Vísir - 02.11.1967, Side 11
VlSIR. Fimmtudagur 2. nóvember 1967.
11
BORGIN
9
LÆKNAWÚNUSTA
SLYS:
Simi 21230 Slysavarðstofan 1
Heilsuvemdarstöðinni. Opin all-
an sólarhringinn. Aðeins móttaka
slasaðra.
SJÚKRABIFREIÐ:
Simi 11100 i Reykjavík. 1 Hafn-
arfirði * síma 51336.
IVEYÐARTILFELLI:
Ef ekki næst i beimilislækni
er tekið á móti vitjanabeiðnum i
sima 11510 á skrifstofutima. —
Eftir kl. 5 síðdegis I sima 21230 I
Reykjavík t Hafnarfirði • sima
51820 hjá Jósef Ólafssyni, Kvi-
holti 8.
K1T> J- OG HELGIDAGS-
VARZLA LYFJABOÐA:
Reykjavikur Apótek og Holts
Apótek. — Opið alla daga til kl.
21.00.
I Kópavogi, Kópavogs Apótek
Opið virka daga kl. 9—19 laug-
ardaga kL 9—14. helgidaga kl.
13-15.
NÆTURVARZLA LYFJABÚÐA:
Næturvarzla apótekanna I R-
vik, Kópavogi og Hafnarfirði er 1
Stórholti 1 Simi 23245
Keflavfkur-apótek er opið virka
daga kl. 9—19. taugardaga kL
9-14. helga daga kí. 13—15.
Lúðvík Kristjánsson rit-
höfundur flytur fyrsta er-
indi sitt: Nokkur orð um
sagnfræðirannsóknir.
22.40 Einsöngur: Renata Holm
syngur alþýðleg Iög og
óperuaríur.
23.10 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
8LÖÐ OG TlMARIT
Hcimilisblaöiö Samtíðin nóvem-
berblaðið er komið út og flytur
þetta efni: Danfossævintýrið (for-
ustugrein). Sígildar náttúrulýs-
ingar. Hefurðu heyrt þessar?
(skopsögur). Kvennaþættir
Frevju. Bilstjórinn minn f Lissa-
bon (saga). Twiggy, frægasta fyr
irsætan f dag. Píanósnillingurinn
Arthur Rubinstein. Skáldskapur á
skákborði eftir Guðmund Am-
laugsson. Burt með óttann eftir
Friedrich Dtirrenmatt. Skemmti-
getraunir. Dýrin kunna margt
fyrir sér eftir Ingólf Davíðsson.
Bridge eftir Áma M. Jónsson. Úr
einu — I annað. Stjömuspá fyrir
nóvember. Þeir vitru sögðu o.
fl. Ritstjóri er Sigurður Skúla-
son.
TILKYNNINGAR
IBBEEI llailaBaflnr
— Mér er alveg sama, þó að mönnum finnist ég skrýtinn, — lækn-
ar segja, ag það sé mjög hollt að sippa.
ÚTVARP
Fimmtudagur 2. nóvember.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.00 Veðurfregnir.
Sfðdegistónleikar.
16.40 Framburðarkennsla *
frönsku og spænsku.
17J)0 Fréttir.
Á hvftum reitum og svört-
um. Guðmundur Amlaugs-
son flytur skákþátt
17.40 Tónlistartfwi bamanna.
Jón G. Þórarinsson sér um
tfmann.
18.00 Tónleikar - Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
Dagskrá kvöldsins,
19.00 Fréttir.
19.20 Tilkynningar.
19.30 Serenata f G-dúr op. 141a
fyrir flautu, fiðlu og lág-
fiðlu eftir Max Reger.
19.45 Framhaldsleikritið „Maríka
Brenner" eftir Þómnni Elfu
Magnúsdóttur.
20.30 Frá tónllstarhátíðinni í
Stokkhólmi í ár.
21.30 Útvarpssagan: „Nirfillinn"
eftir Amold Bennett. Þor-
steinn Hannesson les. (18).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.15 Um fslenzka söguskoðun.
Kvennadeild Flugbjörgunarsveit-
arínnar hefur kaffisölu í blóma-
sal Hótel Loftleiða sunnudaginn
5. nóv. kl. 3. Vinir og vélunnarar
félagsins sem vilja styrkja okkur
em beðnir að hringja I Auði,
s. 37392, Ástu, s. 32060, Huldu,
s. 60102, Vildísi, s. 41449 eöa
Guðbjörgu, s. 37407.
HUÖiWÖI3LIir/!IHH HU>Í
Kaffisala Kvenfél. Grensássókn
ar er sunnudaginn 5. nóvember í
Þórskaffi kl, 3—6 s.d. Uppl. veit-
ir Gunnþóra Björgvinsdóttir í
sima 33958.
Kristniboðsfélag kvenna Reykja
vík hefur sitt árlega fjárðflunar-
kvöld laugardagskvöldið 4. nóv
kl. 8.30 i kristniboðshúsinu Betan
íu, Laufásvegi 13. Til styrktar
kristniboðinu í Konsó. Ingunn
Gfsladóttir kristniboði flytur frá-
söguþátt, ungar stúlkur syngja og
leika á gftar o. fl. Hugleiðing
Filipía Kristjánsdóttir
Stjórnin.
Kvenfélag Neskirkju. ,
Aldrað fólk f sókninni getur feng
ið fótaaðgerð f félagsheimilinu á
miðvikudögum. Tímapantanir á
þriðjudögum milli 11 og 12 i sfma
14502 og miðvikudögum milli 9 og
11 í síma 14502 og og 16783,
. nHKiiÉi
Kvenfélag Neskirkju heldur
fund fimmtudaginn ,2. nóvember
kl 8.30 í félagsheimilinu. Rætt
um vetrarstarfið. Séra Frank M.
Halldórsson sýnir litskuggamynd-
ir frá ferð sinni til Austurlanda.
Áskriftar listi að afmælisfagnaðin-
um liggur frammi á fundinum. —-
Kaffi. -i- Stjómin.
Kvenfélag Langholtssóknar.
Hinn árlegi bazar félagsins
verður haldinn laugardaginn 11
nóvember f safnaðarheimilinu og
hefst kl 2 síðdegis Þeir, sem
vilja styðja málefnið með gjöfum
eða munum eru beðnir aö hafa
samband við Ingibjörgu Þórðar-
dóttur. simi 33580. Kristfnu Gunn
laugsdóttur, sími 38011, Oddrúnu
Elíasdóttur sími 34041. Ingi-
björgu Nfelsdóttur, simi 36207
eða Aðalbjörgu Jónsdóttur, sími
33087
FUNDARHÖLD
Kvenfélag Háteigssóknar.
Skemmtifunður i borðsal Sjó-
mannaskólans fimmtudaginn 2.
nóvember kl. 8.30. - Spiluð verð
ur félagsvist. - Kaffiveitingar.
Félagskonur fjölmennið og takið
með ykkur gesti.
Kvenfélag Ásprestakalls, býður
eldra fólki í sókninni, körlum og
konum 65 ára og eldra til sam-
komu i Safnaðarheimilinu Sól-
heimum 13, n. k, sunnudag 5.
nóv. Samkoman hefst með guðs-
þjónustu kl. 2, en síðan verður
kaffidrykkja og ýmis skemmti-
atriði.
Reykjavíkurdeild Rauða kross
íslands. Fundur verður haldinn
miðvikudaginn 1 nóvember kl.
8.30 i Hótel Sögu Átthagasal.
Fundarefni: 1 Ástæða til aukinn-
ar heilsufræðikennslu í skólum.
Jónas Bjarnason. læknir ræðir
vandamál ungra mæðra. 2. Kvik-
mynd frá Alþjóða Kauða kross-
inum. 3. Ýmis félagsmál. Félags-
konur fjölmennið Kaffi.
Stjómin.
Kvenfélag Grensássóknar held-
ur fund í Breiðagerðisskóla mánu
daginn 6. nóv. kl. 8.30. Guðjón
Hanssen, tryggingafræðingur,
flytur erindi um almennar trygg-
ingar Þátttaka í Akranesför 14.
nóv. tilkynnist fyrir 7. nóvember
til Rögnu Jónsdóttur, sima 38222
eða Kristínar Þorgeirsdóttur,
sima 38435.
Stjörnuspá ^ ★ *
Spáin gildir fyrir föstudaginn
3. nóvember.
Hrúturinn, 21. marz - 20. apr.
Þurfir þú að taka einhverjar
mikilvægar ákvarðanir, ættirðu
að láta það bíða til kvöldsins,
því að þá verður dómgreind
þin skarpari og þú hefur við-
ari yfirsýn.
ivautið, 21. apríl - 21 mai
Morgunmnn virðist ekki sem
heppilegnstur til afstöðu eða á-
kvaröana, það er eins og eitt-
hvað glepji dómgreind þína. Þú
mátt trevsta henni mun betur,
þegar lfður á daginn.
Tvfburamir 22. maf - 21.
júní. Leggðu áherzlu á gott sam
komulag við þína nánustu, og
sýndu vilja til samstarfs. KvÖld
ið getur reynzt einkar þýðing-
armikið, hvað snertir allar sam-
eiginlégar ákvarðanir.
Krabbinn, 22. júni - 23. júli.
Aðstoð þin verður vel metin af
samstarfsfólki þfnu, eða öðrum
sem þú umgengst daglega. Þetta
verður annríkisdagur og mikils
af þér krafizt, en þú munt lfka
njóta viðurkehningar.
Ljónið, 24. júlí - 23. ágúst.
Þér verður venju fremur auð-
velt að vinna að framgangi ým-
issa áhugamála, en um leið verð
ur nauðsynlegt að hafa vakandi
auga á peningamálunum og var
ast alla óþarfa sóun.
Meyjan 24. ágúst - 23. sept.
Eitthvað það, sem hefur valdið
þér nokkrum áhyggjum að und-
anfömu, mun Ieysast í kvöld á
einkar hagkvæman hátt Þú ætt
ir að gefa gaum að öllu, sem
snertir fjölskylduna og þína
nánustu.
Vogin, 24. sept. - 23. okt.
Láttu þaö bfða nokkuð fram eft-
ir degi, að vinna að framgangi
áhugamála þinna, eins hvað
snertir styttri ferðalög eða heim
sóknir til kunningja. Farðu gæti
lega í sakimar í peningamál-
um.
Drekinn, 24. okt. - 22. nóv.
Farðu gætilega með peninga, og
haföu taumhald á örlæti þínu,
einkum er líður á daginn. —
Dragðu kaup og samninga nokk
uð, svo þú getir athugað raun-
vemlegt verðmæti þess, sem
um er að ræða.
Bogmaðurinn, 23. nóv. - 21.
des.: Máninn gengur í merki
þitt, og getur það haft þau áhrif,
að þú finnir hjá þér hvöt til •
einhverra breytiriga, og þá helzt •
varðandi einkamál þin. Þú ætt- J
ir að ráðfæra þig við vini þína. •
Steingeitin, 22. des. - 20. jan. *
Það er sennilegt að þú finnir J
hjá þér þrá eftir einveru, svo •
að þér gefist tóm til að athuga S
viss atriði varðandi einkamál ;
þín gaumgæfilega, eða ljúka við •
fangsefnum, sem þau snerta. •
Vatnsberinn, 21. jan.- - 19. •
febr.: Þú átt annrfkt f dag, og •
stendur það að öllum likindum J
í sambandi við vini þína, eða •
störf þín I félagslífinu. Trevstu •
ekki loforðum sem snerta pen- J
ingamál eða greiðslur.
Fiskamir, 20. febr. - 20. raarz. J
Hyggilegast mun fyrir þig að •
ganga frá öllum peningamálum ■
þegar líður á daginn. Treystu J
ekki um of á loforð eða fyrir- •
heit fyrri hluta dagsins, þótt ■
vinir séu annars vegar. *
.
Kvenfélag Laugamessóknar held-
ur fund mánudaginn 6. nóvember
kl. 8.30 stundvíslega. Frú María
Dalberg sýnir andlitssnyrtingu og
frú Friöný Pétursdóttir segir
ferðasögu og sýnir skuggamyndir.
Stjórnin.
Kvennadeild Slysavamafélagsins
heldur fund mánudaginn 6. nóv.
kl. 8.30 að Hótel Sögu. — Til
skemmtunar gamanvtsur, Ómar
Ragnarsson, upplestur Jökull
Jokobsson rithöfundur. Féiags-
konur vinsaml. beðnar að fjöl-
menna og gera skil I happdrætt-
inu. — Stjórnin.
FRÁ
LÖGREGLUNNI
Þar sem hættulegasti tími árs-
ins i umferðinni fer nú i hönd
vill lögreglan skora á reiðþjóla-
menn að hafa lögboðinn Ijósabún
aö reiðhjóla f fullkomnu (agi.
Áberandi hefur verið, að Ijósa-
útbúnaði reiðhjóla er áfátt, en
þrátt fyrir stöðugar áminningar
lögreglumanna hefur lítil breyt-
ing orðið á til batnaðar.
Lögreglán hefur þvi ákveöið
að beita sektum gagnvart reiö-
hjólamönnum. eða eftir atvikum
að taka hjólin af börnum og ungl-
ingum og geyma, þar til þau
eru sótt af foreldrum eða for-
ráðamönnum.
Vill lögreglan því skora á alla
þá, sem eru á reiðhjólum eftir
að skyggja tekur, að hafa lög,-
boðinn Ijósabúnað f fullkomnu
lagi.
Framangreindar aðgerðir munu
hefjast mánudaginn 6. nóvember
n. k.
Leiðrétting
í frétt i blaðinu í gær um
prestskosningar í Hallgrímssókn
misritaöist eitt nafniö, átti. að
vera Ingþór Indriðason, sem mess
ar annan sunnudag f Hallgríms-
kirkju, eins og stóö réttilega
undir myndinni.
ÞVOTTASTÖÐIN
SUDURLANDSBRAUT
SIMI 38123 OPIÐ 8 -22,30
SUNNUD.^9 - 2.2.30 '
VERKTAKAR VINNUVÉLAIEIGA
toflpressur - Slíurðjiröíur
Hnm/ir ^
Tökum að okkur alls konar
framkvcemdir
bœði f tíma-og ákvœðisvinnu
Mlkll reynsla í sprengingum
LOFTORKA SF,
SIMAR: 21450 & 3 O 1 *) O
!