Vísir - 27.12.1967, Side 6

Vísir - 27.12.1967, Side 6
6 VtSIB Utgefandi: Blaðaútgatan viðin Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoóarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgfe Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Siml 11660 (5 Bnur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prents:..iðit Visis — Edda h.f. Fjör færist í iðnaðinn Árið 1967 hefur verið íslenzkum iðnaði erfitt eins og raunar fleiri atvinnugreinum. Vaxandi tilkostnaður við framleiðsluna hafði dregið úr möguleikum til út- flutnings á iðnaðarframleiðslu og minnkað samkeppn- ishæfni iðnaðarins gagnvart innfluttri iðnaðarvöru. Þetta breyttist snögglega eftir gengislækkunina 24. nóvember. Hún er þegar farin að hafa fjörgandi áhrif á iðnaðinn, bæði útflutningsiðnaðinn og þann, sem framleiðir fyrir innanlandsmarkað. Þetta er sérstak- lega áberandi í ýmsum lykilgreinum, sem hljóta að verða drjúgur þáttur í iðnþróun landsins á næstu árum. Samkeppnisaðstaða íslenzkra skipasmíðastöðva hefur batnað verulega. Kom það greinilega fram við útreikning á tilboðum innlendra og erlendra skipa- smíðastöðva í strandferðaskipin tvö, sem smíða á fyrir Skipaútgerð ríkisins. Enda fór svo, að íslenzk stöð, Slippstöðin á Akureyri, fékk bæði skipin. Þá má einnig búast við, að það leggist að mestu af, að útgerðarmenn láti smíða fiskiskip sín erlendis. Fyrir gengislækkun var talið, að íslenzku stöðvarnar stæðu beztu stöðvum erlendis jafnfætis í fiskiskipa- smíði, bæði í gæðum og verði. Eftir gengislækkunina er aðstaða íslenzkra skipasmíða enn hagstæðari. Jó- hann Hafstein iðnaðarmálaráðherra hefur bent á, að nú megi smíða hér um 10 fiskiskip á ári, og að ástæðu- laust sé að leita til útlanda um slíkar smíðar, ef inn- lendar stöðvar eru fyllilega samkeppnishæfar. Margir útgerðarmenn höfðu ekki áttað sig á þessu, en nú mun afstaða þeirra áreiðanlega breytast. Allt bendir til þess, að íslenzku skipasmíðastöðvarnar muni hafa nóg að gera í náinni framtíð. Menn tala oft um, að nauðsynlegt sé að efla inn- lendan niðursuðuiðnað. Margt hefur verið gert til þess, en verkefnið reynzt vandasamt. Nú hefur ríkis- stjómin ákveðið að stuðla að útvegun lánsfjár til tveggja niðursuðuverksmiðja, Norðurstjörnunnar og K. Jónssonar, sem hafa átt í erfiðleikum. Eftir gengis- lækkunina fá slíkar verksmiðjur miklu hærra verð á erlendum markaði fyrir framleiðslu sína. Eru því nú betri horfur á en oftast áður, að gera megi niðursuðu með tímanum að öflugri iðngrein hér á landi. íslenzkar ullarverksmiðjur voru byrjaðar að flytja út vörur sínar, en hafa átt í erfiðleikum undanfarin misseri vegna tilkostnaðarins. Þetta hefur skapað mikla rekstrarörðugleika hjá fyrirtækjum eins og SÍS- verksmiðjunum og Álafossi. Nú eru góðar horfur á, að þessi fyrirtæki geti rétt úr kútnum og lagt áherzlu á framleiðslu til útflutnings. Hér hafa verið nefndar skipasmíðar, niðursuða og ullariðnaður, en einnig hefði mátt taka önnur dæmi. Þetta sýnir Ijóslega, hve mikils virði það er fyrir fram- tíðina, að árangri gengislækkunarinnar verði ekki eytt með vaxandi tilkostnaði innanlands. Nú er tækifæri til að hefja nýja sóV- ■' iðnvæðingu landsins. V í SIR . Miðvikudagur 27. desember 1967 25 lítra mjólkurkassarnir vin- sælir á elliheimilinu Menn eiga almennt að fá að nota þessar um- búðir, segir G'isli Sigurbjörnsson forstjórí — Starfsfólkið hér er sammála um, aö mikil framför sé f 25 lftra kössunum, sem við fáum nú mjólkina f frá Mjólkursam- sölunni, sagði Gísli Sigurbjörns- son í fréttaviðtali við Vísi. Elliheimilið Grund er eini að- ilinn í Reykjavík, sem fær mjólk ina í þessum umbúðum frá Mjólkursamsölunni. Vísir heim- sótti Gísla, forstjóra Grundar, af þessu tilefni til ag spyrja um reynsluna. Umbúöir af þessu tagi hafa rutt sér til rúms víöa úti á landi, eftir hina góðu reynslu, sem komin er af þeim á Akureyri. Varnarliðið á Keflavfk urflugvelli kraföist þess að fá mjólkina afgreidda í þessum um búðum og fékk Mjólkursamsal- an þá vél til að pakka inn mjólk fyrir þá á þennan hátt. En Gísli er fyrsti reykvíski aðilinn, sem fær kassamjólkina. — Ég er mjög þakklátur Mjólkursamsölunni fyrir aö af- greíða mjólkina hingað á þenh- an hátt. Það er margvíslegt hag- ræöi og spamaður að þessum nýju umbúðum. Að vísu notum við miklu meiri mjólk eftir breyt inguna, en sá kostnaður jafn- ast upp á annan hátt. Hreinlæt- ið í meðferg mjólkurinnar er meira, minna fer til spillis, við spörum mjólkurílát, vinna í eld- húsum er miklu einfaidari, og þannig má lengi telja. — Við höfum sett upp sjö kæliskápa, sem hver rúmar einn 25 lítra kassa. Þetta fyrirkomu- lag hentar vel til sjálfsaf- greiðslu. Vistfólkið styður á handfang og þá rennur mjólkin beint úr kössunum í glösin. Þetta er miklu meira hreinlæti heldur en aö láta mjólkina ; standa f könnum á boröunum, svo ekki sé talað um allt upp- vaskið, sem sparast. — Ég held, að Mjólkursamsal- an hafi líka mikinn hag af þessu. i Hún losnar við ryðguðu þpis- • ana, sem tíökuðust áöur og hún I getur selt meiri mjólk, því að 1 neyzlan eykst við þetta. Það I væri ekki ónýtt fyrir bænda- 1 stéttina, ef menn fengju almennt 1 hér f Reykjavík að nota þessar 1 umbúðir, þvf að þá kæmu þeir • út meiri mjólk. Mér finnst ekki | að vamarliðið eigi að hafa for- , réttindi á þessu sviði. Gísli sýndi okkur mjólkur- kæliskápana. sem hann kallar „búkollur". Starfsfólkið f eld- húsinu á Grund lauk miklu lofs- orði á þessa nýjung og sagði, , að hún sparaði mikla vinnu hjá þvf. Slippsfóðinni á Akureyri formlega falin sm'iði strandferðaskipanna: Þjóðfélagslegur hagnaður jafnar mismun tílboðanna — segir i fréttatilkynningu frá sam- göngumálaráðuneytinu Rfkisstjómin hefur nú form- Iega ákveðið að taka upp samn- Ingaviðræður við Slippstöðina hf. um smí’ tveggja 1000 tonna strandferðaskipa á grundvelli endurskoðaðs tilboðs hennar, en Slippstöðin á Akureyri var eitt af fjórum innlendum skipasmíöa fyrirtækjum, sem sendu tilboð f smfði skipanna tveggja. Vísir skýrði nýlega frá þvf, að þetta stæði til. — Auk innlendu stöðvanna sendu 20 erlendar skipsmíða- stöðvar tilboð í skipin, og þó að nokkur erlendu tilboðin hafi verig hagstæðari, jafnvel eftir gengislækkun, ákvað ríkisstjóm- in að nota þetta tækifæri til að efla innlendan skipasmíðaiðnað. Lægsta tiiboðið var frá Bodew- es Scheepswerven i HoIIandi, sem einnig var hagstæðasta til- boðið að því leyti, að þag var ekki háð kaup- og verðbreyting- um á byggingartíma. Verðtilboð Bodewes Scheeps- werven fyrir fyrra skipið var 53.156.767.80 kr., en kr. 105.939. 128.44 fy,’ bæði skipin. Tilboð Slippstöðvarinnar, sem er að vísu háð verðbreytingum, var 57.895.000 kr. fyrir fyrra skipið, en 113.915.000" kr. fyrir bæði skipin. — Niðurstaðan varð því sú, að mismunurinn væri 8—9%. f fréttatilkynningu frá samgöngu málaráöuneytinu segir m. a.: „Á grundvelli þessa tsaman- burðar varð það álit ráðuneytis- ins, að' taka bæri hinu innlenda tilboði, þar sem hinn þjóðfélags- legi hagnaður af smíöi skipanna innanlands yrði að teljast meiri en sem svaraði mismun tilboð- anna. f framhaldi af þessu hefur ríkisstjómin ákveðið ag smíöuð skuli tvö skip og ákveðið að taka upp samningaviðræður um smfði beggja skipanna við Slippstöð- ina hf., Akureyri, á grundvelli endurskoðaðs tilboðs hennar". Þag var 7. nóvember 1966. sem ráðuneytið heimilaði stjóm- amefnd Skipaútgerðar ríkisins. að undirbúa útboð á einu eða tveimur strandferðaskipum, sem koma skyldu f stað þeirra skipa. sem höfðu verið f þjónustu um langt árabil og voru orðin göm- ul og dýr í rekstri. Um svipað leyti var ákveðið að selja tvö af skipum útgerðar innar, ms. Skjaldbreið og mt Heklu, og taka skip á leigu i þeirra stað, þar til hin nýju skip kæmu. Hefur leiguskipið, ms. Blikur frá Færeyjum, nú verið f strandferðum hér á annað ár a

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.