Vísir - 19.10.1967, Blaðsíða 1
\
Hemlalaus sendiferBabíll
veldur hörSum árekstri
57. árg. - Fimmtudagur 19. október 1967. - 240. tbl.
Harður árekstur varö á gatna- eyjuna á milli akbrauta á Miklu-
mótum Miklubrautar og Löngu- braut og lenti á tveim bilum
hlíðar um Id. 7 f gaer, þegar sem komu Ur gagnstæðri átt.
hemlalaus sendiferðabíll ók yfir Meiðsli á mönnum urðu ekki al-
Ríkisstjómin og ASÍ hefja
viBræður um efnahagsmálin
varleg, en skemmdir á bílum
urðu alimiklar.
Sendiferðabifreiðinni, sem var J
af Austin-gerð, var ekið vestur
Miklubraut og, þegar skammt
var eftir að gatnamótum Löngu-
hlíðar, ætlaði ökumaöur hennar
að stöðva bifreiöina, en fann þá
að fóthemlar voru óvirkir.
Gengu þeir viðstöðulaust niður
í gólf Þar sem hann ók eftir
hægri akrein, hugðist hann '
reyna að stöðva bifreiðina á eyj-
unni, sem liggur milli akbraut-
anna (fyrir umferðina vestur og
austur Mikiubraut), og beygði
að eyjunni til hægri.
1 stað þess að stanza við
Framh. á bls. 10.
f
Afgreiðslu efnahagsmálafrumvarpsins
frestað um tiu daga að beiðni ASI
Alþýðusamband íslands sætisráðherra og Emil
samþykkti á miðstjóm-
arfundi í gærkvöldi, að
leita eftir viðræðum við
ríkisstjórnina um breyt-
ingar á boðuðum efna-
hagsráðstöfunum, en í
gærdag höfðu fulltrúar
ASÍ átt viðræður við dr.
Bjama Benediktsspn for
Jónsson utanríkisráð-
herra og fengið hjá þeim
vilyrði fyrir því, að
stjórnarfrumvarpið um
efnahagsaðgerðir yrði
ekki knúið fram á þing-
inu í bili, meðan hinir alt-
huguðu aðra möguleika
til lausnar.
Fulltrúar Alþýöusambandsins,
Hannibal Valdimarsson, Eðvarð
Sigurösson, Björn Jónsson og
Snorri Jónsson, hittu ráðherr-
ana í þinghúsinu í gær og ósk-
uöu eftir 10 daga fresti til þess
að athuga gaumgæfilega frum-
varpið um efnahagsaðgerðir,
sem til umræðu hefur veriö i
þinginu aö undanförnu. Vildu
þeir fá umhugsunarfrest til þess
ag athuga aðra möguleika, létt-
bærari almenningi, til lausnar
á þeim vanda, sem þjóðin á nú
við að etja.
Þessari ósk fulltrúanna var
tekið vel af hálfu ráöherranna
og myndi ASÍ gefast nokkurra
Framh . >!*; 10.
Styrinn stendur um suitu-
tau og fiskiboliur í dós
Árekstrar matvörumanna og
Kagkaups munu aö meira eða
minna leyti hafa stafaö af mis-
munandi skoðunum á því hversu
mikið ákveöin tegund af dönsku
sultutaui og fiskibollum í dós
ætti að kosta. Formaður Félags
matvörukaupmanna, Óskar Jó-
hannsson, kaupmaöur í Sunnu-
búð, notaði verðlagningu þess-
ara tveggja matvörutegunda til
að skýra sjónarmið matvöru-
kaupmanna á mismun verðlagn-
ingar Hagkaups og annarra mat-
vöruverzlana í viðtali, sem hann
átti við eitt dagblaðanna í gær.
Hann benti réttilega á þaö, að
veröið á dönsku sultunni hjá Hag-
kaupi væri undir því verði, sem
aörar matvöruverzlanir kaupa sult-
una á frá heildsölufyrirtækinu, sem
flytur sultuna inn, en það er Pól-
stjarnan s.f. — Hagkaup hefur selt
sultuna á 70 kr., en matvöruverzl-
anir hafa keypt sultuna á 74 kr.
frá Pólstjörnunni. Aðeins með því
aö leggja söluskattinn á sultuna,
kostar hún 79.55 kr. og er þá eng-
in ágóði fyrir matvöruverzlanir að
selja sultuna. Það vill segja, aö
matvöruverzlanir þurfa að selja
vöruna á tæplega 10 kr. meira en
Hagkaup, en þær ætla sér engan
hagnað. — Vísir átti í gær tal viö
forstjóra Pólstjörnunnar, Davíð
Scheving Thorsteinsson og innt
hann eftir því hvernig þetta mætt
vera. — Davíð sagði, að Hagkau]
hefði flutt sultuna beint inn fn
Danmörku og hefði þannig komiz
fyrir milliliði hér heima. Greinileg
væri, að forstjóri Hagkaups teld
nægjanlegt að leggja minna á sult
una en heildsöluálagningunni nem
ur og væri ekkert við þvi að segia
Ilonum væri fyllilega frjálst ai
gera bað. Ðavíð sagöi, a"- það vær
viðurkenndur verzlunarmáti víð;
Framh. á bls. 10.
Slökkviliðinu tókst að verja neðri hæðina, en miklar skemmdir urðu á
íbúðinni og innanstokksmunum á efri hæð hússins.
Vaknaði / tœka tíð til þess að
bjarga systkinum sinum út
Sjö manna fj'ólskylda missir allt sift i eldsvoða i morgun
□
Sjö manna fjölskylda missti allt innbú sitt, þegar eldur kom
upp í tveggja hæða steinhúsi, að Hömrum við Suðurlands-
braut f morgun. Sjö ára gömul dóttir húsmóðurinnar vaknaði við
reykinn og vakti systkini sín og annað fólk í húsinu, sem var í
fasta svefni.
Húsmóðirin ræðir við lögreglu og siökkviliö.
Eldurinn kom upp á efri hæö
hússins, þar .em þrjú börn 11, 7
og 2ja ára gömul, voru í fastasvefni,
en húsmóðirin farin til vinnu sinnar
og aðrir meðlimir fjölskyldunnar
úti. Önnur systirin vaknaði við
reykinn um kl. 9 og vakti eldri
systur sína, sem hraðaði sér til
þess að vekja fólkið á neðri hæð
hússins, en þar bjó sex manna
fjölskylda. Var húsmóðirin þar
sofandi ásamt einu barna sinna, en
annað fólk var úti.
Að því loknu fór telpan út með
systkini sín til móður sinnpr, sem
vann í næsta húsi og var slökkvi-
I iiðinu gert aðvart. Tókst að varna
! þvi, að eldurinn kæmist á neðri
Ihæðina, en ailt innbú á efri hæð
J eyðilagðist í eldinum.
„Eitthvað af því var tryggt,"
j sagði húsmóðirin, Lilja Axelsdóttir,
þar sem hún stóö og virti fyrir sér
! sviðna gluggana að íbúðinni, sem
áður hafði verið heimili hennar.
Það var ekki enn orðið ljóst,
þegar blaðið fór í prent, með hvaða
hætti eldurinn hefði komið upp, en
slökkviliðið hafði þá ráðið niður-
lögum eldsins.
I