Vísir - 26.09.1967, Blaðsíða 9
VlSIR . Þrifljudagur 26. september 1967.
O
Bjama af Bergmannsætt, en
móðurætt hans hafði búið í
Núpsdalstungu í heila öld, kom-
in af Bjama Rafnssyni frá
Fomastöðum í Suður-Þingeyjar-
sýslu og Ásgerði Ólafsdóttur af
hinni alkunnu Stórubrekkuætt í
Fljóttun, en að Núpsdalstungu
höfðu þau hjón flutzt árið 1819.
Margrét er dóttir Sigfúss Berg-
manns Guðmundssonar bónda
að Uppsölum í Miðfirði. Sá Sig-
fús, sem var föðurbróðir þess
er þetta ritar, var heitinn dftir
langafa sínum, Sigfúsi Berg-
mann hreppstjóra á Þorkelshóli
í Víðidal, en frá honum og Guð-
rúnu Aradóttur konu hans, er
komin Bergmannsætt, sem er
mjög fjölmenn bæöi austan
hafs og vestan. Fluttu þau hjón
ásamt ýmsum venzlamönnum
um aldamótin 1800 vestur í
Húnavatnssýslu austan úr Fljót-
um og voru bæði af merkum
ættum nyrðra þar (Sigluness-,
Stórubrekku-, og Síníða-Sturlu-
ættum).
Síðari kona Sigfúss að Upp-
söium, en amma Sigfúss heitins
Bjamasonar, var Ingibjörg Jóns-
dóttir sonardóttir Eggerts
hreppstjóra Jónssonar á Þernu-
mýri, en af Hindisvíkurætt i
móðurkyn.
Þau Margrét og Bjami, for-
eldrar Sigfúss heitins, voru þre-
menningar að frændsemi, því
að ömmur þeirra voru alsystur,
dætur Guörúnar Sigfúsdóttur
Bergmanns og Guðmundar
smiðs á Síðu. Guðmundssonar
á Húki, Björnssonar. Guð-
mundur á Húki komst einn
af fjölskyldu sinni lífs af úr
Móðuharðindunum. sem surfu
mjög að Miðfiröingum, en varð
fyrir sakir atorku og fyrirhyggju
einn af beztu bændum þar um
sveitir áður en ævi hans lauk.
Að Sigfúsi stóðu því á alla vegu
sterkar rætur og diúpar.
Sigfús Bjamason, sem hét
fullu nafni Sigfús Bergmann,
var heitinn í höfuðið á
afa sínum aö Uppsölum sem
var maður aðsópsmikill að svip
og vallarsýn, fjáraflamaður mik-
ill, harðfengur og kjarkmikill,
eins og mynd hans og mannlýs-
ing í Föðurtúnum ber með sér
Hafði Sigfús miklar mæfur á
þessum afa sínum, sem kunn-
ugir töldu honum kippa mjög
til i kyn, og hafði mynd hans
stækkaða uppi á vegg í skrif-
stofu sinni.
Sigfús ólst upp á ýmsum stöð
um í Miðfirði. því áð Bjarni fað-
ir hans var framan af á nokkr-
um hrakhólum með jarðnæði.
þótt hann væri góður og far-
sæll búmaður, en ómegð var
allþung. Varð því Sigfús að sjá
um sig s'álfur, þegar hann hafði
aldur til. Hann stundaði nám
í Revkiaskóla i Hrútafirði en
ekki varð úr frekari skólagöngu,
og leitaöi hann þá til Reykjavík-
ur fjár og frama. Vann hann
fyrsta sumarið á stakkstæði hjá
Kveldúlfi, hafði aukavinnu við
sölu líftrygginga og fleira, en
aflaði sér jafnframt sjálfsmennt
unar í ensku og bókfærslu, sem
hann varð svo fær í fljótlega,
að hann hafði einn vetur at-
vinnu við að kenna þá grein,
en viöskiptabréf á ensku las
hann síðar á ævi ritara fyrir
viðstöðulaust. Hann var þvf
„self-made man“ f þess orðs
eiginlega skilningi og hjálpað-
ist að hjá honum kapp við
sjálfsnám, næmur skilningur og
skýr hugsun. Tvítugur stofnaði
hann heildverzlunina Heklu á-
samt vinnufélaga sínum frá
Kveldúlfi, Magnúsi Víglundssyni
sem dvaldist um tíma á Spáni
og annaðist kaup á vörum, en
Sigfús sá um sölu hér heima. Á
þeim kreppuárum, þegar við-
skiptahömlur lokuðu gömlum
verzlunarleiðum sköpuðust
möguleikar til nýrra aðfanga-
leiða fyrir ötula menn, þ.á.m.
með vefnaðarvöru, sem þeir fé-
lagar náðu fljótt mikilli verzl-
un meö, ásamt ávöxtum og
fleiri vörum frá Spáni. Auk
þessa setti hann á fót fatagerö,
hafði fleiri jám í eldinum og
græddist brátt fé.
Þaö sýnir ræktarsemi Sigfúss,
aö hann keypti bráölega Upp-
sali, sem foreldrar hans höfðu
flutt á eftir lát afa hans, og bjó
þar vel í haginn fyrir þau meö
aukinni túnrækt og byggingum.
Síðar fluttu þau til Reykjavik-
ur og vann Bjarni þar við fyrir-
tæki sonar síns meöan heilsa
hans leyfði.
Ekki átti það viö skaplyndi
Sigfúss að binda hug sinn við
kramvöru og munngæti, því að
nú fór í hönd vélaöld. Eftir að
þeir félagar skildu að skiptum
aflaði hann sér .umboða fyrir
rafmagnsvörur, bifreiöar og afl-
vélar ýmiss konar. Um tíma
flutti hann inn mjög mikið af
vindknúnum rafstöðvum, en
reynslan sýndi brátt, aö hvorki
hentuðu þær til lengdar Is-
Ienzkri veðráttu né íslenzkrj
hirðusemi. Aflaði hann sér því
m.a. umboða fyrir Volkswagen,
Landrover og beltadráttavélar.
Þegar sala þessara tækja og ann
arra líkra óx, keypti hann fyrir
15 árum hlutafélagiö P Stefáns
son & Co., m.a. til þess að ann-
ast viðgerðaþjónustu, og fyrir
fáum árum reisti hann hið mikla
hús heildverzlunar sinnar við
Laugaveg, enda var verzl-
unarfyrirtæki þessa sjálfmennt
aða bóndasonar bá orðið eitt
af þeim stærstu hér á landi.
Sigfús heitinn varð þátttak-
andi í fleiri fyrirtækjum og fé-
lagasamtökum en ég kann að
telja, enda eftirsóttur ti! slíkra
starfa sökum dugnaðar síns,
glöggskyggni á mun aðalatriða
og aukaatriða, framsýni og um-
gengnishæfileika, því aö hann
kunni vel að koma skapi við
menn og stilla sitt geð, «f því
var að skipta. Var honum og
fjarri öll smámunasemi, ef grípa
þurfti til fjárframlaga og varð
þvi gott til samstarfsmanna,
bæði við fyrirtæki sitt og utan
þess.
Árið 1941 keypti Sigfús hið
sögufræga höfuðból átthaga
sinna, Þingevrar. Rak hann þar
sjálfur búskap í rúman áratug
og var þar þá stundum á sumr-
um eö fjölskyldu sinni. þar
gerði hann allumfangsmiklar
jarðabætur og húsabyggingar,
en varla mun búskapurinn hafa
svarað kostnað' ef laxveiðin i
Vatnsdalsó op V:ð'd4lsá er frá-
talin. og/ leigöi hann því jörð-
ina hin síðari ár. Það er trú
mín. að hann hefði átt eftir að
leggja mun meiri rækt viö bú-
skapinn á Þingeyrum en hægt er
að hafa í hjáverkum frá um-
fangsmiklum önnum af öðru
tagi, ef honum hefði enzt aldur
til að ganga frá stjórn fyrir-
tækja sinna i Reykjavík í hendur
sona sinna frekar en orðið var.
Voru enda fáir staðir samboön-
ari a,torku og stórhug slíks
manns f "'K':
Sigfús kvæntist ungur aö ár-
um þ. 27. okt. 1934 eftirlífandi
konu sinni, Rannveigu Ingimund
ardóttur, trésmiðs á Djúpavogi,
Sveinssonar. Er hún hið mesta
valkvendi, hóglát og hlý í um-
gengni og hugljúfi hverjum þeim
er henni kynnist. Börn þeirra
éru: 1. Ingimundur lögfræðingur
sölustjóri Caterpillardeildar P.
Stefánss. og Co„ kvæntur Val-
gerði Vajgdóttur, leikara Gislas.
2. Sverrir, framkvæmdastjýri
sömu deildar, kvæntur Stefaníu
Davíðsdóttur. járnsmíðameist-
ara, Guðmundssonar. 3 Sigfús
viðskiptafræöingur, nýkominn
frá námi f háskólanum í Wiscon
sin. og 4. Margrét, sem vinnur
á skrifstofu stáliðnaðarfyrirtæk-
is í Austurríki.
Sigfús heitinn var mikill mað-
ur vexti, dökkur á hár eins og
margir í Bergmannsætt, með
mikinn yfirsvip og há kollvik,
þykknaði allsnemma að holdar-
fari. Hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu snemma morguns
þriðjudaginn 19. þessa mánaðar.
Minningin um þennan mikil-
hæfa mann mun Iifa út í frá
sem eins þess, er markaði cLætti
i svip samtfðarinnar, en meðal
okkar frænda hans sem eins af
laukum ættar okkar. Dýrmæt-
ust verður þó minning hans
konunni sem batt við hann tryggð
meðan bæði voru ung og fram-
tíðin hulu hjúpuö, börnunum
þeirra, sem hann beindi veg til
þroska; og aldurhnignum for-
eldrum hans, sem nú hafa séð
á bak frumburði sínum.
Um það sæmir ekki að fara
mörgum orðum á slíkum vett-
vangi sem hessum, heldur aðeins
að rifía u"-> •'au ummæli mikils
skálds við lok viðburðaríkrar
ævi, að
„vort líf, sem svo stutt og stop-
ult er.
það stefnir á æðri leiðir"
Megi það heim öllum
huggun og h mabót.
P. V. G. Kolka.
t
F. 4. maí 1913.
P. 19. sept. 1967.
Tyð vdf' 'íýrir' ^2* krb'tó' Eg var
nýráðinn st'arfsmaður hjá
Félagi íslenzkra iðnrekenda.
Vefnaðarvörudeild hélt fund að
Hótel Borg. Óvenju vörpulegur
maöur tók brosandi í hönd mér
við dyrnar og sagði: „Ég er Sig-
fús í Heklu. Ég er Húnvetningur
eins og þú. Vertu velkominn"
Þannig hófust kynni mín af
Sigfúsi Bjarnasyni og þá hófst
vinátta okkar, sem varði alla
tíð. Samstarfsmenn vorum við
lengi I félagsmálum, og deild-
um geði á alvarlegum fundum
og gleðifundum, ferðuðumst sam
an á erlendri grund og ég var
þráfaldlega gestur hans að heim-
ilinu á Víðimel 66, búgarðinum á
Þingeyrum og f veiðihúsinu viö
Víðidalsá. Síðasta áratuginn, eft
ir að ég hvarf eingöngu að lög-
fræðistörfum, urðu fundir okk-
ar fátíöari, en þó veitti hann
mér jafnan þá ánægju að kalla
mig til skrafs og ráðagerðar um
ýmis vandamál. sem aö höndum
báru.
Það hefur tíðkazt á Islandi
frá þvf ritöld hófst hér, að reisa
merkum mönnum bautasteina
með skráðum heimildum. Ég
ætla mér ekki bá dul að ég sé
fær um afó gera efninu viöhlítan
skil en ég vil minnast látins vin;
ar með þvf að skrá nokkrar hug-
leiðingar um manninn Sigfús
Bjarnason og ævistarf hans.
Sigfús var kominn af kjarna-
ættum h- etnskum, sonur hjón
anna Bjarna Bjarnasonar. síðar
bóíida að Uppsölum i Miðfirði.
og konu hans Margrétar Sigfús-
dóttur. Sigfús stundaði nám I
Reykjaskóla í Hrútafirði og
kynntist bar eftirlifandi eigin-
konu sinni Rannveigu Ingimund
ardóttur, sem bjó manni sínum
glæsilegt heimili og var hans
styrkasta stoð allt frá bvi aö
þau gengu að eigast á árinu
1934 Þeim varð fiögurra bama
auðið. sem öll eru upp komin
og hafa hlotið ágæta menntun:
Ingimundur. cand. iuris, kvænt-
ur Valgerði Valsdóttur, Sverrir-,
framkvæmdastjóri Caterpillar-
deildar P. Stefánsson h.f„ kvænt
ur Stefanfu Davíðsdóttur, Sig-
fús, sem nýlega hefur lokið prófi
sem viðskiptafræðingur frá Uni-
versity of Wisconsin, U.S.A., og
Margrét, er starfar í skrifstofu
• stáliðnaðarfyrirtækis f Krems f
Austurríki.
Tvítugur að aldri varð Sigfús
Bjarnason meðstofnandi (ásamt
Magnúsi Víglundssyni) að Heild-
verzluninni Heklu, en einkaeig-
andi frá 1938 til ársins 1942, er
hann breytti fyrirtækinu f hluta
félag, sem hann var síöar for-
maður fyrir og gerði að stórveld'
á okkar mælikvarða
Starfsemi Heklu hófst meö
innflutningi ávaxta frá Spáni,
en breyttist síðan óðfluga, svo
að á 15 ára afmæli fyrirtækis-
ins lýsir Sigfús því svo f við-
tali viö „Frjálsa verzlun" aö fyr-
irtækiö hafi gert bifreiðir, alls
konar vélar og rafmagnsvörur
að sérgrein sinni. Síðar varð Sig
fús Bjamason aðaleigandi bif-
reiðafyrirtækisins P. Stefánsson-
ar h.f. og rak það fyrirtæki við
hlið Heklu, sem smátt og smátt
hefur fært skrifstofur sfnar frá
Hafnarstræti — Skólavörðustíg
— Hverfisgötu — og er nú ti)
húsa svo sem allir þekkja, sem
heyrt hafa nefndar Caterpillar-
vélar, Volkswagen bifreiðir eða
Landrover — að Laugavegi 170
—172, í rúmgóðum. nýtfzku
húsakynnum.
Sigfús Bjamason varð með tíð
og -tíma sannkallaður jöfur fs-
Ienzkrar kaupsýslu. Eigi mun ég
hér tilgreina nöfn allra þeirra
fyrirtækja, er hann átti þátt í
að stofnsetja og reka, en þau em
mörg og af ólíkri gerð og eru
sum í tengslum við Heklu h.f.
beint og óbeint. Sigfús hafði
einnig um nokkurt árabil all-
mikil umsvif á sviði iðnaðar-
framleiðslu, aðallega 1 fataiðn-
aði. Hann var einn af stofnend-
um Almennra trygginga h.f. og
átti sæti f stjóm þess fyrirtækis.
Stofnandi og í stjóm Reykja-
prents h.f., sem hefur með hönd-
um útgáfu dagblaðsins Vísis.
Stofnandi og f stjóm Tollvöru-
geymslunnar h.f. og svo mætti
lengi telja.
Af félagsmálum má nefna, að
Sigfús Bjarnason átti sæti f fjár-
málaráði Sjálfstæðisflokksins
allt f ' árinu 1949 og um skeið
sat hann f stjórn Verzlunarráðs
fslands.
Landbúnaðarmál lét Sigfús
ekki afskiptalaus Hann réðist
á að kaupa hina fornfrægu bú-
jörð og menningarsetur Þing-
eyrar á árinu 1941 og rak þar
myndarlegt bú um la..gt skeið,
enda átti Húnavatnssýsla og allt
húnvetnskt sér djúpar rætur í
vitund hans.
Sigfús Bjamason var mikill
að vallarsýn, svo að athygli
vakti á mannþingum. — Hárið
dökkt. ennið hátt, i augum
blakti kímni og oft lék honum
bros á vör. Málrómurinn var
mildur og þýður og orðræðan
-bar þess blæ, að djúp yfirvegun
fylgdi. Fasið bar vott um festu
og öryggi.
Hann átti öfundarmenn eins
og gengur, einkum framan af
ævi, þegar vitnaðist um vaxandi
velgengni hans í fjármálum, en
engan veit ég þann harðjaxl, að
ekki yrði honum hlýtt til Sigfús
ar við nánari kynni. Kom þar
til þelhlýja í skapgerð, léttleiki
og kímni, svo að af bar. hófsemi
í látbragði og virðing fyrir per-
sónu annarra. — Kynni okkar
íöfðu varað nokkra hríð. er ég
veitti því sérstaklega athygli. að
Sigfús tamdi sér að tala vel um
aðra menn. jafnvel þó að þeir
hefðu gert á hlut hans.
Einnig varð ég þess var, að
hann skreytti ekki mál sitt með
yfirgripsmiklum lýsingarorðum,
Frh. á bls. 13.