Vísir


Vísir - 16.09.1967, Qupperneq 9

Vísir - 16.09.1967, Qupperneq 9
V í SIR . Laugardagur L6. september 1967. Þróttmikið starf í hálfa öld Verzlunarráð Islands fimmt'iu ára á morgun Á morgun, sunnudag eru liðin nákvæmlega fimmtíu ár frá stofnun Verzlunarráðs íslands. Það var 17. september, sem fulltrúafundur verzl unarstéttarinnar, hald- inn í KFUM húsinu við Amtmannsstíg í Reykja- vík, gekk frá stofnun Verzlunarráðs fslands. Engum blandast nú hug ur um, að þann dag var stigið merkilegt spor fram á við á sviðum verzlunarmála á íslandi, enda hefur það sannazt á hálfrar aldar ferli Verzlunarráðsins. Hér á eftir verður getið nokk- urra atriða, varðandi Verzlunarráðið og sagt í stuttu máli frá því helzta sem mótað hefur sögu og starf Verzlunarráðs- ins á fimmtíu ára ferli þess. Er hér aðallega stuðzt við ágæta grein, sem Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri skrifar í afmælisrit, sem Verzl- unarráðið hefur gefið út á þessum merkilegu tímamótum. Eins og fyrr getur var þaö hinn 17. september 1917, sem fulltrúar verzlunarstéttarinnar komu saman til stofnfundar Verzlunarráðsins. Árið 1914 hafði verið stofnað Kaup- mannaráð Reykjavíkur eða ís- lands og annaöist það undir- búning stofnfundarins 1917. Þó var svo, að hugmyndina að stofn un allsherjar landssamtaka verzlunarstéttarinnar er að rekja lengra aftur í timann en 1914, því að á fundi í Kaup- mannafélaginu árið 1906 hafði Benedikt S. Þórarinsson, hreyft þessu máli. Á fundinum 1917 hafði Jes Zimsen framsögu um stofnun Verzlunarráðs Islands og skýrði frumvarp að lögum fyrir það. Á fundinúm var ein- róma samþykkt tillaga um að stofna „fulltrúanefnd fyrir verzlun, iðnað og siglingar, er nefndist Verzlunarráð Islands". Alls eru stofnendur taldir 156, á sjálfum stofnfundinum voru mættir 56, en á fundinum lögð fram umboð fyrir 21 annan. Enn bættust fleiri aðilar við fram til áramóta 1918, en um þau áramót voru aðilar aö Verzlunarráði íslands orðnir 186, en þar af voru 4 kaupfélög. Á stofnfundinum var kjörin fyrsta stjórn Verzlunarráðsins, o^ áttu f þeirri stjóm sæti: Jes Zimsen, Garðar Gíslason, Jón Brynjólfsson, Ólafur John- son, Carl Proppé, Jensen-Bjerg, og Olgeir Friðgeirsson. I vara- stjóm vom kjömir Þórður Bjamason og Ludvig Kaaber. Allir voru þessir menn í fylk- ingarbrjósti islenzkrar kaup- sýslumannastéttar á þessum árum og settu mikinn svip á þjóðlíf íslendinga í þá daga. Úr þessum hópi var Garðar Gíslason kjörinn fyrsti for- maður Verzlunarráðsins, en eft- irtaldir hafa gegnt formanns- störfum Verzlunarráðsins: Garð- ar Gíslason (1917—1921 og 1922—1934), Ölafur Johnson (1921), Hai .mur Benediktsson (1934—1942) og sfðasta aldar- fjórðunginn hafa Eggert Krist- jánsson, Gunnar Guðjónsson Þorvaldur Guðmundsson. Magn- ús J. Brynjólfsson og Kristján G. Gíslason verið formenn. Nú- verandi formaður er Kristján G. Gíslason, en Kristján er son- ur Garðars fyrsta formanns ráðsins. Hinn 17. september 1942 hélt V rzlunarráðið upp á 25 ára afmæli sitt með veglegu afmæl- ishófi að Hótel Borg. Ræðu- menn þar vom forystumenn kaupsýslustéttarinnar svo og helztu ráðamenn þjóöarinnar. Eðlilega hafa störf ráðsins aukizt að mun hin síðari ár, jafn framt þvi sem viðfangsefnin hafa aukizt mjög að fjölbreytni. -Verzlunarráðið hefur mjög látið sig skipta ýmis mál, bæöi varð- andi verzlunina hér innanlands, sem og verzlunina við útlönd. Fulltrúar Verzlunarráðsins hafa verið tilkvaddir f opinberar nefndir, jafnframt því sem Verzlunarráðið hefur látið fara frá sér álit um ýmis mál á við- skiptasviðinu. Síðustu árin hefur mikill hluti starfs ráðsins verið á sviði tollamála og þá um leið varð- andi tengsl íslands við erlend viðskiptabandalög. Vísir óskar Verzlunarráði velfamaðar á merkum tímamót- um. Því er nú þakkað árangurs- rikt og gott starf á sviði við- skiptamála. Lýkur þessu grein- arkomi á niðurlagsorðum úr á- varpi dr. Bjama Benediktsson- ar forsætisráóherra, sem hann ritar f afmælishefti Verzlunar- ráðsins: „Þeirrar skoðunar veröur oft vart, að á verzlun sé ekkl unnt aö hagnast nema hafa ranglega fé af viðskiptamönnunum. En hagkvæm verzlun er einmitt i þvf fólgin að bæta hag beggja, kaupanda og seljanda, með ár- vekni, fyrirhyggju og hug- kv:emnl. Bezta tryggingln fyrlr ar það taklst, er, að samkeppni eigi sér staö og frjálsræðl fái að njóta sfn. "'Ju frelsi verður hins vegar að setja nokkrar skorður, það helzt ekki til lengd ar, nema þeir, sem gildi þess skilja, hafj samvinnu sín á milli a. m. k. þvf til eflingar og auk- ins skilnings almennings á gildi þess. Þegar af þessum sökum hefur Verzlunarráð islands miklu verkefni að gegna, ekki einungis fyrir sjálfa verzlunar stéttina, heldur fyrir alþjóð. Á undanförnum fimmtíu árum hefur Verzlunarráðið miklu góðu til vegar komið, enda hafa margir ágætir menn átt þar sæti. Breyttir tímar krefjast breyttra starfshátta. Þessa hef- ur Verzlunarráðið gætt, en hlutverk bess er sízt þýðingar minna nú en fyrr. Þess vegna er rik ástæða tll að þakka þvf á hálfrar aldar afmælinu unnin störf og óska því allra heill? héðan í frá.“ \ „Til allrar hamingju voru þeir í vitlausum lit!" Stefán Guðjohnsen, fréttaritari Visis, skrifar frá Evrópumótinu / Dublin t1vrópumótig í bridge er að þessu sinni haldið í höfuðborg Ir- lands, Dublin. Dublin á langa sögu að baki, sem hægt er að rekja fast að tvö þúsund ár aftur í tímann. Átta hundruð þúsund íbúar byggja borgina, en þaö fyrsta sem maður tekur eftir við þessa stórborg, er hvað erfitt er að klófesta leigubíl. Það virðist sem aðenis 900 bílum sé ætlað að þjóna þessum fjölda. Gróður er mjög mikill í úthverf- unum, sem kemur ekki á óvart, miðað við þá vökvun, sem hann hefur fengið síðan viö komum hing- að. izt við því að þeir vinni mótið með yfirburöum. Fyrri hálfleikur var heldur lélegur og höfðu Italir 15 stig yfir í hálfleik, 44—29. I seinni hálfleik komum við Eggert inn fyr- ir Hall og Þóri og voru andstæð- ingar okkar hinn frægi Belladonna og makker hans Mondolfo. Heldur voru þeim mislagöar hendur og ó- þarft slemmujageri gaf kærkomna 13 punkta. Spilið var þannig Mondolfo Stefán ♦ 7 VD-10-6-5 En við skulum snúa okkur að spilunum. Fyrsti leikur okkar var við gestgj., íra, og var hann heldur linur á báða bóga. Ég fékk samt margar skemmtilegar hendur og þar á meðal þessa: S: Á-K-D-G-9-6 H: D T: Á-K L: Á-K-D-10. Ég hef séð fást lán í banka út á verri spil en þetta. Eins og hver annar sveita- maður opnaði ég á fjórum gröndum og makker svaraði með fimm lauf- um og þá sagði ég sex spaða. Makk- er átti: S: 10-7-3 H: G-6-5-3 T: D-9-8 Mandolfo 4 Á-G-9 8-6-5 4 K-7-3 ♦ 10-4-3 4 9 4 K-2 4 G-8-7-6-3-2 Belladonna 4 K-D-4 4 Á-G-9 8-2 4 Á-D-8 4 K-D Eggert 4 10-3-2 V 4 4 G-9-7-6-5 4 Á-10-5-4 L: 9-8-5. Auðvitað fóru íramir líka í slemmuna, en eftir vísindalegri Ieiðum. Staðan í hálfleik var Eue de Cologne fyrir íra eða 47—11. í seinni hálfleik komu Hallur og Þórir inn fyrir okkur Eggert. Það gekk aðeins betur og endaði leik- unnn 56—48 fyrir íra eða 5 vinn- ingsstig gegn 3. Næsti leikur var við heimsmeist- arana, Itali. Þeir eru taldir vera með mjög sterkt lið og jafnvel bú- Sagnir heimsmeistaranna voru þannig, við Eggert sögðum aldrei neitt: Austur Vestur 1 H 1 S 2 G 4 G 5 H 6 H Til allrar hamingju voru þeir í i vitlausum lit, þv[ sex spaða má alltaf vinna. Að vísu er hægt að vinna spilið með því að svfna hjarta nfu, en spilari sem Belladonna kfk- ir ekki á. Einn niður og 100 til okk- ar. 1 lokaða salnum fóra Sfmon og Þorgeir f fjóra spaða og unnu sex. Leikurinn endaði 76—78 fyrir þá, eða 3—5r Þriðji leikurinn var við Svía og við héldum uppteknum hætti og spiluöum vel undir styrkleika. Mik-1 ill vindur var einnig með Svfunum og unnu þeir leikinn stórt, 108—60. Hálfleiksstaðan var 54—31 fyrir þá. Við Eggert spiluðum fyrri hálfleik meö Símoni og Þorgeir en í seinni hálfleik komu Þórir og Hallur inn fyrir okkur. í fjórðu umferð kom að því. And- stæðingar okkar voru hinir herskáu ísraelsmenn. Við Eggert og Hallur og Þórir spiluðum allan leikinn og var hann mjög vel spilaður. Heppn- in fylgdi okkur einnig, eins og sést á þessu spili, allir utan hættu: Katz 4 9-8-6-2 4 K-D-G-10-8-2 4 G-2 4 G Stefán 4 7 4 7-5-4-3 4 Á-K-9 8-7 4 Á-6-4 Sagnir gengu þannig: Eggert K-D-G ekkert D-6-5-3 K-9-8-7 5-4 Rand 4 Á-10-5-4-1 4 Á-9-6 4 10-4 4 D-10-3 Norður Austur Suður Vestur P 1 T 1 S 2 L 3 S P P 3 G P P D 4 T P 5 T P P 5 H D P 6 T P P P Suður spilaöi út spaóaás og ég var fljótur að rúlla heim tólf slög- um. Hálfleiksstaðan var 32—10, en leikurinn endaði 105—46. I fimmtu umferð spiluðum við við frönsku milljónamæringana frá Líbanon. Eins og oft áöur reynd- umst við auðveld fórnardýr fyrir þá. Slemmurnar sem þeir tóku á okkur voru heldur skuggalegar, en allt stóð á borðinu. Hálfleiksstað- an var 17—46 en leikurinn endaði 35—66 fyrir þá, eða 1—7. Við Egg- ert spiluðum fyrri hálfleik en Hall- ur og Þórir seinni. Leikurinn við Englendingana var nokkuð góður. Honum lyktaði með jafntefli, en sanngjarnari úrslit hefðu orðið 5—3 til okkar. Hér er spil frá leiknum: N-s á hættu, vestur gefur. Stefán 4 A-9-8-6 4 A-D-G-3 4 A-9-6 4 D-3 Swimer ■Gold atein 4 D-5-4-3 N 4 G-10 4 8-6 1/ A 4 10-4-2 4 G-10 V A 4 K-8-5-3 4 A-G-10 S 4 K-9-5-2 7-6 Eggert 4 K-7-2 4 K-9-7-5 4 D-7-4-2 4 8-4 Sagnir opna salnum gengu þannig: Vestur Norður Austur Suöur P 1G P 2L D 2H 2S 4H 4S D 5L p P D Allir pass. Við hirtum okkar fimm slagi og fengum 500. I lokaða salnum sögðu Tarlo og Rodrigue 1H—2H og unnu fjögur eftir smámistök í vörninm Erfitt er að vinna fjögur hjörtu á spilin og var þetta dýrt spil fyrir þá. 1 hálfleik var staðan 44—43 fyr ir okkur og í seinni hálfleik grædd um við annan punkt svo leikurinn endaði 78—76 eða 4—4. Við Egg- ert og Símon og Þorgeir spiluðum allan leikinn. Þegar við hittum Spánverjana vora þeir í efsta sætinu og spiluöu undir mikilli pressu. Leikurinn var vel spilaður af beggja hálfu og staðan i hálfleik var 19—23 fyrir þá. I hálfleik komu Símon og Þor- geir inn fyrir okkur Eggert og sig ur okkar 68—37 eða 7—1 var verð skuldaður, Þjóðverjar hafa yfirleitt verið auðveld bráð fyrir okkur, en aó þessu sinni spiluðu þeir mjög góð an bridge. Hálfleiksstaðan 28—27 okkur í hag gat ef til vill verið aöeins meiri en lokastaðan 5—3 eða 63—55 fyrir Þjóðverjana var ef ti) vill ekki ósanngjöm. 1 nfundu og tiundu umferð komu tveir stórsigrar gegn Tékkóslóvakíu og Portúgal. Spilamennska okkar er nú orðin mjög jöfn og góð, og kemur það fljótt í ljós á vinninga- töflunni. Við höfum hækkað úr 17 sæti upp f níunda í sex urnferðum og mótið er nú rúrolega hálfnaö. Staðan að tíu umferðum loknum er nú þessi í opna flokknutn: 1. Frakkland 59 stig 2. Ítalía 59 — 3. Svíþjóð 56 — 4. England 55 — 5. Belgía 50 — 6. Sviss 48 — 7. Noregur 47 — 8. Holland 46 — 9. ísland 45 — 10. írland 42 — Stefán Guðjohnsen Dublin, 10.9. ’67. V

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.