Vísir - 30.10.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 30.10.1967, Blaðsíða 9
V í SIR . Mánudagur 30. október 1967. 27 Ræft við Björn — Framhald af bls. 19. — Það eru f jórar jarðir: Vatn, Mannskaðahóll, Bær og Höfði. — Nú hefur þú sagt mér, að þótt ekki hafi beint verið hægt að tala um skort, þá hafi þó víða sorfið fast að, t. d. 1918. Minnist þú þess að þeir betur megandi væru svo fastheldnir á sitt, að þeir neituðu nauðleitar- mönnum? — Nei, ekki svo orð sé á ge<r- andi og mun hafa verið mjög fátítt Hins vegar voru kjör roanna miklu misjafnari þá en nú — og ýmsir, sem stóðu það nátt upp úr, að aðrir urðu þeim ósjálfrátt undirgefnir án þess að til þess þyrfti að beita nemni harðýðgi. Þeir voru búnir að missa móðinn og urðu jafnvel ánægðastir að geta gengið á mála hjá öðrum. — Og um það hef ég heyrt, að hreppsnefndir hafi hjálpað fólki um farareyri til Amerfkuferða, sem verst var statt og líklegt tii að hvfla þungt á byggðinni, t. d. skotið sem svaraði einu lambsveröi hver bóndi. En er nú ekki, meiri kjami í þeim, sem slítur heim- taugarnar, þótt nauðugt sé, en hinum, sem gefst upp og grotn- ar niður. — Svo em það árin frá 1930 og fram að styrjöldinni síðari? — Þau vom mjög erfið bænd- um og þá urðu margir þejrra að selja sínar jarðir, og þá var það Kreppulánasjóður, sem kaupir. Þetta urðu mörgum örðug spor. Og af því hef ég haft spumir, að framámenn í héraði, sem áttu við erfiðleika að strlða, þeir fóm vestur um haf. í minni sveit munu nú vera um 240 manns og 40—50 jarðir í byggö, og því miður situr sum- ar þessar jarðir eldra fólk, sem ég sé ekki ag eigi framtið, ef ekki koma einhverjir, sem vilja kaupa. Þó er, sem sumum býlum mjög uppvaxandi fólk. — TTvemig finnst þér svo fólk- inu líða í dag, þegar þú lítur til þróunar þíns tíma? — Vel — ágætlega. Jú, menn skulda, en þeir neita sér um sárafátt. Það er t. d. víða til bif- reið á heimili og tvær til þrjár dráttarvélar. — Faðir minn hafði venjulega 5 vinnumenn og 2—3 vinnukonur. Tvo vinnu- menn sína lét hann venjúlega stunda sjó. — Þetta væri dýrt vinnuafl í dag. Nú býr sonur minn einsamall á jöröinni með konu sinni og þremur smákrökk um. Sá elzti er 7 ára, svo emm við þar gömlu hjónin, sem erum hætt og gemm lítið, að okkur finnst. En hann hefur nógan vélakost. — Hver er svo afkoma bænd- anna þama almennt? — Brúttótekjur bænda eru svona þrjú—fjögur og upp í 600 þúsund. En nettótekjur frá þvi að vera því nær í núlli og upp í um 200 þús. — Hver er ástæðan fyrir þess um mikla mismun? — Sennilega áburður og kjam fóðurkaup. — Og er þetta þá nauðsyn í svo ríkum mæli sem nú er? — Illt árferði eða öllu heldur kal í túnum og léleg spretta hef- ur gert þetta nauðsynlegt og i sumum tilfellum fóðurskortur á vorin. — En er þá þetta fólk, sem neíur stóm búin, hamingjusam- ara í sinni stærð en hinir, sem minna hafa undir höndum? — Ekki finn ég mun á því. — En em ekki athafnir mannsins í flestum tilfellum leit að lífshamingju? — Jú, og vissulega er hún að- alatriðið og hinn raunhæfasti ár- angur lífsframvindunnar. nu beraTVÆ R bragðljúfar sígarettur nafniðCAMEL ÞVl CAMEL — FILTER ER KOMiN Á MARKAÐINN I sjöog landi, sumar og vötur llmandi Camel - og allt gengur betur — Hefur þú ekki veitt þv£ eft- irtekt, hve sterkar taugar marg- ir burtfluttir úr byggðinni hafa til sinna átthaga, jafnvel þótt allt leiki í lyndi £ hinum nýju heimkynnum? — Jú, það er eins og þær slitni aldrei, menn njóta allra þeirra stunda, sem þeir geta til að nota friðar og hvildar úti í sveitinni. — Þá fá oft margir, sem fá að tjalda við Höfðavatn, ekki ætfð, að þvf er virðist, til að veiða, fremur hitt, að njóta friðar £ faðmi móður náttúm, rif ja upp gamlar bernskuminn- ingar og komast í hina nánu snertingu við gróður og mold. Finna saltan eim frá hafinu blandast ferskum ilmi vaxandi gróðurs og frjórrar moldar. Tjað er margt fleira, sem við röbbum saman, þótt hér sé staðar numið £ bili, en allt það, sem hann hefur sagt mér og vikkað vitund mfna, er geymt en ekki gleymt, og má vera að fleirum verði fróðleikur sícWr. — Báðir trúum við á Islenzkamold og djúpa Atlants ála. Þ. M. INNANLANDS- OG UTANLANDSFERÐIR LAN DSa N ú Trúin flytur fjöll — Vlð flytjum allt annað SENDIBÍLASTÖÐIN HF. BlLSTJÖRARNTR AÐSTCHÐA aaaoasi ^ J HÖFÐATÚNI4 SÍIVII 23480 F E LAUGAVEGl 54 RÐASKRIFSTOFA . SÍMAR 2 28 75 - 2 28 90 Vinnuvélar til lelgu Rafknúnir múrhamrar með borum og fleygum. - Steinborvélar. - Steypuhrærivélar og hjólbörur. - Raf-og benzfnknúnar vatnsdselur. Vlbratorar. - Stauraborar. - Upphfttmarofnar. -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.