Vísir - 21.12.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 21.12.1967, Blaðsíða 3
^ÍSIR . Fimmtudagur 21. desember 1967. r a selsíus Þetta er líkast því að koma í annað land, stiginn liggur uta'n á húsinu, keðja fyrir handrið, i-i járntröppur og dyrnar langt | uppi á vegg. Húsið stendur baka til númer fjögur við Bergstaða stræti, gamalt steinhús og járn smiðja niðri. Ég klöngrast upp járnstigann upp í „þrettán hundruð gráður á selsíus", en svo heitir fyrir- tækið sem hér er til húsa. Brennsla. Innan dyra er lykt af mál- verki blönduð prímusangan og andvari frá opnu ljósi. Rekkar nær dyrum, settir leirmunum af ýmsum stærðum og gerðum og kerti í fallegum litbrigðum. Handan við stórt og ljótt mál- verk, sem níyndar eins konar skilrúm í salnum stendur konan í fyrirtækinu og steypir kerti og fleiri málverk eru á bak við hana. Innar í salnum bograr maðurinn í fyrirtækinu við strigapoka. Hann rykkir pokan- um í einu hasti upp á borð og hvolfir úr honum stóru, stein- gráu, blautu stykki. — Er þetta leir? — Þetta er leir. — Hvað gerirðu næst? — Sjáðu. Og hann reisir köggulinn upp á rönd, tekur vírspotta ofan af krók og sker stykki úr leir- kögglinum. Síðan hnoðar hann stykkið sem hann tók úr leir- kögglinum, eins og bakari hnoð ar brauðdeig. — Hvað gerirðu svo? — Sjáðu. Og hann setur köggulinn á renniskífuna og sezt á lítið sæti sem stendur út frá appí- ratinu og síðan hefst hann handa. Þaö er fróðlegt að fylgj ast með hvemig ólögúlegur leir köggull verður að fegursta vasa sem innan stundar stendur full mótaður á renniskífunni. Svona er þá fariö að þessu. Nú W aöeins eftir að losa vas ann af renniskífunni og Hauk- ur Dór Sturluson grípur vír- spottann að nýju og sker vas- ann frá skífunni í einu hand- bragði. — Hvað gerirðu næst? — Nú þarf ég að láta vasann þorna, en það tekur nokkra daga, vegna þess að vasinn verð ur að þorna hægt. Á meðan vasinn þornar gefst okkur tími til að rabba við Hauk um nám hans og máske inna hann eftir skoðunum: — Hvar færðu leirinn, Hauk- ur? —- Frá Englandi, þar sem heit ir Stoke—on—Trent, skammt frá Newcastle. Þar er mikill leir- iðnaður, bæði hráefnisvinnsla og leirmunaframleiðsla. Bretar eiga sér sterka og skemmtilega tradisjón í leirmunaframleiðslu, iausa við ofhlæöi -það sem 'háð hefur mörgum góðum keramik- famleiðendum. Sumir sjá ekki annað en skandinavíska kera- mik. — Varstu lengi við nám er lendis? — Ég fór til Skotlands árið sextíu og tvö og var þar á skóla í tvo vetur, við teiknun og leirkerasmíði. Reyndar hóf ég námið meö því að teikna meiri hluta vikunnar, en seinni hluta fvrir vetrar var ég farinn aö eyða meirihlutanum af tíma mínum við leirkerasmíði, til þess að verða ekki þreyttur á teikningunni. Leirkeragerö er ó- lík mörgum öörum listgreinum að því leyti að þar rekur hvert framléiðslustigið á eftir öðru, þar til verkinu er lokið. — Þegar heimssýningin var haldin kom það meðal annars fram, að ísienzkir gestir voru óánægðir með að engin keramik skyldi vera til sýnis í íslenzku deildinni. Einhver sagði í því sambandi, að óþarft væri að sýna keramik sem íslenzka sér- framleiðslu, þar eð við ættum enga hefð í henni. Hvað segiröu um þetta? — Ég er alveg sammála, við eigum enga tradisjón í keramik, enda er hún mjög ungt fyrir- bæri á íslandi. Þess verður að gæta, að leirmunagerð er ein- hver elzti atvinnuvegur í heimi ef hórdómur er undanskilinn. — Hvenær höfst leirlera- smíði á Islandi ? — Ragnar Kjartansson sagði mér einhvern tíma aö danskur maður hefði verið með leirkera gerð úti á Reykjanesi og mundi vera sá fyrsti, sem gerði tilraun að búa til hagnýta hluti úr leir og framleiddi aðallega blómstur potta, en haföi lítið upp úr krafsinu, að undanskildu því skipti er hann velti vörubíl hlöðnum vel tryggðum blómstur pottum. Annars væri nógu gam an að athuga sögu leirkera- smíði á íslandi. Guðmundur heit inn frá Miðdal er í raun og veru fyrsti íslenzki' leirkerasmiður- inn, sem nokkuö kveður að, en hann var hins vegar svo ó- heppinn að hefja leirkerasmíði Haukur Dór Sturluson. (Myndirnar tók R. Lár.). á þeim tímum þegar allt seldist. — Á leirkeragerð framtíð fyrir sér á islandi? — Það er erfitt að vera leir kerasmiöur á íslendi. Hér vantar tradisjónina og smékkinn hjá fólkinu, en það gerir ekki grein- armun á fjöldaframleiðslu og stúdíóvinnu. — Af hverju eru ekki haldn- ar sýningar á keramik? — Það er algengt erlendis að keramik sé með á samsýning- um. — Hver eru helztu skil- yrði fyrir góöri leirkerasmíði? — Frumskilyröi er að renni verk og skreyting sé fram- kvæmt af sama manni. Þetta tvennt þarf að haldast í hendur. I.Iér finnst það fráleitt að sá sem skreytir keramikina, án Framhald á bls 7 Stykki skorið úr leirköggli. Hæðinni er náð. Vasinn látinn í ofninn. Skreytingu lokið. | h (S CX&di ÍStBik* |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.