Vísir - 24.10.1967, Page 8

Vísir - 24.10.1967, Page 8
8 V í S I R . Þriðjudagur 24. október 1967. \ / VISIR Utnefandi: Blaðaútgaran viam Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson RJtstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Oltarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, slmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: HverfisgOtu 55. Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjaid kr. 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prents...ið1t Vísis — Edda h.f. Ali Baba Ævintýrin í Þúsund og einni nótt eru líklega hástig ævintýralegrar frásagnarlistar. í samanburði eru ís- lenzk ævintýri afar jarðbundin og jafnvel beinlínis sennileg. í mörgum ævintýra Þúsund og einnar nætur hverfa mörk raunveruleikans og ímyndunarinnar ger- samlega. Ekkert er óhugsandi. Menn lifa mörg líf í einum draumi, lifa hinar ótrúlegustu svaðilfarir og afla óendanlegra auðæfa með aðstoð anda og töfra- orða. Auðvelt er að ímynda sér, hvernig þessi skartbúnu ævintýri hafa fyrr á tímum verkað á fátæk börn. Augu barnanna hafa tindrað, þegar ævintýrin hófu þau úr grámyglu hversdagsleikans upp í veröld ímyndunaraflsins. Sú veröld hefur yfirleitt verið for- réttindi bamanna. Fullorðið fólk er of bundið hinum jarðnesku vandamálum sínum til að verða fyrir þess- um áhrifum. Ekki er það samt algild regla, eins og sést af ísr lenzkum stjómmálum. Æ fleiri forustumenn stjórnar- andstöðunnar gefast nú upp á hyersdagslegu mál- efnaþrasi og hefja hugarflug óskhyggjunnar, þar sem -milljónir króna eru búnar til eins og með lampa Alad- íns. Þeir segja, að ríkið eigi að verja stómm meiri fjárhæðum til opinberra framkvæmda, greiðslu skulda og til stuðnings atvinnuvegunum, — og er ekki frá- leitt að telja þessa óskhyggju nema 1000 milljónum króna. Þeír segja einnig, að ríkið eigi að draga veru- lega úr skattheimtu sinni, — og má meta þá ósk á 500 milljónir króna. Þarna yrði því 1500 milljón króna bil, sem þyrfti að brúa, bilið milli raunveruleikans og óskhyggjunnar. í þessum draumaheimi leikur Eysteinn Jónsson hlutverk Ali Baba, fer með asna sinn að fjallinu og mælir: „Sesam, Sesarp, opnist þú.“ Fjallið opnast, hann gengur inn í það og klýfjar asna sinn gulli og gersemum til hjálpar ríkissjóði. Svona einfaldar eru lausnirnar í ævintýrunum og svona einfaldar eru lausnir forustumanna stjórnarandstöðunnar á vanda íslenzkra efnahagsmála. , Óneitanlega er þetta auðveld stefna. Stjómarand- staðan sparar sér hið hversdagslega og grámyglulega verk að gera dæmi ríkisbúskaparins uþp, þannig að útkoma fáist. Það er svo auðvelt að láta Magnús Jóns- son fjármálaráðherra einan um leiðinlegar tölur og útreikninga, og snúa sér heldur að almennum full- yrðingum, sem eiga að ylja kjósendum. Hugsunin er, að það sé vinsælt að vilja lækka skatta og að það sé vinsælt að vilja auka þjónustu og framkvæmdir ríkisins. Því er hvoru tveggja haldið fram í einu, þótt það fái ekki staðizt. En svo vill til, að kjósendur eru ekki eins og börn- in, sem hlusta opineygð á ævintýrin. Þeir þekkja raun- veruleikann af blíðu og stríðu og eru ekki næmir fyrir óskhyggju stjómarandstöðunnar. Þeir hafna því handleiðslu Ali Baba. Listir-Bækur-Menningarmál Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni: Yfirlitssýning Þorvalds l^istafélag Menntaskólans held ur áfram að bjóða Reykvík- ingum upp á vandaðar listsýn- ingar. Nú heilsar það vetri með yfirliti á verkum Þorvalds Skúla sonar. Yfirlitið er þó takmark- að — sýnir aðeins tuttugu og fimm, sex ár úr lifi hins marg- reynda málara, sem búinn er að horfa á tvær heimsstyrjaldir renna hjá og feiknin öll af um- brotum og byltingum í samfé- lagi jarðarbúa. Höfundur þess- ara lína þykist hafa skrifað svo mikið að undanfömu um mynd- ir Þorvalds, að hann geti bætt við fáu nýtilegu... enda mála sannast, að hvorki orð hans né annarra megna að gera ljósa grein fyrir eðli málverks. Samt vill hann ekki láta undir höf- uð leggjast að undirstrika þá skoðun sína, að sýningin í Menntaskólanum við Lækjar- götu er afburðafalleg, heilsteypt og sönn mynd af ævistarfi eins snjallasta listamanns þjóðar okkar, listamanns, sem við get- um borið saman viö úrvalslið umheimsins kinnroðalaust. Síð- asta atriðið er þó kannski ekki mikilvægast, heldur hitt, að Þor valdur hefur gert líf okkar bjart ara í skammdegismyrkrinu. Al- vara hans, gáfur, þrautseigja og dirfska hafa átt drjúgan þátt í að kveikja ljósin, sem loga hvaö skærast á íslandi í dag. Vita- skuld hefur hann ekki farið var- hluta af erfiðleikum leitandans og forystumannsins í lítt rækt- uðu menningarsamfélagi. En get ur samt nokkur óskað sér betra hlutskiptis? Ósýnilegu starfsárin staðfesta greinilega, að Þorvald- ur var ákaflega bráðþroska sem málari. í dag sjá allir, sem ekki vissu fyrr, að hann hefur sann- arlega ekki látið sitja við þenn- an glitrandi forleik. Kona frá 1941, Hestar 1941—42, Kompos- ition 1953 og gulbrúna, nýja málverkið innarlega á austur- veggnum eru sannkölluö meist- araverk fslenzkrar listar. Við hlið þeirra standa fjölmörg önnur þróttmikil listaverk, dramatisk eða ljóðræn. Þau munu fylgja okkur, samtíðarfólki Þorvalds, i vöku og draumi um ókomin ár. Hjörleifur Sigúrðsson. Liljur vallarins Liljur vallarins (Lilies of the field). Leikstjóri: Ralph Nelson. Tónlist: Jerry Goldsmith. Kvikmyndahandrit: J. Poe, byggt á sögu Williams Barrets. Kvikmyndun: Hailer. Banda- rísk frá árinu 1963. United artist. íslenzkur texti: Loftur Guð- mundsson. TZ" vikmyndin gerist í einu af v þurru fylkjum Bandaríkj- anna, daglaunamaður (Sidney Poiter) á leið hjá þar sem nokkr ar nunnur eru að bjástra í hit- anum. Eftir nokkrar vangavelt- ur ákveður hann að vinna hjá þeim stuttan tíma. Þær eru fim-i og hafa komizt með naum- indum frá Austur-Þýzkalandi, en nunnuregla þeirra var arf- leidd að þessu býli sem þær endurreisa. Abbadísin (Lilia Skala) er heittrúuð kona og mjög ákveðin. Eitt af áformum hennar er að byggja kirkju, en guðsþjónustur fara fram undir berum himni og nunnumar þurfa að ganga langa leið til þorpsins þar sem þær fara fram Fjallar kvikmyndin á mjög nær- færinn hátt um hvemig þessu lyktar. Hún er í einu orði sagt hríf- andi, verður aldrei lágkúruleg eða velluleg, en það hefur orðið mörgum kvikmyndum að falli, sem fjalla á einhvem hátt um frelsarann eða trúmál. Hún er mjög frjálsleg hvað viðkemur trúmálum og engin atriöi, sem beinast að tárakirtlum áhorf- enda. Þaö er skemmtilega og mann- lega á málum haldið og þannig ag seint gleymist. T. d. Biblíu- einvígi abbadísarinnar og Smiths þegar hún sigrar með þessum dásamlegu orðum: „Gefið gaum að liljum vallarins. ekki spinna þær eða vefa“. Bamslega kæti nunnanna, þegar Smith kemur með allan matinn, þegar hann hefur fengið kaupið sitt borgað, geta allir skilið sem einhvem tíma hafa orðið að sætta sig við einhæft fæði. Stóra blokkin af sleikibrjóstsykrinum má heldur ekki missa sig. Sunnudagsmorg- unverður hans í kránni /og seinna eftir endurkomuna, einn kók. Hitinn og rykið á veginum þegar nunnumar ganga til kirkj- unnar, og seinna sigurhrós abba dísarinnar, þegar hann kemur staðráðinn i að hjálpa þeim, „brostu framan í fólkið", segir hún. Hin lifandi enskukennsla hans og gleði þeirra allra. Allar aukapersónur em vel valdar og vel leiknar, nunnum- ar em barnalegar en samt eðli- legar og um fram allt glaöar, trú þeirra sligar þær ekki held- ur gerir þær frjálsar og ham- ingjusamar. — Söngur þeirra í kvöldkyrrðinni er þær syngja Ave Maria Stella er yndisl. Óð- ur Smiths tjí frelsarans er ein- faldur og þrunginn þakklæti og trúarvissu, sem maður á ekki að venjast: „Sjáið barnið reif- að í jötunni", og seinna „hann reis upp til himna á páskunum og dó vegna okkar“. Þetta er sungið í bluesstíl og nunnumar syngja amen undir eins og Smith hefur kennt þeim að segja eigi í Ameriku. Það er engin sérstök framúr- stefnutækni við kvikmyndatök- una eða lýsingu, en í hóf stillt. Tónlistin er fín og sparlega not- uð. Það er mikið af léttri kímni, sem kemst vel til skila í góðri textaþýðingu Lofts Guðmunds- sonar. Endirinn er sérstaklega góð- ur, engin grátklökk andvörp eöa veifandi tárvotum vasaklút, heldur sigursöngur þess manns, sem lét stærsta draum lífs síns rætast. Presturinn, sem blygð- ast sín fyrir eigingimi, þegar hann eitt sinn á veikleikastundu baö guð um stórt og feitt brauð, en skynjar yantrú sína þegar hann stígur fæti í þetta ein- stæöa guöshús, fer ekki auðveld lega úr huga manns. Undirtektir, þegar ég fór, voru eins og á góðu leikriti, allir hlógu með og bömin spurðu for eldra sína og fengu skýringar. Þetta er svo ánægjuleg sýning að langt er síðan að undirtektir áhorfenda hafa verið svo aug- ljósar, enda er kvikmyndin í einu orði sagt: hrífandi. Leikur Poiters er snilld, hann ofleikur hvergi, enda stendur myndin og fellur með leik hans, brosið er alveg sérstakt, bams- legt hamingjusamt. Ég furða mig ekki á þeim verðlaunum, sem myndin hefur fengið enda er hún skerfur umburðarlyndis og sannrar trúar til fólks. Marg ir muna eftir Poiter i The defian ones (Á flótta), Ieikstjóri Stan- ley Kramer, sýnd hér í Trípolí- bíói, fyrir þann leik hlaut Poit- er heimsfrægð. Á laugardaginn sýndi sjón- varpið L’Ascenseur pour l’echa- faud. Þetta er fyrsta stórmynd Malle’s, hann lauk við hana árið 1957 þá 25 ára gamall. í með- Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.