Vísir - 13.11.1967, Blaðsíða 8
8
V1SIR . Mánudagur 13. nóvember 1967.
Laxá —
Frh. af bls. 12:
vallavatni og Mývatni, og strfði
sínu við stórlaxana í Laxá. í bók-
inni er að finna kort yfir veiði-
staði í Laxá — auk margra holl-
ráða um veiðar þar og annars
staðar.
Höfundur segir einnig frá kynn-
um sfnum af náttúru landsins, sem
virðist hafa hrifið hann mjög.
Bókin er tileinkuð Albert Erlings
syni og Göte Borgström, og aftast
í henni er að finna nafnaregistur,
sem hlýtur að auka gildi hennar
nokkuð.
Noldcur eintök af bókinni eru til
söhi f Bó'kabúð Braga, og eins og
áður er sagt, er hún gefin út af
Albert Bonniers forlag og verö
hennar er 34,50 s. kr.
Coferpillar —
Frh. af bis. 12:
mörgu fólki. Hvaða fjöldi er
þetta?“ sagði Courtright við
blaðamann Vísis, þegar hann
steig út úr vélskóflunni, um
leSS og hann litaðist undrandi
um og horfði á manngrúann.
Hann kvaöst vera fram-
kvaamdastjóri þeirrar deiidar
Caterpfflar-framleiðendanna, er
annaðizt kennshi í meðferð
þungavinnuvéla þeirra og hefur
aðsetur sitt í Sviss.
„Annars er ég á sífelldu ferða
lagi til þess að'sýna og kenna.
Ég er búinn að ferðast i þeim
tilgangi um allan heiminn,, held
ég mér sé óhætt að segja. —
Afríku, Asíu, Austantjaldsríkin
og nú síðast kem ég frá Rúss-
landi. Þeir eru að kaupa rúm-
lega 30 vélar, tíu stórar, frá
Caterpillar, en það er í fyrsta
sinn síðan seinni heimsstyrjöld-
inni lauk. Ég var að kenna þeim
meðferð þessara véla.“
„Það var aö sjá á vinnubrögð
unum hjá þér áðan, að þú hafir
töluverða reynslu í notkun
þeirra.“
„Blessaður vertu! Allt mitt líf
hef ég fengist við þungavinnu-
vélar og síðustu 11 árin hef ég
verið hjá Caterpillar."
Verkfall —
Framhald af bls. 1.
eitthvað af því glingri, sem hingað
hefði verið flutt inn teföist eitt-
hvað. Hins vegar væri viða að
verða fóðurbætislaust og ýmsar
matvörur væru væntanlegar til
landsins. Miklu alvarlegra væri
hins vegar með útflutning atvinnu-
veganna. Ef verkfallið héldist eitt-
hvað yrði ekki hægt að koma
gjaldeyrisvörunum á réttum tíma
til kaupenda. Fullvíst er að margir
sölusamningar voru gerðir snemma
í vor og við það miðaö að vörun-
um yrði skilað um þetta leyti.
Þessum samningum yröi riftaö ef
vörumar kæmu ekki til kaupenda
á réttum síma og semja yrði upp
á nýtt um sölu á vörunum. Verð-
lag á heimsmarkaðnum hefði hins
vegar lækkað mikið á þessum tíma
og því trúlegt að útflytjendur vrðu
að sæta miklu verri kjörum. Þetta
kemur sér ákaflega illa fyrir allt
atvinnulífið og iandið í heild og
var þó nóg komið fyrir, sagði
Hjörtur.
Ekkert skip Eimskipafélagsins
hefur stöðvast ennþá, en fyrstu tvö
skipin munu stöðvast seinni hluta
vikunnar og síöan eitt af öðm eft-
ir því sem þau koma að utan.
Eitt skip Hafskips hefur þegar
stöðvazt, Rangá, en tvö skip munu
stöðvazt eftir viku. Þá verður að-
eins eitt skipanna eftir. Sigurður
Njálsson framkvæmdastjóri Haf-
skips sagði að þetta verkfall kæmi
sér mjög illa og tók undir margt
af því sem Hjörtur sagði. Hann
sagði, að afkoma íslenzku skipafé-
laganna væri ekki sllk, aö þau
þyldu neinar launahækkanir. Yfir-
menn kaupskipaflotans væri eina
stétt landsins, sem hefði fengið ein-
hverja launahækkun þetta árið. —
Á síðastliönum 1—2 árum'hafa a.
m. k. 6 kaupskip verið seld úr landi
á sama tíma og engin endumýjun
hefur átt sér stað. Mörg skip era
nú á sölulista og nokkrum skipum
hefur verið lagt, þar sem enginn
grundvöllur virtist vera til að gera
þau út. íslenzku kaupskipin væra
ekki lengur samkeppnisfær á al-
þjóða vettvangi, þar sem að kaup
áhafnarinnar er bæði mun hærri
en gerist hjá öðrum þjóðum og
fleiri menn á hverju skipi, en taliö
er nauðsynlegt erlendis.
Lón —
I
Frh. af bls. 12:
1967, og er það hæsta jöfnunarlán,
sem heimilt er að veita samkvæmt
reglum sjóðsins, og samsvarar ein-
um fjórða af kvóta íslands hjá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum. Endur-
greiðsla lánsins verður háð þróun
útflutningstekna næstu árin, en al-
mennar reglur Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins segja svo fyrir um, að það
skuli greitt að fullu á þremur til
fimm árum.
Tilgangur þessarar lántöku er að
bæta að nokkra upp þann gífurlega
missi gjaldeyristekna, sem lækkun
útflutningsverðmætisins á þessu
ári hefur haft 1 för með sér, en
fram til loka september nam lækk-
un gjaldeyrisverðmætisins 1009
millj. kr., og rýrnaöi gjaldeyris-
staða bankanna á sama tíma um
866 millj. kr. .
Illllllllllllllllll
6ÍLAR m
Seljum f dag og næstu
daga
Rambler American
’65 og 66
Chevrolet Impala ’66
má greiðast með skulda-
bréfi.
Bronco ’66
hagstæð kjör. ^
Rambler Classic ’63, ’64,
’65.
Opel Reckord ’64.
Taunus 17. M ’63.
Volvo Amason ’63
góðir greiðsluskilmálar.
ini! Rambler-
uUm urnboðið
LOFTSSON HF.
Hrinabraut 121 10600
lllllllllllllllllll
Leiðrétting
I viðtali, sem blaöiö hafði við
Svein Ingólfsson oddvita á Skaga-
strönd, hefur slæðzt slæm villa.
Sagt var, að íþróttahús, sem kom-
ið hefur til tals að byggja þar nyðra
mynda kosta 14 milljónir. Þetta
mun ekki alls kostar rétt. Mun vera
sö.nnu nær aö húsið kosti um 6
milljónir og biöst blaðið afsökun-
ar á þessum talnaruglingi.
Frh. af bls. 12:
ræður um upptöku í EBE eða
EFTA, og þeir sem utan við þessi
bandalög standa, sæta stöðugt
versnandi viðskiptakjörum, miðað
við aöildarríkin að bandalögunum,
þá skorar L.Í.Ú. á Alþingi og ríkis-
stjóm að semja, svo fljótt sem
við verður komið, um aðild að Frí-
verzlunarbandalaginu (EFTA) til
þess að tryggja að útflutningur
íslenzkra sjávarafuröa njóti ekki
lakari viðskiptakjara en gilda um
sjávarafurðir f viðskiptum þessara
landa.
Jafnframt fari fram athugun á
aðild íslands að Efnahagsbandalagi
Evrópu (EBE), þar sem sérhags-
munir íslands séu tryggöir.“
fþróttir —
Framhald af bls. 3.
vel. Hins vegar gerðist það nú að
fjórða vítinu var sóað. Sigurður
Einarsson var að verki í þetta
skiptið. Þegar tvær og hálf mínúta
eru eftir af Ieiknum skorar Jandro-
kovic 15:15 af línunni og færist
nú heldur betur fjör í leikinn.
I næstu sókn Framara er þeim
dæmt víti, sem Ingólfur fram-
kvæmdi vítakastið, — og sannar-
lega var heppnin meö Ingólfi og
Fram, boltinn lenti í stöng, fór
þaðan í hælinn á markveröinum
og rétt drattaðist inn fyrir mark-
línuna, — en nóg til að bæta við
16. markinu fyrir Fram. Jöfnunar-
mark Partizan kom 55 sek. fyrir
leikslok, laglegt skot og óvænt
fyrir Framvörnina frá Marian
Jaksekovic.
Framarar reyndu að skora sig-
urmarkið, en Júgóslövum tókst
með bellibrögðum að halda bolt-
anum sem mest úr leik og leið
tíminn svo að ekki var skorað,
leiknum lauk 16:16. Geta Partizan-
menn vel við unað.
Fram-liðið var satt að segja ekki
upp á sitt allra bezta f gær, þó
leikurinn hafi alls ekki verið sem
verstur hjá liöinu. Vörnin stóð sig
allvel, en hefur þó verið betri, en
Þorsteinn í markinu stðð sig hins
vegar afburða vel. Beztu menn
Fram voru auk hans þeir Guðjón
Jónsson, Sigurður Einarsson og
Sigurbergur Sigsteinsson. Gunn-
Iaugur átti ágætan leik og Pétur
Böðvarsson sýndi rétta baráttu-
andann og er sívaxandi leikmaður.
Partizan sýndi sannarlega ekki
eins góðan leik og viö mátti búast.
Langbeztur leikmanna liðsins var
markvörðurinn Jandrokovic, sem
var mestallan tímann í markinu.
Vörn liðsins er mjög sterk, enda
hávaxnir menn í liöinu og ekki
beint mjúkhentir, enda var óspart
dæmt á júgóslavneska liðið. Pri-
banic er góður leikmaöur og eins
Ivan Djuranec, aðrir leikmenn
nokkuð jafnir. Liðið lék mjög
kerfisbundið, — stundum einum
um of að flestum fannst. Þannig
glataði liöið tækifærum, sem buð-
ust. bara vegna þess að þau „pöss
uðu ekki inn í kerfið", að þvf er
virtist.
Norski dómarinn var mjög góð-
ur, en hann hefur dæmt hér áöur,
leik Pólverja og íslendinga í HM,
og fékk þá mjög góða dóma manna
fyrir hlut sinn f leiknum.
— jbp —
Ástkær eiginmaður minn,
INGIMAR JÓNSSON forstjóri
Ægissíðu 72
lézt að Heilsuverndarstöðinni laugardaginn 11. þ. m.
Jarðarförin auglýst síðar.
Elín Jóelsdóttir.
Söluskatfur
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 3. ársfjórðung
1967 svo og nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri
tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta
lagi 15. þ. m.
Dráttarvextirnir eru 1%% fyrir hvern byrjaöan mán-
uð frá gjalddaga, sem var 15. okt. s.l. Eru því lægstu
vextir 3% og verða innheimtir frá og með 16. þ. m.
Hinn 16. þ. m. hefst án frekari fyrirvara stöðvun at-
vinnurekstrar þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöld-
unum.
« ’ 1
Reykjavík, 10. nóv. 1967,
TOLÉSTJÓRASKRIFSTOFAN, Arnarhvoli
Húsnæði óskast
nú þegar fyrir léttan iðnað, 1-2 herbergi um 20 ferm.,
lofthæð minnst 2.55 m. Handlaug verður að vera fyrir
hendi. Góð umgengni. Upplýsingar frá kl. 4-8 eftir
hádegi í dag f síma 81013.
77/ leigu
nokkur risherbergi í stóru steinhúsi. Á sama stað er
til leigu gott geymsluherbergi. Uppl. á Njálsgötu 49
milli kl. 8 og 10 e. h.
pappírsskurðarhnífur til sölu.
Uppl. í síma 23102.
TILKYNNINGAR
Óháði söfnuðurinn.
Kvenfélag og bræðrafélag safn
aðarins. Munið félagsvistina í
kvöld 14. nóv. kl. 8.30. Góð verð-
laun. Allt safnaðarfólk velkomið.
Bræðrafélag Langholtssóknar.
Fundur í safnaðarheimilinu
þriðjudag 14. nóvember kl. 8.30.
Ólafur Oddur Jónsson stud. theol.
flytur erindi um um alkirkjuhreyf
inguna og margt fleira.
idiUHL’l
Veðrið
Norðaustan kaldi
og síðan stinn-
ingskaldi,
hvass
um 1
Þykknar upp
hætt viö lítils
háttar
með kvöldinu,
bjart á morgun.
SÍMASKRÁIN
Slökkvistöðin 11100 11100 51100
Lögregluv.st. 11166 41200 50131
Siúkrabifreið 11100 11100 5133F
Bilanasimar
D N&H
Rafmagnsv Rvk. 18222 18230
Hitaveita Rvk. 11520 15359
Vatnsveita Rvk. 13134 35122
Leiðrétting
1 tilkynningu frá séra Garðari
Svavarssyni í Dagbókinni í dag
á aö standa Laugarnessókn, en
ekki Langholtssókn. Eru hlutað-
eigendur beðnir velvirðingar á
þessu.
BELLA
Vinkona mín gleymdi bikini
baðfötunum sínum heima þegar
hún fór til Mallorca. Er ekki allt
í lagi að senda þau í litlu flug-
umslagi.