Vísir - 19.10.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 19.10.1967, Blaðsíða 3
VlSIR . Fimmtudagur 19. október 1,'S7. 3 'f I! Fyrsta frumsýnins Leikfélags ins á bessu hausti veröur á laug ardaginn. — Verkefnið er franskur gamanleikur, Du Vent dans les .-{’anehes de Gassaíras. Það þýtur í sassafrastrjánum eöa Indíánaleikur eins og hann er kallaður í unpfærslu Leik- félagsins. — Höfundurinn er René de Obaldia, fæddur 1918. Obaldia bessi fékkst lengi vel við ljóöagerð o" sögur en 1959 birtist fyrsta leikrit hans og fyr ir tveimúr árum var Indíána- ieikur frumsýndur á litla sviði Alþýöuíeikhússins París. Þessi leikur hefur borið fræsð höf- undar síns um alla Evrópu. Hann hefur verið sýndur I fjöldamörgum leikhúsum í álf-i unni, bar á meðal víða á Norð- urlöndum. Det Norska Teatret í Osló tók leikinn fyrir í fyrra 03 á bessu leikári er hann sýnd ur í þremur leikhúsum í Finn- landi, til dæniis. — Og hvar- vetna hefur hann bótt mikil skemmtun. Indiánaleikur gerist í „villta vestrinu" í byriun 19. aldar. Persónurnar eru gamlir kunn- ingjar úr þjóðsögum „villta vest ursins“. Þeim er þannig lýst í handriti leiksins: John-Emry Rockefeller, landnemi, sjötugur og lætur ekki að sér hæða. (Brynjólfur Jóhannesson), Caro- Iine, kona. hans um fimmtugt (Sigríöur Hagalín) Pamela, sam- eiginleg framleiðsla þeirra, 17 ára óhemja, eggjandi falleg (Val gerður Dan), Tom, sonur. bróð- ir, liöleskja (Borgar Garðars- son), William Butler, drykkju- sjúkur læknir (Guðmundur Páls son), Carlos, hetia „suberb“. Fékk af hreinni tilviliun sér- stakt leyfi um stundarsakir frá því aö vera í kvikmynd eftir John Ford (Pétur Einarsson), Miriam, kölluð „Litla beinskytt- ian“ gleðikona með stórt hjarta (Guðrún Ásmundsdóttir), Snar- auga Apachehöfðingi, svikari gegn kynstofni sínum, á bandi hvítra manna, góður — og Frán Talið frá vinstri: Dóttirin, Valgerður Dan, drykkfelldi læknirinn, Guðmundur Pálsson, hetjan Pétur Einarsson, landneminn, Brynjólfur Jóhannesson, gleðikonan með stóra hjartað, Guðrún Ásmundsdóttir, sonur, bróðir og liðleskja, Borgar Garðarsson, kona landnemans, Sigríður Hagalín. vondur (Guðm. Erlendsson). Leikmyndina hefur Steinþór Sigurðsson gert, en sviðið er baðstofa í bjálkakofa Rockefell ersfólksins, bláfátækar land- nemafjölskyldu í Kentucky. — Utan við gluggann þýtur í grein um sassafrastrjánna og það get- ur líka táknað allt annað en þytinn í trjánum, því að þann- ig flauta Indíánarnir milli tann- anna, þegar þeir búast til ár- ásar. Enda er byssan handleikn ari þessu landnemafólki en borð áhöldin og samræður þess eru ekki alltaf hreint guðsbarnahjal, enda er . betta hreinræktað cowboy fólk, eins og við þekkj- um það úr sögum „villta vest- ursins.“ Sveinn Einarsson hefur þýtt Indíánaleik úr frönsku, en Jón Sigurbjörnsson hefur sett leik- inn upp og er það áttunda leik stjómarverkefni hans hjá Leik- félaginu. Jón starfaöi hjá Leik- félaginu á árunum 1956—59, sem leikstjóri og Ieikari og nú er hann aftur kominn þangað til starfa og er fastráðinn við leikhúsið í vetur. Myndirnar eru teknar á æf- ingu f Iðnó nú í vikunni, ljós- myndari er, Bragi Guðmunds- jr jr ÆFING A INDIANALEIK Kona landnemans á það til aö lesa óorðna atburði í spákúlu.. Landneminn og læknirinn með Indíánahöfðingjann Snarauga (Guðmund Erlendsson) á milli sín. r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.