Vísir - 30.10.1967, Blaðsíða 1
VISIR
Mónvdagur 30. okfóber 1967
BLAÐ il
Sérhver kynslóð á sinn kölska
ræða. Þannig kallaði þetta hva<5
á annað hvað formið snerti.
— Nú var verki þessu mjög
vel tekið, bæði af gagnrýnend-
um og áhorfendum ...
— Þar á Þjóðleikhúsið miklar
þakkir skildar. Af þess hálfu er
ekkert til sparað og eins vel til
sýningarinnar vandað og unnt
er. Enda er þetta mjög dýr sýn-
ing; allir helztu leikararnir.
hljómsveit, söngfólk og dans-
fólk í eldinum, ef svo mætti að
orði komast og fyrirhöfn. Já,
sýningin hefur almennt fengið
góða dóma, ég hef ekki yfir
neinu að kvarta hvað það snert-
ir.
— I þessu verki hefurðu leit-
að nokkuð á vit þjóðsögunnar
. . hefurðu kynnt þér nokkuð
þann fjársjóð, sem íslenzkir
leikritahöfundar eiga þar fólg-
inn, umfram höfunda með vel-
flestum öðrum þjóðum?
— Það get ég ekki sagt, en
mér er engu að síður ljóst, að
þar er um að ræða góðmálm.
sem gera mætti úr haglega smíð.
Eins og líka sjá má af því, að
þeir Jóhann Sigurjónsson og
Davíð Stefánsson hafa ekki far-
ið þangað erindisleysu. Það er
því ekki ólíklegt að þeir verði
fleiri, sem þangað leita.
— Hingað til hafa íslenzkir
leikritahöfundar yfirleitt leitað
annað hvort til þjóðsögunnar
eða langt aftur í aldir — nema
þið, þessir yngstu. sem veljið
ykkur viðfangsefni úr samtið
ykkar, að svo miklu leyti, sem
ykkur verður markaður bás.
Fyrir bragðiö verður langt tíma-
bil úr lífi þjóðarinnar þarna ó-
plægður akur, ef svo mastti aö
oröi komast — torfbæjaöldin,
meö öllu sfnu skammdegis-
myrkri, einangrun, niödimmum
bæjargöngum og rangölum, þar
sem Mórar og Skottur léku laus-
um hala, allt fram yfir síðustu
aldamót. Væri ekki reynandi að
leita þangað um efnivið?
— Þetta er tímabil, sem ég t.
d. þekki ekki svo til hlítar, að
ég getn sótt þangað viöfangs-
efni. Mín kynslóð hefur rofnað
algerlega úr tengslum við næstu
kynslóð á undan, hvað þetta
snertir. Hún er fædd við rafljós
f sómasamlagum húsakynnum
og alim upp á tímum tæknibylt-
ingarinnar með flugvélagný í
lofti. Þar með er þó ekki sagt,
að okkar kynslóð eigi ekki líka
sína Móra og sfna Skottur, sem
forvitnilegt er að fást við. En
þau hjú verða annars eðlis en
áður ...
— Og þegar einhver af ykkar
kynslóð verður gripinn löngun
til að mana fram sjálfan myrkra
höfðingjann og ná tökum á hon-
um, beitir hann til þess tækni-
legum brellum og rafeindagöldr-
um, f staö þess að fara út i
kirkju eða kirkjugarð að nætur-
þeli og hafa yfir magnaðar sær-
ingar í orði ...
— Þannig veröur það að
minnsta kosti í „Homakóraln-
um“, og það er eflaust ekki
fyrir hendingu, að sá Kölski.
sem þar birtist — fyrir atbeina
tæknikunnáttu Lofts — lætur
svo einkum pólitfskt baktjalda-
makk og viss atriði í fjármála-
lífinu til sin taka. Þannig á hver
kynslóð sér líka sinn Köíska ...
— Og Kölski hverrar kynslóð
ar sitt sérstaka atiiafnasvið?
— Já, ætli það ekki ...
Loftnr Guðmundsson.
Qddur Bjömsson er einn þeirra tiitölulega fáu rithöfunda af yngri
kynslóðinni, sem helgað hefur sig leikritun nær eingöngu. Hann
hefur samiö nokkra einþáttunga, sem sýndir hafa verið hér á sviði,
útvarpsleikrit og loks „Homakóralinn“, söngleik, sem sýndur er í
Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Öli hafa þessi verk hans vakið
ótvíræða athygli og hlotið góða dóma gagnrýnenda — þótt bera
vitni hugkvæmni og kunnáttusemi og nútímalegri framsetningu,
enda hefur Oddur kynnt sér leikritun og leiksýningar erlendis, og
dvalizt tvo vetur á við skóla í þeim fræðum í Vínarborg. Og nú
hefur Oddur Bjömsson beint hæfileikum sínum sem rithöfundur
inn á nýjar brautir — og öllu troðnari hér á landi — þar eð innan
skamms er væntanleg eftir hann skáldsaga, gefin út af bókaforlagi
Helgafells.
leiklist og nýja skáldsögu
mannsins Galdra-Loftshugmynd-
inni gömlu, en þó mjög frjáls-
lega. Þannig varð svo fyrrihluti
verksins til á ekki mjög löngum
tíma — en við seinni hlutann
varð aftur á móti löng glíma.
Það var einkum formið, sem vafð
ist fyrir mér. Ég fann að ég varð
að gera einskonar formspreng-
ingu, um leið og kölski kom í
leikinn, breyta til, hvernig sem
það svo mátti verða. Loks gerði
ég þó einskonar grind að seinni
hlutanum — og þaö var á
því stigi, sem samvinna okkar
Leifs Þórarinssonar hófst. Það
samstarf varð mjög náið; við
ræddum hlutina fram og aftur
og veltum þeim fyrir okkur, og
hann á sinn hlut í byggingunni,
eins og siðari hluti verksins að
lokum varð. Okkur kom saman
um að byggja hann upp af
laustengdum sýningaratrið-
um, þar sem fjandinn og
satíran fengi að leika laus-
um hala. En einmitt þetta
virðist hafa vafizt eitthvað fyr-
ir þeim áhorfendum, sem eru
alvarlega þenkjandi hvað stíl og
form snertir- þeim finnst þetta
laust í reipunum og um of farið
út og suður í seinni hluta verks-
ins — en það er með vilja gert
og stefnt að sérstökum áhrifum.
Hitt er svo annað mál, að alltaf
má gera hlutina betur. Það, sem
fyrir okkur vakti fyrst og fremst
var að skapa þama leiksviðs-
verk, sem fólk gæti haft ánægju,
létta og græskulausa satríu, en
þó nokkra alvöru undir niðri.
Tónlistin er líka í léttum dúr og
auðskilin — rétt að taka það
fram, að þótt hún sé 1 nútima-
stfl, er þar ekki mn neinar
,,ultra-modeme“ tilraunir að
Ur leíkritimi „Amalía“ eftir Odd Bjömsson.
— 'jV’útimaskáldsaga, Oddur?
— Já, þetta er stutt
skáldsaga, sem fjallar um ungan
mann, vandamál hans og við-
horf gagnvart umhverfinu og
samtíð sinni.
— Nýtt leikrit á prjónunum?
— Ég veit varla. Ég hef
gengið með víst viöfangsefni í
huganum að undanfömu, verið
að velta því fyrir mér á leiðinni
til vinnu og frá. En hvað úr
því verður, eða hvort nokkuð
verður úr því, það er annað
mál.
— En hvað um leikritun
þína yfirleitt?
— Ég hef verið mjög hepp-
inn hvað það snertir, aö þau
verk, sem ég hef samið, hafa
verið flutt. Það er nauösynlegt
fyrir hvern þann höfund, sem
fæst við leikritun, að heyra og
sjá verk sín í flutningi. Á því
lærir (hann mest. Félog, sem
standa ,að leikritaflutningi, svo
og Þjóoleikhúsið, ættu því að
telja sér skylt að flytja verk
eftir íslenzka höfunda, jafnvel
þótt um miðlungsverk væri að
ræða; í því einu er fólgin sú
von að fram komi aðsópsmikil
leikritaskáld, enda þótt nokkum
tíma geti tekið aö hún rætist.
— Þú hefur ekki farið inn á
braut reiða, unga mannsins í
leikritun þinni?
— Ég held að þessir reiðu,
ungu menn séu að mestu leyti
úr sögunni. Nei, það er absúrd-
formið, sem hefur freistað mín
í- einþáttungum mínum. Eða öllu
heldur — það hefur átt vel við
mig, eins og einþáttungsformið
sjálft, sem hefur verið mér eins
konar stílögun, þar sem ég hef
verið að átta mig á því, sem
mér finnst skipta máli og velta
því fyrir mér. Ef til vill stendur
þetta í einhverju sambandi við
það, að ég haföi mikinn áhuga
bæöi á tónlist og myndlist og
form þeirra verka höfðu mikil
áhrif á mig áður.
— Hver voru drögin að því,
er þú fórst að fást við umfangs-
meira verk, eins og „Hornakór-
alinn“? Hugsaðir þú hann í þessu
formi frá upphafi, eða skapaðist
það smám saman, á meðan þú
vannst að því verki?
„Hornakórallinn“ varð til —
kannski ekki við sérstæðar að-
stæður — en meö dálítið sér-
stæöu móti. Efnið sótti á mig;
mér fannst freistandi að glíma
við það, skapa þarna satíru um
stöðu nútímamannsins gagnvart
peningum og tækni. Þetta krist-
allaðist svo smám saman í huga
mér eins .og gengur, og mér
fannst liggja vel við að
-tengja þessa afstöðu nútíma-
I
í
i
I