Vísir - 28.10.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 28.10.1967, Blaðsíða 1
57. árg. - Laugardagur 28. oktðber* 1967_ 248. tbl. Nýju reglurnar um gjaldeyrisviðskipti: Eiga að draga úr s'ivaxandi halla á greiðsluviðskiptum úr borginni — Banni við fjárhaldi framfylgt i fyrsta sinn fjóldi fjáreigenda i yfirheyrslum hjá lógreglunni Eins og Vísir skýrði frá í gær, stöðvuðu gjaldeyrisdeildir bank- anna afgreiðslu á gjaldeyri til al- mennra vörukaupa í gærmorgun. Blaðinu barst f gær eftirfarandi frá Scðlabankanum um málið: „í framhaldi af breytingu á vcglugerð um skipan gjaldeyris og innflutningsmála o. fl„ sem gefin var út af viöskiptamálaráðuneytinu í dag, hefur Seðlabankinn birt aug- lýsingu um nýjar reglur um inn- borganir vegna innflutnings. í hinum nýju reglum felst, að greiða þarf 15% innborgun, um leið og sala gjaldeyris fyrir inn- flutningi fer fram, enda sé ekki um greiðslufrest að ræða, og verður innborgunin bundin í þrjá mánuði. Sé varan fiutt inn með greiðslu- fresti, en án ábyrgðar, hækkar inn- borgun um 15%, þ.e.a.s. úr 10%, sem nú er í giidi, í 25%. Innborg- un þessi stendur, á meðan greiðslu- frestur er, en þó ekki skemur en í þrjá mánuði. Undanþegnar þessum nýju innborgunum verða allar heiztu rekstrar- og hrávörur, svo sem kornvörur, fóðurvörur, kaffi, sykur, olíur, veiðarfæri, áburður, iðnaðarhráefni o. fl. Ákvörðun þessi, sem tekin hefur verið af viðskiptamálaráðuneytinu í samráði við Seðlabankann, tekur gildi mánudaginn 30. þ. m. Er til- gangur hennar sá að draga úr hin- um sívaxandi halla, sem verið hefur á greiðsluviðskiptum við út- lönd síðustu mánuði. Hefur orsök hallans, verið fólgin í því, að verð- mæti útflutnings hefur lækkað stórkostlega, vegna verðfalls er- lendis og minni sjávarafla, jafn- framt því sem almennur innflutn- ingur hefur haldizt nokkru hærri en á s.l. ári. Þannig var útflutn- ingur til ioka september einum briðja eða rúmlega 1000 millj. kr. lægri en fyrstu níu mánuði ársins 1966. Innflutningur, að frátöldum skipum, flugvélum og innflutningi vegna Búrfellsvirkjunar, var hins vegar 3% hærri fyrstu tíu mánuði Nýja brúin yfir Jökulsá á Sói- heimasandi verður tekin í notk- un í dag og mun Ingólfur Jóns- son, samgöngumálaráðherra, aka fyrstur yfir brúna. Jökulsá hefur alla tíð verið erfið yfirferðar. Veldur því eink- um hvað áin er stríð og svo það, að áður fyrr komu í hana stór jökulhlaup. Jökulhlaupin stöf- uðu af því, að Sóiheimajökull stíflaði afrennsli úr hliðardal og myndaði þar uppistöðu. Þegar vatnsborðið í uppistöðunni varð nægilega hátt, lyftist jökullinn þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Þar sem ekki er útlit fyrir, að út- flutningur muni aukast nægilega á næstu mánuðum til að jafna hall- ann á gjaldeyrisviðskiptunum, hef- ur reynzt óhjákvæmilegt að grípa til ráöstafana til þess að draga úr innflutningi. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn eru sammála um það, að mjög ó- æskilegt væri að reyna að draga úr innflutningi með beinum höftum, og hefur i þess stað verið ákveðið, að taka upp hinar nýju innborgun- arreglur, en þær ættu að hafa sterk áhrif í þá átt að minnka eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri." og vatnið tæmdist skyndilega. Þessi jökulhlaup urðu mjög stór áður fyrr, en minnkuðu eftir því sem jökullinn minnkaði og hopaði, og hættu að mestu leyti um 1930. Gamla brúin var byggð á árun- um 1920 og 1921, og var vígð 4. sept. 1921. Brúin var byggð sem stálgrindabiti með timburgólfi á steyptum stöplum. Nýja brúin er stálbltabrú með steyptu gólfi og hvila bitar á steypt- um stöpium. Heildarlengd bnlar er 159 m, og skiptist sú lengd í 5 höf, 3 miðhöf 35 m aö 1. og tvö Lögreglunni í Reykja- vík hefur verið falið að sjá um að framfylgja settu banni við f járhaldi í Reykjavík. Hafa marg- ir fjáreigendur er stunda þennan búskap í trássi við bannið verið kallaðir fyrir lögreglu- stjóra og gert að fjar- lægja kindur sínar af lóðum í borginni innan ákveðins tíma. Allt fjárhald í landi Reykja- víkur var bannað í fyrrahaust nema með sérstöku leyfi borgar yfirvalda. En fjáreigendum var eins og kunnugt er úthlutað endahöf 27 m að lengd, Breidd brú- ar er 4,8 m að utanmáli og 4 m milli bríka. Til að tryggja undir- stöðu, var reynt að reka „taura undir stöpla. Það tókst ekki, og voru þá stöplar grafnir niður eins og unnt var eða allt að 5 m niður fyrir vatn. Framkvæmdir viö brúarsmíðina hófust um miðjan maí s.l. og verð- ur lokið nú um mánaðamótin okt. —nóv. Starfsmenn hafa að jafnaði verið um 25. Verkfræðilegan undirbúning og yfirstjórn hafa annazt verkfræð- ingar Vegamálaskrifstofunnar undir stjórn Arna Pálssonar yfirverk- fræðings. Verkstjóri er Haukur Karlsson brúarsmiður. Verkstjóri við gerð vegar og varnargarða Brandur Stefánsson, vegarverk- stjóri. Heildarkostnaður við brúna er áætlaður 12 millj. kr. landi fyrir innan Elliðavatn fyr- ir kindur sínar. Fjárborgin sem þar er mun nú fullskipuð á jöt- ur og eiga fjáreigendur, sem ekki hafa þegar fengið aðstöðu þar ekki í annað hús að venda. Má því búast við niðurskurði á miklum hluta af bústofni Reykjavíkurbænda. Borgarráð ítrekaði á fundi sínum 3, þessa mánaðar ákvæð- ið um bann viö fjárhaldi i borg inni og var skrifstofustjóra borg arinnar falin frekari fram- kvæmd málsins. Lögreglunni var síðan falið að kanna fjárhald í borginni og framfylgjá banninu. Sagði fuil- trúi iögreglustjóra við Vísi í gær að allmikið væri um fjár- hald hér í borginni og þyrfti að kalla marga menn fyrir, en yfir- heyrslur standa yfir þessa dag- ana. Sagði fulltrúinn að fjár- eigendur fengju stuttan frest stig, að lán fengjust út á hús á meöan þau væru í byggingu. Forsaga þessa máls er sú, að í vor ákváðum við að byggja hús í stórum stíl ef við fengjum þau starfsskilyrði, sem til þess þarf, sagði Gissur, — þ. e. næg- ar lóðir og fyrirgreiðslu í lána- málum. — Við leituðum til ríkis og borgar varðandi þessi mál og fengum mjög góðar undirtektir. — Þau skilyröi verða að skap- ast að hægt sé að halda bygg- ingaframkvæmdum stöðugt gangandi til að koma í veg fyrir verkefnaleysi, en einnig veröur að vera hægt að koma við stöðl un vegna sameiginlegra inn- kaupa á byggingarefnum. Frumskilyrði þess aö þetta sé hægt er þó, að lán fáist á eign- irnar áður en þær eru seldar, en eðlilegt er að t. d. 50% lán fáist út á eignirnar. Hingað til hefur það tíðkazt aö lán fást varla fyrr en búið er að selja í- búðimar og þá út á nafn kaup- anda, sem hefur valdið bygginga meisturum miklum erfiðleikum, því skiljanlega geta þeir ekki legið með ótakmarkaö fjármagn í byggingunum. — Veigamikið í byggingaiðnaðinum er að geta velt fjármunum sem örást, því að fjármagn, sem liggur bundiö í byggingum er dýrt. íbúðakostnaðurinn er óheyri- lega stór liður £ útgjöldum manna og höfum við bygginga- meistarar, ekki síður en aðrir, áhuga að bæta þar úr. Samstarfsfélagið verður vænt anlega stofnað f næsta mánuði. Sagði Gissur að það væri opið öllum byggingameisturum, a. m. k. múrarameisturum og tré- til þess aö flytja burtu kindur sínar af heimalóðum í mörgum tilfellum eina viku eða svo. Kindur eru sem óðast aö kom • ast til skila úr sumarhögum og á að koma í veg fyrir að þær verði hýstar í bílskúrum og kof um á lóðum borgarinnar, eins og viögengizt hefur um árarað ir og eins núna seinasta ár þrátt fyrir bannið, Vísir átti ennfremur í gær tal við garðyrkjustjóra borgarinnar og sagði hann að sér væri eins og öðrum garðræktarmönnum, lítil þökk í kindastússinu hér í borginni, en fjáreigendur hefðu þráazt við. Það væri sagt um menn að þeir væru sauðþráir og það ætti við fjáreigendur mörgum fremur. Fjárborgin austan við Elliða- vátn er talin vera hættuleg vatnsbólum Reykjavíkursvæðis- ins. Talið er að óhreinindi það- an geti komizt í jarövatnið og borizt með þvf í vatnsbólin, en lítið þarf til þess að gera vatnið óhæft til drykkjar. Er fjáreigendum þvf ekki leyft að vera þama nema fram á vorið, en ekki er enn vitað hvað við tekur, þegar kindur koma af fjalli næsta haust. smiðameisturum, en það em að- allega þeir, sem hafa stundað ibúðabyggingar til sölu. — Ekki er útilokað að öðrum meistur- um verði gefinn kostur á að ganga f félagið. Bifreið stolið í Kópavogi Stolið var bifreið í Kópavogi, sem staðið hafði við hús nr. 62 við Þinghólsbraut, í fyrrakvöld. Barst lögreglunni vitneskja af ferð um þjófsins á bifreiðinni, en sézt hafði til hans hlaupa frá henni, þar sem hann skildi við hana eftir að hafa ekiö henni aðeins stutta vegalengd, að húsi nr. 5 við sömu götu. Af lýsingu sjónarvotta á bíl- þjófnum gat lögreglan glöggvað sig á hver hann mundi vera og var hann handtekinn strax í gær- kvöldi. Mun þjófurinn strax hafa játað á sig . stuld bifreiðarinnar. Hins vegar hefur lögreglunni í Kópavogi ekki enn tekizt aö hafa uppi á þeim, sem ók á tvílita Moskvitch-bifreið, þar sem hún stóð mannlaus við hús nr. 54 á Borgarholtsbraut. Hafði eigandi bif reiðarinnar skilið við hana kl. 21 í fyrrakvöld en þegar hann fór til vinnu sinnar í gærmorgun sá hann hvernig afturstuðari, afturbretti og hurð bifreiðarinnar höfðu verið stórskemmd, eins og ekið hefði verið á bifreiðina. Fólk f húsinu hafði' heyrt einhvern skarkala kl. 1.30 um nóttina, en ekki gert sér grein fyrir, af hverju hann stafaði og leikur grunur á, að þá hafi á- reksturinn átt sér stað. Skorar lög reglan á hvem þann, sem til þess er fær, að veita sér upplýsingar eða liö í máiimi. Með nægum lóðum og fjármugnimá lækka byggingakostncð verulegu — segir Gissur Sigurðsson, einn af 36 byggingameisturum, sem undirbúa samstarfsfélag byggingameistara til að lækka bygginga- kostnaðinn — Myndum sætta okkur við verðlagseftirlit Samtök byggingameistara hafa nú sótt um lóðir f Breið- holtshverfi III, sem er næsti hluti Breiðholtshverfis, þar sem Ióðum verður úthlutað í stórum stíl. — Bygginga- meistararnir, 36 talsins, und- irbúa nú stofnun samstarfs- félags, en stofnfundurinn verður haldinn í næsta mán- uði. Einn byggingameistarinn í undirbúningsstjórninni, Gissur Sigurösson, sagði í viðtali viö Vísi í gær, að byggingameist- ararnir væru sannfærðir um. að með nægjanlegum lóðum og lánafyrirgreiðslu mætti lækka byggingakostnaðinn verulega, en opinberir aðilar hafa sýnt þessu máli mikinn velvilja og tekið vel undir málaleitun bygg ingameistaranna.. Gissur sagði, að byggingameistararnir myndu sætta sig við strangt verðlags eftirlit, ef opinber fyrirgreiðsla kæmi til og lánamálum til bygginga yrði komið á það -<S>* Ný brú á Jökulsá á Sól- heimasandi tilbúin Samgóngumálaráðherra, Ingólfur Jónsson, mun taka brúna formlega i notkun i dag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.