Vísir - 10.10.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 10.10.1967, Blaðsíða 3
VlSIR . Þriðjudagur 10. október 1967, 3 k einu ári hefur stórt og glæsi legt íbúðahverfi sprottið upp úr Fossvoginum. Þar sem í fyrra voru mýrarfen eru nú raðir tví- og þrílyftra steinhúsa, timbursprek liggur eins og hrá- viður hreint út um allt, hamars- högg, steypuvinna, múrverk. Þeir sem lengst eru komnir eiga fáeinar vikur eftir við hús sín þar til þeir flytja inn og neðst i dalnum er þegar byrjað að mála einbýlishúsin að utan. — Svo eru aðrir, sem eru rétt að koma grunninum upp úr moldinni, en á stöku stað þurfti að grafa þrjár fjórar mannhæð ir ofan í mýrina, áður en kom- ið var á fast. Myndsjáin brá sér þangað suður eftir í gær, hitti fáeina húsbyggjendur að máli, önnum kafna við að loka húsum sinum fyrir snjóa. Flestir þykjast góð- ir ef þeir ná því að gera fok- helt fyrir veturinn. Svo er bara að biða eftir langþráðu láni frá Húsnæðismálastjóm. Þeim sem bezt vegnar i lánamálum mega eiga von á láni næsta vor. Aðr- ir hafa ekki fengið svo mikið sem ádrátt enn þá og sagöi einn húsbyggjandi þar í Fossvogi, að líklega ættu ekki færri en tvö hundruð húsbyggjendur i Foss- vogi, enga von á Húsnæðismáia stjómarláni fyrr en seint um sföir. Margur bjartsýnismaður, sem Iagði út í byggingu í vor i trausti þess að fá þessa aðstoð, sem þykir orðið sjálfsögö við hvem þann, sem axlar ofur- þunga meö því aö koma yfir sig húsi með tvær hendur tómar ... En viti menn: Nógir peningar eru ekki til hjá Húsnæðismála- stjóm. Hins vegar hefur stofn- unin á þessu sumri ausiö milljónum í hús byggingaráætl- unar í Breiðholti, þar sem byggt er yfir fólk, þvi svo til að kostn aðarlausu. Það eru fáeinir verkalýðsfé- lagar, sem verða þeirrar gæfu aðnjótandi aö fá þessi hús með vildarkjörum. — Hinir, sem baslast viö aö byggja sin hús á eigin spýtur, þar á meðal fá- tækir láglaunamenn og barna- menn mega bíða i eitt ár eftlr láni að minnsta kostl. Þannig hefur fariö fyrir þessu baráttu- máli verkalýðshreyfingarinnar. Það er eðlilegt aö menn séu ekki meira en svo ánægöir meö byggingaráætlunina. Hins vegar er vert að vona aö áætlunin leiði í ljós þá reynslu sem verö er milljónanna. Menn eru bjartsýnir þrátt fyr ir allt í Fossvoginum. Trúa á guð og lukkuna og væntanleg lán frá Húsnæðismálastjóm, einhvem tima meö árunum. J. H. Þeir Ioka og bíða eftir láni. Þeir bíða bara eftir láni m, rwb. MM m Mutv « J. 'ni'lll í $ ** h * fi é *t *méc., w. t'í 4* ••• * ' s ■ ................................................................................................................................................................................................................................................................................ Brátt líður að þvi, að flutt verði I fyrsta einbýlishúsið í Foss- voffsmvrinni, hús Henriks Bierings. Málarar eru að leggja síðustu hönd n verkiö og það er Davíð Þórðarson múrarameistari, sem er að hlaða kamínuna í stofuna. 1Í#| áé *' I I u wm. í Hús Aðalsteins Guöjónsen verkfræðings, fyrsta húsið, sem málað er í Fossvoginum. Ljósm. Vísis B. G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.