Vísir - 26.09.1967, Blaðsíða 16
Leifað t'í *"
úr Képavogi
— en kom sjálf from
UmfangsmikH lelt fór fram í
Kópavogi og nágrenni í gær að
konu, búscttri í Kópav., sem saknað*
hafói veriö frá því um ir.orgunii'.n.
Auk lögreglunnar í Kópavogi tóku
þátt í leitinnl Hjálparsveit skáta í
Hafnarfiröi, Björgunarsveitin Fiska-
klettur í Hafnarfiröi og Björgunar-
sveit Kópavogs.
Var leitað á allstóru svæði út
Kópavoginn, vestur í Garöahrepp
og kringum Hafnarfjörð, út á Álfta-
nes og í Gálgahrauni og upp að
Vatnsenda og suður. Hófst leitin
um kl. 3, þegar lögreglunni hafði
verið tilkynnt um hvarf konunnar,
en hún hafði farið að heiman frá
sér um morguninn, en ekki komið
til vinnu sinnar.
Allan daginn var leitað aö kon-
unni, sem er 41 árs gömul, og um
kvöldið var Björgunarsveitin Ing-
ólfur í Reykjavík beðin aðstoöar
við leitina, en þá kom konan sjálf
fram á heimili sínu um 9.30. Hún
hefur engar skýringar gefið á hvarfi
sínu.
FERÐALAGINU SEM
— segir siánvar>psleikkonan Susan 'Qliver, sem
fer FihHafnar og bfáur eftir leyfi til Moskvuflugs
og sumir héklu að ég væri ekki
meö öllum mjalla.
Það verkaði undarlega á mann
Kramn .á bls. 10.
Bandaríska leikkonan Susan
Oiiver lenti vél sinni heilu og
höldnu á Reykjavikurflugveili á
sjötta tímanum í gær eftir ævin
týralegt flug yfir Grænlands-
jökul. ísland er annar áfanga-
staður hennar á Ieiðinni frá
Bandarikjunum til Moskvu, en
á þeirri leiö ætlar hún að setja
hvorki meira né minna en tíu
flugmet.
Það var ekki laust við að
ungfrúin væri svolítiö þreytt,
þegar hún gægöist út úr vél
sinni á Reykjavíkurflugvelli á
gulum samfestingi og leöurstíg-
vélum. Það kom þó ekki i veg
fyrir að hún svalaöi forvitni
fréttamanna, sem hópuðust að
henni. Hun tyilti sér brosandi á
væng vélarinnar og ijóst hárið
flaksathst í norðangolunni, meö
an Ijósmyndarar smelitu af í
grið og etg.
Mig hefar Lengi langað
ffjúga ein til Moskvu frá
ríkjunum, sagði hún, en haföi
ekki hátt um það fyrr en ferðin
var ákveðin, enda réyndu margir
vina minna að tel.ja mig af þessu
Fólksbifreið lenti
undir vörubílspall
Harður árekstur varð í gærdag hafði vörubifreið, sem ók suður
í Kópavogi við gatnamót Reykjanes
brautar og Kársnesbrautar. — Þar
Reykjanesbraut, stanzað og beðið
eftir tækifæri til þess að komast
inn á Kársnesbraut, en fólksbif-
reið, sem á eftir kom, lenti undir
palli vörubifreiðarinnar. Hafði öku-
maðurinn ekki séð hemlaljós vöru-
bifreiðarinnar fyrir sterku sólskin-
inu og því ekki áttað sig á því,
að hún myndi stanza, fyrr en um
selnan. Lenti bifreiðin undir vinstra
horni vörupallsins, sem gekk inn
um rúðuna. Fólksbifreiðin skemmd
ist allmikið, framrúða brotnaði og
framhluti bifreiöarinnar dældaöist
mikið, en fóikiö í henni — ein hjón
og tvö börn — sakaði ekki.
Ungfrúin týllti sér á fiugvélarvænginn og brosti vlð forvitnum ísiend-
ingum á Reykjavíkurflugveili.
Fyrstu tónleikar sinfóníuhljóm-
sveitarinnar á fimmtudagskvöld
Brotni glugginn. Glerbrotin sjást fyrir innan. Einnig sést í blómabeð í
gróðurhúsinu, en kindurnar höfðu fariö eftir beðunum endilöngum og
etið sprotana, svo að uppskeran er mjög mikiö skemmd. (Ljósm. R. Lár.).,
— Bohdan Wodiczko kvartar um áhuga-
leysi fyrir skólatónleikum
Sinfóníuhljómsveit íslands held-
ur fyrstu sinfóníutónleika á þessu
hausti á fimmtudagskvöldið og verð
ur einleikari á tónleikunum banda-
ríski píanósnillingurinn Augustin
Anievas, en stjómandi er Bohdan
Wodiczko. 18 tónleikar verða hjá
Sinfóníúhljómsveitinni 1 vetur,
tveimur fleiri en I fyrra. Auk þess
lék sinfóníuhljómsveitin á þrem tón
leikum á tónlistarhátíð Norðurlanda
í fyrri viku.
Síðastliðið ár fiutti sinfóníuhljóm
sveitin 180 tónverk, þar af 16 verk
eftir 9 íslenzk tónskáld. Frumflutt
hérlendis voru 48 verk og 5 íslenzk.
Einnig lék hljómsveitin á 36 sýn-
Kindur valda stórtjóni
— Hverjum skal kenna um jbegar kindur
valda tugbúsunda tjóni?
Þegar Jóel Jóelsson garðyrkju-
maður að Reykjahlíð í Mosfelis-
sveit kom tii vinnu sinnar í gær-
morgun, varð hann þess var, að
rúða hafði verið brotin í 'einu
gróðurhúsinu. Þegar hann athug
aði verksummerki sá hann að
kind, eða kindur, höfðu „brot-
izt“ inn í gróðurhúsið og eyði-
lagt plöntur fyrir tugþúsundir
króna.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
kindur valda stórspjöllum í Mos
fellssveit, en margir hafa stað-
ið ráðþrota vegna yfirgangs
kinda, en tjón sem þær valda
fæst ekki bætt. Kindurnar eru
mjög misjafnlega skæðar og
virðast sumar þeirra fara hvaða
giröingu sem er og hafa kindur
iðulega komijit inn í húsgarða i
sveitinni og eyðiiagt tré og ann-
an gróöur fyrir stórfé. Reyndar
er ekki hægt að meta sum af
þeim tjónum, sem kindurnar
hafa valdið á trjágróðri.
Ef bifreiðarstjóri verður fyrir
því óláni að aka yfir kind, eða
iamb, er hann skyldugur tii að
bæta skepnuna að fullu, þó svo
að eigandi hennar hafi „beitt
henni á veginn“, en slíkt er al-
gengt í sveitinni. Það virðist
vera „sport“ í Mosfeilssveit um
þessa. mundir (ekki síöur en i
Reykjavík), að eiga kindur og
Framn ,á bls. 10,
ingum hjá Þjóðleikhúsinu og 11
verk voru flutt fyrir Ríkisútvarpið.
Áheyrendur hljómsveitarinnar voru
•samtals 34 þúsund.
Bohdan Wodiczko veiður aðal-
stjórnandi sinfóníuhljómsveitarinn-
ar í vétur, en þetta er þriðja starfs-
ár hans hér á landi. Auk hans
munu stjórna hljómsveitinni 3 er-
iendir stjórnendur og 3 íslenzkir.
21 einleikari og einsöngvari munu
koma fram með hljómsveitinni og
þegar Requiem eftir Verdi verður
flutt mun söngsveitin Fílharmónía
koma fram með hljómsveitinni.
Á fundi með blaðamönnum sagði
Bohdan Wodiczko, að þeir heföu
orðiö fyrir miklum vonbrigðum með
undirtektir hjá skólastjórum gagn-
fræðaskólanna á skólatónleikum.
Kvaöst Wodiczko álíta, að mjög
slæmt væri fyrir unglinga að hafa
ekki tækifæri til að sækja tón-
leika eftir ag þau hafa náð 12 ára
aldri, en sinfóníuhljómsveitin hef-
ur haft sérstaka tónleika fyrir börn
6—12 ára, sem hafa veriö mjög vel
sóttir.
Á tónleikunum á fimmtudags-
kvöldið mun Agustin Anievas leika
píanókonsert nr. 3 í C-dúr op. 26
eftir Prokofieff og píanókonsert nr.
5 í Es-dúr eftir Beethoven. Einnig
mun hljómsveitin flytja „Symphon-
ische Metamorphosen" eftir Hinde-
mith. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Örfáar Mallorca-ferðir
ófarnar frá Reykjavík
Mailorca hefur verið mjög vin-
sælt ferðamannaland undanfarin ár
og viröist njóta stöðugra vinsælda
meðal islendinga. Samkvæmt upp-
lýsingum, sem blaðiö leitaði hjá
ferðaskrifstofunum í Reykjavík,
virðist ferðamannastraumurinn
stöðugt liggja til Mallorca, en þó
töldu sumar ferðaskrifstofurnar að
straumurinn væri farinn að liggja
sunnar og dreifast á fleiri staði,
t. d. Costá dei Sol og Costa Brava.
I september fer Mallorcaferðunum
að fækka, og eru nú aðeins örfáar
ófarnar héðan frá Reykjavík.
Aöalferöamannatíminn á Mali-
orca virðist vera júlí og ágúst, enda
fá flestir Reykvíkingar sumarleyfi
sín á þeim tíma. Margir fara þó
snemma á vorin, og þykir mjög gott
að dveljast þar í maí og júní. Þeg-
ar komið er fram í seinni hluta
september fer að gerast votviðra
samara, þó að hlýtt sé i veðri
— Færist ferðamannastraumurini'
sunnar eftir þvi sem líður á haust
ið. Ferðaskrifstofan Sunna hefur
skipulagt flestar hópferðir til Mali-
orca héðan frá íslandi, og í sumar
hafa á annaö þúsund manns farið
á hennar vegum til Mallorca.