Vísir - 30.10.1967, Blaðsíða 6

Vísir - 30.10.1967, Blaðsíða 6
18 V í S IR . Mánudagur 30. október 1967. RETTLÆTI GUÐS ) Hér kemur seinni hlutinn af ræðu Dietzfelbingers biskups í þýðingu sr. Ingólfs Guðmundssonar. — Fyrri hlutinn birtist á kirkjusíðu Vísis sl. laugardag. í laugardagsblaði Vísis birtist í þættinum „Kirkjan og þjóðin“ fyrri hluti prédikunar eftir þýzka biskupinn dr. H. Dietzfelbinger. Hann er biskup Bæjaralands og forseti ráðs evangelisku kirkn- anna í Þýzkalandi. Hann sat hér í Reykjavík árið 1965 fund fram- kvæmdanefndar lútherska heims- sambandsins og prédikaðl þá í Neskirlcju. Birtist hér síðari hluti ræðu Dietzfelbingers. lÆvað veröur um þann mann, sem þiggur þetta hjálpræöis- réttlæti Guðs? Hann öölast alveg nýja sæmd og tign. Það er al- kunna, aö réttlæti, sæmd og tign manna er nátengt hvað ööru. Sú sæmd, sem maðurinn hlýtur meö hinu nýja frelsandi réttlæti Guðs kemur allundarlega fyrir sjónir. „Vér réttlætumst án verðskuldun- ar af náð hans fyrir endurlausn- ina, sem er í Kristi Jesú.“ Þetta merkir að það, sem gerir manninn að manni og veitir hon- um sitt eilífa gildi sé þaö að lifa á Guðs náð í Jesú Kristi. Mér er fullljóst aö þetta er i algjörri andstöðu við venjulega hugsun um gildi mannsins. Mann- gildið — það er þó grundvallar réttlætismælikvarði í heiminum — fer eftir afrekum, verkum og athöfnum manna. Matið á manninum byggist á afrekunum, sem hann getur talið fram. Fyrir verk sin fær hann lof og iaun og ef svo ber undir einnig verðlaun, heiðursmerki til merkis um þann heiður, sem hann verð- skuldar. Án þessa afrekamæli- kvaröa verður ekki komist í mannlegu samfélagi, t. d. f við- skiptum og í skólum. Mönnum ber gjald eða einkunn eftir árangri. Sá maöur villist stór lega, sem telur sig geta lítilsvirt þessa meginreglu mannlegra við- skipta. Afrekamælikvarðinn gildir í þessum heimi. En, kæri söfnuður, við skulum íhuga alvarlega þá spumingu, hvað gerist, ef ég ætla að leggja afrekamælikvarðann á líf mitt fyrir augliti Guðs. Get ég örugglega stefnt inn í eilífðina í trausti kjörorðsins: „Gjör rétt og óttastu engan, og þá mun þér einnig famast vel hjá Guði?“ Eða er ekki ömggara að treysta á Drottinn Jesúm Krist, sem getur komið öllu mínu á hreint hjá Guði? Ef afrekamælikvarðinn gilti hjá Guði, væri vfst til lítils fyrir margan að biðja til Guðs fyrir þeim, sem fara villir vega. Hvað yrði um mig, ef leggja ætti þetta mat á líf mitt fyrir augliti Guðs? Hver getur verið viss um, ,að líf hans eða jafnvel ein stund úr lífi hans standist slíkt mat? „Drottinn, gakk eigi í réttlætis- dóm við þjón þinn!" Kæri söfnuður, þaö kemur vissulega óþægilega við vandað fólk, sem lætur sér annt um /sæmd sína, þegar postulinn segir: „Því að ekki er greinarmunur; þvf aö allir hafa syngdað og skortir Guðs dýrð“, þ.e. hrósun- arefni fyrir augliti Guðs. Siðbótin hefir einmitt haldið þessu fast fram og oft verið gagnrýnd fyrir það. En þegar vér þekkjum hið nýja frelsandi réttlæti Guðs, er það mikið þakkarefni, að í sam- félaginu viö Guð ræður ekki trú- arlegur afrekamælikvarði, heldur er hann fallinn úr gildi, vegna jess að Jesú Kristur gefur oss hjálpræðisréttlæti Guðs. Hvað gerir manninn aö manni? Er það þá sjálfshólið, lofgjörð hans um sjálfan sig? Vér verðum þess þó oft eftirminnilega áskynja, hversu innantómt og hverfult mannlegt hól er. Er það ekki sæmd manns- ins og tign, þegar dýpra er skyggnst, að Guð tekur hann í samfélag við sig, að hann er skap- aður í Guös mynd og fær að lifa Guði til dýröar? Einmitt þeir menn, sem hafa hlotið sérstakar gáfur og fengið að vinna stór- virki með lífi sínu, skilja þetta oft sériega vel: Mesta tignin er, að Guö telur manninn veröan sam- félags við sig og krýnir hann sæmd og heiðri, náð og miskunn. Ekkert tekur fram því mati á manninum, sem kemur fram í því, sem Guð fómar með þján- ingu og dauöa Jesú Krists, mönn- unum til heilla. Einmitt þessi tign mannsins, sem byggist á gjöf réttlætis Guðs, hjálpar manninum til sannrar, frjálsrar og heilbrigðrar afstöðu til lífsins í þessum heimi, sem enn lýtur lögmálum hins gamla rétt- lætis. Hér er sagt, að hægt sé að lifa „fyrir trú“ og ekki lengur eftir lögmáli verkanna, heldiir fyrir „lögmál trúarinnar". Þegar talað er um trú í Biblí- unni, er átt við sérstaka lífs af- stöðu. Hinn trúaði veit, að til er veruleiki, sem vér fáum ekki séð — en vegna þess að Guð hefur sagt það er óhætt aö treysta því. Þannig lifa menn í heilagri ritningu f trausti til Guðs orðs. Aö hverju öðm stefnir guðsþjónust- an, en að hjálpa oss og að styrkja oss í þessu trausti, þessari trú: Það sem Guð hefur sagt, þaö stenzt! Vér fáum ekki séð Drott- Tvær ævagamlar klukkur frá þeim tnna, sem úr fóm að þróast I það sem þau eru í dag. ÚRSMIÐAFÉLAG ÍSLANDS 40 ÁRA: „ÓRÓAHJÓLIÐ ER UNDIRSTÖÐUTÁKNH) Um og eftir 1640 munu úrin hafa farið að þróast f það form að menn bæru þau á sér, cn þá höfðu úrin aðeins stóra vfsinn og hefur fólki án efa þótt hann mæla tímann nógu nákvæmlega. Segja má, að úrin hafi breytzt tiltölulega lítið siðan þetta var a.m.k. hvað undlrstöðuatriðum viðkemur. Þó er hafln fram- leiðsla á nýrri tegund úra vestur í Bandaríkj unum og veldur gerð þeirra byltingu á sviði úrasmíði. Er þessi, sem nefnast ACCU- TRON, eru byggð á elektrónisk- um grundvelli, en í stað spíral- fjaðrarinnar og óróaássins í vgnjulegu úri kemur elektrón- ískur „tóngaffall“ sem sveiflast 360 sinnum á sekúndu og snýr hjóli sem er 2,5 mm f þvermál og 38/100 úr mm að þykkt. Þetta litla hjól er með 300 tennur og má af því ráða hver völundarsmíði er hér á ferö. Rafspólumar sem stjóma sveifl- um „tóngaffalsins" eru tvær og er önnur þeirra 8000 vindinga en hin 6000 vindinga og er sver- leiki víranna í vindingunum Ys af mannshári. Þess má og geta til gamans aö í einu pundi af slíkum vír er 350 km eða sem svarar loftlfnunni frá Reykjavík til Akureyrar. Þessar upplýsingar eru frá stjóm Úrsmíðafélags Islands, en hún boðaði blaðamenn á sinn fund s.l. miðvikudag, í tilefni af 40 ára afmæli félagsins, sem var á föstudag. Stjómin hefur nú látið gera merki fyrir félagið og er það fyrsta merkið í sögu þess. Kristín Þorkelsdóttir, teiknari, hefur gert merkið af sinni alkunnu smekkvísi og hefur hún notað óróahjólið sem undirstöðutákn, en segja má að róahjólið sé „hjarta" úrverksins. Merki þetta munu félagar í Úrsmíðafélagi íslands hafa i gluggum verzlana sinna og verkstæða. Úrsmiðafélag íslands er í sambandi úrsmiöa á Norð- urlöndum, „Nordisk Urmager forbund" og mun forseti þess, J. Arthur Johnson, verða gestur Úrsmiðafélagsins í tilefni af- mælisins. Aöalhvatamaðúr aö stofnun Úrsmiðafélags íslands var Magnús heitinn Benjamíns- son úrsmiður og vom stofnend- ur sjö talsins og er nú Guðni Jónsson einn á lffi stofnenda. Núverandi stjóm félagsins er skipuð eftirtöldum mönnum: Magnú^ E. Baldvinssoi), formað- ur (frá 1955), og Ólafur Tryggva son og Ingimar Guðmundsson. in vom, Jesúum Krist, en hann er oss þó mjög nálægur, nálægari en andrúmsloftiö umhverfis oss. í þessari trú megum vér lifa oi; starfa, einnig í þessum hemn, sem lýtur ströngu lögmáli rétt- lætis og endurgjalds. Nú á dögum vinna menn meö síauknu afli aö ummyndun þessa heims. Það er gott og þarft. Hann verður samt aldrei nein paradís, hvað svo sem framfaratrúin kann að vona. En um hann á annað og næstum stærra við: Eins víst og það er, að Guö lætur sér annt um þennan heim eins og hann sýndi í Jesú Kristi, er hann reisti sátt- arteikn krossins hér í heimi, eins vfst er þaö, að Guö sleppir ekki hendi sinni af þessum heimi! Vissulega megum vér vera von- djörf vegna þessa heims og vænta nýs himins og nýrrar jaröar, þar sem réttlætið býr. 1 þessari von megum vér lifa, hygsa og starfa. í ljósi þessara vona getum vér litið þjánin^u og dauða nokkuð öðrum augum. Vegna þessa umgöngumst vér meðbræður vora dálítið öðru vísi en annars, í þeirri vissu, aö frelsandi réttlæti Guös getur bætt sambúð okkar, sem svo oft fer úr lagi. Vér erum öll fundvís á mannlega bresti, einkum í fari annara. Sá, sem hefur reynt eitt- hvað af frelsandi réttlæti Guðs, þarf ekki að fjölyrða um syndir og bresti annarra og ófrægja þá, heldur þekkir hann allt aðrar hvatir. „Bræður mínir, ef einhver meðal yðar villist frá sannleik- anum, og einhver snýr honum, þá viti hann, að hver, sem snýr syndara frá villu vegar hans, mun frelsa s álu frá dauöa og hylja fjölda synda“. Þess gerist ekki þörf, aö vér kristnir menn ófrægj- um aðra vegna synda þeirra; það er meira en nóg gert af því samt í þessum heimi. En það er nauð- synlegt, að einhverjir beri hið frelsandi réttlæti Guðs áfram inn í það samfélag, sem þeir og vér lifum í. Það er full þörf fyrir þann söfnuð Jesú Krists, sem útbreiðir ekki aðeins hinn stranga rétt og endurgjaldið meðal þjóðanna, heldur rækir þjónustu sátta og syndafyrirgefningar til eflingar friöinum í heiminum. í hjálpræðisréttlæti Guðs erum vér kölluð til slíks safnaöarh'fs fyrir þennan heim, sem enn lýtur öðrum Iögmálum. Siöbótarhátíö- in kallar oss einmitt til slíks lffs. lírottinn, varðveit oss í þessum sannleika, gef oss eilíft frelsi þínu nafni til dýröar fyrir Jesúm Krist. AMEN. Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar auglýsingar V[SIS I lesa allir ^ J /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.