Vísir - 08.09.1967, Qupperneq 12
12
VÍSIR . Föstudagur 8. september 1987.
sambandsríkjaherinn sem liðsfor-
ingi í riddaraliðinu tuttugu og
tveggja ára gamall, og þegar borg-
arastyrjöldinni lauk var hann orð-
inn yfirforingi að tign, þá tæplega
tuttugu og sex ára að aldri. En sök-
um þess að fækkað var að mun í
fastahernum, var hann settur á
höfuðsmannslaun, og tók hann þvi
ólíkt mörgum liösforingjum, sem
eins var ástatt um — hann sætti
sig við það, beizkjulaust.
Þótt Slater höfuðsmaður heföi
ekki lagt sig í alvöru eftir heim-
speki eða trúarlegum málefnum,
hafði hann þroskaö með sér mjög
strangar kröfur til sjálfs sín um
heiðarleik og drengskap. Það var
óbifanleg sannfæring hans, að
heiðarlegum farnaðist bezt; sér-
hvert starf væri þess virði, að það
væri vel af liendi leyst; sannleikur-
inn yrði lyginni alltaf yfirsterkari
áður en lyki; hið góða hlyti að bera
sigurorð af því illa; rétturinn mætti
sín alltaf betur en valdið, þegar
til lengdar léti. 1 fám orðum, hann
hafði sett sjálfum sér strangar
ireglur til að fara eftir, og ein af
þeim var: „Gildir einu hve hvers-
dagsleg skipun þér er gefin —
framkvæmdu hana eins og á henni
velti lokaörslit hinztu orrustu
Ragnaraka!“
Þótt undarlegt megi virðast, litu
undirforingjar hans, Jackson og
Swam, og ekki heldur hinir ó-
breyttu riddaraliðar í sveit hans,
ekki á hann sem nöldursaman sér-
vitring, heldur haföi hann áunnið
sér virðingu þeirra og holíustu skil
yrðislaust, eins og aðeins er á færi
fæddra leiðtoga. Hann krafðist þess
eins af þeim, að fylking hans bæri
af öllum öðrum hvað snerti reið-
mennsku og skothæfni, og á með-
an þeir gerðu heiðarlega tilraun til-
raun til að verða við þeim kröfum,
lét hann aðfinnslulaust þótt þeir
gleymdu endrum og eins að fága
hnappana á einkennisklæöum sín-
um. Menn hans vissu, að hann gat
þolað þeim aö þeir væru í óhreinni
skyrtu, en ekki að þeir vanræktu
að hreinsa og fága rifil sinn; jafn-
vel að þeir gleymdu að raka sig, og
greiða sér, ef þeir ekki gleymdu
að kemba hestum sínum og snyrta
fax þeirra. Það var auöséð á allri
hans framkomu, að hann var stolt-
ur af því að vera í riddaraliðinu,
og á þann hátt innrætti hann þeim
að vera stoltir af því líka, án þess
að hann orðfæröi þaö viö þá.
Þess vegna taldi bæði hann og
þeir sér skylt að framkvæma þessa
skipun um aðljávagnalestinnifylgd,
eins og um mikilvægar hernaðar-
aðgerðir væri að ræða, enda þótt
það ætlunarverk væri harla hvers-
dagslegt. Samkvæmt þeim upplýs-
ingum, spm Gearhart herforingi
hafði látið þeim í té, hafði lestin,
sem þeir Sttu að fara í veg fyrir og
sfðan veita fylgd, lagt af stað frá
Julesburg þann 15. nóvember að
morgni. Þegar Slater hafði reikn-
að sem nákvæmast hve hratt lest-
ina bæri yfir, þá leið, sem hann
taldi nokkum veginn öruggt að
hún mundi fara, dró hann skákross
á vissan staö á landabréfinu og
mælti „Við mætum lestinni hér“.
„'Þann tuttugasta, um hádegis-
bil ?“ spurði Jackson undirforingi.
„Öllu sennilegra að það verði að
kvöldi þess nítjánda", svaraði Slat-
er höfuðsmaður.
„Hvers vegna högum við þessu
ekki að vissu leyti eins og um ein-
hverja fþróttakeppni væri að ræða,
herrar mínir?“ spurði Swain liðs-
foringi, sem var það ástríða að
veðja um alla skapaða hluti. „Við
skulum allir gizka á stund og dag,
og svo nákvæmlega að ekki velti á
! nema nokkrum mínútum, og skrifa
I niður ágizkun hvers fyrir sig ..
„Og hvert verður veðféð ?“
j spurði Slater höfuðsmaður glaölega.
| „Sá sem vinnur drekkur á kostn-
að hinna, þegar kemur til Denver“.
Slater höfuðsmaður skrifaði á get
raunaseðil sinn: „Kl. 3:15 — e. h.
19. nóv.“.
Þegar riddarasveitin reið greitt
suðaustur eftir haustbrútiu, ásóttu
hálendinu, tóku þeir svo ag deila
um það í fyllstu vinsemd, við hvað
tíminn ætti að miðast — þegar
fyrst sæist til ferðar lestar, eða
þegar riddarasveitin hefði fyrst
samband við hana, eða jafnvel eitt-
hvað annað. Jackson undirforingi
benti á það, að ef svo hittist á, að
veöur yrði bjart og heiðskfrt þann
daginn, væri hægur nærri að sjá
i til feröa lestarinnar tveim til þrem
j klukkustundum áður en hún og
riddarasveitin mættust. „Og þér
standið betur að vígi, höfuðsmaður,
en við hinir“, sagði hann að lokum.
, „Að hvaöa leyti ?“ spurði Slater
i höfuösmaður.
1 „Þér ráöið ferð okkar. Þér getið
J látið okkur ríða hraðara eða hægara
I til samræmis við ágizkun yöar“.
I „Eruð þér að gefa i skyn, að ég
mundi tilleiöanlegur að hafa rangt
, við, einungis til þess að geta drukk-
ið ókeypis í Denver ?“ spurði höf-
uðsmaðurinn og brosti.
„Þér kannist við máltækið — í
ástum og veðmálum er allt leyfi-
legt...“
Eftir langar umræður og bolla-
leggingar, náðist svo samkomulag
um aö sú stund skyldi gilda, þegar
Slater höfuðsmaður kynnti sig fyr-
ir Frank Wallingham og þeir tækj-
ust í hendur. Ennfremur að þegar
sézt hefði til ferða lestarinnar
skyldi riddarasveitin nálgast hana
á hægu brokki og tíminn miðaður
við gullúr Jackson undirforingja,
sem var rykþétt, gekk á tuttugu og
einum steini og var hinn mesti
kjörgripur. Loks var þaö ráðiö, að
Swain liðsforingi skyldi veröa tíma-
vörður.
Vitneskjan um veðmál yfir-
mannanna breiddist að sjálfsögðu
út meðal hinna óbreyttu, og ekki
leið á löngu áður en þeir höfðu
einnig efnt til veðmála — skyldi
hver um sig leggja tvo dali í sam-
eiginlegan sjóð, um leið og hann
afhenti getraunaseðil sinn, sá er
kæmist næst því rétta fengi helm-
ing sjóðsins, en hinum helmingnum
varið til kaupa á bjórtunnu, er
kæmi til Denver, en liðþjálfinn átti
þar frænda, sem var veitingamað-
ur, og töldu þeir víst að hann
mundi mundi láta þeim fala tunn-
una á heildsöluveröi. Þaö var ein-
kennandi fyrir Slater höfuðsmann,
að hann leit ekki á þessi veðmál
undirmannanna sem agabrot, en
taldi þau bera því vitni, að þeir
hefðu vakandi áhuga á framkvæmd
þess hlutverks, sem þeim hafði ver-
iö falið.
Svo vildi til, að alla leiðina var
lágskýjað og slæmt skyggni nema
örstutta stund, skömmu fyrir sól-
arlag að kvöldi þess 18., en þá
datt á blæjalogn í bili og rofaði til.
Samt sem áður heföu ekki neinir
féndur getað komið riddarasveit-
inni að óvörum, því að athugulir
og sjónskarpir spæjarar riðu á
undan og eftir og eins til beggja
hliða. Það var skömmu eftir sólar-
lag þann 18., að fjórir þeirra komu
til jaldbúða sveitarinnar og til-
kynntu, að þeir hefðu riðið upp á
ása nokkra, og séö þaðan þrjá ryk-
FERÐIR - FERÐALOG
IT-feröir - Utanferðir — fjölbreyttar.
LflNDSU N
FERÐASKRIFSTOFA
LAUGAVEGI 54 . SÍMAR 22875 - 22890
Berjaferð á morgun, ágætis berjaland. Lagt af
stað frá Ferðaskrifstofu Landsýnar kl. 8.30
f.h. Farmiðapöntunum veitt móttaka á skrif-
stofunni.
LAN DS9N
FERÐASKRIFSTOFA
LAUGAVEGl 54 . SlMAR 22875-22890
„Viö komumst aldrei undan þeim, Tarzan". „Ég er svo máttfarinn, haldið þið áfram ... „Mér dettur nokkuö í hug. Hefuröu sígar-
hugsið ekki um mig“. „Nei, Ware lögreglufor- ettukveikjara á þér ?“ „Já, reyndar, — til
ingi, við erum allir samsekir“. hvers?“.
mekki með nokkru millibili, eða
reyk af báli Indíána.
Slater höfuðsmaður og undirfor-
ingjar hans hlýddu með athygli á
skýrslu þeirra. Að öllum líkindum
var þarna um að ræða rykmekki
af lestinni, þar sem þeir höfðu sézt
í suðausturátt. Öðru máli gegndi
um reyk þann, sem spæjararnir
töldu sig hafa greint, þótt mjög
óljóst væri, i suðvesturátt, í á að
gizka tíu mílna fjarlægð — hverjir
gátu kjmt þar bál og hvers vegna?
Þaö var ag minnsta kosti öruggara
að gæta betur að því.
Ráðið
hiianum
sjálf
með ....
MeS BRAUKMANN HHattilli á
hverjum ofni getið þér sjálf ákveð-
iS hitastig hvers herbergis —
BRAUKMANN sjálfvirfcan hitasfiili
er hægt aS setja beint á ofninn
eSa hvar sem er á vegg í 2ja m.
fjarlægS frá ofni
SpariS hitakostnaS og aulciS vel-
KSan ySar
BRAUKMANN er sérstaklega hent-
ugur á hifaveitusvæSi
-------------------------
SIGHVATUR EINARSSON&CO
ÖNNUMST ALLfl
H J Ú LB ARÐflÞ J U N USTU,
FLJÚTT OG VEL,
MEO NÝTÍZKU TÍEKJUM
NÆG
BÍLÁSTÆÐI
OPIÐ ALLA
DAGA FRÁ
kl. 7.50 -24.00
HJÓLBflRDAVIÐGERÐ KÓPRVDCS
Kársnesbraut 1 - Sími 40093
Sinfónfuhljómsveit íslands
Orðsending til
áskrifendn
Áskrifendur, sem ekki hafa enn
tilkynnt endumýjun skírteina
sinna, eru góðfúslega beðnir um
að gera það strax i sfma
22260.
Sala skirteina hefst 4. september
f Ríkisútvarpinu Skúlagötu 4,
sfmi 22260.