Vísir - 27.12.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 27.12.1967, Blaðsíða 1
á sofandi konu og henni veittur áverki Brauzt inn tiB konunnur — BComst undun ún þess uð verðu séður Það var kyrrlátt og friðsaelt um að litast, þegar horft var yfir fjölbýlishúsin í úthverfun- um á jólunum. Húsin voru böð- uö Ijósum i öllum regnbogans iitum, en inni í stofunum var jólagleðin í algleymingi. Aftan- söngur í útvarpinu — úr öllum eidhúsum angan af hangikjöti, rjúpúm eða hamborgarhrygg og rauðvínssósum. En þegar ró hafði aftur færzt yfir heimilin, og fólk var gengið til náða, lýstu Ijósin út í nátt- myrkrið, því að það er siður að láta ljósin lóga á jólanótt. Gott jóluveður Jólaveðrið var með bezta móti þessi jól, milt, en nokkuð breyti- legt. Hér sunnanlands voru yfir- leitt rauð jól, þó að sums staðar snjóaði lítils háttar og þiðnaði og fraus til skiptis. Á Norður- og Austurlandi voru hins vegar hvít jól og í nótt var vaxandi norðan- átt víðast hvar á landinu og skaf- renningur, alit að 8 vindstig á Norðurlandi með vægu frosti. í Reykjavík var eins stigs frost i morgun. Spáð er norðanátt í dag um allt iand og vaxandi frosti, en gert ráð fyrir að lygni með kvöldinu. EYSTCINH MTTIR Olafur Jóhannesson tekur við formennsku i Framsóknarflokknum Samkomulag hefur náðst um það i Framsóknarflokknum, að Eysteinn Jónsson láti af formennsku í honum. Mun Ólafur Jó- hannesson prófessor og þingmaður taka við sæti Eysteins að sinni. Formannaskiptin munu fara fram innan tíðar. Eysteinn hefur nú gegnt for- þingflokks Framsóknarflokksins mennsku Framsóknarflokksins síð-, síðan 1943. Hann hefur átt sæti an 1962, en hefur verið formaður' á Aiþingi samfieytt í 34 ár, fyrst sem þingmaður S.-Múlasýslu til ’59, en síðan sem þingmaður Aust- urlands. Eysteinn hefur manna lengst set- ið í stól fjármálaráðherra, 1934— ’39 og 1950- ’58. Viðskiptamála- ráðherra 1939—’42 og menntamála- ráðherra 1947—’49. Brotizt var inn til konu í nótt, þar sem hún lá í fasta- svefni með kornabarn í vöggu sér við hlið, og henni veitt þungt höfuðhögg með barefli. Vaknaði konan við, að blóð ið lak niður eftir andliti henn ar, og kallaði á hjálp, en ó- dæðismaðurinn var á bak og. burt, þegar henni barst hjálp- in. Konan var ein heima með barni sínu, en maður hennar var aö heiman, og bjuggu þau í kjallaraíbúð í húsi einu í Blöndu hlíð. Hafði hún skilið eftir Ijós i herbergi sínu, þegar hún sofn- aði og hafði bamið í vöggu við hliðina á rúmi sínu. Skyndilega vaknaði hún af svefni, án þess að gera sér grein fyrir hvers vegna, og fannst henni, sem eitthvað rynni niður eftir andliti sínu. Setti að henni óhug og í ótta sínum hrópaði hún á hjálp. Húsmóðirin á hæðinni fyrir ofan heyrði neyðaróp hennar og Frh. á bls. 8. Handriti rússneskrar skóldkonu stolið og sntyglað úr landi Sovétska skáldkonan Sabrajkova hefur í opnu bréfi ákært franskt útgáfufyrirtæki fyrir ritstuld. — Útgáfufyrirtækið hefur gefið út skáldsögu, þar sem hún gagnrýnir Staiin og Stalinstjórnina, en hún heldur því fram að handritinu hafi verið stolið og smyglaö úr landi án vitneskju hennar. Skáldkonan segir í bréfi sínu, að hún hafi ákveðið að gefa bókina ekki út og hafi það komið sér mjög á óvart, að bókin hefði kom- iö út í Frakklandi, þar sem pólskir útflytjendur hafi gefið hana út. Verð ú íbúðum Byggingarfélags verkamanna? 2-4 herb. íbúiir á 500-1100þús. Blaðið í dag Vegna jólahátiðar- innar er Visir aðeins 12 siður i dag l í skýrslu stjórnar Byggingar- félags verkamanna kemur meðal Biksteinsvinnsla i Loðmundarfirði: Framleiða þyrfti 50 þús. tonn ú úri í haust var á vegum iðnaðarmála- ráðuneytisins tekið sýnishorn af „perlíti“ eða perlustelni í Loðmund arfirði, og var þar á feröinni Þor- leifur Einarsson jarðfræðingur, en þessar rannsóknir standa i sam- bandi við væntanlega kísilgúrfram- leiðslu við Mývatn. Blaðiö hafði í morgun samband við Pétur Pétursson forstjóra, en hann hefur fylgzt með rann- sóknunum. Hann tjáði blaðinu, að í nóvembermáuði í haust hefðu fimm mismunandi sýnishorn verið send utan til Johns-Manville-fyrir- tækisins í Kalíforníufylki í Banda- ríkjunum. Þetta fyrirtæki hep'" Frh. á annars fram verð á íbúðum þeim, sem félagið hefur látið reisa við Bólstaðahlíð í Reykja- vík, samtals 64 íbúðir á fimm árum. I fyrri áfanga þessara fjölbýl- ishúsa var verð íbúðanna sem hér segir: Tveggja herbergja í- búð 502 þúsund, þriggja herb. íbúð 605 þúsund og fjögurra herbergja íbúð 845 þúsund. Er það miklu Iægra verð en tíðkazt hefur á íbúðum á fasteignamark aðnum undanfarin ár. | Hins vegar er verð á seinni á- i fanga þessara bygginga miklum ■nun hærra, en þaö eru þær íbúðir, sem flutt var 'í í sumar. Þar er ■ kostnaðarverð íbúðanna eftir því sem næst verður komizt þetta: I Tveggia herbergja 660 þúsund, 1 þriggja herbergja 790 þúsund og 1 fjögurra herbergja 1100 þúsund. íbúðirnar eru afhentar eigendum á kostnaðarveröi. Þetta verð er ekki fjarri því sem /ísir sló upp sem eðlilegum bygg- ingarkostnaði íbúða í vor, en hins vegar öllu lægra verð en tíðkazt hefur á fasteignamarkaðinum, þar sem tveggja herbergja íbúöir í blokk hafa farið á 900 þúsund — eða allt að því. En hins vegar hef- ur íbúðaverð farið stórlækkandi síð an í vor, eins og komiö hefur fram í fréttum. Byggingafélag verkamanna veit- ir félögum sínum 450 þúsund króna Ián að meðaltali á íbúð og er það veitt til 42 ára. I sumar sem ieið byrjaði byggingafélagið smíði tveggja fjölbýlishúsa í Fossvogi, en þar hefur félagið lóðaleyfi fyrir 72 íbúðir og loforð um lán fyrir þær hjá Byggingasjóði verkamanna. í félaginu eru nú 1200 félags- menn og hafa rúmlega 450 fengið fbúðir. í stjórn félagsins eru: Tómas Vigfússon, formáður (stjómskipaö- ur), Ingólfur Kristjánsson, Alfreð Guðmundsson, Jóhann Eiriksson og Sigurður Kristjánsson, sem jafn-. framt er skrifstofustjóri félagsins. Leit undirbúin að dreng á jóladagskvöld Auglýst var eftir 7 ára gömlum dreng í útvarpinu að kvöldi jóla- dags. Drengurinn hafði horfið frá húsi við Álfhólsveg f Kópavogi, og var talið að hann hafi veriö á leið heim til sín viö Fellsmúla. Hafði ekkert spurzt til hans frá kl. 8 um kvöldiö, en kl. 23.48 var til- kynnt um hvarf hans f útvarplnu, en hjálparsveitir skáta voru tilbún- ar að fara til leitar, ef með þyrfti. 12 minútum siðar, eða á slaglnu 12 á miðnætti, kom drengurinn fram, — hann hafði verið i húsi einu í Kópavoginum og líklega gleymt sér við jólaleiki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.