Vísir - 21.12.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 21.12.1967, Blaðsíða 4
Mia Farrow i viðtali v/ð brezkan blaðamann: HVERNIG UPP UR SLITNAÐI MÍN Karl Ge lbig kolamaður í Bonn kom að dætr'um sínum þrem há grátandi og það þrátt fyrir .að hann haföi gefið þeim öllum ís í tilefni þess, að bað var útborg unardagur bjá honum. „Amma át ísana frá okkur!“ sögðu þær honum. Mamma þeirra staðfesti það, að hin 69 ára gamla mðöir hennar ætti sök á sorg þeirra. / ■ Svo liðu nokkrar vikur, án þess að nokkur sæi gömlu konunni bregða fyrir, en þá kom lögregl- an að líki hennar undir kola- byng í kjallara einum. Sagt er, að Kari hafi játað að hafa kyrkt gömlu konuna, því ,,ég missti stjðrn á skapi mfnu, þegar ég komst að raun um. hvað hin grácf uga kerling hafði gert“. Fyrstu ummæli hennar um missætti þeirra hjóna Sfðan Ijóst var, að hjónaband þeirra Franks Sinatra og Miu Farrotv var runnið út í sandinn, hefur hvorugt Iátið mikið á sér kræla. Algjör óvissa ríkir um, hvað úr þeirra máli verður. Það er ekki einu sinni vitað, hvort þau muni skilja eður ei. Sinatra hefur einangrað sig og lætur ekkert uppi um, hvað hann ætli sér að gera. En Mia Farrow hefur nú í fyrsta sinn. síðan fréttist, hvernig á- statl væri á heimili þeirra, átt viöta! við blaðamenn, þar sem hún ræðir mjög opinskátt, hvern ig komið er fyrir henni. Viðtalið átti hún við enskan blaðamann, sem var henni góðkunnugur fyr- ir. Hún virtist í miklu uppnámi og hafði greinilega grátið rétt áður en blaðamaðurinn kom á núverandi heimili hennar í Bev- erly Hills i Los Angeles, en það hús £af Sinatra henni í brúð- kaupsgjöf í júlí 1966. Sjálfur held ur hann til í Palm Springs 120 mílur í burtu frá henni. Því var lýst yfir á sfnum tíma, að þessi aðskilnaður þeirra væri til revnslu. en þegar blaðamað- urinn spurði laikkonuna, hvort hún héldi, að hún og Frank gætu ráðið fram úr vandanum og tek- ið saman aftur, sagðist hún ekki vita það. Henni fyndist þaö ó- líklegt, því Frank væri búinn að taka ákvörðun. „Svo þessu ér þá loírið?" „Já,“ sagði Mia blaðamannin- um. Hún sagðist búast við því, að úr þessu yröi skilnaður,- þótt hún vissi ekki hvenær. „Við höfum ekki enn komiö saman og rætt það.“ Tildrög. „Það var sagt að þið hefðuð tekið þessa ákvörðun f samein- ingu. Var það nú hið sanna í málinu? Hvort ykkar var þaö, sem iét að lokum til skarar skríða?“ „Nei. Ekki sameiginlega. Það eru margir mánuðir síðan á mig sótti sá grunur. að ekki mundi allt vera í lagi, þegar simahring- ingum Franks fækkaði og vinnan skildi okkur að. Sú var tíöin, að við ræddum saman i gegnum sfmann yfir Atlantshafið þrisvar á dag. síðan . tvisvar,. svo einu sinni og loks ... .Einhvern veginn virðist ég ekki hæfá honum. . . . i rauninm entist hjóna- band okkar ekki í 16 mánuði. Það var farið út um þúfur eftir aöeins 7 eða 8 mánuði. Þá fór mér að skiljast, að það gæti aldr- ei blessazt. Frank er eitthvað svo eirðar- laus. Hann vill fara mikið út og þá með vinui'’ sfnum og við vor um svo mikið í burtu hvort frá öðru Það voru aldrei neinar deilur. Aðeins ósamkomulag. Smáþras. Ég hugsaði um minn feril í vinnunni og hann um sinn. Lik- lega hefðum við aldrei átt að giftast “ Orðrómur tilhæfulaus. Mia Farrow harðneitaði því, að nokkuð væri hæft í því, að milli hennar og Laurence Harvey leik- ara væri meira/ en vináttan ein. Eins um aðra, sem hún hefur verið orðuð við og sézt fara með á skemmtistaöi. „Hvað um myndir, þar sem þið eruð að kyssast?" „Slíkt gera allir i kvikmynda- bransanum. Það er bara til þes að sýnast“ „Leonard Gershe, rithöfundur- inn?“ „Len er bara góður vinur minn. Það er allt og sumt. Hann dans- ar vel og mér þykir gaman að dansa við hann. Áður fór hann oft með mér og Frank á dans- staði Frank þykir nefnilega ekk ert gaman að dansa og vili helzt sitja kyrr við borðið. Fólk gónir svo mikið á hann, þegar hann 4r * fer út á gólfið. Hann blátt áfram hatar að láta góna á sig“. Faðir Miu, John Farrow for- stjóri, dó úr hjartaslagi 1962 og Mia stendur mjög nærri móð- ur sinni, Maureen O’Sullivan leik konu, og báðar eru undir áhrif- um, hvor af annarri. Sagt var, að móðir hennar hefði ráðið henni að skilja við Sinatra. „Ég er orðin 22ia. Móðir mín ræður mér, hvorki eitt eða neitt, nema ég biðji hana þess“ ALLIR eru ánægðir með S K HEIMSINS BEZTU RYKSUGU! "• FYRSTA FLOKKS FRÁ.... 1 .j Sími 2-44-20, Suðurg. 10, Rvík. FÖNIX Ekkert lærzt? Vegna skrifa um Njarðargötuna og símanúmerleysi Umferðar- miðstöðvarinnar sem skrifað var um í pistla þessa á dögun- um, hefur borizt bréf, þar sem farið er hörðum orðum um þá ráðstöfun að loka Njarðargöt- unnl algjörlega, en bréfritari tekur undir það, að loka hefði mátt fyrir þungum bílum til aö létta á götunni, en leyfa áfram akstur léttari bíla, því nauðsyn- legt sé, að þessi umferðarleið sé opin. Yfirskrift er á bréfinu: „Léleg forysta — betri forysta“. Síðan segir bréfritari, að svo virðist sem ekkert hafi lærzt hjá forystumönnum þessara mála, því slík sé framkvæmd á ýmsum sviðum gatnamála. „Af hverju var Umferðarmið stöðinni fctolið?“ segir bréfritari ennfremur. En engu er líkara marksþunga-ákvæði, þannig að viðhald á þessari götu, sem hef ir víst lélegar undirstööur fyrir arnir aka hægt í leit að bila- stæði, en þaji er erfitt að finna á þessum tíma. Bilarnir lóna en þeirri stofnun hafi verið stol ið, en hún finnst hvergi í síma- skrá undir sínu eigin nafni“. Njarðargatan ætti vel að þola það að verða opnuð aftur fyrir léttari biia, en sú ráðstöfun mundi létta afar mikið á um- ferðinni t. d. út á flugvöll. Hins vegar gætu verið ströng há- þunga umferð, verði ekki fram úr hófi. Þröng í miðborginni Það er þung umferðin í mið- borginni um þessar mundir, og þótti manni þó stundum nóg um, eins og það var áður. Bíl- stundum tvo eða þrjá hringi til að geta síðan skotizt inn í bíla- stæði, ef einhvers staðar losnar, en segja má, að vöjitun á bíla- stæðum geri umferðina um mið borgina bálfu verri hví erfitt er að fá fólk til að geyma bíla sína utan verzlunargatnanna og ganga síðan inn í verzlunar- borgina. Fleiri bílastæði er því orðin brýn nauðsyn, og sú ráð- stöfun að fækka þeim eða taka af bílastæði, þegar umferðin er hvað mest, leysir ekki nokkum vanda því flestir þeir bílar sem aka inn í miðborgina eru í leit að bílastæði Hátíðarsvipur Jólaskreytingar eiái víða mjög fallegar í borginni og eiga þær sinn þátt í að koma fólki i jólastemningu. Fegurstu útstill- ingar, sem gerðar eru af smekk- vísi og hugviti. ætti að verð- launa, ekki sízt ef þær skirskot- uðu til boðskapar jólanna. Þrándur í Götu. j ! I i 1 ! 1 I M M I i ! I ) i i ) i i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.