Vísir - 12.09.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 12.09.1967, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 12. september 1967. Á haustin er verð á græn meti mjög hagstætt og nýlega hafa flestar græn metistegundir lækkað mikið í verði hér í Reykjavík. Grænmeti er mikið borðað hér á landi bæði hrátt og soðið, en niðursuða á grænmeti mun ekki algeng hjá ís- lenzkum húsmæðrum. Allflestar tegundir af grænmeti geymast mjög vel niðursoðnar og má spara þannig mikla pen- inga. Grænmetisneyzla eykst stöð- ugt meðal íslendinga og um þessar mundir er grænmeti mjög ódýrt og er tilvalið að safna sér dálitlum foröa til vetrarins meö því aö sjóða það niður. Hægt er að sjóöa græn- metið í saltvatni og nota það í súpur og jafninga eða heitt með smjöri, og einnig má sjóöa það í edikslegi, t.d. agúrkur, blómkál, lauk o. fl„ og borða það með kjöti. Margar tegundir af grænmeti má frysta án þess að það skemmist, og er þaö þá snöggsoðið, kælt og fryst strax í plastumbúöum. Gæta þarf þess að grænmetiö sé nýtt og gott og þarf helzt að frysta það sama daginn og það er tekið upp. Grænmeti sem geymist vel i frystingu er t.d. blómkál, hvít- kál, rauðkál, spínat, gulrætur, steinselja o. fl. Nýtt grænmeti, sem á að neyta strax, er bezt að gufusjóða og fást ristir til að hafa í pottinum og er grænmetið sett ofan á þær. Síðan er vatn sett í pottinn en gæta þarf þess vel að það snerti ekki grænmetið. Vatnið er saltað og þétt lok sett á pottinn og soöið þar til græn- metið er meyrt. Flestar græn- metistegundir eru mjög góöar með smjöri, en einnig er gott að setja grænmetið saman við kartöflustöppuna eða brytja það út í sósur og jafninga. Við niðursuðu á grænmeti þarf að hafa góð hrein glös, gúmmíhringi og klemmur til að loka glasinu ef það er ekki með skrúfuðu loki. Þykkur sellófan- pappír er hafður tvöfaldur yfir glösunum og er gott að dýfa honum í edik, þá skemmist grænmetiö síður. Annaö lagið af pappírnum er lagt þétt yfir grænmetið en hitt nær út fyrir brúnimar á glasinu. Ef pappír- inn er ekki mjög þykkur er bezt að hafa hann þre- eöa fjórfaldan. Einnig má nota glös með þéttu, skrúfuðu loki, og er þá nóg aö hafa eitt lag af papp- ír yfir. Yfirleitt er grænmetiö fyrst soðið á vanalegan hátt i saltvatni, og síðan aftur, einu sinni eða tvisvar í glösunum, eftir að þeim hefur verið lokað. Er þá bezt að hafa stóran pott, með hreinni tusku á botn- inum. Gæta þarf þess að glösin snerti ekki hvert annað eða barmana á pottinum og er gott að vefja tusku á milli þeirra. Hér á eftir eru svo nokkrar uppskriftir af niðursoðnu græn- meti. Niðursoðið blómkál Bezt er að blómkálið sé smá- gert og alveg nýupptekiö þegar það er soðið niður. Það er fyrst lagt í bieyti smátíma og síðan eru hríslurnar teknar sundur og soðnar í saltvatni örlitla stund. Sett í kalt vatn og síðan fært upp og þurrkað lauslega. Raðað þétt í niöursuðuglös og saltsoðið sett yfir eftir að það hefur verið kælt og síðan er glösunum lokað. Soðið aftur í glasinu við 100° hita í 15 min. og aftur næsta dag i 10 mín. Sumum kann að þykja gott aö setja örfá piparkorn, eða smátt brytjaðan soðinn .lauk til bragð bætis meö blómkálinu, eða aö setja örlítið edik saman viö, en ef edik er notað í löginn, þá er ekki hægt að nota blómkálið í súpur eða jafninga, vegna þess að súrt bragð kemur af því. Gæta þarf vel að glösin séu með góöu loki og að loft komist ekki inn í þau. Mðursoðnar gulrætur í góðri geymslu má geyma gulrætur mestallan veturinn Hér sjáum við afgreiðslustúlku með grænmetistegundirnar, sem á markaðinum eru í Reykjavík. ósoðnar, en miklu betra er þó að sjóða þær niöur í glös, og er þá hægt að grípa til þeirra og hita þær upp meö litlum fyrirvara. Bezt er að gulræturn- ar, sem soðnar eru niður séu ' fremur smáar. Eftir að þær hafa verið þvegnar og skafnar eru þær settar í saltvatn og soönar augnablik og síðan teknar upp úr og raðað í niðursuðuglös. Gott er að setja dálítinn sykur í vatnið sem soöið er í. Að lok- um er soðinu hellt yfir og glös- unum lokað og þau soöin . í 20 mín. við 100° hita. Níðursoðið agúrkusalat Agúrkan er skorin í sneiðar, ekki of þunnar, sem settar eru í stóra skál. Á möti 1 kg af agúrkusneiðum er sett 20 g. salt 2—3 msk. sykur og 3 msk. óblönduð ediksýra. Þetta er allt sett saman við agúrkusneiðarnar og geymt dálítinn tíma. Gott er að setja nokkur piparkorn með. Raðað í niðursuöuglös með leginum og soðið í 15 mín. við 75° hita. Bezt er að glösin séu fremur lítil. Niðursoðið hvítkál Fallegt, hreint hvítkál er skoriö í ræmur og soðið í salt- vatni i nokkrar mínútur. Sett í kalt vatn, sigtað og þurrkaö lauslega. Raðaö í niðursuðuglös, soðinu hellt yfir. Glösunum lok- aö óg þau soðin í 15 mín. Soöin aftur í 15 mín. næsta dag. Á svipaðan hátt má sjóða niður aðrar tegundir af grænmeti, og getur verið ágætt aö blanda saman. Paprikan, sem er nú komin á markaöinn hér i Reykjavík hefur nýlega lækkaö um y3 i verði og er mjög gott að skera hana í ræmur og sjóða með grænmetinu. Tínið rifsberin áður en þau skemmast Rifsberjaspretta er yfirleitt mjög góð í ár og fer nú hver að verða síðastur aö tína þau, þar sem þegar er fariö að sjá á þeim eftir frostnæturnar um daginn. Bezt er að tína þau þegar þurrt er í veöri og nota skæri til að klippa niður legg- ina. Þau eru síðan hreinsuð og tekin af leggjunum. Gæta þarf þess að þau springi sem allra minnst. Látin liggja augnablik í köldu vatni, sigtuð varlega svo að vatnið renni af þeim og sett í pott með sykri (1 kg. sykur á móti 1 kg. rifs), soðið í 2 mínútur við mikinn hita. Síðan er bezt aö strekkja grisju, eða þunna léreftstusku á milli fjögurra stólfóta (snúa eldhús- k-lli viö) og setja stórt fat und- ir. Rifsberjunum hellt yfir og hlaupið látiö síga ofan í fatið, án þess að hræra nokkuö i. Hlaupið síðan sett á litlar krukkur og þeim lokað vel. Það sem eftir er í síunni má sjóða í grauta. Þetta hlaup er sérlega bragðgott og þess má geta að ágætt er að eitthvaö af berjun- um sé ekki alveg fullþroska, þá hlaupa berin betur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.