Vísir - 05.09.1967, Síða 8

Vísir - 05.09.1967, Síða 8
s VÍSIR Utgefandl: Blaðaútgaran vism Framkvæmdastjóri: Dagui Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjaid kr. 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prents-.^iðjr Visis — Edda h.f. Auðskilið mál glöð stjórnarandstöðunnar hafa ástundað þá iðju allt viðreisnartímabilið, að blekkja þjóðina, snúa við stað- reyndum, segja að hvítt sé svart. Það kom því illa heim við vinnubrögð ritstjóra þessara blaða, þegar við skiptamálaráðherra skýrði þjóðinni afdráttarlaust frá því í sjónvarpinu á dögunum, að nokkrir erfiðleikar væru framundan, sökum verðfallsins og aflabrestsins. Þetta er raunar ekki annað en það, sem hver hugsandi maður á að geta sagt sér sjálfur. Enginn eyðir lengi með góðu móti meiru en hann aflar. Svo er um ein- staklingana og sama máli gegnir um þjóðina. En blöð stjómarandstöðunnar eru söm við sig. Þau fordæma sannleikann. Og það er næsta broslegt, að þessir sömu menn, sem undanfarin 7—8 ár hafa ekki linnt látum við að reyna að telja þjóðinni trú um að allt væri á niðurleið, meðan hið þveröfuga var að ger- ast, skuli nú, þegar erfiðleika ber að höndum, keppast við að breiða út þá kenningu, að ekkert sé að. Tíminn segir, að hefði verðbólgunni verið haldið í skefjum, eins og hún var 1962, mundi ve'rðfallið nú ekki hafa haft teljandi áhrif. Blaðið veit þó ofurvel að verðhækkunin síðan hefur farið í hækkað kaupgjald og bætt lífskjör almennings í landinu. En hvað sem því líður, þá er verðbólgan, eins og hún er nú, stað- reynd. Ve’rðfallið er líka staðreynd, einnig aflabrest- urinn og áföll landbúnaðarins. Um þetta tjáir ekki að deila. Aðalatriðið er að þjóðin mæti erfiðleikunum ein- huga. Með þeim hætti getur hún bezt sigrazt á þeim. Og þess verður að k’refjast, að stjómarandstaðan hafi svo mikla ábyrgðartilfinningu, að hún reyni ekki að sundra þjóðinni, þegar brýna nauðsyn ber til að allir standi saman. Þjóðviljinn játar „að vetrarvertíðin hafi skilað minni afla og verð á fiski hafi farið lækkandi“ og að svo „geti farið, að afkoma þjóðarbúsins verði lakari en síðustu á'r“. En blaðið telur með öllu ástæðulaust að almenningur slái nokkuð af kröfum sínum, þótt minna verði til skiptanna. Þetta er vægast sagt undar- leg hagspeki. Þegar almenningur fær sína hlutdeild í afrakstri góðu áranna virðist eðlilegt og sjálfsagt að hann fómi einhverju þegar ver gengur. Og það verður alltaf þjóðin sjálf, sem skakkaföllin bitna á. Engir aðrir taka fóm á sig fyrir hana. Ef hún aflar t. d. 1000 millj. kr. minna í ár en í fyrra, verður þeim mun minna til skiptanna, og samkvæmt því verða allir að hegða sér. Hér er engin „árás á kjör launafólks“, eins og Þjóðviljinn kallar það, heldu'r efnahagsleg staðreynd, sem ekki verður umflúin. Þetta á hvert mannsbam að geta skilið. ____________ V í S IR . Þriðjudagur 5. september 19G7 EINING Á YFIRBORÐINU NÁÐIST í KHARTOUM P’ining náðist á ráðstefnunni í Khartoum „aö minnsta kosti á yfirborðinu", eins og frétta- ritari brezka útvarpsins símaði þaðan. Það þarf nefnilega ekki að fara f neinar grafgötur um það, aö sum Arabaríkin eru mót- fallin hverju því skrefi, sem mið ar að því að ólíuútflutningur frá Arabalöndum til vestrænna landa, sem arabískir leiðtogar halda fram, að stutt hafi eða styðji ísrael, hefjist að nýju, en Alsir, Sýrland og ef til vill fleiri lönd vildu halda áfram olfubanninu að minnsta kosti eitthvað lengur. Samkomulagið í Khartoum virtist byggjast á öðru samkomulagi, þess efnis, að styðja efnahagslega þau lönd, sem harðast urðu úti í styrjöld- inni við ísrael, og þá einkum Egyptaland og Jórdaníu. — Til þess að stofna sjóð í þessu skyni féllust olíuframleiðslu- löndin arabísku (aðallega Ku- wait, írak og Saudi-Arabía) á að leggja mikið fé í þennan sjóð. Það fé átti að fást með olíu- sölu til fyrrgreindra vestrænna landa. Það örlaði þvf þegar á bjartsýni meðal vestrænna þjóða, sem fóru að gera sér vonir um, að olíuframleiðslan til útflutnings til þeirra yröi aftur hafin, eins og raunverulega hafði verið boðað með þessu, en sú bjartsýni sem hér um ræöir, var þó byggð á nokkurri varúð, og er það einkum vegna afstöðu hinna óánægðu ríkja, sem ekki sátu ráöstefnuna, svo sem Alsír og Sýrlands. Það er þó fyrst og fremst af- staða Sýrlands, sem miklu máli skiptir, því að ’Sýrlendingar hafa það í hendi sér að hindra áfram olíuflutn- inga frá Saudi-Arabiu og Irak til Miðjarðarhafs. en að þvi liggja olíuleiðsiur frá þessum tveimur löndum yfir Sýriand. En tálsmaður Esso sagði í géer, að ef olíuútflutningur væri haf- inn á ný til allra vestrænna landa væri það skref í rétta átt, en mikilvægast af öllu vær; þó að Súezskurðurinn yrði opnaður á ný. En á því eru ekki horfur og það var beinlinis tekið fram í fréttum frá Khartoum, að efna- hagsstuðningurinn, sem að fram an var minnzt á, væri veittur Egyptalandi vegna þess tekju- missis, sem Egyptaland yrði að þola vegna lokunar skurðarins. En það eru sannarlega ekki þær horfur enn, aö skurðurinn veröi opnaður, og því lengur sem það dregst því erfiðara verö ur og kostnaðarsamara að grafa hann upp, þar sem þarf o. s. frv. Ekki var á þessari ráðstefnu sinnt ráði Bourguiba, aö hætta að tala um að þurrka ísrael af landabréfinu, heldur bæri Ar- abaríkjunum að viðurkenna Isra- el, eins og Bandaríkin og Sovét- ríkin hefðu gert. Hann benti og á það í aðvörunarorðum sinum, að Israel væri eitt af löndum Sameinuðu þjóðanna og Araba- löndin ein viðurkenndu það ekki Samstaðan gegn ísrael bygg- ist sem sé á óbreyttri stefnu að þvi er viöurkenningu snertirí I fréttum var ekki talað um beina sérstöðu einstakra ríkja í því efni, og er þó víst hvað sem fyrrnefndri einingu líður, að til eru Arabaríki, sem líta af raun- sæi á málin. Var of snemmt að lækka seglin meira þegar ? Nass er og Hussein Jórdaníukonung- ur sögðu þó í ræðum á ráð- stefnunni, að timi væri kom- inn til að leita stjómmálaiegrar lausnar á deilunum, sem sam- komulag gæti náðst um. 1 ræðu á lokafundi málaði hann dökk- um litum efnahagslegt ástand og horfur í Egyptalandi og Jórd- aníu. Fulltrúar sögðu eftirá, að Nasser hefði sagt efnahagshorf- umar í Egyptalandi mjög slæm- ar og í „Jórdaníu jafnvel enn verri“. Hann sagði líka, að hann væri án f jár og vopna, en ef hin Arabaríkin sameinuðust til þess aö berjast gegn ísrael myndi hann berjast líka. Hussein sagði við þá æðstu menn og staðgengla æðstu manna er sátu fundinn, ag „Ar- abar yröu að horfast í augu viö raunveruleikann og játa mistök af einurð og karlmennsku ... menn sigmöu ekki með því aö syngja um sigur og sá sem syngi í myrkri upprætti ekki þar með óttann I hug slnum“. Eshkol forsætisráðherra Isra- els hefir harmað, að það ráð var ekki tekig að setjast að samningaborði. Og nú er beðið eftir hvað frek ara gerist, — fyrstu fréttum um, að olíusala verði hafin til Bret- lands og Bandaríkjanna, að olían fari aftur að renna um Sýrlands- leiðslumar og dollarar og pund í fjárhirzlur Saudi-Arabiu, ír- aks, Kuwaits og Libyu. — Og kannski líka eftir fréttum, sem beri með sér, að þrátt fyrir allt kunni að verða þreifað fyrir sér um samninga. — Hvað gerðist meira í Khartoum en enn er komið í Ijós ? A. Th. / AREM marskálkur, — fyrrverandi yfirmaður egypzka hersins. Eftir ósigur Araba fyrir ísrael vék Nasser honum úr stöðu sinni og nú hefur hann veriö handtekinn fyrir áætluö byltingaráform gegn forsetanum. — Þessi mynd var tekin af marskálknum fyr- ir nokkrum árum í egypzka sendiráðinu í London, er hann var þar á ferö. Á veggnum fyrir aftan hann hangir mynd af Nasser forseta. Samsærið gegn Nasser Amer marskálkur fyrir rétt og 50 aðrir Blaðið A1 Ahram í Kairo, sem litið er á sem málpípu Nassers forseta, hefir staöfest, að kom- izt hafi upp um samsæri Ilðs- foringja til þess aö ná tökum á hemum, rétt áöur en forsetinn lagði af stað á ráðstefnuna í Khartoum. Forsprakki samsærismann- anna er nefndur Arem marskálk ur, fyrrverandi yfirmaöur hers- ins, en Nasser vék honum frá eft ir ósigurinn í styrjöldinni við ísrael. Laust eftir Khartoumfundinn voru á kreiki lausafréttir hafð- ar eftir frönskum fréttamanni, Khartoum, að margir liðsforingj ar og þeirra á meðal Amer, hefðu verið handteknir. Síðar komu fram tilgátur um, að menn þessir hefðu verið settir í stofu- fangelsi af öryggisástæðum í fjarveru Nassers. Blaðið staðfestir nú, að um 50 menn hafi verið handteknir og verði þeir leiddir fyrir rétt. xsmær- eftir komu hans frá Kairo til

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.