Vísir - 10.10.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 10.10.1967, Blaðsíða 9
V1SI R . Þriðjudagur 10. október 1967. SPRENGT VIÐ BÚRFELL □ Það kveður við sprenging, — hundruð tonna af aldagömlu jarðlagi láta undan tveim tonnum af dýnamiti, sem verka- menn hafa undanfarið unnið við aö koma fyrir í holunum við Sámsstaðamúlann. Svartur reykur líður upp í ioftið og innan skamms er allt hljótt, — verkamennirnir tínast á staðinn og fyrir höndum er um 3 daga verkefni við að hreinsa burtu af staðnum, — stórvirk tæki munu vinna þetta verk og flytja efnið í stíflugarðana við Búrfell. □ Blaðamaður Vísis kom fyrir helgina til Búrfells og skoð- aði með eig'n augum hvernig þarna er umhorfs, en Búr- fellsframkvæmdirnar eru stærstu framkvæmdir í sögu þjóð- arinnar og er nú rúmum þriðjungi þeirra lokið, að sögn Sör- ens Langvad, verkfræðings hjá Efra Falli, en hann var einn þeirra, sem sýndu blaðamönnum þessar tröllslegu fram- kvæmdir, þar sem náttúruöflin eru virkjuð í okkar þágu. göngunum að stöövarhúsinu, en þegar veður leyfir verður unnið úti við að þeim framkvæmdum, sem þar eru eftir. Nú er Búrfell nokkuö afskekkt og hafa af þeim sökum skapazt nokkrir erfiðleikar að fá starfs menn þangað og mikil skipti verið á mönnum síðan fram- kvæmdir hófust. Þó hefur margt verið gert fyrir starfsfólkið og myndazt hefur að mestu neðan viö stöövarhúsiö, en við stíflu garöinn í ánni hefur myndazt önnur bækistöö, en mun minni en sú sem er við stöðvarhúsið. Þá hefur verið fariö í ferðalög um nágrennið á sunnudögum og hafa þau orðiö mjög vinsæl. Kvikmyndahús er starfandi og sýnir 2 myndir i viku, hvora mynd tvisvar sinnum. væri hægt aö nota Islendingana nema i minniháttar verkefni, og haft eftir verkfræðingnum Jo- hansson, er hefur þó ekki starf- að ýkja mikið að Búrfelli, þar eð hann fer víða um lönd og hefur eftirlit með verkum fyrir sænska fyrirtækið SENTAB og er Johansson þessi nú i S-Amer- íku en væntanlegur til Búrfells- aftur síðar á þessu ári. Kvaðst Hafizt var handa voriö 1966 að virkja þetta mesta vatnsfall á íslandi. Ákveðinn hafði veriö staður við Búrfell, þar sem Þjórs á rennur í boga fyrir Sámsstaða múlann og verður vatninu veitt eftir löngum skuröi, sem unniö er aö því aö byggja inn í jarö- göng, sem liggja í gegnum múl- ann, kílómeters leið að stöövar- húsinu, þar sem túrbínurnar sex munu breyta vatnsorkunni í hendur Landsvirkjunar um mitt ár 1969, en um áramótin 1969—70 er ætlunin að bygginga menn og allt þeirra hafurtask veröi fariö af staðnum, en í staö inn verði komnir 5 eöa 6 vél- gæzlumenn, sem veröa á staðn- um til eftirlits. Árni Snævarr sagöi að sumar ið 1966 hefði aðallega verið unn- iö aö því að koma upp ýmissi aðstööu við virkjunarstaðinn. Framkvæmdir drógust hins veg- ar nokkuð á langinn, — það var rætt um kaup og kjör starfs- manna, og ofan á þetta bættist það að tíð var með eindæmum erfið í fyrrasumar og seinkaöi framkvæmdum talsvert af þess um sökum og var-áætlun verk- fræöinganna á eftir í vor. Hins vegar hefur verkið gengið mjög vel í sumar og telja verkfræðing ar nú sennilegt aö talsvert hafi veriö unniö á þá seinkun, sem varö á s.l. hausti og í vetur og gera þeir sér vonir um að hægt verði að ná áætluninni og af- henda verkið á umsömdum tíma, ef ekkert óvænt gerist. í vetur mun veröa unniö eins og ástæöur leyfa. Haldiö veröur áfram að grafa og sprengja í göngunum til beggja enda og einkum lögð áherzla á að ljúka Verkfræðingar við Búrfelisvirkjun. Frá vinstri: Stcinar Ólafsson, Ámi Snævarr og Sören Lang- vad, við uppslátt stöðvarhússins. reynt eftir föngum að halda uppi félagslífi og hefur yfirverkfræð ingurinn Bo-Larsson og kona hans ekki hvaö minnst starfaö aö því, m.a. með bridgekvöld- um og taflkvöldum. Nú er mik- ill áhugi á því að löngu vetr- arkvöldin verði „stytt" eins og hægt er og er almennur áhugi á því, aö sjónvarp náist að Búrfelli, en til þess þarf að setja upp móttökutæki uppi á múlan- um fyrir ofan byggöina, sem í stórum hópi og ólíkum eins og að Búrfelli ,þar sem um 140 útlendingar vinna með rúmlega 400 íslendingum, skapast ýmis vandamál eins og gefur að skilja, en forráðamenn og trúnaöarmaö ur starfsfólksins á st^ðnum, Guömundur Gíslason, voru sam mála um að yfirleitt gengi allt saman árekstralaust fyrir sig. Grein I sænska blaðinu Dag- ens Nyheter setti illt blóð 1 marga, en þar var sagt að varla Árni Snævarr og raunar allir aðilar á staðnum harma þessi ómaklegu ummæli um íslenzkt vinnuafl, sem allir vissu að væru óréttlát, því á Búrfelli eru Is- lendingar margir í mjög þýðing armiklum stöðum. Kvaðst Árni vonast til að atvik þetta mundi ekki draga dilk á eftir sér í sambandi við framkvæmdirnar, né að þetta varpaði skugga á það góða samkomulag, sem væri ríkjandi á Búrfelli. Svíinn Bo-Larsen, æðsti mað- ur við Búrfeli. í rafmagn, sem aftur er leitt til Reykjavíkursvæöisins og hinn- ar miklu álverksmiðju í Straums vík. Árni Snævarr, verkfræðingur, framkvæmdastjóri Almenna byggingafélagsins hf., sagði blaðamönnum frá því sem gerzt hefur þarna efra, þar sem á 6. hundrað manns af a.m.k. 12 þjóöernum sameina krafta sína og reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að skila virkjuninni Á morgun: FERÐIN CEGNUM MÚLANN Unnið í jarðgöngunum I Sámsstaðamúla

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.