Vísir - 13.11.1967, Síða 1

Vísir - 13.11.1967, Síða 1
Sundlaugin í Keflavík brann í gærmorgun Þrír íslendingar eru um þessar mundir hjá Sameinuöu þjóðunum við löggæzlustörf, eins og skýrt var frá í blaðinu á sfnum tíma. Þetta eru þeir Eyjólfur Jónsson, sem á sínum tíma var frægur fyrir þolsundsafrek sín, Magnús Magnússon og Grétar Norðfjörð, en Grétar er einmitt á myndinni, sem tekin var fyrir utan höfuðstöðvar S.Þ. og er Grétar að leiðbeina ungri svertingjastúlku, sem hefur komið sem gestur til S.þ. □ Miklar skemmdir urðu af völdum elds í sundlaug Kefl víkinga í gærmorgun. Kom upp eldur í kjallara byggingarinnar og breiddist út um alia bygglng- una eftir loftárásakerfi og upp í ris. Sprenging várð vegna gass, sem myndaðist frá lofteinangr- un, og hrundu niður hlutar úr lofti, en gluggar, karmar og rúð- ur þeyttust úr og rigndi niður yfir slökkviliðsmennina, meðan þeir voru að starfi. Varð niður- lögum eldsins ekki ráðið fyrr en eftir fimm klukkustunda siökkvi Eldsins varð vart laust fyrir kl. 9 í gærmorgun, þegar fyrstu sund- laugargestimir ætluðu að fá sér gufubað. Tveir piltar, sem voru komnir niöur í kjallara byggingar- innar og ætluðu í gufubaðstofuna, fundu reykjarlyktina og þegar þeir sáu logana gerðu þeir afgreiðslu- stúlkunni viövart, en sundhallar- stjóri tilkynnti slökkviliði og lög- reglu, hvemig komið væri. Slökkvibílar og menn voru send- ir strax á staðinn og virtist þá eld- urinn ekki útbreiddur orðinn. Reyk lagði út um glugga í kjallarann, þar sem gufubaðstofan- var, en áður en varði hafði eldurinn breiðzt út um alla bygginguna og komist upp í ris. Er talið, að eldurinn hafi kom- izt eftir loftrásakerfi um húsið allt. Sundlaugarbyggingin er á við 2ja hæða íbúðarhús á hæð, stein- steypt, en timburklætt loft og korkeinangrun í lofti og áhorfenda pöllum í laugársalnum. Gas mynd- aðist út frá einangruninni og varð af geysimikil sprenging, sem þeytti gluggunum úr byggingunni og olli ■ hruni úr lofti. Munaöi minnstu að stórslys hlytist af, því slökkviliðsmenn voru þá að starfi, Mörg skip stöívuð vegnu verkfullsins Útflutningsafurðir i hættu vegna verkfallsins — Litil von um skióta lausn hefðu verið í löngu verkfalli í sum- I og útflutning sagði hann, að það ar og alveg eins víst að þeir yrðu væri nú kannski til bóta þó að þaö aftur nú. — Um innflutning | Frh. á bls. 8. bæði úti og inni. Einn slökkviliðs- manna, sem inni var, þeyttist eftir gólfinu af völdum loftþrýstingsins og hafnaöi út við vegg. Yfir ann- ann, sem- var úti við rigndi rúðu- brotum og hluturrt úr gluggakörm- um, en sprengingin þeytti honum fimm til sex metra unz hann stöðv- aöist á steinvegg. Kvað við hátt í slökkviliðshjálminum, þegar rúðu- 1 brotin buldu á honum. Engin slys . urðu þó á mönnum meðan á slökkvi starfinu stóð. Eftir fimm klukkustunda slökkvi starf hafði niðurlögum eldsins ver- ið ráðiö og kl. 2 voru tveir dælu bílanna sendir burt, en einn var hafður eftir og vakt höfð hjá hon- um, ef ske kynni að eldur leyndist í glæöunum. Miklar skemmdir höfðu oröiö á byggingunni, mest í lofti og kjallara. Slökkvistarfið hafði verið erfitt, sökum þess, hve erfitt var að komast að éldinum, sem mest allan tímann var í stokk- um, loftrásum og í risi, sem lokað var af með lofti timburklæddu Taliö er, að ef lagfæra ætti skemmdimar, þyrfti að endur- byggja húsið og sá kostnður yrði svo mikill, að borga mundi sig betur að byggja nýtt hús. Eyðileggingin eftir brunann og sprenginguna var mikil þess að það borgi sig aö gera við húsið. og talið að viðgerðarkostnaður verði'of mikill til VÍSIR 57. árg. — Máhúdagúr 13. nóvemher 1967. ‘-i261.-tbl. □ Verkfail yfirmanna á kaupskipaflotanum, sem skall á kl. 12 s.l. laugardagskvöld, hefur þegar haft mjög lamandi áhrif á starf- semi skipafélaganna. Hafa allmörg skip þegar stöðvazt í Reykja- víkurhöfn, en nokkur skip eru á leiðinni til Reykjavíkur, þar sem þau munu þegar stöðvast. Sáttafundur með deiluaðilum á laugar- daginn bar ekki árangur og hefur annar sáttafundur ekki verið boðaður. — Ríkisstjórnin bar fram þá eindregnu ósk s.l. föstu- dag við samninganefnd Farmanna- og fiskimannasambands Is- | lands, að boðuðu verkfalli yrði frestað, vegna hins alvarlega ástands í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Skipadeild SlS virðist vera það skipafélaganna, sem hefur enn orð- ið verst úti í verkfallinu. Fimm af sjö skipum félagsins hafa stöðv ast eða orðið óvirk vegna verk- fallsins, að því er Hjörtur Hjartar, forstjóri skipadeildarinnar sagði Vísi í morgun. Olíuskipið Litlafell Iiggur i reiði leysi uppi undir landi l Vestfjörðum með olíufarm, sem pað getur ekki losað, en verkfalls- nefndin hefur synjað um leyfi til að losa skipið. — Hjörtur sagði að verkfallsnefndin hefði einnig synjað um leyfi til að keyra ljósa- vélar skipanna, þannig að þeir sem verða að vera um borð í skipunum, hafa hvorki ljós né hita. — Nefnd- in hefur þó leyft að vélarnar yröu gerðar frostklárar, en svo eru þær aðgerðir kallaðar, sem miða að því að vélar skipanna skemmist ekki af völdum frosts. Um afleiðingar verkfallsins og lausn þess, sagðist Hjörtur Hjart- arson vera mjög svartsýnn. — Eng inn grundvöllur virtist vera til samninga við þessa verkfallsglöðu menn, eins og hann kallaði yfir- menn kaupskipaflotans. - Þeir Guðmundur Sigurjónsson skúkmeisturi Reykjnvíkur Guðmundur Sigurjónsson verður skákmeistari Reykjavíkur í ár, en hann hefur þegar tryggt sér sigur á haustmóti Taflfélags Reykjavík- ur, sem nú er aö ijúka. Teflt var í nýja félagsheimili skákmanna viö Grensásveg og er öllum umferðum lokið, en biöskákir veröa tefldar í kvöld. Eftir síðustu umferðina er staö- an þannig að Guðmundur Sigur- jónssonar hefur 8]/2 vinning og 1 biðskák. Er h..nn því öruggur sig- urvegari, því að í öðru og þriðja sæti eru þeir Jón Kristinsson með 8 vinninga og Haukur Angantýs- son með 7y2,- Orslit mótsins aö öðru leyti verða ekki kunn fyrr en í kvöld, þegar búiö er að út- kljá biðskákir. Þeir Jón og Haukur munu vænt- anlega keppa til úrslita í sexmanna keppni í vor um þátttökurétt í al- þjóöaskákkeppni, sem hefst hér i Reykjavík 29. maí. Auk þeirra taka þátt í þessari undankeppni þeir, sem skipa önnur og þriðju sætin á Skákþingi íslands og Skák- þingi Reykjavíkur í vetur. Þrír þessara sex manna fá að taka þátt í alþjóðlega mótinu. Taflfélag Reykjavíkur hefur skákæfingar fyrir unglinga í húsakynnum sínum við Grensásveg hvern þriðjudag kl. 5—7 og ennfremur hefur Taflfé- lagið hraðskákkeppni fyrir æsku- fólk á hverjum laugardegi í vetur milli kl. 2 og 5. Spáð versnandi veðri unt allt land VeÖur hefur verið gott um c • o c • c c Jhelgina, úrkomulaust og bjart, J Jog mun færö víðast sæmileg.J JöxnadalsheiÖi er þó aðeins fær* Jstórum bílum, en í vetur verður^ • bílum hjálpað yfir heiðina áp Jþriðjudögum og föstudögum.f JHellisheiÖi er ennþá ófær. • SpáÖ er vaxandi austan og« •norðaustan átt í dag og snjó-J • komu og versnandi veðri umo Jallt land með kvöldinu. S • • • o

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.