Vísir - 12.09.1967, Blaðsíða 2
2
VÍSIR . Þriðjudagur 12.sejptembei«ISIB3Í
írí^'
sér engar gyllivonir, enda
greinilegt að styrkleikamunur-
inn var of mikill. Hins vegar
voru áhorfendur ánægðir með
hve vel Aberdeen lék gegn KR
og sótti vel allan tímann og
barðist.
Aberdeen vann skozka meist-
aratitilinn árið 1955, en síðan
Framh. á 10. síðu.
^ Allir hafa víst heyrt stytztu Skotasögu í heimi:
„Þaö var einu sinni Skoti í Aberdeen“. Þessi
saga átti víst að vera nóg þeim sem til þekktu, því
sagt var, að íbúar þessarar nyrztu borgar Skot-
lands væru þeir nízkustu, sem fyrir fyndust. Hvað
um það, — KR-ingar gátu ekki kvartað eftir 90 mín-
útur á Pittodrie Park á miðvikudagskvöldið. Þeir
fengu tíu mörk, en fengu ekki að láta eitt einasta
af hendi í staðinn. Nei, þessar Skotasögur eru hálf
varasamar.
í gær renndu þessir ágætu
AberdeenbUar að flugstöðinni á
Reykjavíkurflugvelli í Flugfé-
lagsþotunni nýju. Að vísu er
ekki ætlazt til að menn komizt
á þann stað nema með því aö
reyna fyrst hinn nýja Keflavik-
urveg, en vegna slæmra veður-
skilyrða var varaflugvöllurinn i
Reykjavík notaður að þessu
sinni. Og á miðvikudagskvöldiö
verður „slagurinn“ háður aö
nýju, síðari hluti viöureignar
áhugamanna KR gegn þessu
þrautþjálfaða knattspyrnuliði
Aberdeen F.C. Að þessu sinni er
leikvöllurinn í Laugardal og von
ast KR-ingar til að geta betur
á sínum „heima“-velli, enda
hefur raunin verið sú í undan-
íörnum leikjum í Evrópubikar-
keppninni.
Aberdeen tók í ár i fyrsta
sinn þátt í Evrópubikarkeppni.
Liðiö komst í úrslit eins og
menn muna, gegn Celtic, tapaði
0:2, en komst samt í Evrópu-
bikarkeppni bikarliða, þar eð
Celtic vann 1. deildarkeppnina
líka og tekur þátt í Evrópubik-
arkeppni meistaraliða. Sigurinn
yfir KR í fyrsta leik mæltist vel
fyrir í Aberdeen, þó menn geri
iur
af skyttum 1. deildar.
HERMANN
MARKHÆST-
UR í 1. DEILD
Hermann Gunnarsson úr Val
vará markhæsti leikmaður 1.
deildar í ár. Hann skoraði 11
mörk, eða rúmlega eitt mark til
jafnaðar í leik. Skúli Ágústsson
frá Akureyri hafði fram á síð-
asta leik verið markhæstur í
deildinni, en gegn Keflavík skor
aði Hermann tvö mörk, sem
gerði hann að „markakóngi“
deildarinnar að þessu sinni. —
Nokkrir markhæstu Ieikmennirn
ir eru þessir:
Hermann Gunnarsson, Val, 11
Skúli Ágústsson, Akureyri, 10
Kári Árnason, Akureyri, 7
Gunnar Felixson, KR, 6
Helgi Númason, Fram, 5
Björn Lárusson, Akranesi, 4
Grétar Sigurðsson, Fram, 4
Reynir Jónsson, Val, 4
Fékk 18 mörk í 6 ieikjum -
settur á varamannabekkinn
Ensku bl'óðin benda Ferguson, „dýrasta markverði
heims" á Guðmund Pétursson sem bjáningarbróður!
Liverpool hefur tekið forystuna
í ensku knattspymunni. Vann fé-
lagið Chelsea 3:1 á laugardaglnn,
en 54 þús. manns horfðu á leikinn.
Tony Hately, nýkeyptur til Liver-
pool fyrir 95.000 pund, gaf þama
sínu „gamla“ félagl, Chelsea.
„dauðahögg“ með tveim fallegum
mörkum.
Tottenham vann Sheffield Wed-
nesday 2:1 og skoruðu þeir Frank
Saul og Alan Gllzean fyrir Totten-
ham. Hafa Liverpool og Tottenham
bæöi 11 stig, en Liverpool hefur
betra markahlutfall.
í Manchester Ieit ekki vel út
fyrir United í hálfleik, — 2:0 fyrir
Burniey. En á síðustu 15 mínútum
leiksins skoraði United 2 mörk og
endaði leikurinn 2:2. Þannig gat 1.
deildarmelstarinn í fyrra varið
liina gððu heima„statistik“ sína,
en liðlð hefur ekki tapað leik
heima síðan I apríl 1906.
Erni Hunt hinn nýkeypti leik-
maður Everton (1.5 milljónir kr.)
gerði lítið gegn hinni sterku vöm
Fulham. Á varamannabekk hjá
West Ham sat á iaugardaginn
„dýrasti markvörður heims“,Bobby
Ferguson, sem kostaöi liðið um 8
millj. króna, en hefur þó látið bolt-
ann fara 18 sinnum framhjá sér í
netið á þessari „vertið". — Ensku
blöHn kenna ákaflega í brjósti um
Bobby Ferguson.
Ken Montgomery hjá Sunday
Mirror fann þó þjáningarbróður
handa Ferguson, — og hann er
enginn annar en Guömundur Pét-
ursson úr KR. Segir blaðamaður-
inn að raunir Fergusons í saman-
burði við síöustu 3 klukkutímana
hjá Guðmundi, sem hafi fært hon-
um 24 mörk, því fyrir hið feikna-
stóra tap KR gegn Aberdeen, 10:0
hafi ísien ka landsliðið, þar sem
Guðmundur lék með í markinu,
tapað 14:2.
Loks blandar Montgomery þriðja
„kollcga" þeirra inn í alit saman,
Lev Jashin, sem lék á dögunum
sinn 500. deildarleik og hélt
„hreinu" markinu, — og hefur ekki
haft eitt orð uppi um að hann sé
að fara að hætta.
HERMANN — hér í baráttu gegn Akureyringum nyrðra (lengst t. h.).
Næstu leikir i knattspyrnunni:
Urslit /
I kvöld kl. 17.30 hefst á Meia-
vellinum úrsiitaleikur Vikings og
Vals í 5. flokki íslandsmótsins í
knattspyrnu, en tyrri leik lioanna
lauk með jafntefli og verða bau því
að reyna með sér öðru sinni.
Að þessum leik loknum fer fram
úrslitaleikur Vals og Víkings í
Reykjavíkurmóti 2. flokks og hefst
leikurinn kl 18.30.
Á fimmtudaginn verður úrslita-
leikurinn i 2. flokki íslandsmótsins
á Melavelli. bá lejka til úrslita tvö
utanbæjarliö og er það timanna
tákn, því utanbæjarliðin eru sífellt
! að sækja á, en fyrir nokkrum árum
bótti það viðburður, er utanbæjar-
liðin komust í úrslit, en nú eru
| bæði liðin sem sé utanbæjarlið í
! úrslitum 2. fiokks.
Af bikarkeppninni er það að
frétta að næsti leikur verður á
laugardafúnn á Akranesi og þá
mun b-lið Akurnesinga, „steinald-
arliðið" fræga og vinsæla, keppa
viö Tý frá Vestmannaeyjum, sem
er aö mestu skipað nýliðum úr 1.
deildarliði IBV. Verður gaman að
sjá hvort „gömlu mennirnir“ reyn-
ast ekki enn erfiðir hinum yngri.