Vísir - 02.02.1968, Page 9

Vísir - 02.02.1968, Page 9
V í SI R . Föstudagur 2. febrúar 1968. 9 Flugvél af tegundinni B-52 eins og sú sem fórst við Thule. Kjamorkusprengjur undir ísnm T.Tm fyrri belgi gerðist burðui^ið Thule m sá at- burðui^l'ið Thule nyrzt á vesturströnd Grænlands, að bandarísk risasprengjuflugvél B-52 fórst í lendingu, en því hefur þetta flugslys vakið svo mikla athygli, að flugvélin hafði með sér fjórar vetnis- sprengjur og eru þær týndar, liggja sennilega á hafsbotni und- ir íshellunni á um 200 metra dýpi. Flugvél þessi var i föstu varö- flugi yfir heimsskautssvæöunum og hafði lagt upp frá flugvelli í grennd viö New York. Hún hafði ef allt hefði gengiö eölil. sveimað yfir heimsskautssvæð- unum í hálfan sólarhring og síð- an snúið aftur til Bandaríkjanna. En þegar hún var á feröinni út af vesturströnd Grænlands kom upp eldur í íveruklefum áhafn- arinnar, svo að flugmaðurinn sendi út tilkynningu til banda- rísku flugbækistöðvarinnar í Thule, þar sem hann kvaöst þ..rfa að nauölenda. En áður en honum tækist það ágerðist eldurinn og svo mikill reykur kom í flugstjórnarklef- ann, að þegar flugvélin átti að- eins um 5 km aö flugbrautinni var sýnt, að ekki yrði unnt að stjórna henni alla leið. Sex mönnum af áhöfninni tókst að varpa sér útbyrðis í fallhlífum, komu þeir niður á ísinn og var síðan bjargað, en einn maöur komst ekki út og fórst. Sjálf splundraöist þessi vold- uga flugvél og brann í sprengju blossa, er hún skall niður á ísinn, og segja þeir, sem komu á vettvang, aö stærstu brotin á ísnum hafi ekki verið nema handarstærð, en sennilegt má þó telja, að þyngrj hlutir úr vélinni eins og hreyflarnir hafi skollið í gegnum ísinn, sem er um tveggja metra þykkur á þesum staö og stærsta brakið liggi því á hafsbotni undir. Cíðan þetta geröist hefur 75 manna flokkur bandarískra sérfræðinga verið sendur norð- ur til Thule og er sagt að þeir muni ekki snúa til baka, fyrr en þeir hafa fundið allar fjórar vetnissprengjurnar eða geislavirkar hleðslur þeirra, þó svo að það verði ekki fyrr en næsta sumar. En þaö er að- eins um nokkurra vikna skeið um hásumar, sem ísinn á firð- inum þiðnar. -Llni þessar mund- ir er á þessum slóðum 30—fO stiga frost og stöðugt heinv skautanáttmyrkur, — fer ekki neitt að bjarma þar af degi fyrr en kemur fram i marz, svr skilja má, að aðstæðurnar séu erfiðar. Þrátt fyrir það er talið kleift að vinna með köfunar- tækjum niðri í djúninu undir is- hellunni, jafnvel við þessar vetraraðstæður. Fregnir þaðan norðan frá, sem enn eru að vísu óljósar, herma, að Ieitarmenn hafi orðiö varir við nokkra geislavirkni á slys- stað og telja þeir við fyrstu sýn, að ein af fjórum vetnis- sprengjunum muni hafa liðazt eða sprungið í sundur. Það óskaplega sprengimagn, sem hver vetnissprengja býr yf- ir, sem mun jafnast á við nokk- ur milljón tonn af venjulegu há þrýstisprengiefni, veldur þvf, að sjálfsögðu, að fólk fær nokkurn ugg af þvf, að heyra þessar fréttir. Það eru eðlileg viðbrögð, að menn ímynda sér, að eípinleik ar kjarnorkuefnisins séu líkir og venjulegs sprengiefnis, að allt geti fuðrað upp við högg eöa eldshita. Slíkar hugmyndir hafa blöðin víða um heim yfirleitt ýtt undir í fréttum sínum, hvort sem það er af æsilöngun eða pólitískum ástæðum, vegna andúðar á Bandaríkjamönnum og kjarn- orkuvígbúnaði þeirra. J£n höfuðatriðið í þessu máli er auðvitað það, að kjarn- orkuefnið, hvort sem er f venju- legum kjarnorkusprengjum eða vetnissprengjum springur alls ekki fyrir högg eða hita. Það getur ekki með nokkru móti kviknað í þeim öðru vísi en að ólíkir partar úraníum-hleðslunn ar séu færðir saman og látnir grópast nákvæmlega í einn kökk, svo að myndist hið svo- kallaða „krítíska magn“. Og þ'að hefur verið talið, að meðan flugvélamar eru á eftirlitsflugi sínu, þá sé alls ekki nægilegt magn af úraníum í þeim. Það sé ekki fym en styrjaldarástand væri komið. sem einhver úr á- höfninni myndi bæta við og skrúfa inn í sprengjurnar því magni sem á vantaði. En auk bess hefur landvarnaráðunevti Bandaríkjanna upplýst, að í sprengjunum sé röð sjö ólíkra öryggisráðstafana og þannig frá hnútum gengið. að bessi öryggi verði ekki fjarlægö nema tveir eöa þrír áhafnarmeðlimir séu samtaka um bann verknað. Það er því fjarri því, að þeir sem þessum málum stjórna ótt- ist fyr t og fremst sprengju- hættu af flugslysum, hinn þátt- urinn, sá mannlegi „faktor", að einhver áhafnarmeðlimur missti stjóm á geöi sínu og ætlaði að framkvæma sprengingu vísvit- Uppdráttur þessi sýnir flugleið þá, sem kjarnorkuflugsveitir Bandaríkjanna fylgja stöðugt i öryggisflugi sínu. andi er talinn meiri, og þó er hann vissulega fjarlægur. J>aö er langt í frá að þetta sé fyrsta flugslysið, sem verð- ur á flugvélum er höfðu kjarn- orkusprengjur innanborðs, þvert á móti er talið, að þetta sé f 14. skipti sen bandaríski flug- herinn sendir aðvörunarskeytið „Broken arrow“. sem hefur ver- ið dulmálsheiti yfir flugslys. sem geislu: arhætta fylgir. Fræg ast þessara flugslysa var þegar flugvél af sömu tegund og nú fórst, B-52 var að taka elds- neyti í lofti úr tankflugvél yf- ir Palomar-strönd á Spáni. Við þa’ð kviknaði í henni og hún féll í eldslogum til jaröar, en öll áhöfnin fórst. Hún hafði einnig innanborðs fjórar vetnis- sprengjur. Þrjár þeirra fundust á landi, en lengri leit varö að hinni fjórðu. Hún hafði fallið í sjóinn og tók marga mánuöi að ná henni upp af 800 metra dýpi. I þessu slysi slapp geislavirkt plútónfum út og tóku Banda- ríkjamenn að sér aö skafa um 6 þúsund tonn af efsta jarðvegi á stóru svæði burt og aka því í sjóinn, sem tekur lengi við. En áður hafa 12 sams konar slys oröið í Bandaríkjunum, lang flest þeirra meö sprengjuflug- vélum af sömu tegund, en þó með ýmsum ól.'kum hætti, í tvö skipti hafa sprengjurnar fallið fyrir mistök úr sprengjuhólfum vélanna úr mikilli hæð og þó ekki sprungið við fallið, í önnur skinti hafa flugvélar brunnið til kaldra kola standandi á flug- brautunum, en f öllu þvi eld- hafi hafa sprengjurnar ekkj sprungið að héldur. í eitt skipti kviknaði í eldflaug í skot- byrgi í miö-Bandaríkjunum og skeði héldur ékkert svo nokk- uð sé talið. . Tjað sem ménn hafa mestar áhyggjur af f slíkum slysum er hin geislavirka hætta, sem stafar frá efnunum í sprengj- unum, en það er frá efnunum úrnaíum 235 og plútónfum. Vetnissprengjur eru, þó sprengikraftur þeirra sé marg- falt meiri, litlu hættulegri en venjulegar kjamorkusprengjur hvað þessu viðvíkur, því að þær samanstanda einfaldlega af venjulegri kjamorkusprengju og síöan miklu magni af þungu vetni, sem felur ekki f sér geislavirka hættu. Þó er hættan meiri fyrir það, að frem ur en íþcl.n efnið plútóníum en úranfui 235. en það er tals- vert geislavirkara efni. En þó verður að taka það fram, að venjulega er f frétt- um gert alltof mikiö úr þess- ari geislunarhættu. sennilega af þeim hvötum, sem þegar hafa verið nefndar. Hættan er fremur fyrir hendi á þurru landi, þar sem geislunin getur orðiö stað- bundin f örþunnu jarövegslagi á yfirboröinu og nær ekki aö dreifast, eins óg gerðist viö Palonar. En ef sprengjumar lenda í sjónum eru þau efni sem út slæðast svo fljót að bland- ast út og dreifast, að ekki get- ur verið um neina hættu að ræða. Strax og þau eru dreifð í einn rúmkílómeter af sjó, en það er vatnsteningur um einn kílómeter á kant, þá er ekki um nokkur hættuleg áhrif að ræða, þó vísindamenn ræði varlega og spekingslega um það, að enn geti erfðaeig- inleikum stafað hætta af þvi. En sú hætta fyrir erfðaeigin- leika kemur þó tæpast til g eina nei.ia um langvarandi geislunar- áhrif sé að ræða svo mánuöum eöa árum skiptir. JTg sérstaklega vildi ég benda á það, að geislunarhætta frá slfkum ósprungnum kjam- orkusprengjum er ekki nema ör Iftið brot, varla nema milljón- asti partur af þeirri hættu, sem stafar a/ kjarnorkusprengingum. Þetta stafar af þeirri einföldu ástæðu, aö við keðjuverkanir kjamsprengingu myndast ó- grynni af nýju geislavirku efni og þar á meðal hið geislavirka strontium, sem getur haft lang- varandi áhrif, svo árum skipt ir. I samanburði við kjarnorku- tilraunir Rússa við Novaja Semlja á árunum eftir 1960 er í rauninni firra að tala um geisl- unarhættu frá sprengjunum í Thule-flóanum, munurinn á þeirri hættu er einn á móti mörgum milljónum. jyWér hefur þótt rétt að rabba um þetta, að vísu sem leikmaður í þessum eðlis- fræðilegu efnum, eftir þeim upp lýsingum sem ég tel staðbeztar, og Iegg áherzlu á það. hve fjar- stæðukenndar sumar staðhæfing ar f fréttum eru um þessi mál, enda býr þar sums staðar að baki áróðurshugur. Hættan sem vofir yfir mann- kyninu stafar ekki frá óvirkum kjarnorkusprengjum sem falla fyrir óhöpp úr flugvélum eða lenda f flugslysum, heldur frem- ur frá þeim hernaðar og of- beldisanda. sem menn leyfa sér að viðhalda enn í dag, þó heim- urinn hvíli í skugga kjarnorku- ógnarinnar. í sambandi viö þessa atburði hefur það verið rifjað upp, sem auðvitað var vitaö fyrirfram, að Bandaríkjamenn halda uppi stöð ugu varðgæzluflugi B-52 flug- véla yfir heimskautssvæðinu og Miðjarðarhafinu. Er sagt aö þeir hafi þannig stööugt á lofti 150 flugvélar af þessari tegund og hver þeirra er búin fjórum vetn issprengjum. Aðgerðir þessar eru beinlinis framkvæmdar til þes að tryggja það, að Rússum takist ekki í einni risavaxinni leifturárás aö ima allan kjam- orkuvopnaher Bandaríkjanna. Varúðarráðstafanirnar eru auk þess miklu víðtækari, því að um 40 Polaris-kafbátar eru einn ig stöðugt á verði í hafdjúpun um og hundruð landlægra eld- Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.