Vísir - 14.10.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 14.10.1967, Blaðsíða 16
jQQgfOj I Laugardagar 14. oktöber TSKZ. iCvikmyndasýning ¥arðbergs og SVS í é_g kl. 14 er kvikmyndasýning Varðbergs og Samtáka wn vest- ræna samvinnu í Nýja Bfói. Sýndar verða þrjár myndir, „Eldflaugar", .Fjarskipti" og „Vamir Eystra- salts“. Öllum er heimill ókeypis að- gangur. —i——rirti niwiMiiiiriinnTiiiifjFiiii m nrn ni~nni iiiinriniriiiiii»miii«inn<m'ir^iMB<iii~>mMTriiBiiiinin m i i n ■nwimngwcwn ,«■«.»-■», Rússar keyptu vatn fyrír nærrí 30 þúsund ú Seyðisfírði í gær Tvö rússnesk tankskip komu inn tll Seyðisfjarðar nú í vik- unni til að sækia vatn handa rússneska síldarflotanum. sem nú er úti fyrir Austfiörðum á svipuðum slóðum og íslenzku skipin. Skipin tóku 950 tonn hvert af vatni, en Seyöisfjarðar- bær selur tonniö af vatninu á 15 krónur til Rússanna og þyk- ir mönnum það harla lítið verð. Hér í Reykjavíkurhöfn er vatns- tonnið til dæmis selt á 20—30 krónur til erlendra skipa. — En skattleggja varð framleiðslufyr- irtækin á Seyöisfirði aukalega i fyrra vegna nýrrar vatnsveitu þar á staðnum og spannst „Vatnsstríðið“ fræga út frá því. Rússar eru tíðir gestir á Seyð isfirði, enda eru þeir með stóran flota úti fyrir, sennilega 5— 700 skip. Sérstök birgðaskip fylgja rússneska flotanum og viðgerðaskip, sem koma oft með báta inn á Seyðisfjörð til viðgerðar. Dr. Kristinn Guðmundsson ambassador sjötugur Dr. Kristinn Guðmundsson am- bassador í Moskvu er sjötugur í dag. Hann fæddist 14. október 1097 í Króki á Rauðasandi, en for- eldrar hans Guðmundur Sigfreðsson ireppstjóri og kona hans, Guðrún Einarsdóttir bjuggu þar. Kristinn lauk doktorsprófi í hag- fræði í Kiel árið 1926, en hann las hagfræði og lög við háskóiana í Kiel og Berlín. Dr. Kristinn hefur margt sýslað um ævina. Menntaskólakennari á Akureyri 1929—44. Skattstjóri á 4kureyri 1944—53. Utanríkisráð- ’ierra 1953—56. Skipaður sendi- erra í London 1956 og ambassador árið 1957. Skipaður ambassador í Sovétríkjunum árið 1961, þar sem harjn hefur enn aðsetur, en honum hefur nú verið veitt lausn frá störf- um frá næstu áramótum að telja fyrir aldurs sakir. Auk þess sem að ofan er talið hefur dr. Kristinn átt sæti í stjóm fjölda nefnda og stofnana. Hann var bæjarfulltrúi Akureyrar 1950— 53, sat tvisvar á þingi sem vara- þingmaður Eyfirðinga. Var forseti ráðherrafundar NATO I París og ráðherrafundar Evrópuráðsins í Strasbourg. — Dr. Kristinn er kvæntur Elsu Alma, dóttur Christ- ians Kalbow kaupmanns í Berlín. Málverkasýningu Sveins lýkur á sunnudagskvöldið Málverkasýning Sveins Björns- sonar í Bogasalnum hefur nú staðið í viku, en sýningunni lýkur á morg un. Fimm myndir hafa selzt á sýn- ingunni og aðsókn hefur verið góð. Sveinn gat þess í stuttu viðtali Framh á bls 10 Ný verzlun opnar í Skipholti „Áklæðl og gluggatjöld" nefnist ný verzlun sem i dag opnar að Skipholtl 17 a. Eru þar til sölu yflr 200 g.rðir af glugga tjaldaefnum og auk þess ýmiss konar áklæði, handklæði bað- mottusett, rúmteppi, borðdúkar og ýmislegt fleira. Eigandi verzlunarinnar er Óli V. Metúsalemsson kvaðst hann leggja áherzlu á aö hafa sem fjölbreyttastar tegundir glugga- tjalda, og þá sérstaklega að gefa kaupendum kost á ódýrum gluggatjöldum, þar sem kostn- aður við gluggatjöld vill oft verða mjög mikill, og ekki óal- gengt að fólk kaupi fleiri tugi metra af gluggatjöldum. Einnig mun verzlunin leggja áherzlu á að hafa á boðstólum islenzk efni. Damask efni fást cinnig í miklu úrvali og hvers kyns húsgagnaáklæöi, bæði úr ull, dralon og úr ýmiss konar mynstruðum flauelsefnum, sem sérstaklega eru ætluð til að klæða með gömul húsgögn. Færri, stærri og fulikomnari verkstæði.það sem koma skal — segir forstjóri Trésmiðjunnar Akurs hf. á Akranesi, sem i dag tekur / notkun stórt og glæsilegt húsnæði I dag verður tekið í notkun nýtt húsnæði hjá Trésmiðjunni Akri h.f. á Akranesi. Fyrirtæk- ið Akur h.f. var stofnsett árið 1960, af Stefáni Teitssvni tré- smiöameistara og hefur hann rekið þaö síðan. í unphafi keypti fyrirtækið vélsmiðjuhúsnæði sem var 225 fermetrar að flgt- armáli, á einni hæð. Síðan hef ur það stöðugt aukið starfsem- ina og um leið fært út kvíarn- ar hvað húsakost varðar og hafa nú verið byggðar tvær hæðir til viðbótar. Síðastliðið vor hlaut fyrirtækið það verk- efni að smíða 312 klæðaskápa í hús Framkvæmdanefndar í Brciðholti og þá var ekki um annað að ræða en auka enn við húsakostinn og var þá ráðizt i að byggja 1100 fermetra við- byggingu, sem nú er Iokið viö, sem fyrr segir. Vísir haföi tal af Stefáni Teits syni í gær og sagði hann aö Akur h.f. hefði m. a. keypt nýjar vélar og mætti þar fyrsta telja kantlímingarvél sem skil- aði afköstum á við 15 til 20 menn. Auk þess hefði fyrirtæk- ið keypt fullkomnar þvingur og spónvinnsluvél, en spónvinnslu- vélin væri hvoru tveggja í senn, límingarvél og skurðarvél. Stef án sagði, að meiningin væri að sérhæfa fyrirtækið í innrétting- um og þiljum, en það hefði | reyndar verið aðalframleiðslan | hingað til, ásamt húsgögnum. | Stefán gat þess. að breyttir tím I Frh. á bl 10. | Þessi mynd var tekin í sumar af byggingaframkvæmdum við Trésmiðjuna Akur hf. Til vinstri sést eldra húsið, en nýbyggingin til hægri. (Ljósm. Vísir: Jón Hjartarson. Oli Metúsalemsson, eigand1 verzlunarinnar og tvennt af starfsfólkinu, Sigríðui Ámadóttir og Guðlaugur lónsson. — Myndin er tekin í verzluninni. Dave Pike leikur hjá Jazz- klúbbnum Jazzklúbbur Reykjavíkur á von bandaríska vibrafónleikaranum ’ave Pike til Reykjavíkur á mánu- daginn. Mun jazzleikarinn, sem er á leið frá meginlandinu til New j York, leika í Tjarnarbúð á vegum ! Jazzklúbbsins þá um kvöldið. Með honum leikur tríó Þórarins Ólafs- sonar og leikur hann hér aðeins I hetta eina kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.