Vísir - 28.09.1967, Page 3

Vísir - 28.09.1967, Page 3
V 1 S IR . Fimmtudagur 28 257. *m£k,rn BÖRNIN HEIMSÆKJA Þgssí litli maður var nú ekki smeykur við kindumar og hér er hann á hiaupum eftir cinni kind, sem honum leizt sérlega vel á. Hér eru bömin úti í móanum að drekka eftirmiðdagssopann sinn. Fátt vekur meiri áhuga og á- nægju hjá bömum, en að fá að fa i upp í sveit, sjá skepnur og klappa heim dálítið og leika við bær. Fiestir foreldrar reyna að fara með börn sín út úr bæn um yfir sumartímann og leyfa þeim að skoða dýrin og eru *étt arferðir í miklu uppáhaldi hjá öllum reykvískum börnum. Eitt af barnaheimilum bæjar- ins, Steinahlíð hefur haft það fyrir venju undanfarin ár að fara með öll bömin í réttir í nágrenni bæjarins og leyfa börnunum að koma inn í réttina og fylgjast með fénu. Hafa þetta verið ákaf iega vinsælar ferðir, og hefur Myndsjáin í dag helgað síðuna réttarferð barnanna ,sem var í síðustu viku. Farið var f Lögbergsrétt að þessu sinni, en þar er í fyrsta sinn sem fariö er meö bömin þangað. Mikið af kindunum sem þar voru eru heimakindur og voru þær flestar mjög gæfar. Alls fóru um 40 börn á aldrin- um 2—6 ára í þetta ferðalag auk starfsliðs Steinahliðar. Þegar börnin komu á stað- inn var verið að reka féð að réttinni, og gátu bömin fylgzt með því er dregið var í dilkana, og svo þegar féð var aftur rek- ið út. Voru bömin alls óhrædd og hlupu innan um féö, klöpp- uðu því og töluöu við það. Síðan drukku börnin miðdegis sopann sinn úti í móanum og fengu að fara í berjamó skammt frá réttinni. Þegar líða tók á daginn var farið að tygja sig til heimferðar og héldu bömin til Reykjavíkur undir kvöldið þreytt og ánægð eftir viðburðaríkan dag.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.