Vísir - 30.10.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 30.10.1967, Blaðsíða 7
V1SIR . Mánudagur 30. október 1967. HAMINGJAN ER RAUNVERULEGI ÁRANGUR LÍFSFRAMVINDUNNAR Rætt við Björn Jónsson, hrepp- stjórn, fró Bæ á Höfðnströnd í Skngnfirði l_Tér er staddur hjá mér Björn Jónsson bóndi og hrepp- stjóri að Bæ á Höfðaströnd. Og nú ætlar hann að sýna mér þá vinsemd að rabba við mig dá- litla stund, segja mér frá liöna tímanum og þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í hans heima- héraði fram til dagsins í dag, En eins og öllum er kunnugt, þá eru siðustu áratugir einhverj- ir mestu breytingatímar, sem' yfir þjóöina hafa gengið. — Þá vildi ég biðja þig, " ^ Bjöm, að segja mér nokkur deili á sjálfum þér? — Ég er fæddur og uppalinn í Bæ á Höfðaströnd í Skaga- firði. Afi minn keypti jöröina árið 1887, Konráð Jónsson, sem var hreppstjóri þar. Sonur hans, Jón Konráðsson, tók við af hon- um og var þar hreppstjóri eftir hans tíð. Þar bjó faðir minn fram til ársins 1927, að ég tók við búinu, og hef svo haft á hendi hreppstjóm frá 1952. Vit- anlega á þessu tímabili, sem ég hef lifað frá 1902 hafa orðið geysilegar breytingar, er ég man eftir. — Hver var móðir þín? — Móðir mln var Jófríður Bjömsdóttir, fædd og uppalin I Gröf á Höfðaströnd. Foreldrar mínir vom systkinaböm. — Það em þá sterkir skag- firzkir stofnar, sem að þér standa. — Já, því verður ekki neitað, forfeður mínir em frá Bæ og Gröf. Jón Konráðsson, kallaður „ríki“, í Gröf er forfaöir minn. Hann geymdi peninga sína í harðfisksstafla I bænhúsinu í IGröf, sem nú er elzta kirkjuhús landsins, og er haldiö viö^á veg- um þjóðminjavarðar. Um aldur ’j þess yeit ég ekki með vissu, en það er ömggt, að það er elzta og minnsta kirkjuhús, sem nú er uppistandandi. 1 þvf era um 20 sæti. — ITvað viltu segja mér um A lífshætti fólksins á þeim árum, sem þú manst uppeldi þitt? — Þá vora oft hörð ár, og erfitt að frkmfleyta fjölskyldu á kotbýlum ekki sízt ef bam- margar vom. T. d. man ég vel árið 1918. Þá var farið á isum inn allan Skagafjörð, til Sauðár- króks, út í Drangey og til Máhn- eyjar. — Komu þá engin höpp með þessum ís? — Ekki get ég sagt það. 1 síð- ustu vökunum sem ég man eft- ir var mikið um hnísur og fugl, en þetta drapst allt saman og varð til lítilla nytja. — Hvemig var það, leið þá fólkið í sveitunum skort, þegar allar leiðir lokuðust til sjávar? — Þama i kringum Bæ, sem þá var talið með beztu býlun- um, þar vom 12 þurrabýli — Bæjarklettar — þar vom 5 býli, og svo kölluð Bæjarkot — þar vora 7 býli. Allt þetta fólk lifði á fiskveiðuin og silungsveiði í Höfðavatni. Það hafði engar nytjar af mjólk aðrar en þær, sem það fékk frá okkur í Bæ, en nokkrar kindur munu allir hafa haft. Vitanlega var mikil fátækt þama og mundu fæstir af nú- Íifandi mönnum trúa þvi hve breytingin er orðin mikil nú á tímum á pví sviði. — Finnst þér ekki stundum, þegar þú minnist þess tima, er við í æsku lásum ævintýri „Þús- und og einnar nætur“, að sum þeirra séu i dag nær því að nálgast veraleikann? — Jú, það er einmitt tilfelhð. Það era eiginlega ótrúleg ævin- týri, sem maður hefur lifað á þessum mannsaldri. — Þama hjá ykkur, hvort er fremur um að ræða þróun eða stökkbreytingu? — Þróun er þaö, samfara auk- inni tækni, án mjög örra breyt- inga. Með véltækninni, hraö- frystihúsunum — flyzt fólkið meiríi í þorpin, þangað sem meiri atvinnu var von — jafn- vel jarðir fóra í eyði, sem þó vora taldar mjög byggilegar. Ég held, að síðan ég man eftir hafi farið 10 jarðir í eyði í mínum hrepp. — Eru þær ennþá í eyði? - Já, en svo hafa aftur kom- ið þar á móti 5 nýbýli, sem hafa verið staðsett á betri stöðum. — Hvað mundir þú vilja segja mér um tímabilið frá 1910 til 1930, svona almennt talaö? — Það tel ég að hafi verið hægfara í framþróun, þá skorti ennþá vélakost til stærri fram- kvæmda. Menn slógu með orf- um og rökuðu með hrifum, og Hjónin í Bæ á Höfðaströnd, Bjöm Jónsson og Kristin Kristjánsd. sveinar aö ferðast um mjlli bænda og vinna að jarðyrkju, — og þessi þróun hefur svo dafnað til þess sem ríú er. P'ins er það með útgerð. 'Þegar ég man fyrst eftir þá var mikil útgerð frá Bæ og fyrstu vélbátar, sem gerðir voru út frá Skagafirði, vora gerðir út það- an. Árið 1909 þá ferst annar vél báturinn, en þeir vora tveir, sem útræði höfðu þar heima og þá munu hafa verið ein þrjú ár — Var þá ekki sexæringaút- gerð að heima frá þér? — Jú, það vora þama tölu- vert margar verbúðir. Þama var líka fiskur saltaður og mikið af fiski þurkkað á Bæjarmölinni. Og venjulega var fiskurinn tek- inn við Bæjarklett, en þá kom fyrir að flytja varð hann til Hofsóss. — Ðær hlýtur að vera geysi- 19 stórjörð? — Já, hún er það, við siðasta jarðamat var hún önnur dýrasta minna gert að sléttun og út- færslu ræktaðs lands. — Ég hef oft heyrt á orði haft að frá búnaðarskólanum í Ólafsdal hafi borizt út um ná- læg hérað og viðar, svokölluð Ólafsdalsmenning. Var ekki einn ig Hólastaðsmenning, sem þið nutuð þama í Skagafirði? — Já, t. d. þegar ég var á bændaskólanum á Hólum 1920 —1921, þá vorum við látnir rista ofan af og plægja og leggjá yfir flögin. Og þá byrjuðu Hóla- Þórðarhöfði. síðan sú útgerð hófst. Þessir bátar vora gerðir út af svoköll- uðu Mótorfélagi, sem faðir minn var formaöur fyrir. — Er góð höfn í Bæ? — Ágæt í sunnanátt. — Hvers vegna óx þá ekki útgerðarstaður I Bæ í stað þess að færast til Hofsóss? — Hofsós var verzlunarstað- ur og skilyrði betri til hafnar- mannvirkja. Höfnin I Bæ er að- eins lítill vogur og hefur breytzt til hins verra í minni tíð. jörð I sýslunni, næst Hólum, en ég býst við að hún hafi nú eitt- hvað þokast aftur nú. Þó veit ég það ekki, þvi síðasta jarðamat er ekki komið — en matið er nú 141.6 hdr. Við eigum land aö Höfðavatni og hálfan Þórðar- höfða. — Þú sagðir mér áöan, að fólkið hefði lifað á fiskveiðum og veiðiskap I Höfðavatni. Var þá vakað á á vetuma? — Já, það vora höggvin göt á ísinn og netunum rennt niður og svo dregið milli vakanna. Karlamir komu með stórar kipp ur á hverjum degi, og var áð þessu mikið bjargræði. — Er ekki mikill fugl viö Þórðarhöfða? — Þaö er ekki mikill svart- fugl, 'aftur á móti fýlungi og svartbakur. — Var þetta ekki hagnýtt? — Ekki I þá daga, nú á seinni árum hefur verið nokkur eggja- taka — svona 11—1200 stykki árlega. En það er erfitt aö ná þessu, þarf að klifra talsvert, og það gera ekki nema léttir menn. Ég held þú værir ekki fær í það. Mér þótti þetta geysilega gam- an, en er nú ekki lengur farinn að þola þaö, eða öllu heldur fæ ekki að gera það. — Þú vilt ekki segja, aö fólk- ið þama í kringum þig hafi lið- ið beinan skort? — Ég varð ekki var við þaö, en þó mundi það sjálfsagt talið nú, en kröfumar eru svo ólikar nú og þá, að því er ekki hægt að jafna saman. Þau hýbýli, sem fólkið bjó í, vora moldarkofar með moldargólfi. í sjóbúðunum vora hlaönir bálkar meö mold- argólfi, en í bæjunum var tré- pallur á milli rúmanna. Jjað, sem mér finnst skipta máli, þegar ég spyr um gamla tímann og lífshætti fólks- ins þá er það þetta — Var fólkið óhamingjusamt? — Nei, tvímælalaust ekki ó- hamingjusamt, þaö undi viö sitt og fann lífsfyllingu í starfi og því litla, sem á vannst. Það var mjö(g nægjusamt, og mér finnst að fullmikið sé nú stundum gert úr þessu striti, sem talað er um. Menn áttu sinar hvíldarstundir og komu þá hver til annars og röbbuðu um lífið og tilverana eins og hún þá kom þeim fyrir sjónir. — Hvaða jarðir eiga Haga- vatn? Framhald á blaðsíðu 21. f _____________________________ 6' tWW—gMMMWi hWWiii m i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.