Vísir - 02.09.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 02.09.1967, Blaðsíða 12
12 V1SIR. Laugardagur 2. september 1967. mmmmmmmmmammmmmm^lm^a Gildvaxin kona á miðjum aldri, svartklædd frá hvirfli til ilja reis úr sæti sínu á öðrum bekk. „Hafið þér í hyggju að prédika þeim bind- indi í Denver, frú Massingale?“ „Að mér heilli og lifandi!" „Það skuluð þér ekki forma. Yð- ur verður ekki leyft það“. „Hverjir banna mér það?“ „Veitingamennirnir og kaupsýslu mennimir. Allt bindindistal er bölv að fyrir viðskiptin, segja þeir, því að viskíið er eina verzlunarvaran, sem selst þar yfir veturinn ...“ „Þér hljótið að ýkja þetta eitt- hvað“. „Síður en svo, frú Massingale. Ég hef átt þar heima, svo ég má gerst vita. Þar drap viskíið hann Villa minn. Hann var mér góður eiginmaður, þangað til hann fór að drekka. Og hvar haldið þér að hann hafi lært það? I veitingastof- unum í Denver. Hverjij haldið þér að hafi haldið áfenginu að honum? Veitingamennirnir. Og þegar ég svo reyndi að koma honum heim til að gefa honum að borða og láta hann sofa úr sér, hverjir haldið þér að hafi þá fleygt mér út, og það hvað eftir annað? Veitinga- mennirnir í Denver!“ „Ekki hafa þeir beitt yður líkam legu ofbeldi? Því trúi ég ekki...“ „Þaö geröu þeir engu að síð- ur...“ Svartklædda konan lyfti ekkjuslæðunni og bar klút að aug um sér. Mælti svo enn, og röddin titraði: „Aö Villa mínum látnum, gerði ég tilraun til þess, ásamt fá- einum heiðvirðum konum, að stofna stúku í Denver. Það varð ekki mik ið úr því. Veitingamennimir létu handtaka mig, setja mig í gæzlu- varðhald, stefna mér fyrir rétt — fengu mig dæmda“. „Hvaö í ósköpunum var yður gef ið að sök?“ v „Ég var dæmd fyrir atvinnuróg eða eitthvað þess háttar". „Furðulegt!" „Þaö má vel vera, en ég var dæmd eins fyrir því. Dómarinn gaf mér þriggja kosta völ — greiða 100 dala sekt, sitja í fangelsi eða hverfa úr borginni. Þess vegna fluttist ég hingað til Cheyenne". Hneykslunarhróp heyrðust hvar vetna af áheyrendabekkjum. „Skammarlegt...“ „Þvílíkt og annað eins ...“ „Að koma þannig fram við vam arlaúsa ekkju ...“ Og þegar svartklædda konan sett ist, kvað við dynjandi lófatak um allan salinn. Herforingmn blim- skakkaði augum á Arthur Nichols ritstjóra sem skrifaði án afláts. — „Haldið þér að þetta sé satt?“ „Hvaða máli skiptir það? Séu þeir i Denver svartir verðum vi hvítari héma í Cheyenne, ekki satt...“ „Þokkaleg blaðamennska það . „Berjizt þér við Indíána, herfor- ingi. Látið mig um blaðamennsk- una“. Frú Massingale rétti upp hönd- ina, og það varð aftur hljótt í saln- um. Þótt svipur hennar væri ró- legur, skutu augun gneistum. „Nú megið þiö vita hvers vegna ég verð aö fara til Denver. Atvinnu- rógur — ekki nema það þó! Hvaö haldið þið að mundi gerast, ef þeir stefndu mér fyrir rétt og dæmdu mig fyrir slíka tyllisök?" „Hvað mundi þá gerast?“ spurðu margar í senn. „Fréttin um það mundi berast eins og eldur í sinu um gervöll Band.. íkin. Horace Greeley mundi hefja upp sína þrumuraust f „New York Tribune", svo að fjöllin nötr- uöu! Snjöllustu lögfræðingar sem völ er á yrðu fengnir til að verja mig, og málið færi aö lokum fyrir hæstarétt. í hverju þorpi, hverjum bæ og borg um þvert og endilangt landiö myndu konur, svo milljónum skipti, efna til mótmælafunda, efna til mótmælagöngu og jafnvel ná stjórnarráðinu, þjóðþingshúsinu og Hvíta húsinu á sitt vald. Þiö getið ekki gert ykkur í hugarlund hvílík afrek 3,000,000 reiöra kvenna geta unniö, þegar þær hafa sameinazt í baráttu fyrir réttum málstað! Þeim mundi veröa það leikur einn aö grýta hæstu tindum Colorado fjalla í hausinn á veitingamönnunum í Denver!" Fagnaðarópin og lófatakið ætl- aði allt um koll að keyra. Jafnvel Gearhart herforingja leizt ekki á blikuna. Hún vissi svo sannarlega hvað hún vildi, þessi kvenmaður! í rauninni var óskandi að henni yrði sem mest ágengt. Ef hún rydd ist inn í Denver og tæki að grýta I fjallatindum í hausinn á veitinga- mönnunum þar, þá mundi allt at- hæfi hennar hér í virkinu falla í skuggann af þeim ósköpum, og gleymast von bráðar. Meira að segja dagblööin myndu hætta að minnast á smámuni. Áheyrendaskarinn í salnum hafði risið úr sætum, æpti, klappaði og stappaði og hagaöi sér á all- an hátt heldur ókvenlega — væg- ast sagt. Frú Massingale gaf lúðra sveitarstjóra virkisins merki, hann tók sér stöðu frammi fyrir þeyt- urunum, lyfti hljómsprotanum og beiö frekari fyrirskipana. „Konur ...” hrópaði frú Mass- ingale og reyndi að koma á þögn í salnum. „Konur... leyfiö mér að enda mál mitt með nokkrum orð- um...“ Háreystin í salnum rénaði smám- saman. „Bíður hervörðurinn ekki úti fyrir?“ spurði herforinginn Bu- ell undirforingja í hálfum hljóðum. „Jú, herra. Fullskipuð varðsveit" „Allt í lagi. Ef við sjáum að þær gera sig líklegar til að ganga út fylktu liði, látum viö varðsveit ina vama þeim útgöngu“. „Já, herra. .. en það eru bakdyr, tvennar hliðardyr, og gluggar aö auki...“ „Setjum hervörð við dyr og glugga. Þaö er hópgangan, sem ég óttast mest. Við veröum að hafa auga með lúðrasveitinni. Við getum að sjálfsögðu ekki beitt konurnar ofbeldi, nema innan vissra tak- marka, en ef þessir bölvaðir lúðra þeytarar láta hrífast meö, eins og í kvöld leið skulu þeir teknir hönd um og varpað í fangelsi, jafnvel þótt viö verðum að berja þá meö riffilskeftiinum“. „Já, herra“. Og, nú þegar oröið var hljótt í salnum aftur, upphóf frú Massing ale enn hreimsterka rödd sína. „Konur — ég get ekki lýst því hve stuðningur ykkar og hrifning er mér mikils virði. Það verður eldmóður ykkar, sem ég geymi í hjarta mínu og tek meö mér til Denver. Það vegarnesti mun veita mér áræði og þrek, á hverju sem gengur". „Frú Massingale!“ hrópaði svart klædda, gildvaxna ekkjan og ruddi sér leið upp að ræöustólnum. „Þér farið ekki ein yðar liðs inn í þá hræðilegu og syndum spilltu borg! Með yðar leyfi þá kem ég með yöur!“ Áheyrendur ætluðu bókstaflega að tryllast og æptu og kölluðu sem æðisgengnir, þegar konumar tvær féllust í faðma uppi á sviðinu. Og allt í einu kom þriöja konan — íturvaxin og fögur og miklum mun yngri en hinar tvær — fram úr þröng áhorfenda og hjjóp léttum skrefum upp þrepin á sviðinu. — Einnig hún vafði frú Massingale örmum og hrópaöi ákveöinni röddu „Ég fer líka meö þér!“ Gearhart herforingi staröi ótta- sleginn á aðfarirnar uppi á sviðinu. Louise — hann trúði naumast sín um eigin augum. Nú ríkti algert uppnám í salnum. Hvarvetna æptu konur og klöppuðu taktfast undir eða stöppuðu: „Ég kem líka! Ég kem líkal" Herforinginn greip f öxlma á undirforingjanum. „Ég vil ekki aö dóttir mín sé þarna uppi á sviðmu!“ „Því trúi ég herra“, svaraði Bu- ell undirforingi, sem var mikill vexti og kraftalegur, og sýndist ekki mundu láta sér allt fyrir brjósti brenna. „Ég skal ekki rengja yöur um það ...“ Hann varð allt í einu fölur eins og hon um væri brugðið. „Fariö og sækið hana! Það er skipun!" BíSaskipti — Bílasala Mikiö úrval at góðum notuðum bifreiðum. Bíla r sýning í dag Verð og greiðsluskilmálar við allra hæfi ^VOKULLHJ. Chrysler- Hringbrauf 121 umboðið sími 106 00 Knútur Bruun hdl. lögmannsskrifsfofa G'reUisgötu 8 II. h. Sími 24940. Á SLIGHT RIPPL& IM THE CALM SWAMP WATSÍZ AROUSES CURIOSITy... eíADToeer OUT OF TNAT PUT/Z/D WATFF.. NOW TO F/fJO MV FR/EMOS MIAKE 1U/CK Dálitlar gárur á hinu kyrra vatni fenj- anna vekja forvitni varðmannsins. „Ég er feginn að vera kominn upp úr þessu grugguga vatni“. „Nú fer ég og leysi vini mína, og fiýjum undir eins“. Walther er fjölhæf SKRIFSTOFUAHÖLD Skúlagötu 63. — Sími 23388. RóðiS hiiamim sjaif með .... MeS BRAUKMANN hifastitii ó hverjum ofni getiS þér sjólf ókveB- iS hitastig hvers herbergis — BRAUKMANN siólfvirkoa hitastilli er hægt aS setja beint á ofninn eSa hvar sem er á vegg i 2ja m. fjarlægS frá ofni SpariS hitakostnaS og aukiS vel- liSan ySar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hilaveitusvæSi SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI 24133 SKIPHOLT 15 Sinfóníuhljómsveit íslands Orðsending til áskrifenda Áskrifendur, sem ekki hafa enn tilkynnt endumýjun skfrteina sinna, eru góðfúslega beðnir um að gera það strax í sfma 22260. Sala skírteina hefst 4. september i Ríkisútvarpinu Skúlagötu 4, sími 22260.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.