Vísir


Vísir - 19.02.1968, Qupperneq 8

Vísir - 19.02.1968, Qupperneq 8
8 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. / Framkvæmdastjóri: Dagur Jönasson \ Ritstjóri: Jónas Kristjánsson / Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson \ Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson (l Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson / Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson \ Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 / Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 \ Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 Iínur) 1 Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands ) í lausasölu kr. 7.00 eintakið \ Prentsmiöja Vísis - Edda hf. / Að hugsa §tundum er talað um, að vissir menn séu alltaf að ( velta hlutunum fyrir sér og komist aldrei að niður- / stöðu. Þeir sjá alltaf nýjar og nýjar hliðar á málunum, ) svo að þau komast aldrei í verk. Er þetta oft bagalegt. ) En hitt er áreiðanlega miklu algengara, að of lítið sé \ hugsað um málin. Menn eru alltaf að taka ákvarð- ( anir og afstöðu að vanhugsuðu máli. Þjóðlífið er allt fj á þeytingi. Flestir eru önnum kafnir og gefa sér sjald- /) an tíma til að setjast niður í góðan hægindastól og ) velta vöngum. \ Menn ættu að reyna þetta og vita, hvort þeir hafa ( ekki gagn af því. Venja sig á að setjast niður smá- ( stund á degi hverjum og láta hugann reika. Taka fyrir ) ýmis vandamál, sem þeir eiga við að glíma, hugsa um / þau frá ýmsum sjónarmiðum, rekja eina hugsunina ) af annarri, hugsa vandamálið til enda. \ í slíkum kringumstæðum eru alltaf líkur á, að menn ( sjái ljós, sjái lausn, sem þeim hafði áður yfirsézt í ( önn dagsins. Og þetta á við á mörgum sviðum, í ) persónulegum vandamálum og starfsvandamálum. ) Þeir eru ófáir, sem sökkva sér í húsbyggingar ) eða aðra fjárfestingu alveg að órannsökuðu máli, nán- \ ast vegna sefjunaráhrifa frá umhverfinu. Svo kemur ( stundum að því, að allt siglir í strand, og menn verða ( taugaveiklaðir og magasárir. ) Þegar menn eru að hugsa um húsbyggingu, gera ) þeir rétt í að setjast fyrst niður og hugsa. Hvað kostar ) nú að byggja hús eins og þetta? Hvað er líklegt að ( byggingakostnaður hækki mikið á byggingatíman- ( um? Hve mikið fé get ég lagt fram og hve mikil lán 7 get ég fengið? Gengur þetta fjárhagsdæmi upp? Hve )\ mikil verður greiðslubyrðin í fyrstu? Hve lengi er (( hún að minnka niður í bærilegt mark? Margar slíkar (i spurningar steðja að huganum og bezt er að láta þeim / ekki ósvarað. ) í stjórnmálunum er allt of mikið um, að menn séu ) að deila um staðreyndir. Þær eiga raunar að vera \ fastir punktar, sem menn geta verið sammála um ef (' þeir íhuga málin til botns. Svo geta menn deilt um, j hvernig túlka beri staðreyndirnar, og er þá komið út ) í hin eiginlegu stjórnmál. Það er ákaflega frumstætt ( stjórnmálaástand, þegar mesta púðrið fer í deilur um, ( hvað séu staðreyndir, eins og of oft er hér á landi. / Þetta hefur líka spillandi áhrif á stjórnmálin. Mönn- ) um er tamt að fylgja sínum flokki gegnum þykkt og ) þunnt. Ef flokkurinn heldur því fram, að staðreynd- ) irnar séu öðruvísi en þær eru í raun og veru, halda ( flokksmennimir því einnig fram. Þetta tefur fyrir ( því, að þjóðin geti leyst vandamál sín skynsamlega / og tímanlega. Það munaði t. d. litlu, að orku- og stór- ) iðjustefna næði ekki fram að ganga á íslandi. ) Hægindastóllinn og hugsunin þurfa að ná meiri ) áhrifum. \ V í S IR . Mánudagur 19. febrúar 1968 Mfgi Á svæði í grennd við háskólann höfðu safnazt saman um 16.000 flóttamenn fyrir seinustu helgi. GIAPHIKAREKKIVIÐAÐ FÓRNA MANNSLÍFUM — Wesfy treysfir á vélorstsir Það hefir veriö haft eftir Giap hersl öfðingja sem stund- um er kallaöur „hinn rauði NapoIeon“, en bað er hann sem hefir æöstu stjórn hers Norður-Vietnam, hvort heldur faö er við Khe Sanh eða Hue eða annars staðar, — „að á hverri mínútu deyi menn i hundrað þúsunda tali í heimin- um, og þðtt fóma verði þúsund- um, tugum þúsunda, jafnvel hundruðum þúsunda mannslífa, — skipti það mjög litlu ... Vo Nguyen Giap er landvarna- ráðherra og yfirhershöfðingi hers Norður-Vietnam, og hann er sá maður, sem talinn er lík- legastur eftirmaður Ho Chi Minh, sem nú er háaldraður orðinn og lasburða. Það var hann sem stjórnaði sókninni í orrustunni um Dien Bien Phu og fómaði þar 20.000 — til 25.000 mannslífum til þess að sigra. Með þeim sigri var frönsk- um yfirráðum í Indokína lokið að fullu og öllu. Hálfrar milljón- ar her Frakka beið ósigur fyrir hersveitum Giaps. Og þeir, sem gerzt þekkja Giap efast ekki um a~ hann muni án þess að hika fórna þeim tugum þúsunda mannslífa, sem þarf til að sigra við Khe Sanh og annars staðar í Suöur-Vietnam. Samanburður hefir verið geröur á þeim Giap og West- moreland — yfirhershöföingj- unum á blóðvellinum í Vietnam. Þeir ru jafngamlir — 54 ára. Báðir vanir hermennsku- og vigstöövalffi frá unglingsárum að kalla — eða um aldarfjórö- ung hvor um sig. En um fátt annað er að ræða, sem um þá báða má segja, þessa tvo full- trúa ólíkra stjórnmálakerfa og hugsjóna. Skapgerð er ólík, hernaðarleg Þjálfun og tækni. Annar hefir fullkomna skæruhernaðar-tækn- ina asíatisku — hinn, liðsforing- inn frá West Point hefir tekiö í arf vestrænar hernaðarlegar kennisetningar .ðlagaðar og samr'æmdar og fullkomnaðar á grundvelli þess, sem fullkomn- ast er hertæknilega í nútím- anum. Hvor um sig beitir sínum aðferöum í samræmi viö þessi ólíku viðhorf. Annar treystir á hervélar. Hinn fómar manns- Iífum. Og Ho Chi Minh sagði: ..Leynivopn Norður-Vietnam er, að hermenn vorir hræðast ekki dauöanri". Giap Giap stjórnar úr skrifstofum landvarnaráðuneytisins í Hanoi, en hann er oft á vígstöövunupi- Hann var nýlega á vfgstöðvun- um við Khe Sanh. Giap var sonur efnaðra ior eldra í Annam. Faðir hans hat- aði franska nýlenduveldið og sonurinn tók þetta hatur f arf Hann var ekki nema 14 ára er hann var handtekinn í fyrsta sinn, — fyrir að vera í leyni félagsskap þjóðernissinna. en fangelsisstjórinn fékk dálæti á honum sakir gáfna hans, og reyndi að vinna hann á band Frakka. Þegar hann var laus ’átinn var hann sendur í ein- hvern bezta franska skólann 1 Hanoi. Frakkar menntuðu manninn. sem seinna sigraði þá Um Westmoreland hefir ver ið sagt, að hann krefjist mikils af sjálfum sér og mikils af öðr um, hann hefur margoft sýnt persónulegt hugrekki — í síðari heimsstyrjöld gat hann sér mik ið orð, en hann er enn, þótt hann kæmi til Vietnam 1964 þar „ókunnugur . ókunnugu landi“ og stendur í einu hinum ó- breyttu hermönnum að baki, — þeir geta fljótt gert sig skiljan lega við fólkið. Enginn efast um, að hann haf' „gert sitt bezta“, m. ö. o. lag' sig allan fram við sitt hlutverk en ekki tekizt það nógu vel, or þess vegna hefir ekki þagnað orðrómurinn um, að innan tíöar ef áfram blæs á móti, verði „honum sparkað upp á við“. — hann fái góða stöðu í Wash- ington, og annar taki við í Viet- nam“.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.