Vísir - 27.12.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 27.12.1967, Blaðsíða 8
1 M 1 XÍ ucácxúuicr X«ýv« • I ÞAÐ MINNSTA KERTI OG SPIL' Vonandl hafa allir fengið eitt- hvað fallegt í jólagjöf, „f það minnsta kerti og spil“, eins og 'segir í vísunni, og enginn farið í bannsettan jólaköttinn. Jólagjafa- flóðið virðist ekki sjatna með ár- unum og munu fá flóð veraldar- innar langdrægari, að undanskildu hinu eina sanna Syndaflóði og stóð það þó eigi lengur en fjörutíu næt- ur og fjörutíu daga, að sögn hinn- ar heilögu bókar. „Ég veit um stúlku, sem fékk 13 brúður í jólagjöf," sagði maður nokkur við blaðið í morgun, „Ég veit um fimm börn, sem fengu sam tals tæplega fimmtíu jólaböggla,“ sagði annar, og sá hafði reiknað lauslega út hve mikils virði þessar gjafir hafi verið að meðaltali og fer reikningur hans hér á eftir og mun vera í meðallagi hár: Bíll frá frænku kr. 150.00 Bfll frá frænda — 150.00 Bfll frá systur — 200.00 Þríhjól frá foreldrum — 500.00 Peysa frá ömmu og afa — 250.00 Péysa frá ömmu og afa — 200.00 Vettlmgar og húfa frá lang- ömmu — 200.00 Bók frá frænda — 75.00 Bók frá frænku — 100.00 Kubbakassi frá bróður — 100.00 Samtals kr. 1925.00 18873 er vinningsnúmeriö i Happdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinnandinn mun vera í Vestmannaeyjum. Ef þessi fimm börn, sem fengu um fimmtíu jólapakka samtals hafa fengið gjafir sem voru álfka mik- ils viröi, er verðmæti þeirra sam- tals kr. níu þúsund sex hundruö tuttugu og fimm , eða kr. 9.625.00 í tölustöfum. Að sjálfsögðu er það efamál, hvort gleði barnanna, sem fá svo margar og verðmætar jólagjafir, endist lengur en þeirra bama, sem áður fengu „aðeins kerti og spil“, en vlst er erfitt að breyta jóla- gjafavenjum sem öðrum. Bókaflóð í augum erlends blaðamanns Komið er út 4. hefti þessa árs af tímaritinu Iceland Review. Er það fjölbreytt og vandað að efni og út- liti, flytur fjölbreýttan fróðleik um land og þjóð. Biskupinn yfir íslandi, herra Sig- urbjöm Einarsson, skrifar grein um kirkjuna á Islandi og birtar eru fjöl- margar myndir af kirkjum, göml- um og nýjum. Þá er fróðleg grein um Fiske-bókasafnið í íþöku, við- tal viö bókavörðinn, Vilhjálm Bjam ar, sem bandarískur blaðamaður átti við hann fyrir ritið. Pétur Karlsson skrifar ferðalýs- ingu frá Borgarfiröi og Snæfells- nesi og birtar em f jölmargar mynd- ir, bæði svart-hvítar og i litum, úr þessum landshluta. Bandarlskur blaðamaður, Tom Bross, skrifar grein um heimsókn til Islands að vetrarlagi og nefnir hana — Undir norðurljósunum. — Fjölmargar myndir fylgja greininni, bæði svart-hvítar og í litum — dg sýna Island í vetrarham. Myndir em af fyrstu Islenzku þotunni og myndskreytt frásögn er einnig í ritinu af komu bandarísku geimfaraefnanna hingað sl. sumar. Erlendur blaðamaður í heimsókn skrifar grein um bókaflóðið á ís- landi, eins og þag kemur útlendingi fyrir sjónir. Hann kom hingaö í desember-mánuöi og ræddi við bóka útgefendur og bóksala og niður- stöður hans em athyglisverðar. Eiður Guönason skrifar I þetta hefti Iceland Review um Trygginga- Þérarinn Björnsson skipherrn létinn Þórarinn Bjömsson, skipherra, andaðist á aðfangadag, 64 ára að aldrL Þórarinn var fæddur á Þverá f Hallárdal í Húnavatnssýslu, son- ur Bjöms Ámasonar. hreppstjóra og Bryndísar Þórarinsdóttur konu hans. Þórarinn lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1924. Skipherra á varðskipum rlk- isins varð hann 1937 og gegndi því starfi æ| síðan, seinustu árin á varðskipinu Óðni. Þórarinn fékk aökenningu af hjartasjúkdómi 1 vor og varð að stíga á land af skipi sfnu og leggj- ast irm á spítala. — Hafði hann síðan náð bata og var að jafna sig tíl þess aö taka við starfa sínum aftur. Kvæntur var Þórarinn Ruth Trop döttur Magnúsar Jensens tré- smíðameistara í Kaupmannahöfn. HESTUR ÓSKAST Taumléttur, veltaminn og viljugur hestur óskast til kaups, með eða án reiðtygja. Hring- ið í síma 50884. Lokoð vegno vörutalníngnr 27. des. — 2. jan. næstkomandi Verzlanir véladeildar SÍS Armúla 3 stofnun ríkisins og hlutverk al- mannatrygginga I íslenzku þjóðfé- lagi. Magnús Finnsson skrifar um Innkaupastofnun rlkisins og hið fjölþætta starfsvið hennar. Þá er sagt frá nokkrum iðnaðarfyrirtækj- um á Akureyri. Af mörgu öðru efni I blaöinu má nefna almennar fréttir og fréttir frá sjávarútvegi I samþjöppuðu formi, bókaþátt, fróðleiksmola fyrir ferðamenn og fleira. Biksteinn Framhald af bls. 1. sent álit sitt áleiöis hingað til lands, en það er ekki komið ennþá. Ef álitsgerðin verður jákvæö, verður væntanlega könnuð stæi;ð námunnar, en talið er að hún þurfi að afkasta um 50.000 tonnum ár- lega til aö vinnsla borgi sig. , „Perlít“ eöa perlusteinn er eðlis- þungur, en hefur ekki mikið rúm- tak, svo að vel færi á því að flytja i hann út með þeim skipum, sem lesta kísilgúr, en hann er tiltölu- lega léttur en fyrirferðarmikill. Johns-Manville-fyrirtækiö rekur perlusteinsverksmiðju I Evrópu, en hráefnið kemur eingöngu frá Milos I Grikklandi, svo aö góöur mark- aður er fyrir perlustein frá öðrum stöðum. Veröi nægilegt magn af perlu- steini aö fá I Loðmundarfirði er þar um aö ræða góða búbót, og þýöir einnig mun betri nýtingu á þeim :s'kiputh, sem verða I förum vegna kísilgúrsins, þar eð efnið yrði flutt sém ballest. Róðizt á konu — Framhald af bls. 1. hraöaði sér niður til hjálpar. Kom hún að henni, þar sem hún stóö úti á gólfi meö andlitið alblóðugt og sængin úti á gólfi, en útidymar stóðu galopnar. En engan sáu þær annan nær- staddan. Við eftirgrennslan komu í ljós spor í snjónum eftir karlmann, sem lágu frá útidyrunum og yfir í næsta húsagarð, bak viö næsta hús og út á götu, þar sem slóðin hvarf. Við dymar hafði maðurinn skilið eftir spýtuna, sem hann hafði bariö konuna með. Hann hafði komizt inn I kjall arann um opnanlegan glugga og hafði auðsjáanlega staðið á gægjum við gluggann áður. Sást einnig á slóðinni, að hann hafði áður gægzt á glugga næsta húss. Ekki hefur enn tekizt að hafa hendur f hári mannsins. Næsta námskeið í tauga- og vöðvaslökun, öndunaræfingum og léttum bjálfunaræfingum fyrir konur og karla hefjast miðvikudaginn 7. janúar. Uppl. í síma 12240. Vignir Andrésson. FLUG- Eldflaugar Rakeítur — fjölbreytt úrval Handblys i margar gerðir og litir. Jokerblys Stjöraublys Bengal-blys Gulí- og silfurregn | Vax-útiblys loga Vz og 2 klukku- stundir — hentug fyrir unglinga. Sólir Stjörnuljós Stjörnugos Bengal-eldspýtur rauðar og grænar. £ , Vetzlun O. Ellingsen Faðir okkar og tengdafaðir KRISTJÁN GUÐJÓNSSON fyrrverandi kyndari lézt á Landspítalanum 24. þessa mánaðar. Börn og tengdabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi KRISTJÁN JÓHANNESSON « skósmíðameistari verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. desember kl. 1.30 e. h. Böm, tengdabörn og barnabörn. n

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.