Vísir - 21.12.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 21.12.1967, Blaðsíða 12
óvænta bfia á Þorláksmessuj ^ Hverjir fá bílana 13, sem dregið verður um á Þor- láksmessu? Ekki færri en 7 stórhappdrætti eru nú í gangi í Reykjavík, auk nokkurra minni úti á landi, en í ölium þessum happdrættum verður dregið á Þorláksmessukvöld eða á aðfangadag um há- degið. Verðmæti vinninganna skiptir milljónum, en vinning ar í þessum happdrættum eru 1-3 glænýir bílar í hverju, auk fjölmargra aukavinninga. Verðmætasti vinningurinn k»star ekki minna en 385 þús- und, en það er bifreiö í Happ- drætti Sjálfsbjargar. Þessar upplýsingar fengum Framh. á bls. 8 Mikill annatími hjá Flugfélaginu vöruflutningar aukast stöðugt Washkansky eftir aðgerðina mikíu. Myndin tekin í Groote Schuur sjúkrahúsi. Sveinn Sæmundsson hiá Flug- félagi íslands sagði blaðinu í dag aö nú væru miklir annatímar hjá félaginu. Eftir óveöriö nú á dög- Mashkansky lézt / nétt - lungun gegndu ekki hlutverki sínu — Súrefni og hjálparaðgerðir dugðu ekki og likamsþrótturinn faorrinn unum hefði rofaö til og aldrei hefði verið jafnmikið annríki á þessum árstíma. Alt er í fullum gangi, varningur, farþegar og jólapakkar á þönum út um allar jarðir. í gær var flogið tvisvar til Akur eyrar, til Vestmannaeyja, til Sauð árkróks var flogin ein ferð sam- kvæmt áætlun og þar að auki farin aukaferð. Flogið var til fleiri staöa á landinu t.d. til Isafjaröar. Flugfélagið hefur nú í notkun í innanlandsflugi eina vél af Fokker gerð, eina Viscount-vél, eina DC6 og tvær DC3, en önnur þeirra er staðsett fyrir noröan. Önnur af Fokker-vélum Flugfé- lagsins er nú í Færeyjaflugi, en flýgur einnig áfram til Skandinavíu. Hún fór héðan fullhlaöin, en mun samt þurfa að fara aukaferö og kemur hingað á morgun. Þota Flugfélagsins Gullfaxi er í sífelldri notkun, og mikið er um flutninga með henni bæði fárþega og varning. Fyrir nokkru fór utan með henni stór hópur Svía, sem starfar hér á landi við Búrfells- virkjunina, en þeir ætla að halda heilög jól í heimalandi sínu. Washkansky, Suður-Afríkumað- urinn, sem grætt var í hjarta úr nýlátinni stúlku, Iézt í nótt und- •r morgun, 18 dögum eftir að aðgerðin var gerð, og vakti hún heimsathygli, enda hin fyrsta sinnar tegundar, sem gerð hafði verið. Þegar mesti hættutíminn eftir uppskurðinn var hjá ólu læknar vonir um að sjúklingurinn mundi ná sér að fullu, en er hann fékk lungnabólgu versnaði líðan hans. 1 bili hresstist hann aftur, en svo sótti í sama horfið. 1 nótt var fjöl skyldu hans gert aðvart um hversu fara mundi og lézt hann undir morgun. Súrefnisgjafir og hjálpar aðgerðir dugðu ekki og líkams- þrótturinn hafði verið síþverrandi. í framhaldsfrétt um lát hans segir að það hafi borið að höndum þegar lungun höfðu ekki mátt lengur til þess að gegna hlutverki sínu. Þegar er mátt fór að draga úr lungunum var sjúklingnum haldið við meðan von var með súrefnis- gjöf. Þar til síðastliðinn föstudag er hann veiktist af i lungnabólgu, horfði smám saman ée betur, jafn vel betur en hinir bjartsýnustu Iæknar höfðu gert sér vonir um, og þótt sjúklingurinn sé nú látinn segir í fregninni, verður aö líta svo á, að sjálf aögerðin, er skipt var um hjarta, hafi heppnazt mjög vel. Jafnvel seint í gærkvöldi var tilkynnti í Groote Schurr-sjúkrahús inu þar sem hann lá, að hjartaö starfaði eðlilega, en lungnastarf- semin svo veik, að grípa yrði til hjálpartækja. Ennfremur hefir ver- ið sagt frá fækkun hvítra blóð- korna í blóði hans, og kann hún aö haf sýnt að byrjuð var hrörnunar þróun, sem oft kemur til sögunnar þegar líkaminn reynir að venjast aðfluttu líffæri, en um tíma leit út fyrir, að með því aö auka hvitu blóðkornin myndi sjúklingurinn ná sér upp aftur. Louis Waskhansky var 56 ára. Kjöf hækkur um 5-7 krönur hvert kg: Mjólkurvörur hækka lítils háttar á morgun Verð á kjöti hækkar nú um 5—7 krónur hvert kg., eða yfir 6%. Stafar þessi 3 DAGAR TIL JÓLA hækkun af kauphækkun- inni, sem varð 1. desember, en þá hækkaði kaup al- mennt um 3,39%. Ástæðan er ennfremur breyttur verð t • lagsgrundvöllur frá því í haust að síðast var ákveð- ið verð á kjöti, hefur hann hækkað um 0,23%. Á morgun verður smávægileg veröhækkun á mjólkurvörum, þó ekki mjólkinni sjálfri — heldur ostum og öðru slíku. Þá eiga eftir að koma til fram- kvæmda þær verðbreytingar, sem verða á landbúnaðarvörum vegna gengisbreytingarinnar, en þær verða ekki fyrr en um áramót — má þá búast við nokkurri hækkun á landbúnaðarafuröum. Súpukjöt kostar nú 80,50 kr. hvert kg. en var 75,50 kr. Læri kostar nú 92.70 kr. hvert kg, en kostaði áður 86,70 kr. Kótelettur kosta 106,70 kr kílóið í stað 99.50 kr. áður og hangikjöt krónur 119,50 í stað 112,15 kr. áður. Kauphækkunin 1. desember hækkaði grundvallarverö á land- búnaöarvörum um 2%. Þannig hækkaði verð á mjólk til bóndans úr 8,90 kr. í 9,09 kr., eða um 2,13%. Bændur fá nú, eftir 11. desember 64,50 kr. fyrir hvert kg af fyrsta flokks kjöti en fengu áður 62,28 og nemur hækkunin 3,56%. Auk þess hefur við þessa verð- hækkun veriö gerð smávægileg leiðrétting á vinnslu og dreifingar- kostnaði. Nauðsyn að hafai Ijósaiítbúnaðmn • í góðu lagi • Aðvörunarmerki áreið-; \ • anlega þarfaþing l Annar hver ökumaöur vöru flutningablfreiða, sem óku suður Keflavíkurveginn síð- degis í gær, fékk áminningu hjá umferðarlögreglunni vegna ólöglegs ljósaútbúnað- ar. Nokkrir lögreglumenn höföu brugðiö sér suöur á veg á- samt Ásbirni Stefánssyni, framkvæmdastjóra Bindind- isfélags ökumanna, til þess Frh. á bls. 8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.