Vísir - 12.09.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 12.09.1967, Blaðsíða 7
7 VÍSIR . Þriðjudagur 12. sepíember 1967. morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd í raorgun útlönd Bardagar blossa upp milli indverskra og kínverskra landamærahersveita — VerBhnm 'i kauphóltinni / Dehli Útvarpið í Peking birti frétt um það í gær, að 25 kínverskir her- menn hefðu fallið eða særzt I landa mærabardaga við indverska her- menn. Bardaginn átti sér stað í gær og bárust fréttir um hann til Pekíng £ hraðskeyti frá Tíbet. Segir í því, að indverskir hermenn hefðu farið yfir landamærin milli Kína og kon- ungsríkisins Sikkim, fariö gegnum Nahtu-skarð og ráðizt á kínverska herstöð með skothríð af fallbyss- um og sprengjuvörpum. Verkfall er í Fordverksmiðjimum í Bandaríkjunum, en hjá Chrysler og General Motors vinna menn áfram, þótt samningar hafi ekki veriö en- umýjaðir. — Myndin er af verkfallsvörðum aö spila á spil. Kosygin og Riad rœðast við Kosygin forsætisráðherra Sovét- ríkjanna og Mahmoud Riad utan- ríkisráðherra Egyptalands rædd- ust við £ gær um ástand og horfur f nálægum Austurlöndum. í Moskvu-frétt frá NTB var sagt, að talið væri að Riad hefði fært Kosygin einkaboðskap frá Nasser forseta. Andrei Gromyko tók þátt í fundinum. Gromyko og Riad ræddust við í fyrri viku og skrapp Riad þar næst til Júgóslavíu og ræddi viö Titó forseta um tillögur hans til þess að koma á friöi í nálægum Austur- löndum. Talið er, að tillögur Titós forseta hafi verið höfuðefni viðræðna þeirra Kosygins og Riads i gær, en í opinberri tilkynningu var sagt, að þeir hefðu rætt hversu „uppræta mætti afleiðingar ofbeldis ísraels og sameiginleg hagsmunamál". Blaðburðarbörn Börn vantar til að bera út blaðið í eftirtalin hverfi: Vesturgata Sóleyjargata Hringbraut o. fl. Hafið strax samband við afgreiðsluna að Hverfisgötu 55. Dagblaðið Vísir. Útvarpið i Peking telur að þetta hafi verið gert í ögrunarskyni til þess aö hrinda af stað landamæra- árekstrum. Þá var sagt, ag Ind- verjar hefðu ráöizt á landamæra- stöðina Tagi La og fellt 25 kín- verska hermenn. Kínverjar gerðu gagnáhlaup, en nánari fregnir höfðu ebki af því borizt. í framhaidsfréttum var sagt, að fréttimar heföu þegar leitt til verð- falls I kauphöllinni í Dehli. Óttast menn, að til víðtækari og alvarlegri árekstra kunni að koma milli Kína og Indlands. Nahtuskarð liggur rétt fyrir aust- an Gangton, höfuöstag Sikkims, sem liggur að Indlandi, og hefur verið indverskt verndarríki frá 1950. Margar fréttir bárust í fyrri viku um smærri árekstra á landa- mærunum. Sikkim hefur einnig lándamæri að Tíbet, Bhutan og Nepal. Ef Kínverjar sæktu fram aðeins 54 kílómetra leið að landamærum Austur-Pakistan, væri indverska fylkið Assam, sem er landvamalega mikilvægt, einangrað frá Indlandi. Við lá, að þetta gerðist 1962. Konungur Sikkims, Palden Thond up Namgyl, getur úr hallargluggum sínum séð hina snævi þöktu tinda beggja vegna Nahtu-skarðs. Konungurinn var í fyrri viku í opinberri heimsókn i Dehli, en hélt heimleiöis i gær. Skarðiö er 4500 metra hæð yfir sjávarflöt. Það var fyrrum ein mik- ilvægasta samgönguleiðin til og frá Tíbet. Indverska stjómin hefur sent mótmælaorðsendingu til Peking og kennir Kínverjum um upptökin. — (NTB). Nýja Dehli í morgun: Kínverjar héldu uppi skothríð í nótt í skarð- inu á lándamærum Tíbet og Sikk- i im, en ekki eins ákafari og í gær. Eiturlyfið marihjuana krabbameinsvaldur Skozkur ví'sindamaður, John Sten lake, prófessor, flutti erindi í gær- kvöldi á ráðstefnu lyfjafræðinga í Blackpool og ræddi m. a. um eit- urlyfið marihjuana, og kvað hann afleiðingar af neyzlu bess bær, að krabbamein myndaðist í líkaman- um. Prófessorinn, sem er yfirmaöur lyfjafræðideiidar í Startchclyde-há- skólanum í Glasgow varaði af al- vöruþunga við neyzlu þessa eitur- lyfs, en hann kvaö afleiðingarnar sennilega margfalt lífshættulegri en af tóbaki. Hann kvað þá, sem beittu sér fyrir, að sett yrði á lög, að það væri ekki brot á lögum ag neyta marihjuana, vera að svfkjast und- an skyldum þeim, sein ábyrgum borgurum bæri að rækja, því aö óhrekjanlegar sannanir væru fyrir, að fyrir mörgum marihjuananeyt- endum færi svo, aö neyzlan leiddi til þess, að þeir yrðu háöir heroini og enn hættulegri eiturlyfjum. Framkvæmdir eru hafnar til þess að setja upp tálmanir sunnan afvopn- uðu spildunnar á mörkum Norður- og Suður-Vletnam. Gert er ráð fyrir rafmagnsgirðingum o. fl., sem McNamara gerði fréttamönnum grein fyrir áformunum, en lét leynd hvíla yfir útbúnaðl „tálmananna“. Þessi áform voru rædd i brezka útvarpinu og kom fram sú skoðun, að mestur hiuti liðs Norður-Vietnam, sem færi suður á bóginn, færi um Laos (Ho Chi Minh leiðina) en til þess þyrfti ferfalt lengra girðingu en nú er talað um. Yfirleitt voru viðræðendur lítt trúaðir á að lið- og birgðaflutningar yrðu stöðvaðir með girðingum. ic í skýrslu, sem rædd verður i Evrópuráði í næstu viku í Strass- bourg, hafnar Per Hækkerup fyrr- verandi utanríkisráðherra Dana, að við rök hafi að styöjast sá ótti Frakka, að aöild fleiri ríkja að EBE muni veikja það. Hækkerup mælir með útfærslu EBE svo að í því verði 10 eða fleiri ríki og verði þá eins konar „endurbætt fríverzlun- arsamtök". ic „Alþjóðastjórn arabíska sósíal- istiska Ðath-flokksins hefur endur- .kjörið Nuereddin-al-Atassi aðalrit- ara flokksins", segir í NTB-frétt frá Damaskus. — í fyrri viku voru birt- ar fréttir um, að hann væri í stofu- fangelsi í heimalandi sínu. •k í nýbirtri skýrslu EFTA eöa Fríverzlunarbandalagsins er sagt frá sívaxandi innbyrðis viðskiptum EFTA-landa og minnkandi við EBE eða Efnahagsbandalag Evrópu. Inn- byrðis viðskipti nema nú 2500 millj ónum punda og hafa aukizt um 10 af hundraði frá 1965 og um meira en helming frá því bandalagið var stofnað fyrir 7 árum. k Tékknesk flugvél lagði af stað frá Gander i gær áleiðis til Tékkó- slóvakíu með lík 29 manna, sem fórust, er tékknesk farþegaþota af gerðinni Uyushin 18 fórst þar fyrir skemmstu. Alls fórust 37 manns. Farþegi í flugvélinni, sem flytur líkin heim, er 14 ára telpa, Jana Konck. Hún veit ekki, að faðir hennar lét lífið og að móðir henn- ar liggur enn þungt haldin vegna brunasára í sjúkrahúsi í Montreal. k Samkvæmt nýbirtum skýrslum í Bandaríkjunum, gerðum af lækn- um og vísindamönnum, segir í nið- urstöðum, að það geti stytt lif manna um allt að ellefu ár reyki þeir að meðaltali 2 pakka af sigar- ettum á dag. k Kennarar víðs vegar um Banda- ríkin í tugþúsundatali hafa ekki mætt í skólum vegna ágreinings um launakjör. Víða eru skólar lokaðir, annars staðar er skólahald byrjað með aðstoð sjálfboðaliöa. k Van Thieu forseti Suður-Viet- nam sagði í sjónvarpsviðtali um seinustu helgi, að hann væri hlynnt ur því að gera N.-V. tilboð um viku hlé á loftárásum, ef það gæti leitt til þess, að samkomulagsumleitan- ir um frið yröu hafnar. ★ Syrveyor V. lenti mjúkri lend- ingu á tunglinu s.I. sunnudag þrátt fyrir að bilun virtist hafa oröið laust fyrir helgina og myndasendi- tækin viröast i lagi, því að hann sendir myndir reglulega. ★ Allar siglingar virðast hafa stööv I azt til Whampoa, hafnarbæjar i skammt frá Canton og engin út- j eða uppskipun á sér stað, né fara j fram neinar viðgerðir á skipum J Enn var barizt í Canton og grennd j um helgina. Vegarlengd milli Cant- on og Whampoa er 16 km. VindhraðiBin ysir 224 km. á klst. „Hvirfilvindurinn „Beulah" nálg- aöist í gær Halti, eftir að háfa valdið manntjóni og eigna á strönd- um Dominikanska lýðveldisins. bar sem að minnsta kosti 16 menn iétu lífið af völdum bans. Hvirfilvindinum fylgir mikil úr- koma og var hcaði hans fyrir sunn- an Santo Domingo 224 km. á klst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.