Vísir - 28.10.1967, Blaðsíða 12
12
VtSIR . Laugardagur 28. oktðber 1967.
24. júlí.
Ég get ektó krafizt þess aö verða
fegurri með degi hverjum í það
óendanlega. ÖH tækni hefur sínar
takmarkanir, sem ekíki verða yfir-
stignar nema með mikltrm erfiðis
munum. Og ég verð aö gjálda
varhuga við að ganga svo langt,
‘að fólk geti rennt grun i að ekki
fari ailt með felldu, hvað snertir
þokka minn.
Það er óttinn við að vakia Stan
vonbrigðum, sem stöðugt kvelur
mig. Ég er grennri enn, heldur
en ég var, en ekki svo, að það
sé á neinn hátt fráhrindandi, að
mínum dómi. Ég er viss um, að
Stan fannst ég alttaf helzt til
holdamikil. En það er andlitið, sem
enn veldur mér áhyggjum. Ekki
það, að mér hafi ekki tekizt að
endurheimta fríðleika minn. And-
litsdrættimir hafa breytzt, orðið
harðari, og mér er það allt of
ljóst, að það eru einungis snyrti-
lyfin, sem milda þá.
Augu mín eru aö sjálfsögðu eins
skærblá og áður. Ég minnist þess,
sem Stan sagði við mig eitthvert
kvöldið: „Maður á að kvænast
konu, sem hefur falleg augu, þá
er þó alltaf eitthvað, sem unnt er
að dást að, hvemig sem fer“.
En þegar ég hafði tekið hann
að mér, eins og hann var, gerði
hann hræðilega játningu. „Ég hef
stundum lagzt í rekkju með kon-
um fyrir borgun“, sagði hann, „en
aldrei með konu, sem ekki var
að einhverju leyti aðlaöandi. Mað
ur metur heiður sinn ems hátt og
unnt er“.
Átti ég kannski að treysta þvi,
að heiður hans hefði lækkað í
verði?
í kvöld er leiö veitti bandarísk-
ur setuliðsmaður mér eftirför á
götu. Og þótt það væri blökku-
maður, fannst mér fólgin í því
viss viðurkenning ...
Annar kafli.
28. júlí.
Heimkomustundin nálgaðist óð-
um. Eftir hálfan mánuð eða svo,
geri ég ráð fyrir að vera orðin
eins frambærileg og til greina
getur komið, og hafi auk þess
náð mér að fullu.
Samt er ég hrædd og kvíðin.
Hvemig verða viðbrögö hans?
Finnist honum ég ekki aðlaðandi
lengur, verð ég þess fljótlega vör.
Og hvað þá? Á ég aö fá hann til
að miskunna sig yfir mig... að
hann líti á mig eins og einhvern
hlut, sem enga ánægju getur veitt
framar, en maður kann ekki við
að fleygja frá sér, tryggðar vegna?
Persónutöfrar eru ekki einungis
líkamlegs eðlis, þeir eru snúnir
mörgum þáttum. Átti ég að standa
honum til boða, fús og eftirlát eins
og áður. Ég las einhvern tíma í
bók, að erfiðleikar og hörmungar
hefðu ekki eins djúplæg áhrif á
göfugar mannsálir. En sá, sem
það skrifaöi, hafði víst aldrei dval-
izt i fangabúðum.
Við Stan áttum minningar um
nokkurra ára sambúð. En getur
ný ást vaknaö úr gömlum minn-
ingum? Hvaöa áhrif mundi hið
I' liðna hafa á okkur? Hvaöa lær-
dóma gat ég dregið áf því með
tilliti til framtíðarinnar? í stað
þess að láta hverjum degi nægja
sína þjáningu, hefði ég átt að gera
mér far um að kynnast Stan bet-
ur, þá hefði ég staðið betur að vígi
nú. Ég hefði haft þess fyllstu
þörf til að komast hjá mistök-
um.
Hvað vissi ég eiginlega um
hann? Ég hafði hugsað um hann
svo ákaft og lengi, að ég hlaut
að hafa rangfært mynd hans nokk-
uð, gert hana bæði fallegri og ugg-
vænlegri. Ég sá andlit hans óskýrt
fyrir mér, eins og í móðu. Það
voru einungis fá, einstök atriði,
sem ég mundi Ijóst — bros, radd-
hreimur, augnatillit. Vissar stund-
ir, sem við höföum átt saman,
voru sem meitlaðar í vitund.mína,
aðrar, ef til vill mikilvægari, gat
ég ekki kallað fram. Þaö er eins
og tilviljun ráöi hvað maður man,
og hvað ekki.
Ég gleymi þó aldrei fyrstu fund-
Það var í skákklúbbnum, sunnu-
dagskvöld í september, 1938.
Venju samkvæmt hafði ég litið
þangað inn til að hvíla hugann
yfir nokkrum hraðskákum, þar
sem ég hafði ekki tíma til að
taka þátt í skákkeppni. En það
var nokkuð liðið á kvöld, og ég
kom ekki auga á neinn líklegan
andstæðing, sem ekki var þegar
viðbundinn. Ég var í þann veginn
að halda á brott, þegar ég kom
auga á væntanlegan elskhuga
minn. Hann sat einn sér yfir skák-
doðrant einum miklum og athug-
aði leikafbrigði, án þess að hafa
taflborð og skákmenn viö hend-
ina, sér til glöggvunar. Ég reikn-
aði því með aö hann væri atvinnu-
maður.
Þetta var í fyrsta skiptið sem
ég leit þennan unga mann, en þrá
mín eftir honum var vakin. Hvem
ig gerast slíkir hlutir eiginlega?
Að vísu var hann óneitanlega fríð-
ur sýnum, þótt hann væri hold-
skarpur og virtist ekki hirða mik-
ið um útlit sitt, En þessir hlutir
verða ekki skýrðir, ekki af? fullri
einlægni og hreinskilni.
Ég tók þegar ákvöröun. Gekk
að borði hans og stakk upp á þvi,
að við tefldum nokkrar hraöskák-
ir. Hann reis hæversklega á fætur,
virti mig fyrir sér og sagði að
lokum, feimnislega og ögrandi í
senn, að hann tefldi einungis fyr-
ir gjald. Það olli mér ekki neinni
undrun. Ég man að þaö snart mig
óþægilega hve hann var tötralega
klæddur, en ég hugsaði sem svo,
að honum yrði ekki mikið fyrir að
máta mig.
Við tefldum þriggja mínútna
leiki, en svo skammur umhugsun-
arfrestur veitir þeim mun sterk-
ari aðstöðu, sem meira kann. Það
var unun að sjá langa og granna
fingur hans færa mennina til á
skákboröinu, hiklaust og ákveðið,
og hvíla síðan á rofa skákklukk-
unnar. Hver minnsta hreyfing hans
var mörkuð nákvæmri hrynjandi,
sem vakti með mér aðdáun. Það
var eins konar ballettdans um svið,
markað hvítum og svörtum reit-
um. Honum varð varla litið á vísa
skákklukkunnar, en samt var eins
og einhver sjötta skynjtm gerði
honum viðvart í hvert skipti, sem
ég var að komast í tímaþrot. Öðru
hverju lét ég í það skína, að öll
þessi tækni hans bugaði mig ger-
samlega, og hann bauð mér eina
eða tvær uppbótarskákir, ems og
hann teldi mig hafa gott af því
að tapa fleirum. Ég dáðist að hon-
um við skákborðið í fulla khikku-
stund.
Það var komið fram yfir mið-
nætti, þegar ég greiddi honum
þóknunina í laumi, þar sem við
sátum skammt frá spjaldinu með
áletruninni, að óleyfilegt væri að
tefla fyrir gjald. Við vorum með
þeim síðustu, sem yfirgáfum sal-
inn, og það skóp eins konar tengsl
með okkur. Við gengum góöan spöl
og ræddumst við, nóttin var hrá-
slagaköld og hann var ekki í neinni
yfirhöfn og skalf af kulda,
Ég bauð honum inn í kaffistofu,
og tók að spyrja hann, á meðan
hann tuggði brauðsneiðina, hægt
og lengi, eins og hann vildi vera
viss um, að hann fengi úr henni
alla þá æringu, sem í henni væri
fólgin. Hann kvaðst heita Stanislas
Pilgrin og vera landlaus flóttamað-
ur, það væri tiltölulega skammt
síðan hann settist aö í París. Það
voru einu upplýsingamar, sem
lágu á lausu varðandi sjálfan hann,
og ég verö að viðurkenna, aö enn
er ég þar litlu fróðari. Enda þótt
Stan tali oft um sjálfan sig, ræðir
hann aldrei um einstök atriöi, og
ég hef aldrei vitað mann hafa
betra lag á að tala og tala án
þess að segja í rauninni nokkum
skapaðan hlut, þegar hann vill þaö
við hafa.
FELAGSLIF
VlKINGUR,
handknattleiksdeild.
Æfingatafla fyrir veturinn 1967
-1968.
Sunnudaga
kl. 9,30 4. fl. karla
- 10,20 - - -
- 11,10 3. fl. karla
- 13,00 M., 1. og 2, fl.
karla
- 13,50 - —----------
Mánudaga
kl. 19.00 4. fi. karla
- 19.50 3. fl. karla
- 20.40 M., 1. og 2. fi.
kvenna
- 21.30 - - -
Þriöjudaga
kl. 21.20 M„ 1. og 2. fl.
karla
- 22.10 - - —
Fimmtudaga
kl. 19.50 M., 1. og 2. fl.
karla
— 20.40 — - -
Föstudaga
kl. 19.50 3. fl. kvenna
Laugardaga
kl. 14.30 3. fl kvenna
Æfingar fara fram i íþróttahúsi
Réttarholtsskólans, nema þriðju-
daga, en þá eru þær i Iþrótta-
höllinni i Laugardal. — Æfing-
amar byrja þann 15. sept. Ný-
ir félagar eru velkomnir.
Mætið vel frá byrjun
Þjálfarar.
„Hjálp!“
Kvenmannsrödd. Þaö hlýtur að vera ung-
frú O’Hare.
Það hlýtur að vera eittíívað atvarlegt, fyrst
hún kallar á hjálp.
RAtiOABÁRSTiG 3] Sl&ðl .23022
txEn4
Eldhúsið, sem allar
húsmœður drcymir um
Hagkvcemni, stílfegurð
og vönduð vinna á öllu
METZELER
Vetrarhjölbarðarnir koma snjó-
negldir frá METZELER verk-
smiðjunum.
BARÐINN
Ármúla 7. Sími 30501.
HJÓLBARÐASTÖÐIN
Grensásvegi 18. Sími 33804.
AÐALSTÖÐIN
Hafnargötu 86, Keflavík.
Sími 92-1517.
Almenna Verzlunarfélaglð
Skipholti 15. Sími 10199.
ma tima
Sölubörn öskusf
Hafið samband við
afgreiðslnna
Hverfisgötu 55.
VÍSIR
Knútur Bruun hdl.
Lögmannsskrifstofa
Grettisgötu 8 11. h.
Simi 24940.
Skipuleggjum og
gerum yður fast
verðtilboð.
Leitið upplýsinga.
TTTTTÍT
| éiö
LAUGAVEGI 133 »10)111785