Vísir - 24.10.1967, Side 9

Vísir - 24.10.1967, Side 9
Q VlÚidýrin eru drepin unnvörpum og þau veslast upp, þegar siðmenn ingin rænir þau löndum sinum. ■ptyrir nokkru barst Fram- kvæmdanefnd HGH hér á landi fyrsta skýrsla deildar þeirrar í Landbúnaðarráðuneyti Malagasy-lýðveldisins á Mada- gaskar, sem fjallar um Alaotra- vatnsáætlun HGH. Skýrslan fjallar um fyrstu 6 mánuði á- ætlunarinnar, eða tímabilið 1. des. ’66 til 31. maf ’67. Áætlun- in nær hins vegar yfir þrjú ár og á hún að verða framkvæmd að fullu 30. nóvember 1969. FAO — Matvæla- og landbún- aöarstofnun Sameinuðu þjóð- anna, sem ráðstafar framlagi ís- lands hefur á þessum sex mán- uðum lagt fram 22.700 dollara af fénu, eða 90%. £ skýrslunni er rætt um það, sem þegar hefur verið fram- kvæmt af Aalaotravatnsáætlun- inni og það, sem í ráði er að gera á næstunni. Skal hér getið nokkurra '.elztu atriðanna: a. Lagnet. Reiknað var með að í september 1967 yrðu alls 40 km. lagnetja í notkun við vatnið, en 44 km. í árslok 1967. b. Borðbátar. Þegar var byrj- að á smíöi þriggja borðbáta, en " þeir eru miklu öruggari sigl- ‘A ingatæki en gömlu eintrjáning- ^ amir, og auk þess mun auðveld- | ara að gera við þá. 5 fiskimenn munu sérhæfa sig í smíöi borð- báta, og er í ráði að smíða 32 aðra á fyrsta ári áætlunarinnar. c. Reykhús. Byrjað hafði ver- ið á 8 reykhúsum í 5 þorpum, og var byggingu þeirra langt komið. Þetta er sá liður áætl- unarinnar, sem skýrslan lýsir langmestri ánægju yfir, og segir þar að öruggt sé, að þetta muni takast vel. Umrædd 8 reykhús eru um helmingur þess, sem tal- ið er að þurfi að reisa við vatn- Það er framtíðarinnar að fjalla um, hvemig á að samræma siðmenn inguna hinu villta lífi í Afríku. Af vettvangi Sameinuðu þjóðanna: Aðstoðin við firóunarlöndin í Afríku Fiskveiðarnar i Alaotravatni á Mad agaskar og friðun villidýra álfunnar ið, samkvæmt áætluninni. — Þess skal getið, að Malagasar hafa, þegar um lauk, samþykkt að taka upp sömu gerð reyk- húsa og notuð hefur veriö á Fílabeinsströndinni: létt reyk- hús og fljótgerð. 1 júní 1966 voru menn þar syðra mjög í vafa um, hvort þessi gerð mundi henta eins vel við vatnið og á Fílabeinsströndinni. Þetta voru þeir liðir, sem kost aðir eru með íslenzka fénu: net, bátar, reykhús og fleiri tæki. Malagasystjórn skal hins vegar sjá um viðgerðir húsa og viö- hald, flutninga innanlands, vinnulaun ráðinna verkamanna og annarra starfsmanna, og auk þess átti stjórnin aö sjá um og kosta flutning 20.000 vatna- karfaseiði í vatnið nú í okt.— nóv., en í ráöi er að hleypa 20—25 þús. seiðum í vatnið á hverju ári áætlunarinnar. Sam- kvæmt skýrslunni var framlag Malagasystjómar á fyrsta ári áætlunarinnar ákveðið sem 1 milljón malagaskra franka eða um 4100 dollarar. Áætlun um framkvæmdir á 2. og 3. ári Alaotravatnsáætlunar- innar er og að finna í skýrsl- unni. Til að geta nokkurra atriða má nefna, að í lok 2. árs eiga að vera 55—60 km. lagnetja í notkun við vatnið; byggja á 38 nýja borðbáta og fjögur ný reykhús sem tengd verða við fiskgeymslur. Þung áherzla verður lögð á að kenna netja- og bátaviðgeröir, og verður reynt að sérhæfa hóp fiski- manna til þessara starfa. Hleypt verður í vatnið 25.000 vatna- karfaseiðum. Á 3. ári verður þessum framkvæmdum og aukn- ingu haldið áfram, en þess utan lögð megináherzla á bætta vinnslu og' fjölbreyttari, traust- ari markaðsöflun og loks mynd- un samvinnusamtaka. XTúsmæðrafræðsla sem haldin var í Marokkó fyrir fé safn- að á íslandi þótti takast með miklum ágætum og hafa borizt þakkarbréf, þar sem jafnframt er farið fram á frekari aöstoð. Eins og kunnugt er ákvaö framkvæmdanefnd HGH að verja 100,800$ til fiskiræktar í Nígeríu. En skömmu síðar brauzt út borgarastyrjöld í land inu. Fullvissa hefur fengizt fyr- ir því að peningar þeir sem send ir höfðu verið eru vaxtaðir á banka í Róm og verða ekki hreyföir þaðan fyrr en kyrrö verður komin á í landinu. Á síðastliðnu vori var einnig ákveðiö aö styðja verkefni til eflingar fiskveiðum í Ruanda- Burundi. Nýlega hefur borizt uppkast aö samningi milli FAO og HGH, sem gengið verður frá næstu daga. Ciðmenningin heldur hröðum skrefum innreið sína í Af- ríku og þar er á vegum Sam- einuðu þjóðanna unnið mikið starf til hjálpar þróunarlöndun- um svokölluðu. — Eitt þeirra grundvallarvandamála, sem þar er við að glíma er samræming hins siðmenntaða og hins villta heims. Margar dýrategundir í álfunni eru nánast útdauöar vegna gengdarlausrar ofveiöi seinustu árin. Villihjörturinn varö fómar- dýr frelsisstríðsins í Alsír og hefur síðan verið veiddur svo mikið aö hann finnst varla leng- ur. Villidýranefnd, sem stofnuð hefur verið í Eþíópíu komst of seint á laggirnar til þess að bjarga „Walia“-geitinni, „Som- alia“asnanum og „Sv/aynes“- hirtinum. — Þannig mætti vist lengi telja. Dýrin eru hrakin á flótta með því að kveikja eld í þurru gras- lendi og skógum, síðan eru þau skotin umvörpum. Þar eru ef til vill á ferðinni minjagripasafn- arar, éða þá verið er aö fram- kvæma fjöldadráp til fæðuöfl- unar, líkt og þekkist við grinda- dráp í Færeyjum, eða fíladráp að fornum sið í Eyjum. Ráðstefna villidýrasérfræð- inga, sem boöuð var af FAO og haldin í Fort Lamy syðst í Sahara samþykkti áætlun um friðun vissra svæða í álfunni til varðveizlu og aukningar dýra- Iífinu. Fundurinn leggur til að stofnsettir verði þjóðgarðar og svæði friðuð í öðru formi. Skrá verði gerð um svæði, sem þurfa algjöra vernd. Umsjón veröi höfð meö minjagripaverzlun. Hins vegar verði gefið leyfi til ferðalaga um svæöin svo og ræhtunar, vísindarannsókna og takmarkaðrar veiöi, þar sem hún er á annað borð leyfð. — 1 sum- um tilfellum er áætlað að flytja þurfi heil þ p, úr þýðingarmikl- um þjóðgörðum. Samþykkt þessa fundar hefur verið lögð fyrir öll aðildarríki FAO f Afríku til samþykktar. Framkvæmd slíkrar áætlunar krefst mikillar þekkingar á lífi dýranna og landinu, sem þau lifa á. Þess vegna, hafa verið stofnsettir skólar sem fjalla sérstaklega um þessi efni. Einn slíkur, „College Wildlife Mana- gement", er starfandi í Tan- zaníu og verið er aö stofnsetja annan í Cameroun til að þjóna frönsku nýlendunum í Mið- og vesturhluta Afríku. FAO styrkir þessa skóla, en stúdentarnir úr þeim munu veröa garð- og veiöi- veröir í framtíöinni og það er á þeim og sönnum skilningi Afríkuríkjanna sem vonin um varðveizlu þessa stórfenglega arfs Afríku er byggð. V í S I R . Þriðjudagur 24. október 1967. yj Aðalumræðuefnið á deg' Sameinuðu þjóðanna að þessu sinni er vandamál þró- unarlandanna og aðstoðin við þau. „Herferð gegn hungri“ hefur í samráði við Félag Sameinuðu þjóðanna hér á landi tekið að sér kynn- ingarstarfsemi í skólum og fjölmiðlunartækjum í dag. Kynning þessi á hungur- vandamálinu er sú fyrsta, sem HGH efnir til í skólum landsins. Bæklingar hafa ver- ið gefnir út fyrir skólana og ræðumenn munu halda erindi í framhaldsskólunum í tilefni dagsins og kynna umræðu- efnið. ísland hefur sam kunnugt er gerzt virkur þátttakandi í baráttunni við hungrið. „Herferð gegn hungri“ safn- aði fé hér á landi og lagði fram 26.000 $ og lagði fram tll nýsköpunar fiskveiða við Alaotravatn á eynni Mada- gaskar austur við Afríku- strendur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.