Vísir - 13.11.1967, Page 6
6
V1SIR . Mánudagur 13. nóvember 1967.
&
VÍSIR
Utgefandi: BlaðaUtgátan vjusi*
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttasijóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
t lausasölu kt. 7.00 ejntakiö
Prents-.iðjt Visis — Edda hJt.
Borgarstjórafundurinn
Áður fyrr var almenn regla í lýðræðisríkjum, að ráða- )
menn stóðu reikningsskap gerða sinna gagnvart þjóð- )
kjörnum fulltrúum, en sneru sér síður beint til þjóð- )
arinnar. Ráðherrar svöruðu spumingum þingmanna ((
og borgarstjórar spurningum^orgarfulltrúa. Vitneskj- (í
an um svörin barst síðan frá fulltrúunum út til þjóð- //
arinnar. Þessi regla hentaði þeirra tíma aðstæðum. ))
Nú er öldin önnur í þessum ríkjum. Ráðamenn snúa )i
sér æ meira beint til fólksins með aðstoð blaða og ll
annarra fjölmiðlara. Ýmsar ástæður valda þessu. Ein //
þeirra er, að dagblöðin hafa aukið hlutverk sitt. /)
Fréttaflóðið er miklu meira en áður, upplýsingar ber- )
ast miklu með meiri hraða en áður, og jafnframt hef- )
ur aukizt áhugi almennings á almennum upplýsing- (
um. Það hefur reynzt of seinvirk og gamaldags aðferð, (
að gera aðeins fámennum samkundum reikningsskil. /|
Þessa þróun getum við séð alls staðar í kringum )
okkur. í þingræðislöndum snúa ráðherrar sér í vax- )
andi mæli beint til þjóðarinnar og sama máli gegnir \
um aðra ráðamenn. Hvergi hefur þessi þróun samt (
náð lengra en í Bandaríkjunum. Þar er bæði fram- (
kvæmdavaldið óvenju sjálfstætt og fréttahungrið /
óvenju mikið. Forseti Bandaríkjanna er reiðubúinn )
að svara spumingum blaða og annarra fjölmiðlara )
fyrirvaralaust og mað stuttu millibili. Sama máli gegn- )
ir um embættismenn, ríkisstjóra og aðra ráðamenn. (
Afleiðingin er að sjálfsögðu sú, að meira er spurt og (
fleim verður að svara. /
Íslaiíd hefur orðið aftur úr í þessari þróun. Það er )
að ýmsu leyti skiljanlegt, því að aðstæður hafa verið ))
og eru aðrar hér. Frétta- og upplýsingahlutverk ís- )\
lenzku blaðanna hefur hlutfallslega verið minna en ií
hjá blöðum annarra lýðræðisríkja, en stjómmálabar- )
átta skipað æðri sess. Ráðamenn hafa ástæðu til að )
óttast, að ummæli þeirra yrðu rangtúlkuð og rang- )
færð af óvinsamlegum dagblöðum. íslenzku dagblöð- (
in hafa samt breytzt töluvert og er vafasamt, að leng- (
ur sé ástæða fyrir slíkum ótta. /
Geir Hallgrímsson borgarstjóri hefur nú brotið ís- )
inn. Hann hefur haldið einn fund með fulltrúum dag- )
blaðanna og annarra fjölmiðlara, og verða slíkir fund- )
ir haldnir mánaðarlega. Hér var ekki um að ræða nein (
ræðuhöld, heldur svaraði hann spurningum, þægileg- (
um og óþægilegum, án undirbúnings. Árangurinn var /
sá, að allir blaðamennirnir létu í ljós ánægju sína( og )
kemur sú ánægja einnig fram í skrifum dagblaðahna )
um þennan fund. Virðist því sem þessi tilraun hafi )
gefið mjög góða raun. Og almenningur fær miklu nán- (
ari og sannari vitneskju um framkvæmdir og áætl- (
anir borgaryfirvalda. /
Þessi góða reynsla ætti að verða ráðherrum og öðr- )
um ráðamönnum þjóðarinnar hvatning um að reyna )
hið sama. Slíkt yrði áreiðanlega til að bæta stjórn- \
málaumræður og gefa almenningi betri innsýp, en (
hvorttveggja er bráðnauðsynlegt. ''
Loftbrú frá Lissabon til Afríku
til flutnings á vopnrun, skot-
færum — og málaliðum?
I^ins og kunnugt er af frétt-
um að undanfömu, var
gerð innrás í Kongó frá Angólu,
sem er portúgalskt Afríkuland
og nágrannaland Kongó. —Að
mi jista '---il var því haldið
fram ai Kongóstjóm, en Portú-
galsstjórn neitaðl sannleiksglldi
fréttanna.
, Þegar hvítu málaliðamir voru
hraktir frá Bukavu og Katanga-
hermennimir fyrrverandi, sem
börðust með þeim, var tilkynnt
f Kinshasa, höfuöborg Kongó,
að „innrásarliðið hefði verið knú
ið til undanhalds hartnær að
landamærum Angólu". Og enn
var málið rætt á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna, f nefnd og Ör-
yggisráði, þar sem fulltrúi Portú
gals enn neitaði að f Angólu
væri veitt nein aðstoð til inn-
rásar í Kongó. Fulltrúi Breta
kvaö ótrúlegt að slík aðstoð
væri veitt, án þess stjóm Portú-
gals vissi neitt um það. Hvftu
málaliðarnir eru enn í Ruanda
og ekki vitað um örlög þeirra.
Fyrir skömmu vora horfur, að
þeir yröu fluttir loftleiðis til
Möltu og þaðan hver til sfns
heimalands fyrir forgöngu
Rauða krossins, en svo krafðist
Mobuto forseti að boðaður yrði
fundur Einingarsamtaka Afríku,
og að Ruanda skilaði málalið-
unum, en frétt barst og um, að
Ruanda vilJi ekki verða við
þeirri kröfu, þar sem mennimir
yrðu allir líflátnir, ef þeir yrðu
afhentir Kongóstjóm.
En það er áreiöanlega eitt-
hvað fleira að gerast varðandi
þessi mál, en komið hefir fram
í fréttastofufregnum, sem
hingað hafa borist, því að eftir
erlendum blöðum að dæma hef-
ir verið stofnuð „loftbrú frá
Portúgal með útbúnaö til upp-
reistar í Afríku", en á þá leiö
var ein fyrirsögnin, og í undir-
fyrirsögn var sagt, að loftbrúin
væri notuð til flutnings á vopn-
um skotfæram og málaliðum
til Kongó og Biafra (Austur-
Nigeriu). Fátt hefir annars ver-
ið að frétta um borgarastyrj-
öldina þar að undanfömu. —
Fréttaritari New York Times
símar um þetta frá Lissabon 6.
b. m.:
Um kvöldið þann 27. pktó-
be. lenti grá, fjögurra hreyfla
flutningaflugvél af Constella-
tion-gerð á Portellaflugvelli i
Lissabon að aflokinni ferð til
Austurhluta Nigeriu. Göt eftir
32 byssukúlur vora í skrokk
flugvélarinnar. Flugstjórinn var
„bandarískur lukkuriddari" og
portúgalskur aðstoðarflugstjóri
(navigator) með honum. Það
var haldið leynd yfir hvaða
flugvél þetta var ekki síöur en
hlutverki þvf, sem hún hafði innt
af höndum, en vitað er þó að
Franska flugfélagið (Air
France) seldi hana í sumar
flugvélakaupmanni, sem svo
seldi hana flugfélagi í Rhodesiu
— Rhodesian Airlines. Þetta
flugfélag Ieigði hana svo dul-
arfullu portúgölsku flugfélagi,
sem heitir Transportador do Ar.
Flugvélin hafði verið dubbuð
upp og nýmáluð með einkennis-
stöfunum SNOG7G, sem ekki
finnast í neinum alþjóðaskrám
um flugvélar og bættist í flug-
flota, sem f era að minnsta
kosti 8 flutningaflugvélar, sem
á seinni mánuðum hafa verið
að kalla í stöðugum flugferð-
um með vopn og málaliða til
Angólu og austurhluta Nigeriu,
sem hefir lýst yfir sjálfstæði
sínu og kallar sig Biafra.
Þannig er stuðningur veittur
til byltingar f tveimur löndum,
Kongó og Biafra, og birgðimar
koma frá einni allsherjar birgða
miðstöð í Lissabon, og svo virð-
ist sem fjármagn komi úr upp-
sprettum f Evrópu.
Það eru sannanir fyrir því, að
Frakkar eru stöðugt meira í
þetta flæktir .einkanlega að því
er Biafra varðar, en ekki er
ljóst hvort um nokkum opin-
beran stuðning er að ræða.
Portúgalskur embættismaður
viðurkenndi fyrir nokkra, er
fréttamaður frá New York
Times ræddi viö hann, að loft-
flutningar ættu sér staif milli
Lissabon og Biafra, en hann
hélt því fram, að flugvélamar
væra í flutningi á erlendum
vöram, og þetta væri „Portúgal
óviðkomandi'*.
Yakubu Gowen, æðist mað-
ur hemaðarlegu stjómarinnar í
sambandsríkinu Nigeriu, sakaöi
fyrir nokkra Portúgala um aö
leggja Biafra til mestan hluta
þeirra vopna, sem þangað flytj-
ast. Embættismaðurinn kvaðst
ekki vita til, að nokkur flutn-
ingur málaliða hefði átt sér staö.
Portúgal neitar öllum ásök-
unum sem fyrr var sagt, en
embættismenn í Nigeriu halda
þvf fram, a ' Portúgal reyni að
v.'kja Nigeriu, vegna þess að
hún styðji þá menn í löndum
Portúgals í Afríku, sem styðja
ekki nýlendustefnu Portúgals.
Frá Lissabon er flogið tii
eyjunnar Sao Tome sunnan Nig-
eriu og þaðan til Biafra.
Þá er sagt. að flogið hafi ver-
ið þremur frönskum, léttum
sprengjuflugvélum til Biafra.
Flugvélamar voru úr „umfram-
birgðum franska flughersins"
Þeim var flogiö til Biafra með
aðstoð portúgalska flughersins
Hinn 20. okt. kom flugvélasend
ing sjóleiðis til Lissabon — 12
T-6 orrastuþotur — úr sömu
frönsku birgðaskemmunum. a
skrokkum þeirra voru enr
franskir einkennisstafir.
Fyrir 3 vikum kom að sögn
frönsku flutningaflugvél frá tr
landi með tékknesk vopn.
Þess má getd, að Portúgal
fær frá Frakklandi mestan
hluta þeirra vopna, sem það
Framh. á bls. 16
Sovézk herskip í egypzkum höfnum
Fyrir nokkru kom sovézk flotadeild til egypzkra hafna — og er
þar enn. Áður var þar önnur. — Er talsvert rætt um þessar tíðu
heimsóknir — og flestum ber saman um, að tilgangurinn sé að
„hressa upp á móralinn" í Egyptalandi og gefa öðrum þjóðum
til kynna, að Sovétríkin styðji Araba. Áletrunin yfir akkerinu:
Sovétflotinn hyllir sína hugdjörfu og hyggnu egypzku bandamenn.
En á hafnarbakkanum stendur Nasser og kallar: „Þið þurflð von-
andi ekki olíu.“ Herald Tribune.
U.-C?!