Vísir - 24.10.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 24.10.1967, Blaðsíða 2
\ 2 ’ V1SIR . Þriðjudagur 24. október 1967. EINN TAPLEIKUR í ÁTTA ÁR! Bjarrti Felixson og Ellert Schram alltaf með sigurliðum KR i bikarkeppninni Tveir leikmanna KR hafa ver- iö með liðinu i öllu 7 skiptin, sem liðið hefur unnlð bikar- keppni KSf. Það eru þeir Ellert Schram og Bjarni Felixson, sem eru orðnir „gömlu mennimir“ í liöinu þrátt fyrir að þeir séu enn á bezta aldri. Ellert spaugaði, þegar þessi mynd var tekin í gærkvöldi af þeim félögum og sagöi: „Þið verðið að athuga að Bjami hefur verri feril í keppninni, — hann tapaði einu sinni f bikarkeppn- inni“. Skýringin er sú, að Bjami var með KR-liðinu, sem keppti á Akureyri fyrir tveim árum og tapaöi þar, fyrsta og eina bik- arleiknum, sem KR hefur tapað í 8 ár. Þegar þetta gerðist var Ellert Schram á ieið til landsins meö flugvél, sem hafði seinkaö ásamt fleirum liðsmönnum KR- llðsins, þ. á m. Heimi Guðjóns- syni. Á myndinni eru þelr Ellert og Bjami meö bikarinn og litlu bikarana, sem félögin fá til eignar, en í efstu hillu í aðal- fundarherberginu í KR-heimil- inu eru þessir fallegu gripir geymdir meðal hundraða ann- arra gripa, sem KR hefur á- skotnazt í gegnum árin. STADION sýndi sinn lakasta leik TVES6JA DÓMARA KCRFIÐ RCYHT I 7. □ Öskar Einarsson, formaður Handknattleiksdómarafélags Reykjavíkur, tjáði íþróttasíð- unni í gær, að félagið hefði nú tilkynnt dómaranefnd HSÍ, að ekker* væri því til fyrirstöðu af !iálfu .eykvískra dómara að tek- ið yrði upp hið nýja tveggja dómara-kerfi. í Danmörku hefur þetta kerfi verið tekið upp í keppni og þykir reynast vel. Sagði Óskar að vonir stæðu til að sænski dómarinn Lennart Lars- son fengist til að halda fyrir- lestur fyrir íslenzka dómara um kerfið, en hann kemur hing- að og dæmir landsleikinn við Tékka. Mun endanleg ákvörðun um þaö hvort þetta kerfi verði reynt, vérða tekin á fundi nefnd- arinnar á næstunni, en nefnd- ina skipa: Hannes Þ. Sigurðs- son, formaður Karl Jóhannsson og Valur Benediktsson. HKDR hefur og sarrtiö um hærri greiðslur fyrir störf dóm- I ara. Fær félagið nú 200 krónur fyrir leik í meistaraflokki, en áður var gjaldii^ 135 krónur. Frá Hallsteinl Hinrikssyni: Khöfn, 19. okt. ’67. Þriðja umferð danska handknatt- leiksins var leikin hér i gaerkvöldi. Stadion—Stjernen 20—20. Velur og Ármann höfðu yfirburði MK 31—HG 24—.34. Skovb.—Árhus KFUM 13—15. AGF—Viby 16—15, Ajax—Helsingör IF 15—13. Ég sá leik Stadion og Stjemen og HG—MK 31. Stadionmenn voru fremur daufir og var þetta lélegasti leikur þeirra af þremur sem ég hefi séð. En þeir eru aðrir nú f deildar- keppninni. Stadion hefur nú 5 stig eftir 3 leiki. HG eru góðir í sókn, en vöm þeirra er mjög opin. Enda sýnir markatalan það. Það var þessi lé- lega vöm þeirra sem felldi þá i leik þeirra við Dynamo í Berlín. Og búast menn ekki við að HG geti unnið með 8 mörkum í næsta leik hér. — Jörgen Petersen var langbezti maður í leiknum í gær, skoraði 14 mörk. HG hefur unnið alla 3 leikina í keppninni. Tveir ieikir fóru fram í gær- kvöldi í Reykjavíkurmótinu f handknattleik kvenna. Leikimlr voru báöir yfirburðaleikir. Valsstúlkumar unnu KR meö 10:3 og sömu markatölu fengu Ármann og Víkingur. — Ármannsstúlkurnar sýndu aö þar eru skyttur f öllum stööum. Allar skoruðu stúlkumar mark, og tvær þeirra tvö mörk. Ár- mannsliölð ætti þvi að vera mjög hættulegt í baráttunni um Reykjavíkurtitilinn. Handknattleiksdeild Þróttar. ÆFINGATAFLA. Hálogaland: Mánudaga: 3 fl kl. 7.40—8.30. Miðvikudaga: 3. fl. kl. 6.50—7.40. Miðvikudaga: Meistarar, 1. og 2. fl. kl. 7.40—8.30. Laugardalshöll: T augardaga: Meistarar, 1. og 2. fl. kl. 5.30—7.10. Mætið vel og stundvíslega. Góöir þjálfarar. Stjómin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.