Vísir - 19.10.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 19.10.1967, Blaðsíða 8
a •m V i S 1 R . Fimmtudagur 19. október 19B7. VESIB UUefandi: Blaðaútgðian vioi* t'ramkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Oltarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1. slmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugaveg) 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands I lausasölu Kr. 7.00 eintakiö Prents:„iðj£ Vísis — Edda h.f. Að vaxa við hverja raun J]rfiðleikar hafa misjöfn áhrif á menn. Sumir gefast upp við fyrsta andbyr en aðrir vaxa við hverja raun. Slíkan samanburð er einnig hægt að gera á hópum manna og heilum stofnunum. Eitt dæmi af því tagi skiptir íslendinga miklu, en það er, hvernig ríkis- stjómir landsins hafa brugðizt við erfiðleikum. Grófasta dæmið um veika og gæfulausa ríkisstjórn er vinstristjómin, sem var við völd fyrir einum ára- tug. Vandinn, sem hún þurfti að berjast við, var víta- hringur haftakerfisins, er hún hafði byggt upp. í upp- hafi boðaði hún róttækar aðgerðir til þess að bjarga þjóðarhag, en þær aðgerðir litu ekki dagsins Ijós. Loks þegar aðgerðarleysi hennar hafði komið öllu í strand, klofnaði stjórnin og hljóp frá öllu saman. Viðreisnarstjómin fékk það verkefni að leysa þenn- an hnút. Hún gekk beint til verks, skar meinsemdina burt og byggði upp nýtt efnahagskerfi, sem á nokkr- um árum gerði íslendinga að einni mestu velmegun- arþjóð í heimi. Þessi stjóm er enn við völd og hefur nú fengið aðra eldskím. Undanfarið ár hefur höfuð- verkefni hennar verið að hamla gegn áhrifum fjórð- ungslækkunar á útflutningsverðmæti þjóðarinnar vegna aflabrests og lækkunar útflutningsverðs. Hefur ríkisstjórnin staðið sig eins vel í vörn núna og í sókn- inni á sínum tíma? Svarið felst í aðgerðum hennar. Þegar í fyrrahaust, er verðlækkunin var farin að segja til sín, lagði stjóm- in fram tillögur um aðgerðir. Þessar aðgerðir byggð- ust á því, að sem minnstu yrði raskað og lífskjör ekki skert, þrátt fýrir tekjulækkun þjóðarbúsins. Naut rík- isstjórninjþá þess, að hún átti fymingar frá góðu ár- unum eins og góðir búmenn em vanir að hafa. Ef út- flutningsverðlag og aflabrögð hefðu snúið til hins betra á þessu ári hefðu þessar ráðstafanir nægt til að leysa vandann. Nú er Alþingi komið saman að nýju. Ríkisstjómin var þá þegar tilbúin með tillögur um aðgerðir næsta stigs. Eins og í fyrra hefur forsætisráðherra nákvæm- lega rakið eðli þessara ráðstafana og hversu langt þær ná. Eins og fyrri daginn hefur ekkert verið dulbúið, gagnstætt því sem vinstristjómin var vön að gera á sínum tíma. Ríkisstjómin hefur lagt áherzlu á, að til- lögur hennar feli í sér kjaraskerðingu, svo það fari ekki fram hjá neinum. Ríkisstjómin hefur ekkert að fela. Sérstaklega er athyglisvert í tillögum ríkisstjóm- arinnar, hve litla röskun þarf til að brúa bilið, sem skapast af fjórðungs tekjumissi í útflutningi sjávar- afurða. Þessi tiltölulega litla röskun á að nægja til að tryggja rekstur þjóðarbúsins á næsta ári. Verð- lagsþróun og aflaþróun þess árs mun svo ráða því, hvaða aðgerðum verður beitt á næsta hausti. Með fullri virðingu fyrir fyrri ríkisstjómum þessa iands er óbætt að segja, að aldrei áður hafi jafn mikl- um erfiðleikum verið mætt með jafn skipulögðum og markvissum aðgerðum. * Urslita aukakosninga beðið með mikilli eftirvœntingu — Sonarsonur Churchills meðal frambjóðenda Ij'nskum blöðum ber saman um, aö sjaldan (sum segja aldrei) hafi úrslita í aukakosn- ingu verið beðið með eins mik- illi óþreyju og úrslitanna f næsta mánuði í Gorton, sem er út- hverfi Manchester, þar er fram- bjóðandi ungur maöur, „sonar- sonur gamla mannsins“, þ.e.a.s. Sir Winstons Churchills, í kjöri og ber nafn hans. Hann ætlar sem sé að feta í fótspor feðr- anna, pilturinn, afa sins og föð- ur (Sir Randoiphs Churchills). ■ En hann treystir ekki á ætt- amafnið til sigurs, pilturinn, hann veit, að allt veldur á fram- komu hans og getu, og að hann verður — eins og faðir hans — dæmdur óvægilega — þv£ að í dómum manng endurspeglast samanburður, vangaveltur — tengdar frægð afans. Pilturinn treystir á sjálfan sig og mun ekki af veita, jafnmikils og af honum kann að verða krafizt. Og það er enginn efi, að þeir sem réðu frambjóðendavali flokksins í Gorton telja hann lík legan til þess að sigra, og gera sér kannski vonir um, að kjós- endur vilji nafnsins vegna líka veita þessum pilti tækifæri til að sýna hvaö hann geti. Og nú fer Winston Churchill í heimsókn á hvert einasta heim ili £ Gorton og kynnir sig og formálinn er vanalega: „Góðan daginn, ég heita Win- ston Churchill, og ég er fram- bjóðandi til þings i aukakosn- ingunum hér í kjördæminu..." Þessi ungi maður er 26 ára .. . og ef hann skyldi nú sigra? Sigurinn yrði hinn mikilvæg- asti — uppsláttur fyrir íhalds- flokkinn, áfall fyrir Wilson og kratastjóm hans. Flokkur hans, Jafnaðarmannaflokkurinn sigr- aði þama nefnilega sfðast með 8308 atkvæða meirihluta. Fram- bjóðandi flokksins (Jafn.) var þá róttækur krati, Konni Ziliacus, en hann er látinn, og fer auka- kosningin að sjálfsögðu fram vegna andláts hans. Kjósendur í þessu kjördæmi era langflest- ir verkamtön, en slangur af annarra stéttamönnum. MENE TEKEL Ósigur þarna yrði „Mene Tekel" á veggnum fyrir Wilson, segir £ erlendu blaöi, — hann sæi þá sina sæng útbreidda til hvíldar frá stjórnarforastu. En það eru hvorki fleiri né færri en 6 keppinautar sem Win ston hefir og hafa allir til „sfns ágætis nokkuð" — vonandi. Frjálslyndi flokkurinn hefir I kjöri Terry Lacey — einn úr fylkingu hinna róttæku og upp- reistargjömu í flokknum, — og hann er ekki nema 21 árs, og hann hefur sér sem einkunnar- orð „Make love, not war“ — elskið, en berjizt'ekki — m.ö.o. einkunnarorð „blómafólksins“ (flower people), en ungmenni í þeirri hreyfingu, sem mun sprottin úr jarövegi bítla-„menn ingarinnar“ — en sú hreyfing virðist nú vera að koðna niður, að ipinnsta kosti f Bandarfkjun- um. Sumt af þessu blómafólki að minrista kosti gekk um og afhenti fólki blóm. Margir innan ■ þessara hreyfingar neyta örv unarlyfja — og trjáisar asi ir taldar alveg sjálfsagöar. Annar keppinautur' heitir John Creasey og er kunnur fyrir dugn að við framleiðslu á hrollvekj- andi skáldsögum, en fyrir „Uni- on Movement". er frambjóð- andi Frank Hamley, og segir I Minnie — eiginkona Winstons Churchills. yfirlitsgrein i B.A., að enginn virðist vita hver stefnuskrá hans sé. Frambjóðandi komm- únista er Vic Eddisford og auð- vitað er enginn í vafa um hans stefnu — og loks er aðalkeppi- nauturinn, frambjóöandi Verka- lýðsflokksins 47 ára gamall skólastjóri frá Blackley Kenn- et Marks, en hann er fæddur í Gorton og hefur seinustu árin átt heima í Gorton. HEFÐIRNAR Winston hefur aðlaðandi fram komu, verkamannakonurnar í Gorton sem aðrar segja, að hann sé „sjarmerandi". Og hann er öruggur — virðist alls ekki skorta sjálfsöryggi. Langafi hans, Randolph, var kjörinn á þing 1874 25 ára að aldri, afi hans, Sir Winston ár- ið 1900, þá 26 ára, eftir aö hafa fallið f kosningu árið áður. Winston Churchill. Winston er 26 ára sem fyrr var getið. Hann er sonur Rand- olphs Churchills, en hann er umdeildur rithöfundur og blaða- maður, og er sem stendur að vinna að útgáfu mikils rits um föður sinn, Sir Winston. Aö margra áliti hefur það mjög bitn að á Randolph Churchill, að hann átti jafn frægan föður og alkunnugt er. Winston ungi er blaðamaður og hefur m. a. verið stríðsfrétta- ritari fyrir LOOK og Daily Ex- press í Vietnam, og ásamt föö- ur sínum var hann höfundur að „Sjö daga styrjöldinni“ (The Seven day’s War), sem var sam- in og útgefin með leifturhraða og hefur þegar selzt í 150.000 eintöikum. (Að mestu þýtt). — a. ’ as

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.