Vísir - 19.02.1968, Síða 1

Vísir - 19.02.1968, Síða 1
58. árg. — Mánuaagur 19. febrúar 1968. - 42 tbl. Nokkurra daga verk að opna veginn norður Mikil snjóþyngsli eru nú á veg- um á Norður- og Vesturlandi og allir fjallvegir ófærir. Þó hafa verið teknar upp snjóbílaferðir yfir Holta vörðuheiði, en fyrirsjáanlegt er að það mun taka nokkra daga að opna veginn norður. Verður reynt að opna hann strax og veður leyfir, en eins og stendur skefur jafnóðum í veginn og því tilgangslaust að reyna að ryðja hann. Mikla snjó- komu gerði í Vík í Mýrdal í gær- kvöldi og ófært er nú þaðan í báö- ar áttir. Mjög þung færð er á Mýr- dalssandi, en mjólkurbílar ha-fa þó komizt leiðar sinnar yfir sandinn. VERDA VERKFOLL BOÐUD A MID VIKUDA 6INN? Fjöldi verkalýðsfélaga samþykktu verkfallsheimildir um helgina • Mikil fundahöld voru hjá fjöldamörgum verkalýðs- félögum um helgina, en þau voru að undirbúa verkfalls- aðgerðir 1. marz næstkom- andi í samræmi við sambykkt ir Alþýðusambandsþingsins, er lauk 1. þ.m. og þings Verka mannasambands Islands, sem haldið var skömmu sfðar, — Þessir tveir aðilar iögðu á það megináherzlu, að verka- lýðsfélögin einbeittu afli sínu að því verkefni að tryggja fullar visitölubætur. á kaup og er undirbúningur á verk- fallsaðgerðum liður í því. Að því er Snorri Jónsson hjá Alþýðusambandinu sagði Vísi i morgun, hafa ASÍ borizt skeyti frá fjöldamörgum verkalýðsfé- lögum í morgun, en hann bjóst viö, að flest sambandsfélögin hefðu nú samþykkt verkfalis- heimildir. — Búizt er við þvi að til verkfalla verði boðað n.k. miðvikudag, hafi ekkert gerzt fyrir þann tíma. 18 manna nefnd ASÍ og full- trúar vinnuveitenda mættust á fundi s.I. föstudag, þar sem rætt var um vísitölubætur á kaup. Engar meiri háttar ákvaröanir voru teknar á fundinum, en næsti fundur var ákveðinn n.k. miðvikudag. Herþotur frá Kefkvík fundu rúss- ’ vélttr viB Grænlund Mikil spenna þegar Rússar voru að reyna aðvörunarkerfi Bandarikjanna (P Herþotur frá Keflavík- urflugvelli voru í síðast- liðinni viku látnar bægja rússneskum sprengjuflug- vélum frá lofthelgi Græn- iands, en talið er að þær hafi verið að reyna aðvör- unarkerfi Atlantshafs- ikkerf hefur gerzt prútf fyrir 100 þús. krönu verðlaungn Ekkert heíur komið fram sem upplýst getur hýer var valdur að morði Gunnars Tryggvasonar leigu- bílstjóra, eftir því sem Ingólfur Þorsteinsson aðstoðaryfirlögreglu- s’ónn sagði blaðinu í morgun. Tals- vert' efur verið hringt síðan boönar voru 100 þús. krónur þeim sem gæti gefið lögreglunni upplýsingar "■n leiddu til þess aö morðinginn c"ndist, en enn hefur ekkert komið fram sem talið er að geti komið lögreglunni á sporið. bandalagsins og Banda- ríkjamanna. — Talið er, að sprengjuflugvélarnar rúss- nesku, svonefndar bjarnar- sprengjuvélar, hafi innan borðs kjarnorkusprengjur. Rétt fyrir hádegi fékk blaðið yf- irlýsingu um þetta mál frá Stone aðmíráli á Keflavíkurflugvelli og birtist hún hér aftar. I fréttum frá Colorado Springs um helgina segir aö 5 vélum hafi verið vínað burt frá grænlenzku strandlengjunni. Það er amerískur blaðamaður, Jim Lucas frá Schripps-Howard blaðafyrirtækinu, sem upplýsir þetta, segir AP- fréttastofan, en hann hefur þetta eftir háttsettum embættismanni í flughernum, sem hefur aðalstöðvar sínar í Cjolorado Springs. Segir hann að greinilegt sé að Rússar séu með hessu að revna landvarnakerfi Bandaríkjanna og hafi nú komizt að raun um að viðvörunarkerfið sé í góðu lagi. Að því er talsmaðurinn sagði er þetta ekki einstæður atburður og nokkuð oft komi það fyrir, að rússneskar vélar nálgist varnar- net Bandaríkjamanrta. „Við verðum ekki slegnir ótta og byrjum ekki á að styðja á rauða hnappinn, þó þetta komið fyrir“ sagði hann, en rauði hnappurinn í aðalstöðvum hermálaráðuneytis Bandaríkjanna gefur til kynna að atómstríö sé hafið. Lucas segir að atburðurinn hafi átt sér stað þegar radarskermar f i Keflavík hafi séð svær sovézkar j vélar náigast Grænland. Amerískar I flugvélar af gerðinni F. 102 voru j þegar sendar á loft frá Keflavík j til að fara í veg fyrir þær. „Flugvélarnar frá íslandi nálg- uðust sovézku vélarnar, gáfu merki um að snúa við og frá grænlenzku landi. Rússarnir héldu samt stefnu sinni áfram inn yfir „norðiæg svæði“ Bandaríkjanna“, segir í frétt AP. Nú sáust tveir „birnir“ (rúss- neskar flugvéiar) á radarskífum, en komu aldrei nálægt amerísku vól- unum. Nú voru þrjár F. 102 vélar sendar til viðbótar frá Keflavík, „í öryggisskvni“ eins og Lucas segir. „Spenningurinn varð geysilegur í nokkur augnablik, en enginn ótti var sjáanlegur neins staðar,“ er haft eftir talsmanni hersins. Þeir fhigu að strönd Nýfundnalands og sneru sí'öan við í átt til sinnar heimastöðvar undir „leiðsögn" bundarísku vélanna. Margar myndir voru teknar af rússnesku vélunum meðan á þessu stóð, ekki sízt til að fá vitneskju um hvernig útbúriaöí þær eru bún- ar. Visir hafði samband við vamar- liðið á Keflavíkurflugvelli vegna bessa máls og gaf yfirmaður varn- arliðsins, Stone aðmíráll, eftirfar- •'ndi vfirlvsingu: „9. febrúar s.l. flugu flugvélar frá 57. flugsveit íslenzka vamar-. liðsins venjubundinn könnunarleið- j angur og sáu 5 rússneskar sprengju j flugvélar, sem flugu yfir alþjóða i siglingarleiöum. Þessar vélar sáust yfir N.-Atlants hafi 180 mílur SA frá íslandi og í yfir Grænlandshafi 85 mílur NV! frá íslandi.“ Frekari upplýsingar var ekki hægt að fá frá vamarliðinu. SKÍPT UM HLUTVERK! Þessi skemmtijega mynd er tekin á árshátíð sem ljósmæöur j og brunaverðir héldu sl. föstu- dag, og er þetta f fyrsta sinn I sem þessar stéttir. sem annars i vinna allmikið saman, halda j sameiginiega árshátið. Þótti skemmtunin takast með ágæt- i um og meðal skemmtiatriða var j það, að liósmæður og brunaverð ir skiptu um „hlutverk“, og | sjáum við hér á mvndinni tvo j brunaverði við ljósmóðurstörf, þá Sigurjón og Arnþór, en ljós 1 mæðurnar í brunavarðarfötun- um heita María og Soffía. Á i næstunni verður Mvndsjá í blað inu frá skemmtuninni. Fékk 75 mán. fangelsisdóm # Annar íslendinganna, sem handteknir voru fyrir 6 rán og ránstilraunir i K'aupmanna- höfn, hefur nú verið dæmdur i borgarréttinum í Kauþmanna- höfn í fimmtán mánaða fangelsi fyrir þátttöku sina í einu rán- inu. Var hað talinn mildasti dóm ur, sem hann gat fengið. Hann hefur óskaö þess, að fá að afplána refsinguna hér á ís- landi, en yfirvöld landanna hafa ekki enn tekið neina ákvörðun í málinu. Hinn íslendingurinn komst til fslands og var handtekinn hér. Mál hans hefur verið í rannsókn hjá íslenzku réttvísinni og hefur það verið sent til saksóknara til frekari ákvörðunar. ÞJÓFARNIR GÁFU SIG FRA ♦ Þjófamir tveir, sem stálu siglingatækjum og dýrmsétum mælum úr bandarísku flugvélinni, sem hlekktist á i lendingu á Reykja- víkurflugveili í síöustu viku, hafa nú gefið sig fram við lögregluna og skilað þýfinu. Kváðust þeir hafa heyrt, að vél- in væri ónýt, og staðið í þeirri trú, að ekki yröi hirt um hana meir. Þegar þeir svo heyrðu, hvernig í pottinn væri búið — mönnum eft- irsjá í tækjunum, sem væru mjög dýrmæt, þá heföu þeir strax viljað skila þeim.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.