réttarholtsskóla kl. 2. Séra Ólafur Skúlason. Bústaðaprestakall. Messa f Breiðagerðisskóla kl. 10.30. Séra Erlendur Sigmundsson Sóknarprestur. Kópavogskirkja. Messa kl. 2. Séra Gunnar Árnason. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Grímur Grímsson. Neskirkja. Messa kl. 11. Séra Jón Thorarensen. EHiheimilið Grund. Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 2 e.h. Séra Magnús Guðmundsson sjúkrahúsprestur messar. Heimilis presturinn. Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 10.30 Séra Garðar Þorsteinsson. Fríkirkjan. Messa kl. 11. Séra Þorsteinn Björnsson. Ásprestakall, Messa í Dómkirkjunni kl. Fl. Séra Grímur Grímsson. Laugameskirkja Messa kl. 11. Séra Garöar Svavarsson. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Séra Lárus Halldórsson. Vegaþjónusta FIB Vegaþjónusta Félags íslenzkra bif reiðaeigenda helgina 2.-3. sept- ember 1967. FÍB—1 ÖJfus, Grímsnes, Skeið. FfB—2 Þingveíiir, Laugarvatn. FÍB—3 Akurevri, Vaglaskógnr, Mývatn. FÍB—4 Hvalfjörður, Borgarijörð- ur. FÍB—7 Reykjavík og nágrenni. FÍB—9 Borgarfjörður. Gufunes-radfó — Sími 22384 — veitir beiðnum um aðstoð viðtöku

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.