Vísir - 19.02.1968, Side 3

Vísir - 19.02.1968, Side 3
' y* i CvWC'A^ííX'; 19. febrúar 1968. Norræna húsið í Reykjavík 1262—1874—1918—1968 Norræna húsiö er listræn bygging. Gluggarnir í lága þakinu eru kringlóttir og í gegnum þá má sjá bláa keramíkþakið, sem skagar upp úr og hefur vakið athygli allra, sem séð hafa. i",-amli sáttmáli er illa þokkað- ^ ur í fslandssögunni. Að ísland hafi um aldir lotið yfir- ráðum erlendra manna er nokk- uð, sem látið er liggja í lág- inni, þegar íslendingur kemur á erlenda grund og kynnir land sitt fyrir öðrum þjóðum. En nú er öldin önnur, fslend- ingar eru ekki lengur klæðlítil þjóð við nyrzta haf eigandi ekki neitt nema frelsishugsjón og ó- dauðlegar bókmenntir á morknu skinni. Nú er runnin upp hin tuttugasta öld, — öld vélvæð- ingar, vináttu — öld norrænnar samvinnu. Frá Hringbraut má sjá eitt merkilegt hús, sem gnæfir upp úr mýrinni — Norræna húsið, tákn norrænriar samvinnu og samstöðu, — tákn þess sem hefur áunnizt gegnum aldir. Hugmyndin að þessu húsi var borin upp á Norðurlandaráðs- fundi, og þegar í stað var skip- nð nefnd til að sjá um allan undirbúning og framkvæmdir, jí3cveðið var að hafa ekki sam- keppni um teikningu að húsinu, heldur var verkið falið finnskum húsateiknara, Alvar Aalto, sem ktmnur er vfða um lönd fyrir nýstáriegar hugmyndir sínar qg smekkvísi en fulltrúi hans H&r á landí er Skarphéðinn Jó- hatmsson. Yerkið var boöið út og mörg tðboð bárnst, sem ðll voru ó- aðgengðeg — ýmist of há ell- egar þá að einhverju var ábóta- vamt f annan stað, svo að á- kseðSÖ var að byggja húsið út í reikning. Eftirlitsmaður með byggjngunni var ráðinn Maggi Jónsson. Einbver sagði, að frá Hring- brautinni liti húsið öt eins og sæmrlega tór sumarbústaður, en þegar komið er á staöinn, kemur upp úr kafinu, aö húsið er um það bil 1000 fermetrar og 6600 rúmmetrar -— það er að segja eitt af stærri húsum, sem reist hafa verið fyrir al mannafé hér f Reykjavík. Nú vita fæstir hvað er á seyöi inni í þessu húsi, sem hefur ris ið í skyndingu þama í mýrinni Menn gjóa þangað augunum og tauta kannski eitthvað í barm inn um bruðl, veizlur og til gangslausa norræna samvinnu, En þegar inn er komið hljóta viðhorfin að breytast. Þar er unnið af kappi, því að húsið á að vera tilbúið í vor. Það er vetur, ísing á götum og fáir á ferli, en þegar blaða- mann og ljósmyndara VÍSIS bar að garði óma hamarshöggin úr Norræna húsinu. Við göngum inn og við þröskuldinn liggur maður með munninn fullan af nöglum og þar fyrir innan standa nokkrir menn f hnapp, einn eða tveir þeirra með papp- írspokahúfur, eins og málarar nota. Utan viö hópinn stendur ungur maður, ósköp venjulegur ungur maður, en það er greini- legt, að hann hefur eitthvað yfir hinum að segja. Qg í þeirri trú gefum við okkur á tal við hann, og raunar er þar kominn Maggi Jónsson, eftirlitsmaður með byggingu Norræna hússins. Hann er skrafhreyfinn og reiðubúinn að sýna okkur húsiö, sem hann er auðsjáanlega stolt- ur af. Þegar blaöamaðurinn ætlar að fara að skrifa hjá sér eitthvert atriöi, segir Maggi: „Láttu þetta bíöa, ég ætla að sýna ykkur húsiö fyrst, svo get- um við farið út f tölfræðileg atriöi." Við fylgjum þessum ágætu ráöleggingum og Maggi Jónsson sýnir okkur Norræna húsið. Þegar gengið er inn er vænt- anleg skrifstofa hússins á hægri hönd, en beint framundan er stórt anddyri, fatahengi og sal- erni. Þá er gengið til vinstri, þar sem er bókasafn, kjarni hússins og lestrarsalur. Menn háfa tekið mjög eftir þeim hluta þaksins, sem skagar upp úr, en hann er yfir bókasafninu og fyrirlestra- salnum sem kemur til með að rúma um eitt hundrað manns. 1 bókasafninu eru fjögur her- bergi, þar sem aðstaða verður fyrir fræðimenn til aö athuga handrit ellegar skjöl, búin hús- gögnum og lömpum og öðru, sem til þarf. Maggi glottir 1 kampinn og segir, að þarna séu herbergi fyrir grúskara, en hann er samt greinilega mjög ánægöur með herbergjaskipan, sem er þannig, að þegar komið er inn í bókasafniö er ekki hægt aö sjá, að þar séu fleiri her- bergi inni. Auk bókasafns krefst tuttugasta öldin þess, að þama sé til staðar „diskótek" eða hljómplötusafn og því fylgir eitt hljóðeinangraö her- bergi, svo að músíkunnendur geta stillt á „hæsta", án þess »-»- 10. síöa. Alvar Aalto er einn frægasti arkítekt í heimi um þessar mundir. Norræna húsið ber listgáfu hans gott vitni. Þarna stendur Maggi Jónsson fyrir framan bygginguna, sem hann hefur haft eftirlit með og haft veg og vanda af fram að petía er salurinn, sem myndar kjarna Norræna hússins í Reykjavík. Til hliðar eru Iitlir klefar, þar sem fræðimenn geta verið einir með skræður sínar í framtíðinni, þannig gerðir af hálfuþess, sem húsið teiknaði, að þeir sjást ekki þegar inn er komið. i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.